Nýr Stormur - 24.09.1965, Síða 3
FÖSTUDAGUR 24. september 1965
3
Erlend tíðindi:
Sterlingspundið í hættu — Gengisfelling myndi hafa alvarleg áhrif á heims-
yerzlunina.
MEN NINGARORBIRGD
Sorprit — Sjónvarp — Kvikmyndir
Fjárhagsöi ðugleikar Breta
Bretland á nú í miklum
erfiðleikum með fjárhag
sinn, og er það í fimmta sinni
í tíð núverandi ríkisstjórnar.
Erfiðleikai'nir hafa stöðugt
haldið áfram, enda þótt
ástandið hafi í fyrstu batnað
hafa þeir stöðugt farið vax-
andi, þetta hefur orsakað
minnkandi traust á sterlings
pundinu og að lokum áköf á-
hlaup á það, sem aðeins hef
ur tekist að bjarga með hörðu
átaki Englandsbanka.
Arfurinn frá íhaldsflokknum
Fram að þessu hafa erfið
leikarnir farið stöðugt vax
andi. Þeir hafa heldur ekki
breytt um stefnu frá því sem
áður var í tíð íhaldsstjórnar
innar. Ástæðan til þess á
sér djúpar rætur. Það er að
segja, stöðugur halli á
greiðslujöfnuði, veiklun í
ifnahagslífinu, sem ríkis
átjórn Wilsons tók í arf frá
fyrirrennurum sínum, íhalds-
mönnum. Á árinu 1965 er á.
ætlað að greiðsluhallinn muni
/íema í það minnsta 350 millj
ónum sterlingspunda
Ef miðað er við veltu í utan
ríkisviðskiptum Breta, er slík
ur halli, sem aðeins er fimm
sinnum meiri en á utan-
ríkisverzlun Dana, alls ekki
nægjanlegur til þess að geta
gefið neina skýringu á, að
úerlingspundið geti verið í
lættu statt. Annað sem oft
íkýtur upp kollinum og vakið
hefur tortryggni á sterlings
pundinu eru hinar sífeldu
aukningar á verzlunarhallan
um, sem gefur henni byr und
ir báða vængi. Á bak við
ilíka tortryggni, er einnig vit
mdin um, að gull og gjald
týrissjóðir sterlingspundsins,
em eru undirstaða þess, eru
nestmegnis byggðir á lánum.
Lán þessi eru einnig arfur
/á íhaldsstjórninni. Þegar
fór að byrja á eríiðleikum í
gjaldeyrismálum hjá núver-
andi ríkisstjórn, er þar bæði
um að kenna mistökum í upp
hafi, ásamt röngu mati þeirra,
sem mesta ábyrgð bera á
sviði fjármálanna, og síðast
en ekki sízt stöðugur áróður
íhaldsmanna en hann er á
þá leið, ,,Að Wilson fékk í arf
vandamál, en gerði úr þeim
stórslys“. Svar Verkamanna-
fl. var: „Verkamannaflokk-
urinn tók við öllu í mestu nið-
urníðslu, tómum gjaldeyris-
sjóðum, en hefur tekizt að
breyta ástandinu á þann veg,
að nú er aðeins um erfiðleika
að ræða“. Það er staðreynd,
að áróður íhaldsmanna hefur
borið góðan árangur, vegna
þess að þeir komu málunum
í það horf, að gjaldeyriserfið
leikanna gætti ekki fyrr en
eftir stjórnarskiptin.
Álitshnekkir:
Af framangreindum ástæð
um er erfitt að útrýma tor-
tryggni fól'ksins. Það nægir
ekki þótt hægt sé að benda
á, að ríkisstjórn Wilsons hef
ur náð góðum árangri á viss
um sviðum. Innflutningurinn
hefði orðið margfalt meiri ef
verndartollum hefði ekki ver
ið beitt og neyzlan á heima
markaðinum hefði gleypt mik
ið stærri hlut af þjóðarfram
leiðslunni ef ekki hefðu ver
ið gerðar ráðstafanir um tak
markanir á neyzlu Þegar um
er að ræða að ávinna sér
aftur traust, geta árangrar
sem tekiSt hefur að ná, orðið
jafn áhrifalausir. eins og ekki
hefði tekist að ná þeim. Svo
lengi sem menn óttast gengis
fellingu sterlingspundsins
munu þeir, sem eiga eignir í
sterlingspundum losa sig við
áhættu með því að
flýta sér að brevta eign sinni
í dollara eða gull. Þeir, sem
eiga að fá greiðslur í sterlings
pundum munu höndla á sama
hátt. Enskir innflytjendur er
eiga að greiða vörukaup sín
í erlendri mynt, munu gera
gjaldeyriskaup sín á sama
hátt, til þess að vernda sig
fyrir gengisfellingu, þrátt fyr
ir að þeir kunni að hafa fleiri
mánaða gjaldfrest. Það eru
því stórar upphæðir í sterl-
ingspundum, sem breytt er í
erlenda mynt eða gull af
öryggisástæðum. Það ber að
minnast þess, að þriðji hluti
allrar heimsverzlunarinnarfer
fram í sterlingspundum. Einu
atriði þessa máls má ekki
gleyma. En það eru viðskipti
braskaranna, sem lifa í von
um, að geta hagnast stórkost-
lega á því að selja sterlings
pund sín nú fyrir gull og doll
ara, og bíða síðan betri tíma
að kaupa aftur sterlingspund,
í helzta hverfi Lundúna,, City
of London, eru höfuðstöðvar
Sterlingsvæðisins, sem 1/3
hluti heimsverzlunarinnar fer
fram í KAUPHÖLLIN er
nokkurs konar radar sterl-
ingspundsins, en ENGLANDS
BANKI höfuðvígi, þaðan sem
þessi gamli og trausti gjald-
miðill er varinn.
þegar gengið hefur verið
felít.
Til þess að gefa nok'kra hug
mynd um þá erfiðleika sem
Englandsbanki hefur átt við
að stríða 1 núverandi gjald
eyrisvandræðum, má geta
þess, að tap hans í júlí mán
uði í gulli og dollaraeignum
hefur að minnsta kosti numið
100 milljónum sterlingspunda
eftir því sem upp hefur verið
gefið. Rétta upphæðin hefur
ekki verið gefin upp, en
netto tapið hefur numið 50
milljónum sterlingspunda og
á sama tíma hefur Vestur-
Þýzkaland greitt bankanum
41 miljón sterlingspunda og
álitið er, að bankinn hafi feng
ið að láni 1 U. S. A. að minnsta
kosti 10 miljónir sterlings-
punda. Að hve miklu leyti
tap þetta hefur myndast af
öðru en halla á greiðslujöfnið
inum, mun sjást á því, að sé
miðað við allt árið, mun hann
verða 3—4 sinnum meiri.
Framihald á bls. 11
Það voru hin svokölluðu
sorprit. Mikil mótmælaalda
reis með þeim árangri að
útgáfan stöðvaðist að mestu.
Nú hefur þessi ófögnuður
hafizt á ný. Bókmenntir þess
ar eru fullar af morðum og
frásögnum af kynmökum og
hver annarri líkar.
Söguhetjan er venjulega
leynilögreglumaður, glæsi-
menni, sem allar konur
þjóta upp í rúm t!ií,"rum leið
og þær koma auga á hann.
Hetjan er þambandi whisky
í tima og ótíma, sískjótandi
og „hakkar í klessu“ með
handar j aðrinum mótstöðu-
menn sína, einhvers konar
„super“ maður, sem hvergi
á sér auðvitað stað í veru-
leikanum. Dollarnir og blóð-
ið renna I stríðum straum-
um og orðbragðið e reftir þvi.
Auk þess eru þýðingarnar á
þessum „bókmenntum“ ekki
með þeim hætti, að bætandi
megi teljast á málfar ungl-
inga þeirra, sem drekka þenn
an óþverra I sig. Ekki þykir
bragð að þessum frásögnum,
nema 4—6 morðum sé lýst og
álíka mörgum samförum. Of-
beldisverk á báða bóga er
rauði þráðurinn, sem í gegn-
um þessar frásagnir liggur.
Mikill hluti kvikmynda, sem
sýndar eru í kvikmyndahús-
um landsins er svipaðs eðl-
is og í hinu margumtalaða
hermannasjónvarpi eru meg-
inuppistaaðn einhvers konar
byssuleikur. — Æska lands-
ins er fjölmennari en nokkru
sinni fyrr. Það er betur að
henni búið til fæðis, klæða
og húsnæðis en áður hefir
þekkzt. Fleiri og betri skólar
eru reístir og möguleikar til
menntunar auknir, eins og
unnt er. Tækni og framfarir
eru á oddinum íþjóðfélaginu
i sókn þess til betri lífskjara.
En hvernig er svo unga
fólkið undirbúið undir
að taka á möti öllu
þessu? Er útgáfa þessara rita,
sýning þessara kvikmynda og
síðast en ekki sízt sjónvarp,
sem ætlað er til afþreyingar
fullorðnum hermönnum við
leiðindastörf þeirra, vel til
þess fallin að búa hugi barna
og unglinga undir líf og
störf fullorðinsáranna í heimi
þar sem hraðinn og vélmenn
ingin verður æ meir ríkjandi
þáttur í lífi einstaklingsins.
Nú eru það ekki ömmusög
ur lengur eða saklausar ævin
týrabækur, heldur gínandl
byssukjaftar, limlest lík, bar
smíð, afbrot og saurugar kyn
lífslýsingar, sem móta barns
hugann. Þetta er hið «.ndlega
fóður æskunnar, í samkeppnl
við foreldrana og skólana.
Æskan er síðan sakfelld fyr
ir hegðun sna og svartsýni
er ríkjandi um stóra hópa
efnilegra æskumanna og
kvenna. En hvar er sökin?
Lítið í eigin barm, herra
minn og frú.
Hafið þér gert nokkuð eða
nægjanlegt til að forða barni
yðar frá þeim áhrifum, sem
óhjákvæmilega sigla 1 kjölfar
þessa ófögnuðar? Og hafið
þér rétt til að áfellast æsk-
una. Þórsmerkur- og Hreða-
vatnsævintýrin munu halda
áfram að gerast þótt þeim
sé lýst í blöðum og umvand-
anir verði viðhafðar. Ef
þér eruð viss um að á yðar
heimili fyrirfinnM ekki sorp
rit, eins og hér hefir verið
lýst og ef þér komið í veg
fyrir að börn yðar hangl yfir
sjónvarpi horfandi á ógeðs-
legar ofbeldismyndir, byssu-
og slagsmálaleiki og ef þér
sjið til þess að börn yðaý
haldi sér ekki að siðspill-
andi kvikmyndum, eruð þér
saklaus, annars sek og þá
hafið þér ekki rétt til að
vanda um við börh yðar Á-
byrgðin á þessu öllu hvilir á
þeim fullorðnu. Foreldrum,
kennrum, æskulýðsleiðtoeum
Eitt sinn setti mikið skáld
stóra þjóð í uppnám með
þessum orðum: „Eg ákæri“
Réttlætið sigraði í það sinn.
Eruð þér reyðubúin að standa
fyrir framan éyðilaeðan æsku
mann eða konu, sem hrópar
„Eg ákæri“
Englandsbanki og Kauphöllin í London.