Morgunblaðið - 08.05.2010, Page 1
íþróttir
LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2010
Úrslitaleikur Það ræðst í dag hvort Haukar eða Valsmenn verða Íslandsmeistarar karla
í handbolta. Haukar líklegir ef fá mörk eru skoruð. Valsmenn ef mikið er skorað 4
Íþróttir
mbl.is
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„ÉG get staðfest að ég vænti tilboðs
frá Hamm á mánudaginn eða í síð-
asta lagi á þriðjudag. Þeir ætla að
bjóða mér eins árs samning,“ sagði
Einar í samtali við Morgunblaðið í
gær en fyrir nokkru var honum til-
kynnt að hann fengi ekki áfram-
haldandi samning við Grosswall-
stadt þar sem hann hefur verið
síðustu tvö árin.
Einar hefur verið einstaklega
óheppinn síðustu þrjú árin og verið
mikið frá vegna meiðsla í baki og
hnjám. Hann segist vera orðinn
góður og tilbúinn í slaginn þótt
hann hafi ekki fengið mörg tækifæri
með Grosswallstadt á þessu ári eftir
að hafa jafnað sig á erfiðum
meiðslum í hné. Vegna þessa varð
Einar að fara í gegnum ítarlega
læknisskoðun áður en forráðamenn
ASV Hamm gáfu því gaum að gera
honum tilboð.
„Ég hef farið tvisvar í heimsókn
til Hamm þar sem þeir hafa viljað
hafa allan vara á sér. Hnéð á mér
lítur ekki vel út en mér líður vel og
er alveg tilbúinn í slaginn. Ég skil
hins vegar alveg að menn vilji vera
alveg vissir áður en þeir gera mér
tilboð enda er þarna á ferðinni lítið
félag sem hefur ekki efni á að gera
manni tilboð sem meiðist kannski í
fyrsta leik,“ sagði Einar sem segist
vera ánægður með að komast ein-
hvers staðar að um þessar mundir.
Samkeppni er hörð og margir leik-
menn að leita fyrir sér meðal félaga
í Þýskalandi og hluti þeirra tilbúinn
að leika fyrir lág laun.
Þarf að slá mikið af launum
„Eftir það sem á undan er gengið
er ég bara ánægður með að fá vinnu
og tækifæri til þess að spila áfram í
Þýskalandi þar sem ég verð helst að
vera vegna tryggingamála. Sam-
keppnin er hörð og líklega verð ég
að slá tugi prósenta af þeim launum
sem ég er á núna til að ná samningi
við Hamm. Ég er tilbúinn til þess og
koma mér þannig á framfæri á nýj-
an leik. Annaðhvort gengur þetta
upp hjá Hamm þar sem maður fær
væntanlega mikið að spila eða þá að
maður verður að hætta þessu og
snúa sér að öðru,“ segir Einar sem
ekki hefur átt upp á pallborðið hjá
Michael Biegler sem tók við þjálfun
Grosswallstadt um áramótin og fá
tækifæri fengið með liðinu.
„Það væri synd að segja að þjálf-
arinn væri minn besti vinur.“
Hamm gerir
Einari tilboð
Liðið er á leið upp í efstu deildina
Einar hefur staðist læknisskoðun
Þýska handknattleiksfélagið ASV
Hamm mun eftir helgina gera Einari
Hólmgeirssyni eins árs tilboð. Yfir-
gnæfandi líkur eru á að ASV Hamm
leiki í 1. deild á næstu leiktíð en liðið
trónir á toppi norðurriðils 2. deildar
um þessar mundir.
EINAR Jónsson hefur verið ráðinn
þjálfari kvennaliðs Hauka í úrvals-
deildinni í handknattleik. Hann tek-
ur við af Díönu Guðjónsdóttur sem
leyst var frá störfum snemma í vik-
unni. Einar þjálfaði karlalið Fram
frá miðju keppnistímabili er hann
tók við af Viggó Sigurðssyni. Samn-
ingur Einars við Hauka er til
þriggja ára.
Einar er öllum hnútum kunnugur
hjá Haukum í Hafnarfirði. Hann er
fyrrverandi leikmaður félagsins og
var m.a. þjálfari kvennaliðs Hauka
áður en Díana tók við þjálfun þess
sumarið 2007.
Kvennalið Hauka hafnaði í fjórða
sæti í N1-deild kvenna á síðustu
leiktíð og tapaði fyrir Val í undan-
úrslitum úrslitakeppninnar um Ís-
landsmeistaratitilinn.
iben@mbl.is
Einar tekur við
hjá Haukum
Eftir Kristján Jónsson
kris@mbl.is
ÞRÁTT fyrir kalt vor þar til fyrir
skömmu er ástand grasvallanna
víðast hvar orðið nokkuð gott.
Keppni í Pepsideild karla hefst á
mánudagskvöldið þegar Valur
tekur á móti Íslandsmeisturum
FH og fyrstu umferðinni lýkur
á þriðjudag með fimm leikjum.
Af þeim sex völlum sem leik-
ið verður á í 1. umferð eru tveir
lagðir gervigrasi og því óháðir
veðri og vindum.
Stjarnan í Garðabæ leikur alla sína
heimaleiki á gervigrasi og það er ekki
ný staða þegar þeir mæta Grind-
víkingum. Nýliðar Selfyssinga
munu einnig leika á gervigrasi
þegar þeir taka á móti Fylki.
KR-ingar og Valsmenn
bera sig vel og segja að sínir
vellir séu í betra ástandi en á
sama tíma síðustu árin. Vals-
völlurinn er upphitaður í fyrsta skipti
en upphitunarkerfið var sett í gang
eftir páska.
Jóhann Kristinsson, hinn þraut-
reyndi vallarstjóri í Laugardalnum,
segir að grasið á aðalleikvanginum líti
vel út í fjarlægð. Hann segir þó að
völlurinn sé ekki jafn góður og á sama
tíma síðustu árin. Gróandinn hafi
ekki staðið það lengi yfir að hann sé í
toppstandi en hann hafi verið það í
upphafi móts síðustu tvö árin. Fram-
arar munu leika gegn ÍBV á aðal-
leikvanginum í fyrstu umferð.
Í Kópavoginum eru Blikar jafn-
framt nokkuð sáttir og völlurinn kem-
ur ágætlega undan vetri. Undirlag
vallarins er hins vegar orðið um 20
ára gamalt og því má völlurinn ekki
við miklum rigningum eða leiðinlegu
tíðarfari. Völlurinn ætti að óbreyttu
að vera í ágætu standi þegar Keflvík-
ingar koma í heimsókn.
Selfyssingar standa í miklum fram-
kvæmdum og gerðu raunar allt síð-
asta sumar einnig. Þeir munu vígja
nýjan heimavöll seint í júlí með áhorf-
endastúku sem tekur um 700 manns í
sæti. Selfyssingar eiga þó annan
grasvöll sem þeir gætu spilað á ef
ekki væri fyrir þær kröfur sem gerð-
ar eru varðandi umgjörð og aðstöðu
fyrir áhorfendur. Þeir munu því leika
á gervigrasi fram í júlí. kris@mbl.is
Grasið er gott í Vesturbæ og á Hlíðarenda
Til Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og
Atli Sveinn Þórarinsson mætast á
Hlíðarenda á mánudag.
Laugardalsvöllur ekki í eins góðu standi og oft á vorin Kópavogsvöllurinn í lagi Byrjað á
gervigrasi í Garðabæ og á Selfossi Ný stúka Selfyssinga tilbúin á grasvellinum síðar í sumar
Morgunblaðið/Eggert
BORCE Ilievski mun færa sig um
set innan norðvesturkjördæmis og
verður næsti þjálfari úrvalsdeild-
arliðs Tindastóls í körfuknattleik
karla. Samningur þess efnis var
undirritaður á lokahófi Tindastóls
á Sauðárkróki í gærkvöldi. Ilievski
er frá Makedóníu en hefur þjálfað
KFÍ á Ísafirði undanfarin ár.
Ilievski stýrði KFÍ upp í úrvals-
deildina á síðustu leiktíð en samn-
ingur hans við félagið rann út að
tímabilinu loknu.
Ilievski tekur við stjórnartaum-
unum af Karli Jónssyni sem þjálfað
hefur Stólana í eitt ár. Þeir eiga
það sameiginlegt að hafa báðir
þjálfað á Ísafirði og í Bolungarvík.
kris@mbl.is
Borce Ilievski
tekur við liði
Tindastóls
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ánægð Rakel Logadóttir, landsliðskona úr Val, hefur mikið yndi af því að
lyfta bikurum. Það gerði hún með stæl, einu sinni sem oftar, þegar Valur
varð meistari meistaranna í gærkvöld með því að sigra Breiðablik, 4:0. | 3