Morgunblaðið - 08.05.2010, Qupperneq 4
4 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2010
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„LEIKIRNIR hafa batnað eftir því
sem á einvígið hefur liðið. Viðureignin
á fimmtudagskvöldið var hreint frá-
bær auk þess sem dómgæslan var
eins og best varð á kosið. Það kæmi
mér ekkert á óvart þótt fimmti leik-
urinn toppaði hina fjóra og yrði besti
leikurinn í einvíginu.
Varnarleikur liðanna hefur verið
mjög góður og það sem heppnast hef-
ur best í leik liðanna. Í heildina er
þarna um að ræða tvö afar vel þjálfuð
og skipulögð lið sem greinilega leggja
allt í þessa leiki,“ segir Einar sem
fylgst hefur með leikjunum fjórum af
áhuga.
Sigurbergur og Fannar Þór
hafa leikið vel
„Síðan hafa leikmenn eins og Sig-
urbergur Sveinsson og Fannar Þór
Friðgeirsson farið mikinn og virki-
lega tekið af skarið og sýnt hvað í
þeim býr. Það er gríðarlega mik-
ilvægt fyrir liðin að hafa innan sinna
vébanda menn sem hafa getu til þess
að leika hvað best þegar mest á reyn-
ir. Ég get alveg séð fyrir mér að úr-
slitaleikurinn geti snúist upp í lítið
einvígið þeirra á milli ásamt því að
markvarslan skipti miklu máli,“ segir
Einar.
„Þegar litið er yfir leikina fjóra hef-
ur markvarslan verið nokkuð jöfn.
Hlynur hefur átt einn slæman leik í
marki Vals. Sömu sögu er að segja af
Birki Ívari í Haukamarkinu. Hann
hefur leikið vel í þremur leikjum en
tókst ekki sem best upp í einum.
Þannig að markvarslan hefur verið
nokkuð jöfn til þessa þegar litið er yf-
ir leikina fjóra.
Verði markvarslan áfram nokkuð
jöfn geta úrslit oddaleiksins ráðist ef
einhver einn einstaklingur úr öðru
hvoru liðinu tekur af skarið og nær að
vera afgerandi líkt og Fannar gerði á
fimmtudagskvöldið í fjórðu viðureign
liðanna.“
Fjarvera Gunnars veikir Hauka
Gunnar Berg Viktorsson, leik-
maður Hauka, missir af úrslita-
leiknum í dag eftir að hafa verið úr-
skurðaður í eins leiks bann á fundi
aganefndar í gær. Hann fékk rauða
spjaldið á síðustu sekúndum venju-
legs leiktíma.
„Það getur haft gríðarleg áhrif á
varnarleik Haukanna að Gunnar
verður ekki með. Hann er óumdeild-
ur leiðtogi í varnarleik liðsins. Hins
vegar getur fjarvera hans haft þau
áhrif að þeir leikmenn Hauka sem
eftir standa þjappa sér betur saman
en áður.
Þá er spurningin sú hvað Aron
Kristjánsson, þjálfari Hauka, gerir.
Hann hefur til dæmis þá möguleika
að láta Heimi Óla Heimisson í miðju
varnarinnar. Eins getur Gísli Jón
Þórisson leyst þessa stöðu. Hann er
lágvaxnari en Heimir og Gunnar en
hefur á móti meiri reynslu en Heim-
ir,“ segir Einar sem hefur sínar kenn-
ingar um hvað muni ráða úrslitum.
„Verði þetta mikill markaleikur
vinna Valsmenn. Takist Haukum hins
vegar að halda markaskorinu niðri
fara þeir með sigur af hólmi. Þannig
verður þetta,“ segir Einar Jónsson,
þjálfari bikarmeistara Fram í hand-
knattleik kvenna.
Allt undir á Ásvöllum
Haldist markaskor lágt vinna Haukar Verði mikið skorað vinnur Valur, telur
Einar Jónsson Fjarvera Gunnars Berg getur þjappað Haukaliðinu saman
Morgunblaðið/Kristinn
Spenna Sigurður Eggertsson og Björgvin Þór Hólmgeirsson mætast í úrslitauppgjörinu á Ásvöllum í dag.
Í HNOTSKURN
»Leikur Hauka og Valshefst kl. 14 í dag á Ásvöll-
um í Hafnarfirði, heimavelli
Hauka.
»Hvort lið hefur unnið tvoleiki í úrslitarimmunni um
Íslandsmeistaratitlinn. Sig-
urliðið í dag hampar Íslands-
bikarnum.
Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðs
Fram í handknattleik, telur að úrslita-
leikur Hauka og Vals um Íslands-
meistaratitilinn í handknattleik karla,
sem fram fer á Ásvöllum í dag og
hefst kl. 14 verði jafn og spennandi.
Einn afgerandi einstaklingur úr hvoru
liði geti ráðið því hvort liðið hreppi Ís-
landsmeistaratitilinn.
Forráðamenndanska úr-
valsdeildarliðsins
Esbjerg segjast
hafa fengið þau
skilaboð frá
enska 1. deildar
félaginu Reading
fyrir tveimur vik-
um að það ætlaði
ekki að nýta sér
þann möguleika að halda Gunnari
Heiðari Þorvaldssyni í herbúðum
liðsins en Gunnar hefur verið í láni
frá Esbjerg hjá Reading frá áramót-
um en snýr nú aftur til Esbjerg. „Við
höfðum vonast til að Reading nýtti
sér þann kost að halda Gunnari en
það reyndist ekki. Svo nú munum
við finna það út með honum og um-
boðsmanni hans hvort hann verður
hjá okkur eða við reynum að finna
annað félag fyrir hann,“ sagði Niels
Erik Söndergård, yfirmaður knatt-
spyrnumála hjá Esbjerg, við netmið-
ilinn bold.dk.
Unnur Lára Ásgeirsdóttir úrSnæfelli hefur ákveðið að
ganga til liðs við Hauka í úrvalsdeild
kvenna í körfuknattleik. Unnur er
annar leikmaðurinn sem gengur í
raðir Hauka úr Snæfelli á skömmum
tíma en áður hafði Gunnhildur
Gunnarsdóttur hafa vistaskipti.
Orlando Magic heldur sig-urgöngu sinni áfram í úr-
slitakeppni NBA-deildarinnar og í
fyrrinótt hafði Orlando betur gegn
Atlanta Hawks, 112:98, á heimavelli.
Staðan er 2:0 fyrir Orlando sem
lagði Charlotte 4:0 í fyrstu umferð.
Næstu tveir leikir fara fram í Atl-
anta en það lið sem fyrr vinnur fjóra
leiki kemst í úrslit Austurdeildar.
Dwight How-ard skoraði
29 stig fyrir Or-
lando og hann tók
17 fráköst að
auki. Vince Car-
ter skoraði 24
stig og Rashard
Lewis skoraði 20.
Al Horford var
stigahæstur í liði Atlanta með 24
stig og Joe Johnson skoraði 19. Atl-
anta tapaði fyrsta leiknum með 43
stig mun en liðið hefur enn ekki náð
sér á strik í undanúrslitunum gegn
Orlando.
Haukar, nýliðarnir í úrvalsdeildkarla í knattspyrnu, lánuðu í
gær tvo leikmenn til 2. deildar liðs
ÍH. Það eru varnarmaðurinn Sindri
Örn Steinarsson, sem lék 10 leiki
með Haukum í 1. deildinni í fyrra, og
framherjinn Enok Eiðsson, sem lék
7 leiki og skoraði eitt mark fyrir
Haukana í fyrra.
Guðfinnur Þórir Ómarsson,sóknarmaður úr ÍR, er genginn
til liðs við 1. deildar lið Þróttar í fót-
boltanum. Guðfinnur lék áður með
Þrótturum en hann spilaði 20 leiki
með ÍR í 1. deildinni í fyrra og skor-
aði í þeim fjögur mörk.
Fólk sport@mbl.is
AFREKSFÓLK í júdó mun reyna með sér í Laug-
ardalshöllinni um helgina þar sem fram fer Norð-
urlandamót í íþróttinni. Mótið er haldið hérlendis
á fimm ára fresti að jafnaði og var síðast á Íslandi
árið 2005. Um 150 keppendur mæta til leiks og þar
af eru tæplega 60 sem koma frá útlöndum. Keppt
er í fjórum aldursflokkum, einum hefðbundnum,
einum undir 17 ára, einum undir 20 ára og einum
öldungaflokki. Að sögn landsliðsþjálfarans Bjarna
Friðrikssonar eru Norðurlandaþjóðirnar sterkar
júdóþjóðir og þá sérstaklega Svíar. Þeir státa nú
af Evrópumeistara sem getur því miður ekki verið
með að þessu sinni. „Allt okkar sterkasta fólk
verður með,“ sagði Bjarni þegar Morgunblaðið
náði tali af honum í gær en
Bjarni var þá á fullu að und-
irbúa mótið. Bjarni segir
nokkra íslenska keppendur
eiga möguleika á gull-
verðlaunum í mótinu.
„Þormóður Árni Jónsson er
sigurstranglegastur í sínum
flokki en fær væntanlega harða
keppni frá Birni Sigurðarsyni.
Bjarni Skúlason er líklegastur í
sínum flokki en þar eru tveir
Svíar. Það kemur á óvart ef Anna Soffía vinnur
ekki sinn flokk. Þormóður, Bjarni og Anna eru því
líklegust til þess að vinna titla. Mest spennandi
flokkarnir verða væntanlega -73kg, -81kg og -90kg
hjá körlunum. Þetta eru gríðarlega sterkir flokkar
og þar eru fjórir til fimm sem geta unnið,“ sagði
Bjarni ennfremur og telur að breiddin sé meiri í ís-
lensku júdói en verið hefur. „Það má segja að
breiddin hafi aukist. Í -73 og -81 kg flokkunum eru
fjórir jafngóðir menn í hvorum flokki sem vinna
hver annan til skiptis. Við eigum fleiri góða ein-
staklinga og í fleiri þyngdarflokkum en áður,“
sagði Bjarni. Keppnin hefst klukkan 10 í dag og
stendur til 15. Á morgun verður keppt í yngri ald-
urshópum og verður glímt frá kl 9 til 13.
kris@mbl.is
Um 150 keppendur á NM í júdó
Þormóður, Bjarni og Anna Soffía eiga mesta möguleika á gullverðlaunum
Þormóður Árni
Jónsson
ÍR-INGAR stóðu uppi sem Íslands-
meistarar í keilu, bæði í kvenna- og
karlaflokki, eftir sigra í oddaleikjum
Íslandsmótsins í Keiluhöllinni í
fyrrakvöld.
ÍR-KLS sigraði KFR-Lærlinga,
15:5, í karlaflokki og vann þar með
einvígið 34:26.
ÍR-TT vann KFR-Valkyrjur, 12:8,
og þar með 38:22 samanlagt í þrem-
ur leikjum. vs@mbl.is
Morgunblaðið/hag
Karlarnir Lið ÍR-KLS fagnar sigrinum á KFR-Lærlingum.
Morgunblaðið/hag
Konurnar Lið ÍR-TT fagnar sigrinum á KFR-Valkyrjum.
ÍR varð tvö-
faldur meist-
ari í keilunni