Nýr Stormur


Nýr Stormur - 27.05.1966, Page 3

Nýr Stormur - 27.05.1966, Page 3
FÖSTUDAGUR 27. maf 1966 3 "SImmiir Ódeigur skrifar pistilinn: Það er stundum fróðlegt að skyggnast um í pólitísku veðurblíðunni, sem ávallt kemur á eftir hinni storma sömu kosningahríð. Undantekningarlaust dá- sama blöð stjórnmálaflokk- anna hinn fagra fjalla- hring kosningasigranna, og hvergi sér skýhnoðra á lofti, þegar litið er til him- ins. Allir stj órnmálaflokkarn ir hafa sigrað — aðeins með örlítið misjöfnum hætti! Þetta heitir á máli stjórn málamannanna — að tigna SANNLEIKANN á ÁBYRG- AN hátt! Það er alveg sama, hversu fráleitur SIGURINN kann að vera — það er sigur samt í einhverjum skiln- ingi! Þessa frásagnargleði og fréttaþjónustu vil ég nú samt taka með stakri var- úð — því full víst er að LYGIN getur aldrei orðið SANNLEIKUR, hvernig svo sem með er farið! Ég geri því ráð fyrir, að þegar öllu sé á botninn hvolft, þá taki almenning- ur sáralítið mark á skvaldri flokksblaðanna og reki hornin í allan þann þvætt- ing, sem óvandaðir pólitík- usar hafa uppi — einungis til að fela SANNINDI og AUGLJÓS RÖK — sem hverjum manni með heil- brigða skynsemi eru auð- sæ! *:•■ •?> ■:•:• „Ösigur Sjálfstæðis- flokksins var verðskuld* aður . . . !“ í bæjar- og sveitarstjórn arkosningum þeim, sem fram fóru s.l. sunnudag varð ósigur Sjálfstæðis- manna meiri og stærri en dæmi eru til um langan tíma! Stærsta ósigurinn varð borgarstjórinn í Reykjavík að þola! — Má raunar fullyrða, að pólitískur frami hans hafi þá rokið út í veður og vind! Stærsti sigurinn var hins vegar unninn af Árna Gunnlaugssyni í Hafnar- firði — hvernig sem á er litið! Um þetta verður eigi deilt! Það er að vísu forvitni- legt að bera saman aðstöðu þessarra tveggja frambjóð- enda, til að renna stoðum undir órækar staðreyndir — og lýsa því, hvað sé sig- ur og ósigur! Árni Gunnlaugsson var oddviti þeirra, sem leituðu réttsýninnar. Þess vegna bar hann sig- ur úr býtum, og meiri en nokkurn óraði fyrir! Árni og fylgismenn hans gengu hreint til verks — í trausti þess að réttlætið myndi sigra — — — og það skeði vissulega! Rétturinn og sannleik- urinn sigrar ALLTAP að lokum! Ámi þurffi hvorki blaða- kost, fundahöld, handa- bönd né myndskreytingar í baráttu sinni, því þeir sem hafa óbrjálaða dómgreind og réttlætiskennd eru ó- sigrandi — og á þá bíta engin vopn! Þetta þykir þeim einum kynleg staðreynd — sem hafa truflast og bókstaf- lega logið sjálfa sig fulla! Slikum mönnum er nefní lega fyrirmunað að eygja mismun rangs og rétts — eða greina lygi frá sann- leika! En hvað er svo um Geír Hallgrímsson ----.—> sém sá ekki sólina fyrir sjálf- um sér! $ $ ® „Geirfuglar á útskeri- úlfúðar ogsundur- lyndis ...!!“ Ég hefi oft áður gripið til þess í pistlum mínum. að vitna til hugsjónaelds þess manns, sem hsést hef- ur risið og yfir gnæfir aðra íslendinga á þessari öld — Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Að þessu sinni gerl ég annað og beini aðetns sjón- um almennings að DÝRA- FRÆÐI eftir Jónas, en þá kennslubók samdi hann og gaf út árið 1924. Það er síður en svo að ég vilji óvirða borgarstjór- ann í Reykjavik! Hins vegar get ég ekki að því gert, að í hvert skipti, sem ég heyri borg- arstjórans minnst þá verð- ur mér hugsað til Geirfugls ins. Sá fugl er að visu út- dauður! Ég fór nú samt að rýna i Dýrafræðina hans Jón- asar og athuga. hv*>* hann hefur um þennan fugl að segja. —------í þessari k'— ^slu bók sinni segir Jónas m.a.: „Geirfnvlinn var líkur álku, en mikhi =tnr>rri nlH að því einn meter á lengd. og eggið á stærð við álftar- egg. Væneirnir vom hlut- fallslega litlir, svo að Geir- fuglinn gat ekki flogið. En hann var meistari að synda og kafa. Þar gat hann komið vængjunum við . . . Geirfuglinn var drepinn, og mest þar, sem hægast var að komast að honum. Viðkoman var lítil, eggið aðeins eitt, fuglinn heimsk ur, ekki fleygur og gat ekki komist undan nema á sundi. Beztur griðastaður var Geirfuglasker . . . Nú vildi svo illa til, að 1830 sökk Geirfuglasker í sjó við eldsumbrot. Þá dreifðust fuglarnir, þeir sem eftir lifðu, til annarra staða, þar sem þeir voru ver settir f nábýli við byggðina . . . “ Hvers vegna minnir borg arstjórinn mig á hinn út- dauða fugl? Því er auðsvarað! Eftir að Geir Hallgríms- son tók við forustu borgar- málefnanna valdi hann þann kost að skýla sér á bak við æðstu embættis- menn sína — borgarritara, — borgarverkfræðing — og borgarlögmann! Borgarstjóra hefur þótt réttara, að hafa sig ekki um of í frammi!----------- Mun honum hafa verið ljóst, að betur hentaði ó- fleygum fugli að synda og kafa i hinum gruggugu pólitisku íslandsálum — og ekki siður fyrir það, að hann var meistari í þeirri list! Auk þess gat borgarstjóri þá komið vængjastúfum sín um betur við á stjórnmála- sviðinu. ® ® ® „Eldur undir „Geirfugla- skeri...! “ Hins gætti borgarstjórinn ejgi, að eldsumbrot gátu orðið Geirfuglaskeri Sjálfstæðisflokksins hættu leg — einmitt fyrir þá fugla — sem ekki voru fleygir! Jónas frá Hriflu segir í bók sinni að Geirfuglar séu verr settir í nábýli við býggð! Og sagan sannar, að þar hafði gamli maðurinn rétt að mæla — því nú er Geir- hitriinn ótdauður! Margir fleygir fuglar voru búsettir á Geirfuela- skeri — en þeim var enein haetta búin! Þeir lifðu góðu lífi eftir -em áður — K«*tt 'Vor værl sokk’g j sæ! Tnnan Riálf^tæðisflokks- ins eru marear toomndir ’->A1’t.tskra fuo-la en sam- búðin á skerinu, sem flokk- urinn hefur heimkynni sín á, er vægast sagt mjög stirð þessa stundina! Ránfuglar slægðar og valdagræðgi lifa gjarnan á að éta hina smærri ná- búa sína! Þar utan eru ránfuglarn- ir alveg vægðarlausir gagn vart öðrum og stærri fugl- um, eins og t. d. álkunum. Þeir murka úr þeim póli- tísku líftóruna, ef svo ber undir! Skapanornir úlfúðar og heiftrækni gera sér svo til dundurs---------eða í alvöru---------að kynda undir--------og segir mér svo hugur um, að ekki verði langt þar til eldsumbrot valda því, að þetta Geir- fuglasker Sjálfstæðisflokks ins sökkvi i úfið haf um- hverfis það — og þá er nú Geirfuglunum hætta bú- in! Loks verður þessum póli- tisku fuglum að fullu og öllu útrýmt — líkt oö nöfn um þeirra forðum, sem heimskuðu sig á að setj- ast að —-------í nábýli við byggð! ••> :•• *:•■ „Eitt egg--------Eitt atkvæSi . . . ‘!! Rétt er að geta þess — svona til fróðleiks, að við- koman hjá Geirfuglinum var einungis eitt egg! Það er eins með þá póli- tísku fugla, að viðkoman er einungis EITT EGG — eins atkvæðis munur í Reykjavík Geirfuglanna! Borgarstjórinn í Reykja- vík virðist hafa farið á miðilsfund, áður en kosn- ingabaráttan hófst, og mið- illinn mun hafa verið Eyj- ólfur Konráð! Andi Heimdallar talaði gegnum þennan miðil, og kvatti borgarstjóra eindreg ið til að birta persónuleg- an dýrðarljóma sinn fyrir kjósendum! Jafnframt taldi miðillinn borgarstjóranum trú um, að hann væri svo vinsæll og vel látinn, að forsætis- ráðherrann sjálfur myndi hverfa í skuggann! Öll ráð Siálfstæðisflokks- ins myndu falla í skaut Geirfugla! Sjálfur mun borgar- stjórinn aldrei hafa verið í vafa um vinsældir sínar, enda hefur enginn borcrar- stjóri unnið betur fyrir Reykiavík en hann!! Aðeins eht vantaði — verðleiknnn •’iálfa,---— en þá hafði borgarstjóri falið á bak við embættis- menn íjna! En hverju máli skipti slíkt smántríAí? Reynd hefur orð1* sögu ríkari í þessum efnum, — því nú hefur Morgunblað- ið, undir ritstjórn Eyjólfs Konráðs, komizt að þeirri niðurstöðu — að vegna þess, hvað Geir borgar- stjóri hafði reynzt framúr- skarandi mikilhæfur og unnið meira fyrir kjósend- ur heldur en nokkur annar fyrirrennari hans, þá hafi hann stórsigrað f kosning- unum núna — — — og með því að fella einmitt formann Heimdallar! Svo stendur til að af- kasta miklu meiru á næsta kjörtímabili — og vænt- anlega fellur þá áttundi maðurinn á listanum — -----og síðan koll af kolli, þar til borgarstjóri fellur sjálfur, — líkt og Geirfugl- inn forðum, — sem hætti sér of nærri byggð! — Öðru máli gegnir um sjálft Geir- fuglasker Sjálfstæðisflokks ins sem .verður að sjálf- sögðu löngu horfið áður í djúpið--------vegna elds- umbrota ríkisstjórnarinn- ar! ® ® „Bjarni kyndari mokar kolum á eldana...! “ Bjarni forsætisráðherra er duglegri kyndari á póli- tíska vísu heldur en nokk- ur annar íslendingur! Hann hefur áður mokað kolum á þá elda, sem brenna undir hættulegum andstæðingum hans inn- an Sjálfstæðisflokksins! Þegar Geir borgarstjóri mátaði fötin af Gunnari Thoroddsen, fyrlrrennara sínum, þá reyndust þau honum allt of við og full stór! Þetta sannaðist bezt þeg ar Geir reyndi að taka for- ustu Sj álfstæðisflokksins í eigin hendur!! Borgarstjóramyndin steig strax i skálmarnar og datt fram fyrir sig! Honum var alveg fyrir- munað að stíga spor ÁFRAM — og þá bezt lét stóð Geir kyrr eins og sima staur á sex fundum-------- og rétti hverjum fundar- gesti höndina, um leið og einhver gekk fram hjá! Kvikmyndahús — búðar gluggar, Morgunblaðið, Vís ir og aðrar ruslafötur, voru látnar gegna því hlutverki að minna á manninn, sem ekki komst ÁFRAM! En — Gunnar Thorodd- sen bíður á Hólmanum — og horfir upp til hlíðarinn- ar! Von bráðar mun Gunnar aftur snúa heim — og þá verður Bjarna kyndara varpað á r.inn eigin póli- tiska eld — sem hann svo sjálfur á brennur . . . ÓDEIGUR

x

Nýr Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.