Nýr Stormur - 24.09.1965, Síða 7

Nýr Stormur - 24.09.1965, Síða 7
FÖSTtTDAGTJK 24. september W65 7 Þœtti þessum er ætlað að fjalla um dagblöðin í Reykja- vlk og það athyglisverðasta úr vikulegu efni þeirra. Verður ritað bæði lof og last, eftir því sem efni standa til. Flestir sem komnir eru til vits og ára, kaupa blöð, eitt eða fleiri. Svo háttar til hér á landi, að öll dagblöðin eru gefin út af stjómmálaflokkunum, nema Morgunblaðið, sem er þó talið höfuðmálgagn Sjálf- stæðisflokksins. Öll þessi blöð rita um menn og mál- efni, með sérstök pólitísk við horf í huga. Fyrir því er bæði fréttaþjónusta þeirra og umræður um þjóðmál og al menn efni meira og minna lituð af pólitískum viðhorfum. Nægir í þessu að benda á er- lendar fréttir Þjóðvijjans ann ars vegar og Morgunblaðsins og Vísis, hins vegar. Fréttum er stungið undir stól eða þeim hagrætt að vild. Ofstæki blað anna í stj ómmálaumræðum er með þeim hætti, að ekki er viðlit fyrir hlutlausan að- íla að gera sér rétta grein fyr ir hlutum. Engin leið er að mynda sér nokkra skoðun á hinum daglegu málum, við lestur eins dágblaðs, og er útkoman litlu betri þótt þau séu öll keypt og lesin. Allar frásagnir blaðanna stangast hver á annars horn. Ekkert þeirra virðist segja satt og lesandinn stendur eftir ráð- villtur og engu nær. í þessum pistlum mun þessi háttur blaðanna gagnrýndur og bent verður á hinar öfga- fullu mótsagnir og einnig hvers konar óvandaða blaða mannsku sem vart verður við. Dagblöð eru mjög sterkt fjölmiðlunartæki. Þess vegna skiptir miklu hverjir verða til að skrifa í þau og hvemig það er gert. Erlendis eru dagblöð yfir- leitt mjög hlutlaus í öllum málflutningi og jafnvel þótt þau styðji ákveðna stjómm.- flokka, sem ekki er nærrl því alltaf. íslenzku blöðunum er pólitíkin allsráðandi. Tllgang- urinn látinn helga meðalið. Stjórnmálaritstjórar blað- anna eru ákaflega misjafn- lega ritfærir og ber Magnús Kjartansson ritstjóri Þjóðv. af. Mjög skemmtilegt er að lesa greinar hans þó að böggull fylgi að visu skamm- rifi, en það er að þær eru stundum skrifaðar af svo glörulausu ofstæki að þær missa marks. Leiðarar Tím- ans eru oft vel skrifaðir, enda ritstjórarnir vel ritfærir menn. Tíminn ber samt ekki sitt barr á þessu sviði, eftir að Jónas frá Hriflu hætti að skrifa hann, enda Jónas tví mælalaust ritfærasti maður, sem skrifað hefi rað staðaldri í íslenzk blöð. Leiðarar Morgunblaðsins eru heldur e&ki svipur hjá sjón, síðan Valtýr og Jón Kjartansson féllu frá. Er og sennilega erfitt að skrifa for ystugreinar um stjómmál 1 blað, sem hefir einkum það hlutverk að túlka stefnu, sem er allra vlnur en engum trúr. Leiðarar Alþýðublaðsins eru venjulega ósköp saklausir etns og raunar allt efni blaðs- Ins, en höfuðkosturinn við þá ,eins og hjá Vísi, er hvað þeir eru settir með stóru letri og því stuttir. í OFTlílOm svo vel a3 bera þessar tölur samon viS fluggjöldin á öSrurn árstímum, og þá verSur augljóst hve átrúleg kostakjör eru boSin á þessum tímabilum. Fargjöldin eru háS þeim skilmálum, aS kaupa verSur farseSil báSar leiðir. FerS verSur aS Ijúka innan elns mánaSar frá brottfarardegi, og fargjöldin gilda aSeins frá Reykjavík og til baka. ViS gjöldin bætist 7'A% söluskattur. Vegna gáSrar samvinnu viS önnur flugfélög geta LoftleiSir útvegaS farseSla til allra flugstöSva. SsekiS sumaraukann meS LoftleiSum. ÞÆGILEGAR HRAÐFERÐIR HEIMAN OG HEIM. SUMflRHU Kl Til þess aS auðvelda íslendingum aS lengja hiS stutta sumar með dvöl ■ sólarlöndum bjóSa LoftleiSir á tímabilinu 15. sept. til 31. okt. og 15. marz til 15. maí eftirgrcind gjöld: v_______!______I_______y éjSk s_____> KniHisrasi danska stjómin tæki þessa á hættu með Fateyjarbók. Menn töluðu um „Sýningar- hégóma“ og í „Academy" skrifaði hinn frægi vísinda- maður F. York-Powell í Ox- ford harðorð mótmæli gegn því, að þessi áhætta væri tek in. Eftir að hafa lýst ástæðu sinni á vísindalegan hátt, þar sem hann telur að ekki megi taka slíka áhættu, bæt- ir Powell við: „Þar við bætist, að til þess eingöngu að seðja forvitni einhverra fáfróðra manna, og fylla dálka ein hverra dagblaða, ætlar rík isstjórn Dana, sem er vörð ur einstæðs dýrmætts handrits, að taka áhættu af því, að láta það fara tvær ferðir yfir Atlantshaf og flytja það til lands, þar sem eldsvoðar og vatns- skaðar eru mjög algengir. í þessum mótmælum mín- um er ekki um neinn brezk an hroka að ræða. Enginn af bandarískum vísinda- mönnum, sem ég tel til vtna minna, munu mis- skilja það, sem ég hefi rit- að um þetta mál, því þáð eru ekki þeir sem hafa kom ið fram með þessa fá- bjánalegu og hættulegu uppástungu. Eg rita um þetta mál í von um, að fleiri vísindamenn undir- riti áskorun til dönsku rik isstjórnarinar, til þess að fyrirbyggja, að hún upp- fylli þessa fábjánalegu beiðni og um leið að koma í veg fyrir, að einhverjum dýrmætustu auðævum Evrópu verði ekki að nauð synjalausu stofnað í slíka' hættu." Dr. Brun reyndi að bæla niður óánægju raddimar og útskýra hvernig þessi ósk væri fram komin hjá Banda- ríkjamönnum um að fá bók- ina lánaða. í blaðagrein lét hann í ljós, að ekki væri hægt að líta á málið eingöngu _ sem „Útstillingar-hégóma". Ástæð an væri sú, að fjöldi Banda ríkjamanna teldi það lyga- sögu, að Norðurlandamenn hefðu fundið Ameríku 500 árum áður en Kolumbus hefðl komið þangað, og hvorki vis indarit né eftirprentun þess, myndi geta sannfært þá um sannsögulegt gildi þeirra frá sagna. Ef þeir fengju sjálfir að sjá Flateyjarbók myndi það geta leitt til þess, að Ameríkumenn myndu slá því föstu í eitt. skipti fyrir öll, að það væri söguleg stað reynd. Þrátt fyrir að Mennta- málaráðuneytið væri á sömu skoðun og yfirbókavörð urinn, sem gætti þessa dýr mæta fjársjóðs, var ekki sjáanleg nein leið til undan- kom u,ef ekki átti að móðga sendiherra Bandaríkjanna. í nóvembermánuði tilkynnti rikisstjóm yfirbókaverði kon ungsbókhlöðu að mál þetta hafi verið til alvarlegrar at- hugunar af allri rikisstjórn- inni og að hún hafi af stjórn málalegum ástæðum fundið sig knúða til að verða við óskum stjórnar Bandar. um lán á umræddu handriti. Nú féll sprengjan í þriðja sinn. Yfirbókavörðurinn var mjög óánægður með þessa lausn málsins, en varð að sjálfsögðu að hlýða yfir- boðurum sínum. Að vísu full vissaði Menntamálaráðuneyt ið hann um, að það hefði gert allar nauðsynlegar kröf- ur og ráðstafanir í þessu sam- bandi við sendiherra Banda- ríkjanna og m. a. krafizt þess, að bókinni yrði látinn fylgja maður, sem væri henni ná- kunnugur og bæri honum að. gæta hennar á ferðalaginu. Ráðuneytið óskaði uppá- stuhgu um val manns til far arinnar og taldi eðlilegt, að hann væri einn úr hópi starfs manna safnsins. Árinu áður, var þvingað i bókavarðarstöðu við safnið ungum íslendingi. Það er ekki ósennilegt að hann hafi gefið sendiherranum i skyn, að hann væri réttl maðurinn til slíkrar ferðar, þar sem hann væri fæddur á íslandi. Hann snéri sér einnig til yfirbókavarðarins með beiðni um að hann yrði valinn til fararinnar, en fékk blákalt afsvar. í bréfi sínu til ráðu- neytisins lýsti yfirbókavörður inn yfir því, að hann teldl mann þennan óhæfan til far arinnar og gerði uppástungu um annan. Dr. Brun reyndi í bréfi sínu að draga sem mest úr allri áhættu og stakk því uppá, að senda aðeins þau blöð úr bókinni sem fjöll uðu um Vínland, en ráðu- neytið vildi ekki fallast á það. Hjá þekktasta húsgagna smið Kaupmannahafnar var smíðaður stór kassi úr harð viði og var hann fóðraður inn an með þykku skinni, til að fyrirbyggja, að Flateyjarbók yrði fyrir hnjaski á ferðalag- inu. Yflrbókavörðurinn lét ljósmynda handritið í „Tekn isku“ deild herforingjaráðs- ihs ,af ótta við, ef eitthvað henti frumritið á ferðalag- inu. Að lokum gerði hann uppástungu við ráðuneytið u mleiðsögumann handritsins, enda þótt hann lýsti yfir þeirri skoðun sinni, að sér fyndist slíkt ekki nauðsynlegt, þar sem ekki ætti að halda neinn fyrirlestur um Flateyj arbók á sýningunni, en tók jafnframt fram, að kostnaður við slíka för yrði að sjálf- sögðu að greiðast af ríkis- stjórn Bandaríkjanna. Hinn 23. janúar 1893 barst yfir- bókaverðinum bréf Mennta málaráðuneytisins þar sem honum var tilkynnt, að það hefði valið til fararinnar Doc ent við Háskólann í íslenzkri menningarsögu og myndi verða rætt við sendiherra Bandarikjanna um kostnað inn af ferðinni. Framhald á 6, síða.

x

Nýr Stormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.