Nýr Stormur


Nýr Stormur - 06.10.1967, Side 2

Nýr Stormur - 06.10.1967, Side 2
Ð „Prlbja ríkib" Framh. af bls. 1. um, eins og venja er til í is- lenzkum stjórnmálum. TILLÖGUR JÓNASAR JÓNS- SONAR FRÁ HRIFLU. Um haustið 1945 töldu Bandaríkin sér stafa beina hættu af varnarleysi íslands. Trúman þáverandi forseti bauð landinu hervernd. Jónas Jónsson frá Hriflu lagði þá til, að Bandaríkjunum cæri boð- inn tvöfaldur samningur: Annar um hervernd. Hinn um að íslenzkar vörur hefðu frjáls an markað í Bandaríkjunum, án tolla eða annarra hindr- ana, jafn lengi og herverndin stæði, sem honum þótti hæfi- lega tiltekin 20—25 ár. Jónas vissi, að land með fábreytta framleiðslu og mikla verzlun- arþörf koðnar niður fjárhags- og menningarlega utan við tollmúra stóru landanna, og þjóðin þurfti að fá markað, án viðskiptakúgunar. Honum var fullkunnugt um, að það var þá leikur einn að tryggja á þennan hátt, bæði pólitískt og fjárhagslegt frelsi íslands. Bandaríkin þurftu að ná sam- komulagi við íslenzku þjóðina. Og það sem átti að biðja um, var engin gjöf, heldur endur- borgun á tolli og réttlátar ívilnanir við þjóð, sem Banda- ríkin höfðu gert við þýðingar- mikinn sáttmála á jafnréttis- grundvelli. í stað frjálsra við- skipta á jafnréttifegrundvelli höfum við fram að þessu beð- ið um stórfelldar gjafir og lán og fengið hvorttveggja og ekkert dugar, en það álitu for- vígismenn okkar hyggilegra en að tryggja viðskipta- og markaðsmál þjóðarinnar um ófyrirsjáanlega framtíð. TÍMABILIÐ 1947—1967. Eins og áður er getið baðst Ólafur Thors lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt hinn 4. febrúar 1947. Var þá myndað ráðuneyti Stefáns Jóhanns Stefánssonar og voru Alþýðu- flokkurinn, Framsóknarflokk- urinn og Sjálfstæðisflokkur- inn aðilar að þeirri stjórn. í lok ársins var framkvæmd eignakönnun og skipt um mynt. Átti nú að ganga hreint til verks, taka af þeim sem eítthvað áttu og skipta bróður lega á milli þeirra, sem ekki höfðu haft aðstöðu til þess að græða á stríðinu. Rottuholur þeirra sem grætt höfðu skyldu opnaðar og engum verða und- ankomu auðið. En þetta fór allt á annan veg, en ætlað var. Á árinu 1948 var tekin upp vöruskömmtun hér á landi. Tæp 3 ár voru liðin frá stríðs- lokum þegar stríðsgróðaþjóð- in var búin að eyða öllum gróða sínum og vöruhungur hófst. En Guð sleppti ekki verndarhendi sinni af sinni útvöldu þjóð og þá birtist Marshall aðstoðin. íslending- ar voru eins og vant er fljótir að taka við sér og sníkjuher- ferðirnar hófust. Frá því árið 1939 hefur ís- lenzka krónan raunverulega verið felld 5 sinnum. Fjórum sinnum með alsherjar gengis- fellingu og einu sirini með tvö felldu gengi. Af þeirri krónu sem í gildi var árið 1939, er harla lftið eftir. Eðlilegt var að gjaldmiðillinn færi úr skorðum á stríðsárunum, en síðan hafa flestir erfiðleikarn ir verið heimatilbúnir. Mistök i stjórn á efnahagslífinu er orsökin og er við alla stjórn- málaflokkana að sakast í því efni. Ríkisstjórnir okkar hafa ekki haft vald á rás viðburð- anna í efnahagsmálunum og þrátt fyrir mikla framleiðslu eykst framleiðslukostnaður- inn stöðugt og þrátt fyrir hækkandi heimsmarkaðsverð, hefur ekki veriö unnt að fram leiða vörurnar á kostnaðar- verði. Afleiðingin verður sjúkt efnahagsllf, sem endar venju- lega með gjaldþroti og skorti, ef þjóðin vill ekki horfast i augu við staðreyndir, og taka málin föstum tökum. Við stöndum nú andspænis þessu mikla vandamáli. Á ör- stuttum tíma getur hin mikla velgengni sem nú ríkir i land inu, hrunið í rúst, eins og dögg fyrir sólu, ef grundvöllur fram leiðslunnar brestur. Sómafólk.... Framhald af bls. 1. mest áberandi þar — hjá ýms- um ráðamönnum þjóðfélags- ins, þar sem einkennið „hátt til lofts og vítt til veggja“ er öfugmæli á háttalag þeirra. Margir maka krókinn, beint og óbeint sjálfum sér og sin- um til framdráttar á einn og annan veg, þótt lítið fari fyrir eða lítt sé tekið eftir af sinnu- litlum almenningi. En svo haldið sé áfram með þessa blessaða ætt, sem í „guðs friði“ situr að sumum kötlum „i Ro og Mag“, þá er það ekki bara í sambandi við barnaverndarmálin, sem þann meið ber hátt. Lítum lítillega á útvarpsstjórnarmálin. Það er nú kannske heldur leiðinlegt, þegar „sá gamli“ er að leggja upp laupana í emb- ætti sínu að vera að rif ja þetta upp, en í gömlum fræðum segir, að „þeim verði að svíða, sem undir míga“, og er ekki nefnt hvenær! Hátoppurinn á þessum mál- um er vitanlega sjálfur menntamálaráðherrann Gylfi Þ. Gíslason, í sínum mikilleik. Þá er það flottasta silkihúfan, Vilhjálmur Þ. Gíslason út- varpsstjóri. Hvað kemur svo fyrir neðan þessa herra? At- hugum það. Fyrir utan ýms bolabrögð og hlutdrægni útvarpsstjóra almennt, svo sem eigin og ann arra upplestur nýrra bóka um áramót og við önnur hátíðleg tækifæri — já, og síbyljurövl hans sjálfs í tíma og ótíma — (hvað hefir hann annars feng ið mikið fyrir það aukalega á embættisferli sínum?) — þá er fróðlegt að athuga nokkuð þátttakendur í útvarpsdag- skrám og starfsliði útvarpsins fyrr og síðar. Það skiptir litlu máli i, þessu sambandi, að margt af þessu fólki er ágætt í sínu hlutverki, því hitt er Iika til, að sumt sé þrautleið- inlegt og fráleitt, að það skuli halda velli langtímum saman, eins og t. d. Leifur Þórarins- son sem þulur, með allri virð- ingu fyrir tónskáldinu á öðr- um sviðum. En byrjum nú ann álinn: Því miður man ég ekki hve margar mágkonur útvarps- stjóri á, Árnadætur, en þær eru nokkrar og hafa oft komið við sögu í útvarpinu sem flytj endur og þýðendur. Þá eru það börnVÞG, Auður Eir og Þór, þótt lát hafi orðið á upp á síökastið. Svo kom mágur og svili: séra Gunnar Árnason og Hákon Guömundsson fyrrum hæstaréttarritari, þeir heið- ursmenn. Og svo eru það börn þeirra og tengdabörn. Börnin fyrst: Stefán og Árni Gunn- arssynir og dóttirin blessuð, hún Hólmfríður. Þau eru kunn og ágæt, ekki sízt fréttamað- urinn, sem nú er í fullum gangi. Svo er það nú hún Inga mín Huld Hákonardóttir, sem hefir svo seiðandi rödd, eins og margt þetta ágæta fólk. Þá er röðin komin aff tengdabörn um máganna. Ja, fyrst má kannske nefna þingmanninn fyrrve-rndl, tengdadóttur VIG sjálfs, Ragnheiði Helga- dóttur? En svo koma hin, og þá fyrstur sá, sem verstur er, og fyrr hefir verið nefndur: hallærisþulurinn Leifur Þórar insson, maður Ingu. Þá er það maður Hólmfríðar, dagskrár- stjórinn nýi, prýðismaður, Haraldur Ólafsson. Ég kann nú ekki að nefna fleiri svona fyrirhafnarlaust út úr erminni, enþarna er þó um hálfur annar tugur fólks af sama slekti og í tengslum. Fúslega skal viðurkennt eins og áður er vikið að, að margt af þessu fólki sé vel frambæri- legt og sumt afbragð, en ég fullyrði jafnframt, að svo sé þessu alls ekki fariff um alla. Og þá er spurningin: Hvers njóta þeir umfram aðra menn jafngóða og betri? Það er ekk- ert fráleitt að krefjast svars við því. VÞG hefir um dagana verið borið eitt og annað á brýn heldur gráleitt og gruggugt — svo sem honum hagkvæm húsaleiga fyrir geymslu fyrir útvarpið í húsi sínu, tignarleg einkaskrifstofa o. s. frv. og mér dcttur ekki í hug að halda, að sumt af því sé ekki eitthvað ýkt og jafnvel lýgi. En vill hann nú ekki, gamli maðurinn, í eitt skipti fyrir öll gera dálitla grein fyrir ættar- og tengslataumdrætti sínum í útvarpsstjóratíðinni. Mönn- um, einum og öðrum, kemur þetta nefnilega svolitið við. Ég treysti Nýjum Stormi til þess að hafa áhrif á, að svars sé að vænta. Þótt víða sé pott- ur brotinn í viðhorfi ýmissa embættismanna hér á landi, hygg ég þó, að ferill VÞG sé með því gruggugra sem þekk- ist, þótt yfirborðið sé slétt og fellt og mjúkt „í guðs friði“. En hafi hann þökk fyrir til- tölulegan myndarskap á gaml árskvöfílum. Ég myndi sakna þess, ef hann mætti þá ekki í t.ækinu sínu og mínu. Sæmilega eftirtektarsam- ur útvarpshlustandi. FÖSTUDAGUR 6. OKT. 1967. •■iiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiitiiiiliiililillli Bókamenn Örfá eintök af „NYJUM ST0RMI“ frá upnhafi eru til hjá afgreiðslunni. Takið betta strax til athupunar. ef hiff hafið hug í að halda hhffinn saman. MIIIIMIIIMIIIIIIIIIIIIIMIMimilllllllllllllMMIIIIIIintlMMM Á 7. degi — Framh. af bls. 5. á heimsmarkaðinn með full unnar vörur, heldur var að- eins hugsað um uppgripa- aflann og fá sem mest fé — tjalda til einnar nætur. Menn skulu hafa í huga, að ein íslenzk síld kostar 7 krónur danskar eða um fjörutíu og fimm krónur is- lenzkar á matborð í veit- ingahúsi í Danmörku — og það einungis vegna þess að það er Íslandssíld. Sem sagt: Lesið boðskap „Páfans“ á ný! AUMINGJA MANGI Þó þetta sé sagt í gríni og alvöru, þá verður þvi ekki neitað að Magnús Jóns son er hinn mesti sóma- maður og myndi vafalaust fara úr skyrtunni, ef hann héldi sig leysa með því ein- hvern vanda. Nú er svo komið að skattpíningin und anfarin ár er farin að segja til sín í alvöru. Skattmeist- arar og tollheimtumenn rikisins standa nú frammi fyrir þeim vanda að „taka brauðið frá börnunum.“ Síldin hefir brugðist og þar með sá möguleiki, sem flestallir sjómenn reiknuðu með. að tekjur næsta árs yrðu svipaðar eða meiri, samkvæmt þeim reikni- stokk, sem „viðreisnin“ hef ir viðhaft. Hvernig væri, að Magnús frá Mel, Jóhann Hafstein og Bjarni Ben. reyndu það svo sem til gamans ða hvolfa við tómum vösum sínum, þegar heimili þeirra vænta mjólkur. Og hvernig væri að reikna út verðmæti starfa þeirra og eins hinna 5—6 þúsund fiskimanna, sem lagt hafa af mörkum 98% gjaldeyristeknanna? Nýr Stormur treystir sér ekki til að leysa þao tíæmi. Nú er svo komið að sjó- menn verða að biðja um „náð“ til þess að heimili þeirra séu ekki beinlínis svelt! gg Verkfræðingur Við höfum verið beðnir að ráða verkfræðing til starfa á vegum Alusuisse. Ráðning síðar hjá ISAL kemur til greina. Um margvíslegar stöður er að ræða, þannig að sérhæfing til þessa skiptir litlu máli, ef áhugi á stóriðju er fyrir hendi. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist í pósthólf 244, Hafnarfirði, fyrir 15. október 1967. íslenzka Álfélagið h.f. ss' immmmgigmigi[6iiaii5MiagiBigiaiBi^«ii<ii{MiHmiHiHKigigiBi^iHii>iiHi>aHiiaai8ig

x

Nýr Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.