Nýr Stormur - 19.08.1966, Qupperneq 3
Föstudagurinn 19. ágúst 1966
"ÍIWMItt
heldur áfram, og það er á
kostnað borgaranna.
Nýr Stormur skorar á les-
endur slna að aðstoða blaðið
við að reyna að koma í veg
fyrir afbrot þau er framin eru
gagnvart þeim og meðbræðr-
um þeirra, þótt lögleg eigi að
heita. Sú aðstoð verður bezt
gefin meff því að gefa blað-
inu upplýsingar.
Þær upplýsingar munu
verða birtar á ábyrgð blaðs-
ins, svo framarlega að þær
séu réttar.
Þríkanturinn —
Framh. af bls. 1.
ráðhús" á þurru landi —
fyrir seðlaútgáfuna.
Á síðkvöldum munu þeir
félagarnir Haraldur og
Nordal = Sól og Máni —
íslands, reika um svalir
þessarar hallar og minnast
verðbólgunnar, sem þeim
tókst að sexfalda á sex ár-
um. Þetta nýja Norðdals-
hús mun nú spegla sig í
þeirri tjörn, þar sem nafni
bankastjórans og afi lét
höggva ís með hökum og
flytja í hestvögnum i hið
gamla góða Norðdalsíshús.
Shellportið mun nú ekki
verða notað fyrir seðla-
banka — en það er seðla
verð á lóð ekki undir 20
milljónum króna.
Kratar eiga gömlu Iðnó,
sem þeir eignuðust á heið-
arlegan hátt. — Sú saga
er ekki óskild söguni Um
lamb fátæka mannsins. —
Krataforingjarnir eru á
hangandi á víxlum fyrir A1
þýðublaðið í öllum bönkum.
Nú vilja þeir skipta á Iðnó
og Shellportinu við Lækj-
argötu og losa sig úr öllum
ábyrgðum. Verðbólgan mun
þannig að lokum létta af
herðum kratabroddanna
þungum áhyggjum.
Þjóffgarðurinn —
Framh. af bls. 1.
umsóknar fyrir „almenn-
ing“.
Þingvellir eru einn feg-
ursti staður landsins auk
þess að hafa sína miklu
sögu. Þetta er helgur þjóð
arreitur og það er ótvíræð
krafa þjóðarinnar að Þing
staðurinn við Öxará sé var
inn sem ósnortin þjóðar-
eign um alla framtið.
Þjóðin mun rísa upp
gegn því að umhverfi Þing
valla sé breitt í villuhverfi
fyrir snobbara og flokks-
gæðinga.
Dauðadansinn —
Framh. af bls. 1.
bræðraþjóðum okkar á Norð-
urlöndum. Við játum það í
öðru orðinu, að kennsla og
uppeldismál séu mikils varð-
andi. Kennararnir okkar eru
yfirleitt eins konar lands-
hornamenn, menn, sem lifa
á hrakningi við kennzlu i
nokkur ár, og gefast upp sið-
an. Kennarastéttin er niður-
setningurinn á þjóðfélagsbú-
inu, uppkreistingur hrakin úr
einum stað í annan og mið-
lungi vel virt. I allri viðleitni
hennar verður kyrkingurinn
samur og í henni sjálfri. Ert
í fræðslumálunum liggur
miklu meira við fyrir þjóðina,
heldur en fyrir kennarastétt-
ina. Hún er yfirleitt ekki mpð
hálfan hugann við kennsluna
hvort sem er og getur ekki
verið það. Og af henni má
ekki vaénta mikilla afreka til
umbóta.
í marzmánuði 1918 skýrir
blaðið frá því, áð Ágúst H.
Bjarnason, prófessor hafi gert
siðfræðiskennsluna að um-
talsefni í vetur í fyrirlestrum,
sem hann hélt fyrir almenn-
ing. Prófessorinn hefir trú á
því, að sérstök kennsla í sið-
fræði myndi bæta barnaskóla
vora og göfga þjóðina, er tím
ar liðu. Hyggur hann ekki
muni af veita. Fannst honum
að æskulýður vor og þjóð lítt
bera þess merki, að lögð væri
áherzla á siðferðisuppeldi hér.
Um langan aldur hefur
kennarastéttin verið illa laun
uð og lítið tillit til hennar
tekið. Hefur það flæmt marg
an góðan manninn frá þvi að
sinna sllkum störfum. Á
seinni árum hefur bygging-
um skóla fleygt mikið fram,
en þrátt íyrir mikið bætta að-
stöðu hafa skólarnir ekki
sinnt hlutverki sínu sém
skyldi. Allt íslenzka skóla-
kerfið þarf að taka til endur-
skoðunar, alveg frá grunni.
Forustumenn fræðslumál-
anna virðast taka lífinu með
ró þrátt fyrir stórum bætta
aðstöðu og engan eða lítinn
áhuga hafa á að sinna þess-
um þýðingarmiklu málum.
Nú ættu þeir að leita aðstoð-
ar þess opinbera, ef í þeim
væri einhver töggur og ef sú
aðstoð sem þeir teldu sig
þurfa væri ekki veitt, þá að
bregðast hart við eins og aðr-
ar stéttir og hafa sig eitthvað
í frammi, en í þeim herbúðum
rikir dauðaþögn. Vonandl eru
ennþá til menn í þessari
stétt sem geta látið til sín
heyra og þora að láta álit
sitt 1 ljósi um þessi mál.
Eldri kynslóðin verður að
gera sér það ljóst áður en
það er um seinan, að unglinga
vandamálið er henni sjálfri
að kenna. Hún verður að
breyta um starfshætti í upp-
eldismálum sínum og taka þau
föstum tökum. Eínnig ber
henni að finna leiðir til þess,
að unga fólkið fái tækifæri til
að skemmta sér, við þess hæfi.
Því séu ætlaðir skemmtistaðir
og jafnframt séð um, að um-
gengni verði slík að öllum
verði til sóma. Þetta á að vera
framkvæmanlegt ennþá, því
af öllum þeim hópi er
ekki nema lítill hluti sém
hegðar sér éins og skríll og
setur sirin svip á alt umhverf
ið. Ef ekki verður hægt að siða
þennan lýð með góðu, verður
að breyta um starfsaðferðir
til þess að kippa þessu í lag.
Drykkjuveizlur þjóðarleið-
toganna verður að stöðva. Til
þess þarf auðvitað sterkt al-
menningsálit. Ástandið er orð
ið þannig, að varla halda nein
samtök ársfund sinn án þess
að þangað sé boðinn sá ráð-
herra, sem slík mál heyra und
ir og síðan býður ráðherrann
eða borgarstjórinn í Reykja-
vík til kokkteilsboðs að fund-
arstörfum loknum. Minna
þessi veizluhöld helzt á for-
vígismenn þjóðarinnar hér áð
ur fyr, þegar tekið var fram,
að embættismaðurinn hefði
undirritað lagafyrirmæli eða
annað ófullur. Þjóðarleiðtog-
arnir verða að finna einhverja
aðra leið til þess að halda fylg
ismönnum sínum saman til
þess að sýna dýrð sína og
veldi ef ekki á illa að fara,
því þeir mega vita, að
Yfirmönnunum er því vænt,
undirsátarnir hnýsa grant
eftir því, sem fyrir augun ber,
auðnæmast þó hið vonda er;
hvað höfðingjarnir hafast að,
hinir meina sér leyfist það.
STEFKRÓKUR
Rétt og rangt
Að víxla réttu og röngu er furðu létt
sú reynd er góð — og þykir éngum mikið, —\
og fróðir telja að rangt sé alltaf rétt,
hið rétta vitlaust, óhagrœnt og svikið.
í hrœrigraut hið ranga og rétta hyllt
því réttarhugsýn vor er sanrúeiksfyllt!
„Álum-Ar
Fjandans tál er alum-ál,
œpir mál í kjafti,
eins og káli illheitt bál
anda í sálarhafti.
Æra-Tobbi álabál
áður fyrrum kveikti,
— nú er kveikt í ála-ál
sem annar Tobbi hreykti.
Háskólaborgarar byggja sinn ál
og blessa og kynauka fórnbúans mál,
með œxlandi frjóvi og elda í sál
í álinn þeir steypast sem bélja í kál.
Grímur
Orðskviðir
Synja ei góðs, þeim, er þarfnast þess,
ef það er á þínu valdi að gjöra það.
Seg þú ekki við náunga þinn: „Far og kom afturli
á morgun skal ég gefa þér“ — ef þú þá átt það til.
Brugga ei illt gegn náunga þínum,
þegar hann býr öruggur hjá þér.
Deil ei við neinn að ástæðulausu,
ef hann hefir ekki gjört þér neitt mein.
Orðskviðir Salómons
Fllistear —
Framh. af bls. 12.
millibilsástandi. „Það myndi
bæta aðstöðu mína mjög mik-
ið,“ sagði kunninginn og leit
niður fyrir sig. Síðan leit hann
upp á unga manninn, og sagði
eins og við sjálfan sig:
„Heldurðu að það komi að
sök þó ég fái peningana, sem
þú ert með, láriaða — í svo sem
tíu daga?“ —
Ungi maðurinn virtist hug-
leiða spurninguna stundarkorn
og svaraði síðan:
„Ef það kæmi sér vel fyrir
þig, þá held ég varla, að það
sakaði neinn, þó S. (skuldar-
eigandi)) fengi ekki peningana
tafárlaust — og auk þess átti
hann ekki von á þeim núnal
______________________________3
Þetta gæti svo sem allt verið i
lági, fyrst P. (kunninginn)
þyrfti ekki að hafa peningana
að láni, nema nokkra daga —
oh sei sei,“
Dagarnir liðu, en það hafði
orðið úr, að ungí maðuríriA
gustukaði sig yfir kunningia
sinn, sem hann taldi vera í
nokkrum vanda, og þess vegna
hafði svo um samist milli þeirra
að kunninginn fengi peningana
lánaða þessa fáu daga. Sam
komulag var og með þeim, að
minnast ekki á málið að til-
efnislausu, enda lítil hætta á
að skuldareigandi myndi hafa
samband við húsbónda unga
mannsins, þar éð hann færi 1
kaupstaðarferð til Reykjavíkur
sama, eða næsta dag, og myndi
dvelja þar a. m. k. um tveggja
vikna til þriggja vikna skeið.
Og nú var kominn hinn tíundi
dagur frá því ungi maðurinn
afhenti kunningjanum pening-
ana, en ekkert hafði heyrzt frá
honum, eftir að þeir skildu um-
rætt sinn. Þegar fullar tvær vik-
ur voru liðnar og ekki hafði
enn spurzt af ferðum kunningj-
ans, þá fór ungi maðurinn að
ókyrrast, og reyna að ná sam-
bandi við kunningjann. Heldur
gekk þetta treglega, en þó fór
svo, að þegar tæpar þrjár vikur
voru liðnar frá skilnaði þeirra
forðum, hittust þeir óvænt á
skemmtun, ungi maðurinn og
kunninginn! Þeir tóku tal sam-
an og þótti unga manninum
sem nokkurs áhugaléysis gætti
hjá kunningjanum í sambandi
við endurgreiðsluna. Vildi ungi
maðurinn fá tafarlaus endalok
málsins og krafðist greiðslunn-
ar, þar eð húsbóndinn væri
væntanlegur heim hvern dag
Mætti þá búast við því, að hús-
bóndinn og skuldareigandinn
ræddust við, og peningagreiðsl-
an myndi vafalaust bera þá á
góma. — Nú skeði það, að kunn
inginn brást hinn versti við, og
kvaðst ekkert greiða af fénu
fyrr en sér sýndist, enda hefði
ungi maðurinn enga kvittun
handbæra frá sér. Skildu þeir
félagar í styttingi og varð fátt
um kveðjur. — Nokkrir dagar
liðu og ekki heyrðist neitt frá
kunningjanum og þegar þar
kom leitaði ungi maðurinn á-
sjár manns nokkurs, sem
gutlaði víð málflutning, enda
þótt hann hefði ekki embættis-
próf í lögum. Sá „lögfróði"
kvað ekki gott í efni en tók
samt að sér að reyna að fá mál-
efnum unga mannsins borgið.
Allt kom samt fyrir ekki — og
við það situr enn f dagl
Málalok urðu þau, að ungi
maðurinn varð sér úti um lán
til að greiða skuldina fyrir hús-
bóndann — en „sá lögfróði",
hjálpari hans, krafði unga mann
inn hinsvegar um kr. 700.00
greiðslu fyrir „lagalegar" leið-
Framh. á Bls. e.