Nýr Stormur - 15.12.1967, Page 7
FÖSTUDAGUR 15. DES. 1967.
'llORNUR
„EF ÆSKANN VILL... “
Blaðinu hefur borizt jólablað
Æskunnar og gefur það tilefni
til nokkurra hugleiðinga um
þessa starfsemi Stórustúku ís-
lands. Menn eru ekki á einu
máli um árangur af starfi Stór-
stúkunnar í bindindismálum
hin síðari ár. Það fer þó ekki
á milli mála um göfgi hugsjón-
ar þeirrar, sem þessi alþjóða-
félagsskapur byggir á.
í hinni félagslegu upplausn
síðustu áratuga hefur starf
stúknanna verið erfiðara og
ekki eins afgerandi og áður var.
Stúkurnar voru áður fyrr snar
þáttur i félagslifi landsmanna,
en hafa horfið æ meir í skugg-
ann í umróti eftirstríðsáranna
síðari.
Aðrir aðilar hafa og komið
til liðs við málefnið með allgóð
um árangri og skilningur
manna á því, að ofdrykkja er
sjúkdómur, sem venjulega lækn
ast ekki án verulegrar læknis-
hjálpar, hefur vaxið, þótt
nokkrar undantekningar séu á,
að sterkur vilji ög félagsleg
hjálp hafi nægt og komið að
fullum notum.
Æliulýðsstarf Stórstúkunnar
er hinsvégar ómetanlegt og for-
ráðamenn hennar verða að
skilja, að á þeim vettvangi er
mesta árangurs að vænta. 1. O.
G. T. hefur misst hin sterku
tök, er reglan hafði áður fyrr í
félagslífi hinna fullorðnu, eins
og áður er sagt.
En verkefnin eru vaxandi og
þeim mun mikilsverðari meðal
æskunnar og starf ungtemplara
er ekki metið að verðleikum —
ekki af þessari rótlausu þjóð.
Einn hluti af þessu starfi er
utgáfa barnablaðsins Æskan,
sem hvert mannsbarn þekkir
frá æskuárum sínum, því að
það hefur nú komið út í 68 ár.
„Æskan“ hefur ávallt átt
miklum vinsældum að fagna
meðal barna og ungmenna og
verið útbreitt blað á íslenzka
vísu.
Menn hafa að vonum alið á-
hyggjur af æskulýðnum í dag
og vissulega er sá heimur, sem
hinir fullorðnu fá honum í
hendur, ekki til að státa af að
mörgu leyti. Efnishyggjan er
allsráðandi bæði í lífi einstakl-
inganna og í félagsmálum.
Menn hefðu því gjarnan get-
að búist við því, að blað eins
og „Æskan“ ætti ekki vaxandi
vinsældum að fagna, en það er
öðru nær. Á örfáum árum hef-
ur áskrifendatala „Æskunnar"
fjölgað úr 6 þús. i 15.000 og er
„Æskan" þar með orðin út-
breiddasta timarit landsins.
Þennan frábæra árangur ber
að sjálfsögðu að þakka ritstjóra
„Æskunnar", Grimi Engilberts.
sem hefur tekizt að vinna hug
og hjarta hinna ungu lesenda
og framtiðar islenzku þjóðar-
innar.
Það fer ekki framhjá þeim,
er fletta „Æskunni", að þar fer
saman frábær smekkvfsi í efn-
isvali og furðpleg fjölbrevtni,
svo að fullorðið fólk stendur
sjálft sig að því að vera komið
á kaf í lestur þessa frábæra
blaðs. Sá, er þessar línur ritar,
trúði ekki ummælum margra,
er þetta, höfðu fullyrt, fyrr en
hann sjálfur reyndi.
Það er góður vitnisburður
um efniviðinn í næstu kvnslóð
fullorðinna á fslandi, að hann
skuli kunna svo vel að meta
þetta mjög svo fróðlega og
skemmtilega efni.
Það er líka full ástæða til að
þakka Stórstúkunni fyrir þetta
mikilsverða og vel unna fram-
lag til æskulýðsstarfs í landinu.
Það er full ástæða til að skora
á foreldra, sem ekki hafa „Æsk-
una“ á heimili sínu, að bæta úr
því hið bráðasta. Þetta vand-
aða blað er hollari skemmtun
börnum þeirra en byssuleikir í
sjónvarpinu, og þeir sjálfir
myndu síður en svo bíða skaða
af að hverfa á vit '„Æskunnar“
smástund við og við.
BÍLA-
VIÐGERÐIR
Réttingar
Boddýviðgerðir
Almenn
Viðgerðarþjónusta
Pantiff tíma í síma 37260
Bifreiðaverkstæði
VAGNS GUNNARSSONAR
Síðumúla 13
"=g»J
Lager föt, vönduð
Sérsniðin föt.
Öll snið
Ultíma
Kjörgarði.
I l l l l |
MM
nnr ínnnn
HJl JS. jllHU
JÓLIN OG LJÖSIÐ
Kertaljósin eru frjgur, en þau
geta einnig verið hœttuleg. —
Foreldrar, leiðbeinið börnum yð-
ar um meðferð á óbirgðu Ijósi.
Um leið og vér beinum þessum
tilmœlum til yðar, óskum vér yð-
ur öllum GLEÐILEGRA JÓLA
BRUNABÓTAFÉLAG fSLANDS
LAUGAVEGI 103, SÍMI 24425
V