Morgunblaðið - 03.05.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.05.2010, Blaðsíða 2
2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2010 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl. is , Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is BILIÐ milli „stóru“ liðanna og þeirra „smærri“ í kvennafótbolt- anum er greinilega að minnka ef marka má úrslitaleik Vals og Fylkis í deildabikarkeppni kvenna, Lengjubikarnum, í Kórnum í gær. Valur hafði betur, 2:0, skoruðu fyrra markið í fyrri hálfleik og það síðara með næstsíðustu spyrnu leiksins. Valsliðið var sterkari að- ilinn í leiknum og sigurinn verð- skuldaður, en Fylkir lék vel og fékk tvívegis gullið færi til að skora, maður á móti markverði, en mis- tókst. „Ég er aldrei sáttur við að tapa. Við lögðum leikinn þannig upp að vera þéttar til baka og leyfa Val að vera með boltann og sækja síðan hratt á nokkrum leikmönnum. Það gekk ágætlega og við fengum fín færi sem við náðum ekki að klára,“ sagði Björn Kristinn Björnsson, þjálfari Fylkis eftir leikinn. „Stefnan er að sjálfsögðu sett á það að taka allt sem er í boði í sum- ar og þetta er fyrsta skrefið í því,“ sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals eftir leikinn. Hún játaði þó að leikurinn hefði hæglega getað end- að öðruvísi. „Fylkir er með þrusu- gott lið. Þær eru hættulegar fram á við, sækja hratt á nokkrum leik- mönnum og María bjargaði okkur með því að loka á þær þegar þær sluppu í gegn hjá okkur,“ sagði Katrín. Hún og Dóra María Lárusdóttir voru sterkar á miðjunni og Pála Marie Einarsdóttir örugg í vörninni og María Björg Ágústsdóttir örugg í markinu. Aðrar áttu fína spretti í leiknum en ljóst er að Valur getur leikið betur en liðið gerði í gær. Hjá Fylki var Björg Björnsdóttir frábær í markinu og varði meðal annars vítaspyrnu undir lok leiks- ins. Lidija Stojkanovic er gríð- arlega sterk í vörninni og Anna Björg Björnsdóttir var dugleg. Annars lék liðið ágætlega, var lengstum vel skipulagt og baráttan var í góðu lagi. Morgunblaðið/Kristinn Fyrirliðar Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals, og Laufey Björnsdóttir, fyrirliði Fylkis, í harðri baráttu í úrslitaleiknum í gær. Bilið milli liða minnkar  Valur varð deildabikarmeistari kvenna  Stefna ótrauðar að því að vinna allt í sumar  Fylkir lék vel og átti möguleika  Stórleikur hjá Björk í markinu Kórinn, deildabikar kvenna, Lengju- bikar, úrslitaleikur, sunnudaginn 2. maí 2009. Skilyrði: Eins og þau gerast best í Kórnum. Skot: Valur 16 (6) – Fylkir 3 (1). Horn: Valur 8 – Fylkir 3. Lið Vals: (4-4-2) Mark: María Björg Ágústsdóttir. Vörn: Embla Grétarsdóttir, Pála Marie Ein- arsdóttir, Málfríður E. Sigurð- ardóttir, Thelma Björk Einarsdóttir. Miðja: Rakel Logadóttir, Katrín Jónsdóttir (Helga S. Jóhann- esdóttir 89.), Dóra María Lár- usdóttir, Hallbera Gísladóttir (Andr- ea Ýr Gústavsdóttir 80.). Sókn: Kristín Ýr Bjarnadóttir, Björk Gunn- arsdóttir (Dagný Brynjarsdóttir 60.) Lið Fylkis: (4-5-1) Mark: Björk Björnsdóttir . Vörn: Tinna B. Berg- þórsdóttir, Ragna B. Einarsdóttir, Lidija Stojkanovic, Fjolla Shala (Hanna María Jóhannsdóttir 89.). Miðja: Hrafnhildur H. Eiríksdóttir (Kristrún Kristinsdóttir 74.), Laufey Björnsdóttir, Fjóla D. Friðriksdóttir, Ruth Þ. Þórðardóttir, Anna B. Björnsdóttir (Margrét Magnúsdóttir 88). Sókn: Íris Dóra Snorradóttir. Dómari: Leiknir Ágústsson – von- andi ekki hans besti leikur. Áhorfendur: Tæplega 200. Valur – Fylkir 2:0 „ÞETTA er bara frábært. Ég er búin að spila ein 8 ár hérna í Svíþjóð og hef aldrei unnið Umeå, þannig að þetta er mjög góð tilfinning,“ sagði Erla Steina Arnardóttir knattspyrnu- kona sem lék óvænt í marki Kristianstad þegar liðið vann 3:1 sigur á stórliði Umeå í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Til marks um styrkleika Umeå komst liðið í undanúrslit Meist- aradeildar Evrópu fyrir skömmu en liðið átti litla möguleika í gær. „Það var eiginlega ekkert að gera. Ég held að það hafi komið eitt skot á mig, þegar þær skoruðu, þannig að þetta var bara létt,“ sagði Erla sem leikur vanalega sem miðvörður eða varnartengiliður en var óhrædd við að taka við markmannshlutverkinu eftir að eini markvörð- ur liðsins fékk heilahristing í síðasta leik. „Ég fékk að vita þetta á miðvikudaginn þannig að ég er eiginlega búin að vera frekar stressuð síðan þá. En síð- ustu daga er ég búin að vera á markmannsæfingum og ég er búin að finna fyrir miklum stuðningi frá liðs- félögunum sem var mjög gott,“ sagði Erla sem hefur litla reynslu af því að standa í marki. „Ég prófaði þetta þegar ég var lítil í 7-manna bolta. Þá skiptumst við bara á að vera í marki en ég hef aldrei fengið neina þjálf- un í því. En ég spila bara þar sem Beta [El- ísabet Gunnarsdóttir þjálfari] vill að ég spili.“ Margrét Lára Viðarsdóttir gerði þriðja mark Kristianstad í leiknum úr vítaspyrnu og lagði upp annað. Guðný Björk Óðinsdóttir var einnig í liði Kristianstad. sindris@mbl.is „Prófaði þetta í 7-manna bolta“ Erla Steina Arnardóttir CLEVELAND lagði Boston 101:93 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í fyrrinótt en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í úrslit Aust- urdeildar. Cleveland var um tíma 11 stigum undir en Mo Williams skoraði 10 stig í röð og kom Cleveland aftur inn í leikinn. LeBron James skoraði 35 stig fyrir Cleveland, tók sjö fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Williams gerði sér lítið fyrir og tróð bolt- anum í körfuna í hraðaupphlaupi og ætlaði Paul Pierce að verja skotið frá hinum smá- vaxna Williams sem er rétt um 1,80 m á hæð en Pierce er um 2 m á hæð. „Ég áttaði mig á því að ég var hátt yfir körfuhringnum með boltann og ég lét bara vaða. Þetta tókst og tilfinningin var góð, ég viðurkenni það alveg að mér leið vel,“ sagði Williams en hann hef- ur aldrei áður troðið í leik með Cleveland. Rajon Rondo skoraði 27 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók sex fráköst í liði Boston. Kevin Garnett skoraði 18 stig fyrir Bost- on. James meiddur? James glímir við verki í hægri olnboga sem læknar liðsins hafa ekki náð að sjúkdómsgreina. James tók ekki skot á körfuna fyrr en um 20 mínútur voru liðnar af leiknum. „Ég hugsaði of mikið um olnbogann en ég get ekki notað þetta sem afsökun. Ég hef verið betri í oln- boganum en ég verð örugglega búinn að gleyma þessu fyrir næsta leik á mánudag,“ sagði James. Cleveland lagði Boston Celtics LeBron James 0:1 32. Dóra María lék uppmiðjan völlinn frá miðju og renndi síðan boltanum inn á Krist- ínu Ýr Bjarnadóttur. Hún tók bolt- ann með sér, lagði hann fyrir vinstri og skoraði með skoti úr miðjum ví- tateignum. 0:2 90. Dómarinn bætti viðfjórum mínútum og þegar rúmlega þrjár voru liðnar og Fylk- ismenn lögðu allt í sóknina, náðu Valsmenn að sækja snöggt og end- aði það með því að Dagný Brynj- arsdóttir var ein á miðjum vítat- eignum og skoraði af öryggi. I Gul spjöld:Lidija Stojkanovic (Fylki) 37. (brot), Freyr Alexandersson (Valur) 37. (mótmæli), Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir (Fylki) 54. (brot), Fjolla Shala (Fylki) 74. (óljós ástæða), I Rauð spjöld: Engin  Fylkisliðið var heppið að missa ekki Lidiju Stojkanovic af velli á 37. mínútu. Hún tagaði þá sóknarmann Vals niður þegar hann var að sleppa í gegn. Klárlega rautt spjald, en dómarinn lét gult nægja.  Landsliðskonan Ásta Árnadótir, sem ætlaði að leika með Val í sum- ar, en hefur ákveðið að fara til Nor- egs í sumar, fylgdist með úrslita- leiknum og fékk gullpening um hálsinn að leik loknum. Þetta gerðist í Kórnum „ÞETTA er von- andi bara fyrsti titillinn af mörg- um í sumar,“ sagði Freyr Al- exandersson, þjálfari kvenna- liðs Vals eftir að liðið tryggði sér deildameist- aratitilinn í gær. „Við vorum dálítið seinar í gang í dag enda vor- um við að spila við gott lið og við fundum ekki taktinn alveg strax. Fylkir gerði það hins vegar. Við höfum aldrei unnið Fylki stórt og þær vörðust vel og við þurfum allt- af að hafa fyrir hlutunum. Mér fannst við samt alltaf vera með þennan leik. Við áttum tíu skot á markið en þær tvö, sluppu tvisvar í gegn en María las þetta mjög vel, en þegar staðan er bara 1:0 þá get- ur allt gerst. Auðvitað hefði ég vilj- að fá fleiri mörk og það er alveg ljóst að við getum spilað miklu bet- ur en við gerðum í dag. Samt sem áður áttum við fína kafla sem dugðu til að vinna gott lið Fylkis. Er það ekki bara fínt að spila ekk- ert sérstaklega vel og vinna samt?“ sagði Freyr. Vonandi bara fyrsti titillinn af mörgum Freyr Alexandersson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.