Nýr Stormur - 02.09.1966, Side 6
FOSTUDAGUR 2. sept. 1966
ÚDEIGUR - Fr. af bls.3
HAGSMÁLUM,...“!!! —
Dr. Gylfi hefur einmitt
sjálfur verið efnahagsmála
ráðherra um mörg undan-
farin ár og átti 10 ára af-
mæli — sem ráðherra fyrir
skömmu! —
Nú er sprningin:
Hefur ráðherrann ekki
í einu og öllu farið eftir sin
um eigin ráðum — og er
það máske þess vegna, að
allt er i kaldakoli efnahags
lega hjá þjóðinni í dag?!
— Væntanlega hefur
þessi spekingur í hagfræði
gert sér fyrirfram grein fyr
ir afleiðingum gerða sinna
í efnahagsmálum..—
Mér sýnist a. m. k. — að
svo hljóti að vera!!
Loks er rétt að tilreiða
þessi orð úr fyrirlestri dokt
orsins 1949 — en efnahags
málaráðherrans 1966:
„.. .Ef til vill eru ein-
hverjir áheyrenda minna
enn dálitið vonsviknir yfir
þessari niðurstöðu og finnst
minna til um verkefni þjóð
félagsvísindanna, en þeir
höfðu vœnzt....“// —
Það skyldi nú vera?! —
— í Alþýðblaðinu 20.
ágúst s. 1. ritar efnahags-
málaráðherra „Laugardags
grein“ sem hann af smekk
vísi sinni nefnir:
„Er aukin framleiðsla
sauðfjár lausnin?“
— Þar segir ráðherrann
m. a.:
„Vissulega er það vanda-
mál sem við ölasir í islenzk
um landbúnaði í dag, stórt
og torleyst, en framtíðar-
horfurnar eru enn alvar-
legri, ef ekki eru gerðar
gagngerar ráðstafanir til
stefnubreytingar.“ /
Skyldi nokkur vafi leika
á því — að ráðherra hafi á
takteinum fyrirhuguð úr-
ræði — og velji þá „kök-
una“ — sem girnilegust er
í þessum efnum sem öðr-
um?! —
„Einn þótt
gangi illan
veg----------
segir„fuglinn
í fjörunni"
i i «
■ ■ ■ ■ ■
Má ég minna ráðherra á,
að árið 1949 sagði hann:
„Hamingju sina og far-
sœld eflir maðurinn þvi
bezt með því að gera hvort
tveggja i senn að treysta
þekking sína og styrkja sið
gœðisvitund sina“!
— Þessi stund er fyrir
löngu upprunnin — en hef
ur ráðherrann enn eigi
þekkt sinn vitjunartíma?!
— Mér þykir rétt að víkja
því að ráðherra að í erindi,
sem próf. Símon Jóh.
Ágústsson flutti 12, febr.
1950 um: „Skilningstréð
góðs og ills“, þá segir m. a.:
„Allri tœkni og visindum
má misbeita, þau verða að
Afgreiðslutími Apóteka
í Reykjavík
Almennur afgreiðslutími apótekanna í Reykjavík verður framvegis sem
hér segir:
Mánudaga, íimmtudaga
föstudaga
laugardaga
aðfangadag og gamlársdag
kl. 9.00 — 18.00
kl. 9.00 — 19.00
kl. 9.00 — 12.00
kl. 9.00 — 12.00
Kvöld- laugardaga- og helgidagavarzla á tveim apótekum sem hér segir:
Mánudaga, föstudaga
laugardaga
helgidaga og almenna frídaga
aðfangadag og gamlársdag
til kl. 21.00
til kl. 16.00
kl. 10.00 — 16.00
til kl. 16.00
Næturvarzla verður alltaf á sama stað að Stórholti 1 og á tímum sem hér
segir:
Mánudaga, föstudaga
laugardaga
helgidaga og almenna frídaga
aðfangadag og gamlársdag
kl. 21.00 — 9.00 næsta morgun
kl. 16.00 — 10.00 næsta morgun
kl. 16.00 — 10.00 næsta morgun
kl. 16.00 — 10.00 næsta morgun
Apótekin í Reykjavík
vera hagnýtt á siðferðileg-
an hátt, annars verða þau
að hættulegum vopnum i
höndum óvandra manna.“!
— Og próf. Símon Jóh.
segir ennfremur í sama er-
indi um breytni manna og
persónu:
„Dœmið ekki, segir Krist-
ur. Sama hugsun kemur
fram í alkunnri visu eftir
Sigurð Breiðfjörð:
Einn þótt gangi illan veg
augum fyrir mínum,
máske hann stríði meira
en ég
móti brestum sínum.“
— Vissulega er þetta
raunaléttir fyrir bæði mig
og aðra!
— Þannig vil ég ekki
dæma gerðir hagspeking-
anna: dr. Gylfa, próf. Ólafs
eða Perú-mannsins Jónas-
ar Haralz — enda sýnist
mér reynzlan af gerðum
þeirra dæma þá hvað bezt
á ’ mannlega vísu — hvað
sem æðra dómi líður!
— „Fuglinn f fjörunni
hann heitir... Símon Jóh.
Ágústsson.... og hann flýg
r ekki fjaðralaus úr snör-
unni....!
Það er önnur saga og bíð
ur síns tíma — þegar barn
er í vagninum — sem
Bamavemdarráð íslands
ekur á undan sér...!!
ODEIGUR
-----------«■•■■■•■■••■■■1
Þegar kommúnistarnir
misstu tökin á Ghana
Vinimir
Chou-En-lai
og
Nkrumah
ræða
framtíð
komm-
únismans
i Ghana
Eftir niu ára „vísindaleg-
an kommúnisma“ hafa Ghana
toúar fengið nóg. Nú hefir hin
um hataða leiðtoga Nkruma
verið kastað á dyr og menn
eru önnum kafnir við að lag-
færa hina ævintýralegu ring-
ulreið, er hann lét eftir sig.
Eftir David Reed.
Nokkrum stundum fyrir dag
mál, hinn 24. febrúar sl. ók
löng bifreiðalest inn í Accra,
höfuðborgina í vestur afríska
lýðveldinu Ghana. Þrjú þús-
und hermenn, gráir fyrir járn
um þeystu í skipulegum flokk
um til ýmissa mikilvægra
staða, svo sem símstöðvarinn-
ar, pósthússins og helztu
stj órnarbygginganna.
Einn flokkurinn þusti að
Flagstaf House, sem var opin-
ber aðsetursstaður Kwame
Nkrumah sem um þessar
mundir var erlendis. Klukkan
sex tilkynnti ghaniskur of-
ursti í útvarpið: „Landsmenn
meðborgarar! Hér með til-
kynnist að herinn, ásamt lög-
reglunni hefir tekið völdin.
Þjóðsögnin um Kwame N-
krumah er dauð.“
Þessi tíðindi færðu líf í
hina 7,5 milljónir íbúa Ghana
sem höfðu liðið undir stjórn
hins kommúnistiska einræðis
herra síðastliðin níu ár. Þús-
undum saman streymdi mann
fjöldinn út á göturnar í Accra
og söng, dansaði og barði
bumbur.
Við mikinn fögnuð áhorf-
enda var voldug höggmynd af
harðstjóranum felld um koll
og brotin í þúsund mola. Þeg-
ar hliðunum að fangelsum N-
krumah var lokið upp, var
skipt á 1100 pólitískum föng-
um einræðisherrans og rúm-
lega 800 ráðherrum, flokksfor-
ingjum og öryggisvörðum
„frelsarans“.
Þannig lauk hinu léttúðuga
flökti Ghana við kommúnism
ann. Frelsisráð átta herfor-
ingja og lögregluforingja tók
við stjórninni um stundarsak-
ir. Ráðið ógilti flestar „sósíal
istlskar ráðstafanir 'T’" h
og tók upp vinSamleg sam-
skipti við hinn vestræna heim
Byltingin í Ghana er einn
stærsti ósigur. sem rússneskir
og kínverskir kommúnistar
hafa beðið í þróunarlöndun-
um síðan valdabaráttan hófst.
Við fall Nkruma hafa hin
komúnistisku stórveldi misst
þýðingarmestu fótfestu sina i
Afríku - brúarhöfuð, sem not
aö var til að grafa undan
stjórnskipan hinna Afríku-
ríkjanna.
Ein þeirra afhjúpana, sem
kom í Ijós á botnfallinu eftir
byltinguna, var að Nkrumah
hafði komið sér upp, með kin-
verskri aðstoð, tveimur leyni-
legum herbúðum. Hér voru
byltingasinnaðir Afrikanar
æfðir í skæruhernaði og hinni
göfugu list pólitísku launmorð
anna. Við fall Nkrumah hafa
þjóðfélagsniðurrifsöflin á
hinu svarta meginlandi, ekki
aðeins misst vígreifasta tals-
mann sinn, heldur og einnig
höfuðuppsprettu fjár, vopna
og áróðurs. Nú geta hin hóg-
látu ríki andað léttara.
Lcnin vorra tima.
Ghana hefir lengi verið upp
gangsland í Afríku. Landið
var áður nýlenda Breta og hét
þá Gullströndin, og fékk sjálf
stæði árið 1957 — fyrsta ný-
lendan í hitabeltinu í Afrlku,
sem áður hafði um langan
tíma notið stjórnar Evrópu-
manna. Ghana naut álits, sem
forysturlki hinna nýju Afriku
rlkja. Þjóðartekjumar voru
hærri en nokkursstaðar i Mið
Afríku. Grundvöllurinn fyrir
velmegun landsins var hin
mikla kakao framleiðsla, sem
er einn þriðji hluti af allri
heimsframleiðslunni.
Aðrar útflutningsvörur eru
timbur, mangan, bauxít dem-
antar og gull. Þegar Ghf>na
fékk sjálfstæði, var þaó auð-
ugasta rikið I hltabeltislönd-
um Afrlku, með gjaldeyris-
varasjóði upp á næstum 25
milljarða króna og rikisút-
gjöldin voru aðeins 2400 mlll-
jónir króna.
Ghanabúar stóðu einnig á
hærra menningarstigl en
flestir aðrir Afríkubúar. Á
þeim tíma, þegar marga Afrik
ana grunaði tæplega að skóli
væri til, fundust marglr
Ghanabúar hámenntaðir í tvo
þrjá ættliði og það sem var
mikilvægast: Landið hafði
fullkomnasta stjórnarkerfi
allra Afríkurikja í hitabeltinu
óháð réttarfar, öflugaverka-
lýðshreyfingu, frjálsa pressu,
háskóla, starfsmikið tveggja
flokka kerfi og áhrifamlkið
þjóðþing.
Öllu þessu ýtti Nkrumah til
hliðar. í þau níu ár, sem hann