Nýr Stormur


Nýr Stormur - 15.12.1967, Page 5

Nýr Stormur - 15.12.1967, Page 5
R&SæUDAGUR 15. DES. 1967. 0 yýp iTORMUR Útgefandl: Samtök óháðra borgara. RíteÉ$ióKar: Gurmar Hall sími 15104 og Páll Pinnbogason, ábm s Ritstj. og afgr. Laugav. 30 - Simi 11658. Augiýsinga- og áskriftarsími 24510. Vikublað - Útgáfudagur: föstudagur. Lausasöluverð kr. 10.00. Áskriftarverð kr. 450.00. Prentsmiðjan Edda h.f. HtmiimHtMmumiiMiiiMiiHMiMHiuNMiiiniiiimMiimiUHinniiiitNiniititiuiitiMiiiiiM Köld hitaveita Að því h'Iaut að koma, að borgaryfirvöWin viðurkenndu heítavatnsskortinn. Nokkuð þarfti þó til, kulda og kröm nokkra vetur í röð í gömln hverfunum, svo ráðamenn hitaveiturmar viðurkenndu sitt úrræðaleysi og vanefndir. Meðal armars þá glópsku, að rniða hámarksálag við sex gráðu frost. Hvað mundi verða ef ámóta kulda gerði og vetur- inn 1918, þegar frostið var um og yfir 20 stig dögum og vik- um saman; og víkur allar og voga lagði út til eyja? Hvaðan koma mennimir? Hafa þeir enga hugmynd um vetrarfar, . enga reynslu af ísl. veðurfari? , Spyr.sá,sem ekjú veit...... Vafalaust hefur borgarstjóri áhuga á því, að allir búi við sæmilegan hita í húsum sín- um og eins á vinnustöðum og verður því ekki sakfelldur nema fyrir það helzt, að vera um of talhlýðinn og afskipta- lítill gagnvart þeim mönnum, er sjá. um og ákveða meirihátt „Máríá mild . . . FramhaH af bls. 1. á markaðinn eftlr áramót, með nýju „lágu“ tollunum. „Sannleikurinn mun gera yðtrr frjálsa“ og Páll postuli sagði líka annað: „Hvað er sannleikur?" Hvemig væri að kristnir verzlunarmenn og kristnir ■ rfkisstjórnarmenn notuðu stórhátíðina sem í vændum er og Páll postuii átti svo ríkan þátt í að skapa, tii að j hugleiða þessar tvær spak- legu setningar postulans mikla. Kannske við fengjum að heyra niðurstöðurnar í byrj un nýs árs — viðreisnarárs, sem snýr nú aftur til for- tfðarinnar. Til „Framsókn- arúrræðanna — vinstri- stjórnarævintýrisins“. Ætlj það verði þá ekki einhver til að taka sér í munn orð postulans: „Hvað ^er sannleikur?“ ar framkvæmdir hitaveiturm- ar. Ákveða t. d. að taka inn á hítaveitukerfið ný og ný íbúð- arhverfí, og valda við það of mikhx álagi, miðað við borhol- ur og vatnsmagn þeirra, svo allir koma til með að búa við takmarkað heitt vatn til upp- hítunar og annara heimilis- nota. Nýjar dælur geta lítið bætt um, þó í það sé látið skína, því hver borhola fyrir sig skilar ákveðnu vatnsmagni með ákveðnu hitastigi á á- kveðnum tíma. Borgarstjóri sagði nýlega, að í bæjarhverfum húskuld- ans byggju aðeins 5 af hundr- aði bæjarbúa. Sé þetta rétt, og ■skaj, það.;ekki rerigt^h^tuí; borgarstjóri að eiga við íbúð- arhverfin, heimilin, þar sem menn nærast og sofa. En hvað um alla þá er stunda vinnu á hinum köldu svæðum hita- veitunnar, í miðborginni og næsta nágpenni? Á þessum svæðum varð að aflýsa kennslu í skólum vegna kuld- ans og nemendum vísað heim, svo að eitt sé nefnt. Líklegt er að hrollur hafi verið í fleirum en nemendum og kennurum, þá kaldast var. Hitaveitugjöldin hafa verið hækkuð um 18% og eins og venjulega sú skýring látin fylgja, að hækkunin sé nauð- synleg vegna nýrra fram- kvæmda hitaveitunnar, þ. e. frekari útþenslu fyrirtækisins svo blessun heita vatnsins nái til sem flestra. Enginn mælir gegn þessari félagshyggju. Þó mun viturlegt að hafa hér hóf á og fulla gætni, og aldrei má spenna bogann svo í notkun hitans, að fram úr farf afköst um hitagjafans. En á því leik- ur nokkur grunur og eins þvi, að ekki fari allar hækkanir hitaveitugjalda til verklegra framkvæmda hjá hitaveit- unni, heldur muni stór hluti hinna árlegu hækkana fara til greiðslu vaxta og afborgana, eða alls um 50 millj. kr. á ári að því er borgarstjóri upplýsti nýverið. Eru það nýjar fréttir og merkar. I I P I , .HUGSJONALAUST OG NEIKVÆTT NÖLDUR“ Orðið hugsjón er fagurt orð og á sér djúpar rætur í sögu mannkynsins. Pæstir hugsjónamenn hafa náð miklum árangri í lifanda llfi, þótt mikilsháttar und- antekningar séu fyrir hendi. Hugsjónir þeirra hafa oft ast verið kæfðar af þeim, sem þær hafa beinst gegn, en þeir hafa oftast verið hin ráðandi öfl — bæði ver- aldleg og andleg. íslendingar hafa átt nokkra hugsjónamenn, þótt þeim fari fækkandi og lítið fari fyrir þeim nú orð- ið. Hugsjónir íslenzku þjóð- arinnar nú orðið eru flestar miðaðar við munn og maga og orð eins og frelsi og sjálf stæði eru aðeins í tízku í gleðskap fyrirmanna yfir glasi p.f víni, þegar enginn ^elfcUF-annaiuaLvaricga—. Ekki mun þó örgrannt að einhverjir stjórnmála- manna okkar kunni að búa yfir pinhverri hugsjón, þótt þeir! fari vel með. Að minnsta kosti virðast sum- ir þeirra kunna skil á þvi orði, eða svo er að sjá á Reykjavikurbréfi síðastlið- inn sunnudag. Þar birtast „hugsanir“ Bjarna formanns að jafn- aði vikulega og flokksmenn hans drekka í.sig hvert orð, likt og á „Torgi hins himn- eska friðar“. Hér eins og þar, eiga efasemdir ekki heima, enda eiga flokks- menn Bjarna, sem slikt kynnu að voga, ekknupp á pallborðið, fremur en hjá Mao formanni, hinum kín- verska. Vafalaust hafa frelsishug sjónir hinnar finnsku þjóð- ar, sem vill búa ein og óháð í sínu þúsund vatna landi, borið á góma í reisu for- mannsins. Hann hefir vafa laust í því sambandi rifjað upp orð leiðtoga síns, Ólafs Thors, á sínum tima, sem yljuðu hinu unga hjarta hans um rætur, er Ólafur synjaði erlendu herveidi um þumlung lands, um ald- ur og ævi. í þeim eldi hafa „hugsan ir“ þeSsa mikla manns mót ast og herzt svo, að nú fyll- ist hann vandlætingu yfir „hugsjónalausu nöldri“ Sigurðar A. Magnússonar og annara stúdenta, sem misst hafa „vöku“ sína. Sigurður A. Magnússon starfaði eitt sinn við Morg- .uhblaðiöv Hugsanir. Bjarna formanns voru og eru hug- sjónir þess blaðs. Sigurður drýgði þá höfuðsynd, að neita að verða einn af „varðliðum“ formannsins og hlaut því að vikja. Nú hlýtur hann þá refs- ingu, að vera kallaður „þröngsýnn úrtölumaður“ af þessum höfuðsmið ís- lenzkra „hugsjóna" á miðri tuttugustu öld. „Úrtölunöldur“ Sigurðar „túlkaði ekki hug íslenzku þjóðarinnar, og var ekki mælt úr hennar hjarta“. Þessi hjartfólgni ást- mögur íslenzku þjóðarinn- ar þekkir auðvitað þau heimkynni betur en nokkur annar og verða því orð hans og „hugsanir“ ekki vé- fengd, fremur en fyrri dag- inn. Aumingja Sigurður situr nú eftir með sárt ennið. Hann talaði um ísienzku þjóðina og til hennar, en gleymdi því, að hjarta henn ar tilheyrði öðrum — hún er frátekin fyrii- Bjarna formann og „hugsanir“ hans eru hennar boðorð. ÞEGAR FINNAR KUSU SÉR KÓNG í Morgunblaðinu 10. des. er sagt frá grein er Fager- holm fyrrverandi forsætis- ráðherra Pinna ritaði í tímarit Norræna ríkisins í i Danmörku og segir frá því að við lok borgarastyrjald- arinnar á Finnlandi og stofnun hins nýja ríkis, hafi sigurvegararnir úr styrjöldinni, hvítliðarnir, ætlað sér að fylgia hinni norrænu stefnu, og því til fulltingis kosið sér þýzkan prins fyrir kóng. Sá þýzki þorði þó ekki á vettvang og finnskir sósíal- demókratar, sem komu sterkir út úr þingkosning- unum, munu hafa ráðið því að landið varð lýðveldi — eitt Norðurlandanna. Um það gat þjóðin sam- einast og friður var saminn við Rússa. Æðsti maður íslenzku þjóðarinnar f raun, bírtir þessa frásögn og verða menn að leiða getum að því hvað fyrir honum vakir. Framhald á bls. 6. Skófatnaður á alla fjölskylduna MJÖG GLÆSILEGT ÚRVAL Rúmgóð verzlunri nýju húsnæði Kvenskór. Barnaskór. Herraskór. Skóverzlun PÉTURS ANDRÉSSONAR Laugavegi 96. (Við hliðina á Stjörnubíó). Laugavegi 17 - Framnesvegi 2 GERIÐ SVO VEL OG LÍTIÐ INN. r % i

x

Nýr Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.