Nýr Stormur


Nýr Stormur - 06.10.1967, Síða 8

Nýr Stormur - 06.10.1967, Síða 8
GJ Stærsti þjófurinn Pétur og Páll voru í'rændur. Árið 1939 voru þeir taldir efn- aðir menn Þeir áttu kr. 100.000 hvor. Þeir ræddu um það sin á milli ti^ hvers þeir ættu að nota þessa peninga. Pétur sagði ég ætla að láta þjóðar- bankann ávaxta mína pen- inga. Sá banki segir: „Grædd- ur er geymdur eyrir.“ Það stendur á sparibaukum barn- anna. Ríkið ábyrgist bankann — ekki fer það að stela fé barna og gamalmenna. Páll var ekki jafn trúaður á handleiðslu ríkisins og bank- ans sem rekinn er á þess á- byrgð. Hann keypti sér 10 hús og greiddi útborgun sem var 10 þúsund í hverju húsi. Síðan þetta skeði eru liðin 38 ár. I 1 Framleiðum $ 3 hverskonar fmyndamót $ I I I íPrentmyndagerðin;; Sölvhólsgötu 12 - Sími 24510 Pétur á sina bankabók, inn- stæða hans núna er milli 3—4 hundruð þúsund. Páll á sín 10 hús skuldlaus. Húsin eru fyrir löngu búin að greiða sig sjálf með hagkvæmri leigu. Með nú verandi verðlagi eru þau lágt metin á 15 milljónir — 1,5 milljón hvert hús. Þannig hefur banka- og rík isvaldið búið að þegnum sin- um, þeir sem hafa treyst for- sjá hins opinbera um varð- veizlu fjár eru öreigar — aö kalla, en hinir sem trúa ekki á ríkisforsjónina eru auðugir á kostnað hinna mörgu smáu. Stærsti þjófurinn, sem hýr gengur laus er hin opinberu stjórnarvöld, sem svarið hafa eiða að gæta hagsmuna þegn- anna, þeir eru kosnir sem for- ráðamenn fólksins. Gengisfall peninga er aö- ferð ræningjans, til að færa þjófnaðinn í litklæði. Gengis- föllin eru þægileg aðferð til að gera þá ríku rikari og snauðu snauðari. Gengisföll eru á- stæðulaus, með sköttum og tollum er hægt að jafna metin innan lands. Hin miklu gengis föll ’60 og ’61 hækkuðu allt innkaupsverð um helming — að viðbættum óbreyttum toll- um í krónutölu. íslenzkir stjórnmálamenn þurfa mikið að læra ef þeir ætla að taka að sér forsjá þjóð ar sinnar. * Bollaleggingar ér um að Margrét krón- prinsessa Danmerkur eigi von á erfingja. Fyrir nokkru síðan birti Alþýðublaðið þá fregn að prinsessan, faðir hennar, móðir, eiginmaður og mágur hefðu farið til fæð- ingarlæknis í Kaupmannahöfn. Nú er spurn ingin: er öll fjölskyldan ófrísk? C' FÖSTUDAGUR 6. OKT. 196?. GOTT FOLK OG ALBERT ENGSTRÖM Maðurinn kemur heim kl. fimm um morguninn, full- ur eins og páfi. Hin vinsamlega ekta- kvinna: — Jæja, kæri Gustaf, hefirðu skemmt þér vel? — Þú — hik — þú hugsar nú bara um ánægjuna. SfMSVM ATTOAi i:: i :í:::! fcttoii Dimmt var í lofti og drungalegt, og hik- aði ungfrúin við að fara upp í flugvélina. Flugmaðurinn, sem þama var viðstaddur, hughreysti hana, en það dugði ekki heldur. Þá varð Sigurði að orði: „Gengur yður alltaf svona illa að1 fá kvenfólk upp í loft?“ Maður nokkur spurði kunningja sinn, sem hafði verið kvæntur í— nokkur ár, hvort hann væri sæmilega ánægður í hjóna- bandinu. „Ojá, já,“ svaraði maðurinn. „Konan er að vísu hálfléleg eiginkona, en það er líka hennar einasti galli.“ Fátækur bóndi fékk tvo heypoka hjá nágranna sínum, efnuðum bónda, sem þótti fégjarn. „Ég ætla nú að gefa þér annan pokann,“ sagði bóndi, er hann afhenti pokana. „Ég þakka þér fyrir það,“ svaraði sá, er fékk heyið, „en verður hinn pokinn þá ekki voðalega dýr?“ Jón Jónsson var vel fjáður, stórbrotinn í lund og tryggðatröll. Hann var auk þess drykkjumaður mikill og rosamenni við vín. Jón trúlofaðist ungur konu, sem Hálla hét, og höfðu þau undirbúið giftinguna vel og vandlega, en þá urðu þau ósátt og ekk- ert varð úr hjónabandinu — en þó bjuggu þau saman alla ævi og áttu eina dóttur barna. — Samkomulag þeirra var og hið stirðasta. Jón dó á undan Höllu. Þegar Jón var lagstur banaleguna og var allmikið veikur, kom Halla að rúminu til hans og ætlar að fara að láta vel að hon- um. Jón snýr sér þá til veggjar og segir: „Of seint, Halla — alltof seint.“ Sigurður var suður á flugvelli með dótt- ur sína, og skyldi hún stíga þar upp í flugvél. Bjarni var óvenjulega kappsamur við vinnu. Ætti hann kost á því, þá vann hann nótt með degi. Einu sinni komst hann í vinnu við upp- skipun á salti og hafði unnið á þriðja sól- arhring samfleytt án þess að sofna, en þá datt hann út af á saltbingnum og sofnaði um stund. Bráðlega rís þó Bjarni upp úr saltbingn- um, nuddar stýrurnar úr augunum og seg- ir: „Hver á allt þetta salt? Skyldi ekki vera hægt að fá vinnu hérna?“ v Bóndi nokkur lýsti túni nágranna síns svo: „Túnið er svo þýft, að þar fótbrotnaði einu sinni köttur.“ Margt er skrítib í .... f Nú er margt skrýtið í kýrhausnum og m. a. það aSS aðilar munu koma til greina sem útvarpsstjórar og a»lr Alþýðuflokksmenn. Þeir eru Benedikt Gtsöndad, Gteð- mundur Jónsson og Gunnar Vagnsson.

x

Nýr Stormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.