Morgunblaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 3
Harry Redk-napp var í gær útnefndur knatt- spyrnustjóri tímabilsins í ensku úrvals- deildinni fyrir þann árangur að koma Tott- enham í fjórða sætið og þar með í Meistaradeild Evrópu. Þetta er að- eins í annað sinn síðan úrvalsdeildin var stofnuð sem stjóri meistaraliðs- ins hlýtur ekki þennan titil. Hitt var þegar George Burley sem fór með nýliða Ipswich í 5. sæti deildarinnar tímabilið 2000-2001 var útnefndur. „Þetta var allt undir leikmönnunum komið og þeirra árangur sem er á bak við þetta,“ sagði Redknapp á vef Tottenham um útnefninguna en að henni stendur úrvalsdeildin ásamt styrktaraðilum sínum, fulltrúum fjölmiðla og stuðnings- manna.    Tinna Jóhannsdóttir og ValdísÞóra Jónsdóttir byrjuðu ekki vel í svæðisúrslitunum í bandaríska háskólagolfinu en mótið fer fram í Stanford í Kaliforníu þar sem Tig- er Woods var við nám á sínum tíma. Tinna sem leikur fyrir San Franc- isco-háskólann lék fyrsta hringinn á 79 höggum og er átta yfir pari vall- arins í 88. sæti. Valdís Þóra, sem leikur fyrir Texas State, er á 85 höggum eða 14 yfir pari. Hún er á meðal neðstu kvenna í 117. sæti.    FH hefur náð samkomulagi viðdanska knattspyrnumanninn Jacob Neestrup um að hann gangi til liðs við félagið en Neestrup hefur verið til skoðunar hjá Íslandsmeist- urunum síðustu daga. Að því er fram kom í norska blaðinu Stav- anger Aftenblad í gær á Neestrup eftir að útkljá mál sín við norska 2. deildar liðið Stavanger IF en að sögn blaðsins á hann inni ógreidd laun hjá félaginu. Hann hélt af landi brott í gær og að öllu óbreyttu mun hann koma aftur til landsins í næstu viku og skrifa þá undir samning við Hafnarfjarðarliðið. Ljóst er að hann verður ekki með FH-ingum í fyrsta leiknum í úrvalsdeildinni gegn Val á mánudaginn. Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2010 ÞAÐ er hins vegar ekki svo að öll mörk Vals í gær hafi verið óumdeilanleg. Fyrsta markið, sem kom Valskonum á bragðið í fyrri hálfleik, var nefnilega ansi vafasamt að mati þess sem þetta skrifar. Hér verður gerð tilraun til að lýsa því. Dagmar Ýr Arnardóttir, varn- armaður Vals, meiddist innan eigin vítateigs og lá óvíg eftir. Reyndar er óttast að hún hafi slitið krossband í hné. Greta Mjöll Samúelsdóttir, Bliki, var með boltann og spyrnti honum út fyrir hliðarlínu eftir skipanir frá liðs- félögum sínum þess efnis. Nokkur tími fór í að koma Dagmar af velli og við það virtust leikmenn hreinlega gleyma aðdraganda innkastsins því að í stað þess að Valskonur köstuðu boltanum til Blika eins og tíðkast við svona tilvik var boltanum komið inn í vítateig Blika þar sem markadrottningin Kristín Ýr skoraði. Svona mörk hafa áður verið skoruð í fótboltaleikjum en undirritaður man ekki til þess að þau hafi verið skoruð án þess að einn einasti kjaftur í stúk- unni, þeir voru reyndar ekki margir, eða þá alla vega leikmenn og þjálfarar liðsins sem markið bitnar á, létu heyra í sér. Í samtali við þjálfara Blika eftir leik komst ég að því að hann sá ekki þetta atvik enda með hugann við hvaða varamaður ætti að leysa Dagmar af hólmi. Sara Björk Gunnarsdóttir, mið- vallarleikmaður Blika, sagði sig og samherja sína einnig líklega hafa verið of upptekna af því að hugsa um Dag- mar og alvarleg meiðsli hennar. „Ég tók bara ekki eftir þessu. Maður var eiginlega í sjokki yfir Dagmar. Þetta er fáránlegt svona eftir á að hyggja,“ sagði Sara Björk eftir leikinn. Það er hins vegar ekki við Valskonur að sakast í þessum málum því þær virt- ust alveg jafnlítið meðvitaðar um það að eðlilegast væri að Breiðablik fengi boltann eftir innkastið. Atvikið skrifast frekar á meðvitundarleysi en óheið- arleika. Gefum markaskoraranum Kristínu Ýri orðið: „Ég sá reyndar ekki hvað gerðist en ég spurði dómarann hver ætti boltann og hann sagði „þið eruð með boltann, þið eigið hann“. Það er dómarinn sem ræður, ekki satt?“ sagði Kristín Ýr og það er svo sem hárrétt hjá henni. Það eru kannski bölvuð leiðindi og dónaskapur í mér að velta mér svona upp úr þessu fyrsta marki og ég ætla ekki að halda því fram að það hafi haft úrslitaáhrif. Síður en svo. Valskonur voru betri aðilinn og gerðu út um leik- inn með þremur mörkum á fjórum mínútum í seinni hálfleiknum. Geri aðrir betur. Ég kemst samt ekki hjá því að velta því fyrir mér hvernig við- brögð áhorfenda hefðu orðið ef „sviðið“ hefði verið stærra. „Óheiðarlegt“ en öllum virtist alveg sama Morgunblaðið/Árni Sæberg Ný Björk Gunnarsdóttir er nýkomin til Vals frá Stjörnunni. Hér hefur hún betur gegn Önnu Birnu Þorvarðardóttur úr Breiðabliki í meistaraleik liðanna í Kórnum í gærkvöld. Valskonur bættu þar enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn. Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu í gærkvöld sigur í meistarakeppni KSÍ með því að leggja „silfurlið“ Breiðabliks að velli, 4:0, í Kórnum. Kristín Ýr Bjarna- dóttir, Katrín Jónsdóttir og Dagný Brynj- arsdóttir sáu um að skora mörkin fyrir Valsliðið sem svo sannarlega lofar góðu fyrir komandi sumar þar sem flestir spá því áframhaldandi sigurgöngu. Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is  Öruggur sigur Vals  Vafasamt mark  Dagmar illa meidd ætlum okkur að vera í henni að ári,“ agði Þórður. Spurður út í deildina almennt sagði Þórður: ,,Ég held að deildin verði miklu sterkari en í fyrra. Eftir að hafa séð marga leiki hjá þessum lið- um er það mín tilfinning og flestra annarra. Það verða mörg lið sem geta blandað sér í toppbaráttuna. Ef við verðum þarna uppi eins og ætlunin er þá sé ég fyrir mér að Víkingarnir verði þar líka. Þórsararnir eru seigir og baráttuglaðir og gætu blandað sér baráttuna. Þó svo að Þrótturum hafi ekki gengið allt of vel þá er með þeir hörkumannskap. HK-liðið er gott og Fjölnisliðið er ungt og sprækt. Leikn- r getur á góðum degi unnið öll lið og vo er alltaf eitthvert lið sem kemur á óvart. Þetta verður hörkumót.“  ÍA tekur á móti HK í fyrstu um- erðinni á morgun en leikina má ann- ars sjá hægra megin í opnunni.  Hér til vinstri er síðan liðskipan allra liðanna í 1. deildinni 2010. Morgunblaðið/Ómar trik. Búist er við því að annað verði rstranglegir þeir séu taldir. á morgun KNATTSPYRNA VISA-bikar karla Bikarkeppni KSÍ, 1. umferð: Gnúpverjar – Kjalnesingar ..................... 1:1  Kjalnesingar unnu 3:0 í vítaspyrnu- keppni og mæta Leikni R. í 2. umferð. HANDKNATTLEIKUR Þýskaland Magdeburg – Grosswallstadt.............. 30:28 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni NBA Austurdeild, undanúrslit: Orlando – Atlanta ............................... 112:98  Staðan er 2:0 fyrir Orlando í kvöld HANDKNATTLEIKUR Oddaleikur karla um Íslandsmeistaratitil: Ásvellir: Haukar – Valur........................ L14  Staðan er 2:2 og sigurliðið verður Ís- landsmeistari 2010. KNATTSPYRNA 1. deild karla: Akranesvöllur: ÍA – HK ......................... S14 Leiknisvöllur: Leiknir R. – Njarðvík .... S14 Gervigras Laugardal: Þróttur R. – KA S14 Gróttuvöllur: Grótta – ÍR....................... S14 Þórsvöllur: Þór – Fjölnir ........................ S14 Víkin: Víkingur R. – Fjarðabyggð......... S14 Lengjubikar karla, úrslit B-deildar: Boginn: Víkingur Ó. – Völsungur ..... S16.30 Lengjubikar kvenna, úrslit C-deildar: Gervigras Laugard: Völs. – Þróttur R . L12 VISA-bikarinn, bikar karla, 1. umferð: Fjórtán leikir fara fram víðsvegar um land í dag, laugardag, og sex á morgun, sunnu- dag. Sjá nánar á www.ksi.is. JÚDÓ Norðurlandamót fullorðinna fer fram í Laugardalshöllinni í dag frá kl. 10 til 16. Á morgun er keppt í unglingaflokkum á sama stað frá kl. 9 til 13. ÞAÐ ræðst á morgun hvort það verður Chelsea eða Manchester United sem hampar Englandsmeistaratitl- inum í knattspyrnu í ár en þá fer fram lokaumferð deildarinnar. Chelsea er með pálmann í höndum. Vinni liðið sigur á Wigan á heimavelli sínum er meistaratitillinn þeirra en misstígi leikmenn Lundúnaliðsins sig bíða meistarar síðustu þriggja ára eins og gammar, tilbúnir að taka á móti enn einum titlinum. Takist United að leggja Stoke að velli og Chelsea nær ekki að fara með sigur af hólmi á móti Wigan fer bik- arinn á loft á Old Trafford og um leið setur félagið nýtt met hvað fjölda titla varðar. United og Liverpool hafa inn- byrt titilinn 18 sinnum hvort félag í efstu deild en Chelsea getur orðið meistari í fjórða sinn og reyndar er fátt sem bendir til annars en að svo verði. „Mínir menn hafa verið mjög einbeittir alla vikuna. Þeir vita hversu mikilvægur leikurinn er. Til þess að vera meistarar þurfum við að spila eins vel og við gerðum á móti Liverpool. Við erum í góðri stöðu og við getum ráðið okkar eigin örlögum á okkar heimavelli á Stamford Bridge sem er mjög gott,“ sagði Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, við fréttamenn í gær en nær öruggt er talið að hann tefli fram sama liði og vann Liverpool um síðustu helgi. Chelsea tapaði fyrri leiknum gegn Wigan en liðið hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli á leiktíðinni. Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki gefið upp vonina um að kraftaverk eigi sér stað á Stamford Bridge. „Við vonumst til að ljúka mótinu á réttan hátt en það er aldrei auðvelt að spila á móti Stoke. Liðið er ákveðið og baráttuglatt. Við viljum gera vel í síð- asta heimaleiknum og þú veist aldrei hvað gerist. Við bíðum bara og sjáum hvað gerist,“ sagði Ferguson en lærisveinar hans töpuðu síðast deildaleik gegn Stoke árið 1984. gummih@mbl.is Chelsea með pálmann í höndunum en Ferguson vonast eftir kraftaverki Tilbúnir Wayne Rooney fagnar titli með Man.Utd ef liðið vinnur Stoke og Chelsea misstígur sig. Efstir Didier Drogba og John Terry landa titlinum á morgun ef þeir vinna Wigan. Fólk sport@mbl.is við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.