Nýr Stormur - 10.01.1969, Blaðsíða 1

Nýr Stormur - 10.01.1969, Blaðsíða 1
I FÖSTUDAGUR 10. JAN. 1969. þorjr _ þ^ aðrir þegja Hvað SfMNUR mikinn gjaldeyri V. árg. Reykjavík 2. tbl. eiga íslenzkir aöilar í eriendum bönkum? BLÓÐUG SKÖMM! Seðlabankinn greiðir erlendum bönkum 60% ársvexti. Engin takmörk fyrir undirlægjuhætti! Forráðamenn íslenzkra gjaldeyrismála hafa gert sig seka um vítaverðan aumingjaskap, sem kostað hefir þjóðina of- fjár. Öhemju fjárhæðir hafa verið fluttar úr landi í íslenzkum seðium og seldir með afföllum, sem runnið hafa f vasa erlendra banka. Seðlabankinn hefir innleyst þetta fé á réttu gengi og þar með ausið út gjaldeyri þjóðarinnar sem þóknun, sem er óþekkt fyrirbrigði í venjulegum gjaldeyrisviðskiptum. (þessari grein er þetta mál rakið og ættu menn að taka vel eftir! ' Allir, sem ferðast hafa til út- landa á undanförnum árum og skipt hafa íslenzkum peningum yfir í erlenda, bæði löglega og ólöglega, vita að slíkt hefir ver- ið ógjörningur í flestum tilvik- um, nema um veruleg afföll væri að ræða. Þessi afföll hafa ekki fafið Þeir, sem muna atvinnuleysis. tímana fyrir stríð, þegar atvinnu leysið var landlægt árum sam- an og litlar vonir stóðu til þess, að því yrði útrýmt, eru áhyggju- fyllri en hinir, sem hugga sig við þá von, að hér sé aðeins um stundarfyrirbrigði að ræða. Vissulega vona allir, að svo muni verða að þessu sinni. Árið 1950—1951 var hér einnig nokk uð atvinnuleysi ,sem úr rættist, einkum fyrir tilstilli hersins á Keflavíkurflugvelli, en nú eru engar framkvæmdir fyrirhugað- ar á vegum hans. Sannleikurinn er sá, að íslend ingar mega alveg eins búast við því, að meira og minna atvinnu- levsi verði hlutskipti þeirra í náinni framtíð og ekki er að eftir neinum föstum reglum, nema lielzt í Danmörku, en þar hafa íslenzkir peningar verið lengst af keyptir með 10% af- föllum og nú síðustu tvö árin með 15% afföllum. Aðeins einn banki, HAMBROS bank í Englandi keypti íslenzka peninga um tíma á réttú gengi, sjá neina raunhæfa tilburði stjómarvalda til þess að bægja því frá. Það er algjörlega óvíst, hvaða afleiðingar gengislækkunin hefir til bóta í atvinnulífinu. Áreið- anlega var^ gengislækkunin ó- hjákvæmileg því að gengið var raunvemlega löngu fallið. En það er hinsvegar stað- revnd, að atvinnuvegimir em í slíkum rústum, sökum skulda og undanfarinna erfiðleika, að allsendis óvíst er um, h'Æ>rt þeir geta hafið starfsemi sína af full- um krafti á nýjan leik. Það er staðreynd, að stór hluti hins nýja og fullkomna skipa- stóls fiskiskipa er óhæfur til ánnarra veiða en síldveiða og nú er enyfn síld. Bolfiskveiðam en því mun hafa verið látið brátt lokið, er bankinn sá hverj- ir fáráðlingar fslendingar vom er þeir létu bjóða s«r slíka smán. Engin þjóð í heiminum, með skráð gengi, hefir liingað til lát- ið bjóða sér slíkt. Eftir langvar- andi tímabil, er gjaldeyrisástand þjóðarinnar var slíkt, að hún mátti engan pening missa og leysti ekki út íslenzkar krónur, seldar erlendis, komu ofurhug- ar á vettvang og gáfu út tilkynn ingar um, að þeir innleystu hverja krónu, er ræki á fjörur erlendra banka. AUÐVELD FÉFLETTING í vantrú á þessar íullyrðrngar ar vom annars flokks atvinnu- vegur á síldartímunum og við þeim vildi helzt enginn Iíta. Þetta kemur nú landsmönnum í koll, ásamt ótal mörgu öðm. „NIÐURLÆGJANDr Það heyrast nú raddir í dag- blöðum stjómmálaflokkanna, að ekki komi til mála að fá „nið- urlægjandi efnahagsaðstoð". Heyr á endemi! Það em þá helzt þessir menn, sem hafa ráð á að tala um eitthvað „niður- lægjandi". Hafa þeir sjálfir ekki átt þátt í því, bæði fyrr og nú, að þjóðin er svona á vegi stödd, sem hún er í dag? Það er ekki nema áratugur síðan framsóknarmenn og komm únistar vom í stjóm. Vom komm únistar, eða hvað þeir nú kalla sig, ekki í stjóm eftir styrjöldina og voru framsóknarmenn ekki í stjórn í átta ár eftir það? Halda þessir menn, að þjóðin muni ekki og viti ekki hvemig stjómað var á þessum árum? Halda þessir menn, að fólk sé búið að gleyma Marshallhjálp, hernaðarframkvæmdum og að allt ætlaði um koll að keyra, Framh. á bls. 2. munu hinir erlendu bankar hafa viljað hafa vaðið fyrir neðan sig, og taka áhættuþóknun nokkra, ef svo kynni að fara, að íslend- ingar gætu ekki staðið við þess- ar skuldbindingar. Þegar svo í Ijós kom, að Seðla bankinn islenzki innleysti refja- laust íslenzkar krónur, án þess að mögla yfir þessum afföllum, sáu hinir erlendu fjármálamenn sér leik á borði, að féfletta land- ann. Og yfirmenn peningamál- anna hér heima, dönsuðu villt- an Indíánadans af fögnuði yfir „trausti" því, sem krónan nyti erlendis og hrópuðu yfír þjóð- ina: „Þarna sjáið þið. Við njót- um fullkomins trausts érlendis. Þeir vilja óðir kaupa krónuna okkarF Og hinir erlendu bankameim hlógu — skellihlógu yfír fíflun- um þarna út á eyðiskeri — sem allt í einu héldu að þeir væru menn með mönnum. Og það var tekið á móti ís'lenzkum „kollegum" með bugti og beyg ingum og þeir ætluðu að rifna monti ,en þeir útlenzku stungu hagnaðinum í vasann — og hlógu. GÁFU SKÝRINGU Nú mun svo til hafa borið, að einhverjir hafi viljað fá skýr- ingu á því, hversu það mætti vera, að erlendir bankar greiddu ekki fullt verð, að frádreginni venjulegri þóknun fyrir gjald- eyrisskipti, svo sem tíðkast um öll önnur slík viðskipti. Ekki er blaðinu kunnugt um, hvort bankar utan Danmerkur hafa verið beðnir um skýringu eða gefið skýringu á þessum annarlegu viðskiptum. En „Dan ir eru drengir góðir“ og kunna vel að meta viðskiptin við ís- land, að fomu og nýju. Skýringin var sú, að danskir bankar færa með íslenzku krón- una til Landmandsbanken og þar færu gjaldeyrisskiptin fram á ÞRIGGJA MÁNAÐA fresti. AfföIIin eða „þóknunin" væri því fyrir þessa þriggja mánaða geymslu, eða, eins og nú er á- statt; SEXTÍU PRÓSENT ÁRS- VEXTIR (15% afföll í þrjá mán- uði, eða nákvæmlega það sama, sem eðalbomir og krossaðir okr- Framhald á bls. 2. Atvinnuleysi og „niðurlæging” Á gorgeir íslenzkra stjórnmálamanna að koma í veg fyrir að íslendingar fái efnahagsaðstoð til að koma atvinnulífinu á réttan kjöl. — Ætla mennirnir, sem þegið hafa matgjafir af offramleiðslu Bandaríkjanna að setja sig á háan hest og tala um „niðurlægingu"? — Er nokkur niðurlæging meiri tii, en það atvirinuleysi, sem nú geysar eftir öll góðærin? — Og hvernig væri ástatt nú, ef verkalýðshreyfingin hefði ekki komið upp atvinnuleysistryggingarsjóðnum árið 1955? — Bera stjórnmálaforingjarnir þá tækni og þann búnað, sem þjóðina vantar, í vasanum? Fjárflóttinn til útlanda tilræöi við sjálfstæði þjóðarinnar. Sjá bls. 8 HÓLA- BISKUP Sjá bls. 4 Eitt lítiö kjaftshögg Til að gefa ofurlitla hug- mynd um stjómvizku ís- lenzkra stjómmálamanna síð ustu þrjá áratugina, er birt hér auglýsing, sem kom í Mbl. 5. sept. 1940. Hús til sölu 5. sept. 1940. Steinhús 3 íbúðir kr. 53.000 útb. kr. 13.000 Steinhús 5 íbúðir kr. 56.000 útb. kr. 18.000 Steinhús 3 íbúðir kr. 32..000 útb. kr. 7.000 Steinhús 3 íbúðir kr. 62.000 útb. kr. 12.000 Hálft steinhús 2 íbúðir kr. 18.000 útb. kr. 4.000 Timburhús 3 íbúðir kr. 33.000 útb. kr. 4.000 Steinhús 5 íbúðir kr. 42.000 útb. kr. 8.000 Timburhús 4 íbúðir kr. 28.000 útb. kr. 5.000 Nýtízku steinhús kr. 60.000 útb. 3 íbúðir kr. 28.000 Þessi auglýsing þarf ekki skýringa við. Það þarf hefchjr ekki að segja lesendum hvað slík hús kosta nú, eða um út- borganir eða lántikjjðr.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.