Nýr Stormur


Nýr Stormur - 02.09.1966, Blaðsíða 5

Nýr Stormur - 02.09.1966, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 2. sept. 1966 ^MMUR 5 '^ifiiiiiimiiiiiiHiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiniiiiiiinimiiitiiimmiiiiiiuimiiiTmiiiiiiiimimiiitiiiit^ NÝR STORMUR 1 Útgefandi: Samtök óháðra borgara | Ritstjórar: Gunnar HaU, sími 15104 og Páll Finnbogason, ábm. | | Ritstj. og afgr. Laugav. 30. Simi 11658 | Auglýsinga- og áskriftarsími: 22929 | Vikublað — Útgáfudagur: föstudagur Lausasöluverð kr. 10.00. Áskriftarverð kr. 450.00. Prentsmiðjan Edda h.f. = ^iiiimiuifiiiiimiinimiiiiiiiiiiiHiiiuiiiiiimnmiiiiiiiiiiiiiinitiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiniiiii^ Út í óvissuna Aðeins mánuður er nú þar til að samningar þeir, er gerðir voru milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaganna renna út. Þetta átakanlega dæmi um óvissuna í efnahagsmálum þjóð- arinnar á sér fáar fyrirmyndir og sennilega engar erlend- ar. Samt sem áður virðist allt vera i lagi. Ekki er kunnugt um að verulegar viðræður hafi farið fram á milli aðila um væntanlega samninga og er það samkvæmt venju. Slíkum viðræðum hefir ávallt verið frestað fram á síðustu stundu og þá enginn tími verið til stefnu en allt hlaupið í stýfni og þvermóðsku. Kröfur beggja eru venjulega settar svo langt framhjá marki, að þýðingarlaust er um þær að ræða. Þetta á að vera einhverskonar herkænska, en er í rauninni full- komið ábyrgðarleysi af beggja hálfu. Ástæðan er að vísu skiljanleg frá hendi verkalýðsfélag- anna. Alltaf þegar rætt hefir verið um bætt launakjör, hafa verið rekin upp óp, um að engar launahækkanir kæmu til grema, heldur þyrfti frekar að lækka launin. Verkalýðs- félögin hafa því alltaf orðið að setja fram óraunhæfar kröf- ur, til þess að geta slegið nógu miklu af. Btöð ríkisstíórnaTinnar eru þung á bárunni í sambandi við bætt kjör verkalýðsins og telja að engar launahækkanir komi til greina. Allir vita að um þetta er þýðingarlaust að tala. Laun hækka yfirleitt alltaf við hverja nýja samninga, og verkalýðurinn getur alltaf borið fyrir sig vaxandi dýrtíð og þverrandi kaupmátt, nema laun séu bætt. Ný herstjérnariist hefir verið tekin upp í verkalýðsbar- áttunni. Sjálfstæðisflokkurinn á hugmyndina og frumkvæð- ið að þessari aðferð. Á dögum vinstri stjórnarinnar, þegar samkomulag varð við verkalýðsfélögin að krefja ekki um launahækkanir ákveðinn tíma, varð Sjálfstæðisflokkurinn allt í einu ákafur málsvari verkalýðsins og skipulagði smá- verkföll og kaupkröfur ákveðinna hópa. Fyrsta kaupkrafan, sem fylgt var eftir með verkfalli, voru kröfur flugmanna, sem þó voru allsæmilega launaðir. Ríkis- stjórnin varð að láta sig og festi eftir það ekki hönd á neinu. Það væri ekki úr vegi að Morgunblaðið og Vísir rifjuðu upp þessa sögu og framlegg Sjálfstæðisflokksins til verka- lýðsbaráttunnar þá og ekki síður framlag hans til að halda verðbólgunni í skefjum. Væri rétt að nú, er hann sakar stjórnarandstöðuna um allt að því landráð, með óábyrgri stjórnarandstöðu, að rifja upp stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma. Það er ekki hagsmunir þjóðarinnar, sem flokkarnir berjast fyrir, ef það ekki fellur saman við flokkshagsmunina. Þá „varðar engann þeirra um þjóðarhag." Að þessu leyti hefir Sjálfstæðisflokkurinn sannað þetta og geta allir leitað til áranna 1956—1958. Allt er í óvissu um framtíð þessara mála. Ríkisstjórnin hefir verið svo heppinn enn einu sinni, að Síldveiðarnar ætla að bjarga henni frá algjöru hruni á stundinni. En það verð- ur aðeins gálgafrestur. Þjóðarbúskap verður að reka á allt annan hátt en gert hefir verið. Það sannar reynzlan sjálf. Þessi ríkisstjórn er ekki líkleg til þeirra hluta. Jafnvel stjórnarblöðin sjálf viðurkenna að annaðhvort verði að gera að grípa til ráða Wilsons í Bretlandi eða lækka gengið! Menn geta svo íhugað þessi úrræði og þó einkum það hvert orsakanna er að leita. * ' ^ /ww.. Eimskipafélag fslands hf. — Framh. af bls. 11. verður þess ekki langt að bíða að íslendingar geti fetað í fótspor Norðmanna og siglt um öil heimsins höf flytjandi fyrir sig og aðra „færandi varninginn heim.“ Framundan eru mörg og erf- ið viðfangsefni. Ný skipafé- lög hafa verið stofnuð, sem að sjálfsögðu skapa Eimskipa félaginu harða samkeppni og er því í mörg horn að líta. Nú hefur félagið í hyggju að auka starfsemi sína með því að hefja vetrarferðir til suð- urianda. Gefst fólki tækifæri til þess að fara með Gullfossi aðra leiðina, en flogið hina. Ráðgert er að fyrri ferðin verði frá 17. janúar til 7. febr. og seinni ferðin frá 5.—26. febrúar. Enginn vafi er á því, að þetta mun mælast vel fyrir og margir noti tækifærið þar sem kostnaður við slika ferð virðist vel í hóf stillt. Von- andi tekst Eimskipafélaginu að sigra á hafinu eins og flug félögum okkar hefur tekizt að sigra í loftinu. — Vonandi Tilkynning um kæru- og áfrýjunarfresti til rlkisskattanefndar / Kærur til ríkisskattanefndar út af álögðum tekju- skatti, eignarskatti og öSrum þinggjöldum í Reykja- vík áriS 1966, þurfa aS hafa borizt til ríkisskatta- nefndar eigi síSar en I 5. september n. k. Áfrýjun til ríkisskattanefndar út af álögcSu aSstöSu- gjaldi í Reykjavík árið 1 966 þarf aS hafa borizt til ríkisskattanefndar eigi síSar en 15. sept. n. k. Áfrýjun til ríkisskattanefndar út af álögSu útsvari í Reykjavík áriS 1966, þarf aS hafa borizt skatt- stjóranum í Reykjavrk eigi síSar en 15. sepL n. k. Reykjavík 25. ágúst 1966, RÍKISSKATTANEFND. MEXÍK6? Af þeim rúmlega tuttugu löndum, sem ég hef komið til, hefur mér fimdizt mest til um Mexikó. Eg hika því ekki við að ráðleggja hverj um þeim, sem tækifæri hefur til þess, að heimsækja það land. Ég nefni fyrst safnið f höfuð- borginni, Museo de Anthropologia, með öllum sínum menningarsögu- legu þáttum. Veggmálverk hinna miklu meistara, Riveras Orozcos, Siqueiros, Tamayos, O’Gormans o. fl. Allar fornminjarnar næstum | hvar sem komið er, höggmyndir, | hof og píramída, svo sem Sólar- fe pýramídann (ásamt Tunglpýramíd . anum) með sina blóðugu sögu, einn í; af stærstu pýramídum heimsins. |; Grutas de bacahuamipla, stórkost- Slegasti og fegursti hellirinn, sem ég hef séð. Acapulco — unaðsleg- asti baðstaður, sem hægt er að hugsa sér. Fjallasýnina með sínum tignarlegu tindum, Pico de Ærizaba og Popocatépetl. sem minnir á Heklu þó hann sé 4000 metrum hærri. Auðnina og eyðimerkumar, Eden-líka aldingarðana, hundruðir tegunda af kaktusum — og blómin öll! Og síðast en ekki sízt — fólkið [ landinu, svo vingjarnlegt og elsku legt. Eini gallinn við Mexíkó er sá, að manni finnst ekkert til um önn- ur lönd eftir að maður er einu sinni búinn að kynnast því landi — að undanskildu föðurlandinu, auðvitað! Magnús Á. Árnason Iistamaffur. MEXÍKÓ! Islenzk ferSaskrifstofa býSur nú í fyrsta skipti upp á hópfer'S suSur til Mexíkó. — Brottför er ákveðin 29. september, og tékur feríSin 3 vikur. Komið verSur fil fegurstu stacSa landsins: Mexico City — Taxco — Acapulco Cuernavaca — Xochimilco — Patzcuaro. Mexikanskir þjóSdansar — nautaat — Móttökuhátíð fyrir íslenzka hópinn. Þriggja daga viSstaSa í New York á heim- leiS. Fararstjórar: Einar Egilsson, ræSismaSur Mexíkó á íslandi, og Njáll Símonarson. Mexíkó er óviSjafnanlegt ferSamannaland — land andstæSna, þar sem nýi og gamli timinn mætast. Ferðaskrifstofan INGÓLFSSTRÆTI - SÍMAR 17600 og 17560

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.