Nýr Stormur - 27.05.1966, Qupperneq 6
N£$dRMtm
FÖSTUDAGUR 27. raaí 1960
JÚNAS JÓNSSON FRÁ HRiFUU:
Leikrit
og ævmt/ri
Nú er stormurinn afstað-
inn og ró komin á hugi manna
á ný. Mörgum var forvitni á
að opná dagblöðin s.l. þriðju-
dag og lesa viðbrögð þeirra.
Eins og að lífcum iætur
fögnuðu þrjú þeirra sigri,
þótt sigurhrós Tímans væru
lævi blandin. Að vísu hafði
flokkurinn bætt við sig mestu
atkvæðamagni, en það nægðí
honum ekki til að koma
þriðja manni inn í borgar-
stjórnina og fella þar með
meirihluta Sjálfstæðisflokks-
ins.
Framsóknarflokkurinn
Vonbrigði Framsóknar-
manna eru eðlilega mikil, þar
sem þeir töldu sér þrjá menn
örugga. Mikið var talað um
stóraukið fylgi Frams.flokks-
ins og töldu flestir þá örugga
með þrjá menn. Kosningavél
Framsóknarmanna brást hins
vegar. Var yfirstjórn hennar
fullkomlega í molum, þrátt
fyrir nægt starfslið. Merking-
ar þeirra voru gerðar af
handahófi og andvaraleysi
einkenndi alla þeirra kosn-
ingabaráttu.
Mun þetta og verða þeim á-
minning. Áhugaleysi fólks um
stjórnmál nú á síðari tímum
er einkennandi fyrir tíraa
verðbólgu og upplausnar. All-
ir eru önnum kafnir við að
krækja sér í verðlitlar krón-
ur, sem fara sífellt minnk-
andi en fjölgar að sama skapi.
Úrræðaleysi flokkanna ýtir
undir þetta áhugaleysi, vegna
þess að engum þeirra er
treyst. Stjórnarandstöðublöð-
in, önnur en Þjóðviljinn, virð-
ast vera feimin við að segja
andstæðingum sínum til
syndanna og voru Framsókn-
armenn yfirleitt undrandi og
reiðir yfir dugleysi Timans.
Þrátt fyrir þetta unnu þeir
verulega á og ætti þeim að
vera þetta hvatning til aö láta
ekkl deigann síga.
Hræðsla Framsóknar og A1
þýðuflokksins við Sjálfstæðis
menn, mun nú væntanlega
minnka, þegar í ljós er komið,
að virki þeirra í Reykjavík er
ekki óvinnandi.
Alþýðuflokkurinn
Alþýðuflokkurinn kom sterk
ari út úr þessum kosningum
en við var búist. Sennilega
hafa allmargir óánægðir Sjálf
stæðismenn kosið flokkinn,
en meirihluti fylgisaukning-
arinnar kom frá gömlum Al-
þýðuflokksmönnum, sem snú
ið höfðu viö honum bakinu.
Ástæðan fyrir því er tví-
mælalaust viðbrögð Alþýðu-
flokksins síðustu dagana fyr-
ir kosningar. Höfuðstefna
Gylfa og Emils í flokknum
undanfarið, hefir verið sú að
gera ekkert sem styggt gæti
samstarfsflokkinn. Það mun
hafa verið þvert ofan í vilja
þeirra, að Alþýðublaðið tók
á sig rögg og sýndi viðleitni
til að standa i lappirnar. Það
mun hafa verið Óskar Hall-
grímsson, sem tók af skarið
og fylgismenn hans. Þetta
bendir til þess að flokkurinn
ætti ennþá líf fyrir höndum
og ef til vill framtíð sem sós-
íaldemokratískur flokkur, ef
hinum dauðu höndum Gylfa
og Emils væri svift af stýr-
inu.
Þessir menn virðast ætla að
valda fullkomlega hlutverki
Guðmundar í., að vera drag-
bítar á flokknum, enda fara
óvinsældir þeirra dagvaxandi.
Þeír hafa að vísu möguleika
á að koma Alþýðuflokknum
til hjálpaf, með því að segja
sig úr Alþýðuflokknum og
ganga yfir í Sjálfstæðisflokk-
inn, þar sem þeir eiga heima
og hafa átt lengi.
Sjálfstæðisflokkurinn
Morgunblaðið og Vísir
reyna að bera sig karlmann-
lega og halda áfram að birta
myndir. Þessi blöð segja að
markið hafi náðst, sem sé að
halda meirihlutanum.
Allir vita að þessi kosninga
úrslit eru mesti ósigur, sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefir
beðið í áratugi. Þau sýna að
almenningur treystir flokkn-
um ekki lengur og að stjórn
hans á málefnum landsmanna
er með þeim ódæmum að gaml
ir og öruggir fylgismenn sitja
heima í stórhópum eða skila
auðu, auk þeirra, sem farið
hafa yfir á aðra flokka. Verð
bólgustefna ríkisstjórnarinn-
ar hefir nú fengið þvílíkt áfall
að öllum er Ijóst að almenn-
ingur krefst annara aðgerða.
Geir Hallgrímsson reyndi að
fela Sjálfstæðisflokkinn á
bak við sína eigin persónu.
Þetta mistókst að miklu leyti
og áróður sá er hann rak, féll
ekki í góðan jarðveg hjá borg
arbúum.
Sagt er að Eyjólfur Konráð
hafi stjórnað þeirri „stæl-
gæja' mennsku, sem ein-
kenndi kosningabaráttuna.
Öll baráttan var stórfelld
móðgun við heilbrigða dóm-
greind borgarbúa. Þeir vissu
sem var, að hér var ekkert
annað er> ..ýndarmennzka á
ferð, herbragð sniðið að er-
Leikfélag Reykjavíkur sýnir
nú við mikla aðsókn sjónleik
úr gamalli sögu eftir Halldór
Kíljan Laxness. Mikið hefur
verið rætt um þetta skáldverk
nú í vor og eru skoðanir skipt
ar meðal bókmenntafólks, sem
kynnt hefur sér efnið.
Skáldin verða oft fyrir
höppum og óhöppum með bæk
ur sínar. Allir þekkja dæmi
um að skáld verða fyrir hörð-
um dómum þegar sá gállinn
er á háttvirtum almenningi.
En síðan koma óvænt höpp.
Eitt sinn var Halldór Laxness
að feta sig áfram með Jón
Hreggviðsson og lét ekki að
annað stæði til en að bæta
lendum fyrirmyndum. Vænt-
anlega verður ekki boðið upp
á slíkan ósóma aftur.
Alþýðubandalagið
Alþýðubandalagið fór fram
úr vonum manna. Að vísu er
útkoman góð, þegar tekið er
tillit til þess stutta tíma, sem
listinn hafði til umráða. Talið
er og fullvíst að hinir harð-
soðnu kommúnistar hafi ekki
stutt listann. Hinsvegar er
fullvíst að listinn á fyrst og
fremst gengi sitt unga fólkinu
að þakka. Kosningarnar eru
vottur þess, að fólk vill fá
heilsteyptan sósialdemokrat-
iskan flokk. Ef Alþýðuflokkur
inn gæti losað sig við íhalds-
mennina úr flokknum, menn-
ina sem eru til hægri við Sjálf
stæðisflokkinn, og ef Alþýðu-
bandalaginu tækist að losna
við línudansarana frá Moskvu
þá er hér kominn grundvöll-
ur fyrir stóran sósíaldemokrat
iskann flokk, sem gæti tekið
við því hlutverki, sem beið
Alþýðuflokksins á sfnum tíma.
Kosningarnar eru beinn ó-
sigur fyrlr stjómarstefnuna,
þrátt fyrir fylgisaukningu A1
þýðuflokksins. Hún var aðeins
hvatning sem kom frá fólkinu,
þegar Alþýðublaðið sýndi lit
þess, að enn fyrirfinndust í
flokknum menn, sem ekki
höfðu runnið saman við íhald
íð og væru ef til vill reiðu-
búnir til að hefja flokkinn
upp úr niðurlægingunni.
við þætti í stóran róman. En
þá gerist tvennt óvænt. Sögu-
kaflanum er breitt í leikrit og
það sýnt fyrir 100 þúsund
gesti í þjóðleikhúsinu við hinn
me&ca fögnuð og aðdáun. Um
sama leyti kom út saga á
dönsku. Þá skeðu þau undur,
aö fjöldi greindra og vel
menntaðra manna skildu í
fyrsta sinn hvað íslendingar
höfðu orðið að þola undir
stjórn og umsjá frændþjóðar,
sem er annars mild í lund og
lífsháttum.
Hetjusagan um Jón Hregg-
viðsson er talin áhrifamesta
röksemd íslendinga í handrita
málinu. Þessi bók vann ó-
vænta sigra þar sem engir
voru að berjast í það sinn. Nú
kemur skyndilega fram bók-
menntadeila í ræðu og riti í
sambandi við Dúfnaveizlu
Halldórs Laxness. Menn segja
að Dúfnaveizlan eigi að vera
leikrit, en þetta séu sundur-
lausir sögukaflar og allavega
ólíkir sönnu leikriti.
Þetta er sennilega . eðlileg
kenning, ef fljótt er á litið.
Við höfum alið tvær kynslóðir
við Ibsen og hans skáldaskóla.
Sá, sem les Brúðuheimilið eða
Brand, er ekki í vafa um að
hér er um að ræða tvö leikrit,
en ekki sögur. Efnið er fast-
bundið frá upphafi til síðustu
línu eins og marmarasúlurnar
í hofi Periklesar, sem hafa
staðið óhreyfðar í himinbornu
samræmi í meira en 2000 ár.
Mönnum getur fundist gagn
rýnendur Dúfnaveizlunnar
hafa rétt fyrir sér, að þar sé
ekki um að ræða leikrit í hefð
bundnum 19. aldar stíl. Lax-
ness hefur ef til vill villst út
af þjóðveginum, líkt og þegar
venjuleg skáldsaga úr myrk-
viði íslenzkra þjáninga varð
vinsælasta leikrit þjóðarinnar
og öflugasta sóknarskjalið í
nálega vonlausu bókmennta-
máli við Dani út af handrit-
unum.
Ef Halldór Laxness hefur
brotið á móti bókmennta-
smekk íslendinga, verður sök
hans sennilega talin í því fólg
in að gera sér ævintýri úr
nokkrum þjóðlífsmyndum og
tengja þessar myndir saman
með listrænum töfraþræði og
leyfa að sýna verkið í Iðnó.
Þar gefst höfuðstaðarbúum
tækifæri til að sjá þetta töfra
spil langt fram eftir vorinu.
Hér er víða komið við sögu.
Gömlu hjónin í kjallaranum
hafa ekki lært hagfræði lið-
andi stundar en þau hafa lif-
að hér á landi. Án þeirra æv-
intýra i þúsund myndum
mundi íslenzka þjóðin ekki
hafa byggt þetta land, róið
nærri áhaldalaus við stórfeng
lega náttúru, hafið, fljótin,
jökla, sanda, blindhríðar, gos,
pestir og hafíslokur. Síðan
koma nýir tímar. Menningin
velur nýjum kynslóðum öfl-
ugar, samsettar en broslegar
hömlur. Upp úr þeim hitabelt
isgróðri sprettur hámenning-
in, sem fylgir auðvirðilegum
skyndigróða með þar tilheyr-
andi svikum, þjófnaði og leyni
geymslu við hlið fjársjóða frá
diktatorum og ekkjum þeirra.
Dúfnaveizlan er að vísu æv-
intýri, en þetta skáldverk
spennir yfir sögu landsins með
frumlegum drengskap. Inn í
þetta ævintýri kemur Eva,
telpa send inn í kjallarann í
barnavagni. Þessi litla Eva er
skyndilega fær í flestan sjó,
og hún tengir með furðuleg-
um hætti og sterkum gömlu
hjónin og svindl í hátíðabún-
ing. í rústunu mer fatapress-
arinn hetja í fornum og nýj-
um sið. Eva er líka sundlétt
eins og formóðirin áður. Þeg-
ar þessi furðuheimur hrynur,
lifir allt sem átti skilið að
lifa og gamla söguhetjan fær
sinn draum uppfylltan, af því
hann var nógu sterkur, nógu
einfaldur og nógu hreinn.
Ævintýri Halldórs Kiljans
er ekki aðeins auðugt af svip-
myndum og fyndni, snjöllum
kjamyrðum og svörum, held-
ur hefur hann líka verið svo
heppinn, að í meginhlutverk-
unum eru prýðilegir leikarar.
Svindlarinn kann sitt starf.
Kvenhetjan tengir saman með
sínum þætti í ævintýrinu
mestu andstæðumar á
skemmtilegan hátt, rétt áður
en bogi forlaganna brestur
fyrir tilverknað áhrifamikilla
forlaga.
Ms. „TOBICLIPPER“
siglir í sumar /isamt M.s. Kronprins Olav
Frá Kaupmannahöfn 10/6, 1/7, 22/7, 12/8, 2/9
Frá Reykjavík 21/6, 12/7, 2/8, 23/8, 13/9
Skipið kemur við í Færeyjum í báðum leiðum.
Skipauffirciðslu Jes Zimsen
Sjávarbraut 2, við Ingólfsgarð — Sími 1 30 25