Nýr Stormur - 24.09.1965, Page 9

Nýr Stormur - 24.09.1965, Page 9
FÖSTUDAGUR 24. september 1965 9 Mannkynssaga í dagblaðaformi Rftstýrf og valið af Gunnari Hall og Páli Finnbogasyni eftir erlendum fyrirmyndum. Fortíð - Aldrei áður hefur mannkynið staðið andspænis slíkum gjör- breyíingum, sem síðustu sigrar mannsandans munu hafa í för með sér. í hundruð þúsunda ára hefur líf mannanna litlum breyt 'ingum tekið. Maðurinn hefur verið óendanlega fátækur og vanmáttugur í hinum stóra heimi. Geysileg landflæmi hafa verið óbyggð, þar sem hvergi lagði reylc eða nokkur veiðimað ur hafði stigið fæti sínum. Ætt- bálkarnir bjuggu við frumstæð skilyrði ogvissu ekki um hvern annan. Aldir liðu án þess að nokkur breyting yrði á lífi fólksins. Kynslóð eftir kynslóð Jifði eins og forfeðurnir, bjuggu eins og þeir, veiddu eins •og þeir og ef einhver framför varð á einhverjum stað, leið hun venjulega undir lok með ætt- bálknum og aðrir vissu ekki um. Alls kyns náttúruhamfarir eyddu ættflokkunum og villi- dýrin eirðu engu. Smátt og smátt lærðist mönnum að búa sér verkfæri, kylfur, axir, lens-' ur og spjót. Þegar fyrsta veru- lega þýðingarmikla uppfinning- in, boginn og örvarnar, komu til sögunnar, varð öll veiði auð- veldari. Örvarnar voru markvissari og miklu hættulegri en grjótkastið og drápu stærstu dýr auðveld- lega. Skinn veiðidýranna voru notuð til skjóls og híbýlin urðu betri og vistlegri. Að sjá fram í tímann getur enginn, en við getum horft til baka frá tímasetningu þessa 'blaðs og ef við gerum það, hljót- um við að sjá, að þróunin mun ’halda áfram og sennilega verða margfallt örari en hingað til. Framtíðin virðist blasa við mannkyninu full af vonum og möguleikum um betra líf, meiri framfarir, meiri og betri fæðu og húsaskjól fyrir æ fleiri. Við verðum einnig að vera viðbú- in fleiri hættum, svo sem of- fjölgun og þar af leiðandi bar- áttu um lífsgæðin. Sá tími, þeg- ar við vorum öll ein fjölskylda og þekktum hvert annað, er lið- inn. Það mun gera okkur eigin- gjarnari, tillitslausari, þar til við lærum að hugsa og lifa eins og heimsborgarar. Sigrar okkar eru augljósir. Eldurinn, leirkerið, vefnaður- inn, tinnan, málmurinn, hús- dýrin og kornið á ökrunum. Við erum undrandi yfir því, hve allt er orðið auðveldara. Spurn- ingin er: Hefur allt fylgzt að? Hugur okkar og hugsýnir hafa ekki staðið í stað á þeim Framtíð tekið framförum. Við trúum ekki á sömu guði og forfeður okkar. Við trúum ekki lengur á anda í steinum og stokkum. Við höfum fengið vald yfir dýr um merkurinnar og þurfum ekki lengur að óttast hefnd þeirra. Þau eru ekki lengur fé- lagar okkar og féndur í skóg- inurn, heldur húsdýr okkar, vin ir og félagar, í lífi og starfi, við hús okkar þar sem grasið grær. Dýrin og jurtirnar lifa og gróa að óskum okkar og þetta m. a. hefur orðið til þess að lyfta hug okkar hærra í leit að æðra veldi, því að við vitum okkur svo vanmáttug, þrátt fyrir allt. Það er ekki lengur það, sem næst okkur stendur, sem við þurfum að óttast. Það er blessun haustsins, sem við verðum að fá í gegnum fórnir okkar, því að glóandi sól dagsins og hrím næturinnar ræður örlögum okkar. Ef korn- ið skrælnar á akrinum, kuldinn þjakar gróðurinn og búféð geld ist og fellur, er öll okkar menn- ing dauðadæmd og við sjálf með. Á vissan hátt erum við verr stödd en forfeður okkar. Það er í raun og veru sól og regn, sem öllu ræður um vel- ferð okkar. Er það þá i raun og veru öruggt, að við höfum það betra, eða líf okkar sé ör- uggara? í dag þróast samfélag i Níl- ardalnum, í Mesópótamíu og jafnvel langt austur 1 Indlandi. Miklu flóknari samfélög en við höfum hingað til þekkt. Jafnvel í norðri eru íbúarn- ir að skiptast í jarðeigendur og i þræla. | 1 Fólkið lifir ekki sama lífi, * þótt landið sé það sama. Hvern-1 ig má þetta vera? Það er mikils I virði í dag, að eiga landið um-j hverfis verzlunarstaðina, hafn-i irnar og að ráða ríkjum í hin- i um ríku verzlunarborgum, og | þar sem jörðin er frjósömust., Hvað eftir annað hefur það | komið fyrir að fátækir ætt- bálkar hafa ráðizt inn í hinar blómlegu byggðir og drepið alla, sem þar voru fyrir og setzt sjálfir að annarra eignum. Stutt áhætta um líf og dauða er betri en' margra ára strit. Hvert mun þetta leiða? Mun okkur auðn- ast að halda sömu reglu og friði í hinum stóru samfélögum, eins og góðum höfðingja eða leiðtoga í litlum byggðum tókst áður? Heimurinn liggur fyrir fram- an okkur með árþúsundir af óútreiknanlegu og ótölulegum möguleikum. En munu þeir allir færa okkur öllum ham- tima. sem okkar ytri Jcjör hafa ingju? Fægðar axir, hnífar, kylfur o. fL úr steini, gerðu mönum mögu- legt að afla lífsviðurværis og auka vellíðan sína. Öll stríð eru óhugsandi eftir að þessi Hræðilegu vopn hafa verið fundin upp. Menning í austri Frá fréttaritara vorum í Norðaust- ur Evrópu 4000 f. Kr.. Ef til vill finnast eftirkomendur þeirra í Síberíu og víðar. Forfeður okkar urðu að berj ast við sverðtígrisdýr, holuljón og birni og loðna nashyrninga. Þau eru öll horfin, en víð höfum enn nægilega margar tegundir að berjast við, svo sem úlfa og birni, sem veiða eins og við. Vísundar, úruxar, elgir og villihestar eru hættuleg veiðidýr, sem okkur gengur oft illa að ráða niðurlögum. með okkar veik- byggðu vopnum og það er ekki alltaf maðurinn, sem fer með sig ur af hólmi. Betri verkfæri Talið er fyrir um það bil 300 þúsund árum hafi mennirnir fyrst byrjað á Því að búa tíl verkfæri úr steini. Áður hafi menn notað kúpta steina, sem voru mátulegir á stærð í hnefa, til að berja og mylja með. Þessa kenningu er ó- mögulegt að kanna en hún er samt mjög sennileg. Síðan lærðist þeim að búa til ýmiskonar verkfæri úr steini og var handöxín langal- gengust. Venjulega var hún tólf til fimmtgn sentimetra löng, sjö til átta sentimetra breið og tveggja sentimetra þykk. Sú stein tegund sem bezt var fallin til smíða, var tinnusteinninn. Það má klúfa hann í flögur og þar af leíðandi hægt að gera hann egghvassari en aðra steina. Seinna tókst mönnum að nota fleiri efni til verkfæragerðar, svo sem bein og horn. Var það notað í sköft á steinverkfærin og í fiskikróka o. fl. Framförum í framleiðslu verk- færa fylgja alltaf framfarir á öðrum sviðum. Viðskiptalíf blómgast Það eru ekki margir í dag, sem geta framleitt alt, sem þeir þarfnast, sjálfir. Það verð ur stöðugt almennar að fólk skiptist á varningi. Lönd, er hafa tinnu aflögu, senda hana til annarra landa sem síðan senda í staðinn aðrar vörur, sem þau eiga auðveld ara með að framleiða. Málm öldin nýja mun gera þessa vöruskiptaverzlun enn nauð synlegri. Á víðlendum landflæmum finn ast engir málmar. Hins vegar er oft auðvelt að framleiða matvæli og aðrar vörur á þessum svæð um. Verzlunin verður því í vax- andi mæli þýðingarmeiri og alls- konar óþekktur varningur flyzt á milli landa. I gegnum verzlunina munu Þjóðir kynnast hver ann- arri til mikilla nytja fyrir hver aðra, en ýmsar hættur munu einnig fylgja í kjölfar hinnar miklu verzlunar. S|SSSSS2SSSSg2g2SSSSSSSSSSSS8£SSSSS2S8S£SSS2SSSS82SSSSSSS8SSSSSSSSS2SSgSSSS2SSSSSSSSSSSSSSSSSSS| Hin nýja kventízka kostar óhemju fé Nýjustu kjólarnir eru svo dýrir, að einn slíkur getur gert venjulegan, egypzkan embættismann gjaldþrota. Lendaklæðin nægja ekki lengur. Tízkan frá Sýrlandi krefst klæða um allan kroppinn. Kjólarnir verða að vera síðir og skartgripirnir þungir.

x

Nýr Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.