Nýr Stormur


Nýr Stormur - 06.10.1967, Síða 1

Nýr Stormur - 06.10.1967, Síða 1
FÖSTUDAGINN 6. OKTÖBER 1967 StOBMUB I % Lesib kjalláragreinino um einn mesta harmleik aLdannnar, sem vakti heimsathygli 3. árgangur Reykjavík 38. tbl. | TJALDIÐ FELLUR leíksýningu lokið Rómverska keisararíkið átti sér langa sögu, e n blómatími þess var fremur stuttur. Það var lýðveldi fyrst, en einveldi að vörmu spori. Eftir að einveldið kom til sögunnar, minnkaði hugmóður fólksins. Til að halda honum við, var tekið það ráð, að sefja fólkið með leik- sýningum. Dhófseyðsla yfirstéttanna var falin með sýndarmennskunni — það fékk leika fyrir brauð, en sú dýrð stóð ekki lengi, fall ið hlaut að koma. Tjaldið féll von bráðar og leiksýningunum lauk. Þótt samlíkingin sé langsótt, er hún ekki fjarri lagi. islendingar hafa unað við leik í fjölmörg ár. Nú eru hvorki leikkraftar eða fé'til að halda þeim áfram. Tjaidlð er fallið fyrir fullt og allt. Ráðamenn íslenzku þjóðar- innar sjá nú fyrir endann á 8 ára „revíu“. Eftir 7 ára sam- fellt góðæri þurfti ekki nema eitt erfitt ár til að koma öllu í strand. Óhófseyðsla á öll- um sviðum hefur verið ein- kenni þessara 8 ára. Hömlu- laus innflutningur á KEXI, BÍLUM og SJÓNVARPSTÆKJ UM, talið er að nálægt 1000 bílar iiggi nú i vörslum skipa- félaganna ’66—’67 árgerðir. Með aðstoð ríkis og banka hefur verið smíðaður floti síldarskipa 2—400 lestir og nokkrir tugir eru enn i smíð- um erlendis — verðið er frá 15-^-25 milljónir. Þetta minnir nokkuð á nýsköpun Ó. Th. og Einars Olgeirssonar pantaðir voru þá í einu 30 togarar allir eins. Það var eins og verið væri að kaupa snúða í bakaríi. Undanfarin ár hefur botn- varpan sópað alla hrygningar staði við strendur landsins gotfiskur og ungviði hefur verið drepið miskunnarlaust. Smásíldinni við Suðurland og á Eyjafirði var eitt á sama hátt. Og nú liggur stórskipa- flotinn norður í íshafi til að hremma það sem eftir er af síld, sem fer í bræðslu — til að framleiða verðlaust mjöl og lýsi. — Allt er komið í strand — Skipafélögin eru orðin verk- efnalaus, ekkert til að fiytja út og innflutningur staðnast af sjálfu sér. En það er ein stofnun sem hefur nóg að gera Seðlabank- inn. Erlendis frá berast nú daglega þykkir búnkar af ís- lenzkum seðlum — sem erlend ir bankar vilja losna við og senda til föðurhúsanna. — En þá þarf að greiða, og greiðsl- una er nú verið að sækja til Ríó. Viðreisnar páfarnir 4 eru þar nú í fjáröflunarferð, með friðu föruneyti. Það sem framundan er — er að fleyta ísienzku þjóðfélagi á erlendri aðstoð og lánum. Við reisnarfleytan er strönduð á skeri — og þá er eina ráðið að biðja um öimusu. Hafið þið heyrt það? í B.T. hinn 15. september birtist viðtal sem J. O. Krag, forsætis- og utanríkisráðherra Dana átti við fréttamann frá Voice of America. Viðtal þetta var í sambandi við kæru Norðurlandanna || til Evrópuráðsins vegna stjórnarfarsins í Grikklandi. í | viðtalinu er gerð fyrirspurn um það, hversvegna Finn- 1 land og ísland séu ekki aðilar að þessari kæru. « Krag svaraði spurningunni á þá leið, að Finnland [K | væri ekki aðili að kærunni einungis af þvi, að það væri j| ekki meðlimur Evrópuráðsins. * Hvað íslandi viðvíkur, stafar það af hagsýni. Okkur | er kunnugt um, að hvað íslandi viðvikur er það einungis " af hagsýni. Okkur er einnig kunnugt um, að ísland hefur mjög fámennt starfslið í utanríkisþjónustu sinni. Það hefur þvi ekki starfslið til þess að geta tekið þátt í þess- um aðgerðum. Er okkur virkilega ætlað að trúa því, að embættis- mannastétt okkar sé orðin svona fáliðuð, á sama tíma sem þjóðarskútan er að sökkva vegna ofhleðslu af embættismönnum. MÆTTUM VIÐ FÁ MEIRA, AÐ HEYRA......... . „Sómafólk, allt það fólk” Blaðinu hefir borist eftirfarandi grein og þar sem tilefni hennar er fengið úr Nýjum Stormi, telur það sjálfsagt að birta hana og raunar fengur að, ef vera kynni til að opna augun á almenningi fyrir því einstæða fyrirbrigði, sem þetta land ættartengsla og kunningsskapar er. Aðeins ein afsökun er fyrir þessu fyrirbrigði og hún er, hve þjóðin er fámenn. Það sem fyrir er tekið í þessu aðsenda bréfi, er að dómi blaðsins, aðeins sýnishorn, því vitað er að f jölmargar aðrar ríkisstofn- anir eru með sama marki brenndar.'Verður þessi grein ef til v.ill gefið tækifæri til að kryfja þessi mál til mergjar áður en langt um líður — en við endum þetta forspjall með orðum séra Sigvalda: „Sómafólk, allt það fólk!“ í stórágætri grein Nýs Storms 22. sept. s. 1. um „Hneyksli í íslenzkum barna- verndarmálum“, er sérstök undirfyrirsögn, sem kemur mér til að leggja orð í belg: \ ,,ÆTTARþjóðfélagið“. Vísast er í þessum efnum sem öðrum víða pottur brot- inn hjá okkur almennt, en ekki sízt — og auðvitað er það Framh. á bls. 2. Stendur „þriöja” ríkið höllum fæti ? íslenzka ríkið hefur haft þrjú stjórnarform. Þjóðveldi á tímabilinu 930—1264. Konung- dæmi og einveldi konunga á tímabilinu 1264—1944. Lýffveldi á tímabilinu frá 1944. Síffan 1944 hafa 8 ráðuneyti setiff að völdum, effa hvert þeirra 3 ár að meðaltali, en Al- þingiskosningar eru 4 hvert ár. Þetta ber með sér, að mikið öngþveiti ríkir í stjórnmál- um hér á landi. Stjórnmálaástandinu á ís- landi svipar mest til þess, eins og það var í Frakklandi fram að þeim tíma að De Gaulle tók þar við völdum. Stjórnmála- öngþveitið keyrði svo úr hófi fram þar í landi, að Frakk- land var á barmi gjaldþrots. Það sem skeð hefur þar eftir valdatöku De Gaulle er í fáum orðum sagt, að honum tókst að bjarga gengi frankans frá því að vera allt að því/einskis virði í örugga mynt, sem allar þjóðir sækjast eftir. Endur- reisnarlánið til uppbyggingar Frakklands eftir heimsstyrj- öldina, sem tekið var í U.S.A. og átti að greiðast á árunum fram til 1976, var greitt að fullu á miðju ári 1965, og er- lendar lausaskuldir Frakk- lands greiddar að fullu 30. september 1965. Hervörnum og nýlendumálum ríkisins komið á öruggan grundvöll og Frakk landi skipaður á ný sá sess, sem því bar, við hlið voldug- ustu stórvelda heimsins. Gull- ið streymdi alstaðar að til Frakklandsbanka og ríkis- stjórnin gaf út tilkynningu um, að ekki væri óskað eftir fjárfestingum útlendinga 1 Frakklandi. NÝSKÖPUNARSTJÓRNIN. Nokkrum mánuðum efttr að Island varð lýðveldi, eða nán- ar tiltekið hinn 21. okt. 1944 var myndað ráðuneyti Ólafs Thors, sem gefið var heltið nýsköpunarstjórnin. Þegar stjórnin tók við völdum var ísland auðugt land. Styrjald- arárin höfðu fært okkur inn- eignir erlendis sem námu um 600 milljónum króna og var það mikið fé á þeim tíma. Ekki tókst samstarfið milli þeirra þriggja flokka sem mynduðu þessa stjórn betur en það, að ráðuneytið baðst lausnar hinn 4. febrúar 1947. Hafði á ýmsu gengið og hver kennt öðrum Frh. á bJs. 2.

x

Nýr Stormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.