Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.01.1950, Blaðsíða 3

Framsóknarblaðið - 20.01.1950, Blaðsíða 3
3 Hallgrímur Júiíusson undirritar gestabók Fleetwood-borgar FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Sr. Halldór E. Jónsson hafði dvalið hér í Eyjum frá )dví snemma í haust. Hann var stundakennari við Gagn- fræðaskólann hér og stund- aði þar að auki kennslu, þar sem hann bjó, einkum ensku. Hann var giftur enskri konu, Jenny Johnson, og átti hann eina fósturdóttur. Sr. Halldór Jónsson lauk gagnfræðaprófi við Akureyr- arskóla árið 1907. Hélt hann síðan áfram námi í Banda- ríkjum Norður-Ameríku eft- ir því sem aðstæður leyfðu, og lauk þar guðfræðiprófi ár- ið 1917. Eftir það var hann prestur í Kanada um ára- tugi. Hann þráði einlæglega ættland sitt og kom heim á s. 1. sumri. Vildi dvelja hér um eins árs skeið og nota þann tíma til þess m. a. að treysta bróðurböndin milli íslendinga vestanhafs og aust an. Erindi hans í útvarpið miðuðu að því. Það var göf- ug hugsjón. —o— Þjóðin í heild er harmi lostin. Vissulega er sárastur harmur kveðinn að ástvinum og öðrum vandamönnum hinna látnu, en þó er slíkur sorgaratburður ekkert einka- mál. Fjarri fer því. Öll þjóð- in finnur til. Öll þjóðin syrg- ir fallna drengi, horfnar hetj- ur, sem skipuðu glæsilegt rúm í íslenzkri sjómannastétt. Við söknum einnig far- kostsins, tregum hið veglega skip, sem var stolt Eyjaflot- ans og vakti hvarvetna at- hygli hérlendis, þar sem það kom, því að það var um skeið stærsta skip, sem smíð- að hafði verið hér á landi. Með byggingu vélskipsins Helga höfðu iðnaðarmenn Eyjanna getið sér varanlegan orðstír, sannað öllum lands- lýð tæknilega getu sína. Skipasmíðameistarinn, Gunn- ar M. Jónsson, var opinber- lega heiðraður fyrir afrek sitt. Þá bar smíði skipsins ekki síður eigandanum vitni um óvenjulegan stórhug, djarfhug og framsýni. Á stríðsárunum hafði þetta mæta skip undir stjórn þeirra ágætis dugnaðarmanna, sem þar höfðu skipsstjórn á hendi fyrr og síðar, fært þessu hér- aði mikla björg. Bretar töldu einnig starf- rækslu v. s. Helga eftirtekt- arverða og mikilvæga á stríðs árunum. Þeir töldu skipið sér áberandi bjargargjafa. Enda naut hinn látni skip- stjóri, Hallgrímur Júlíusson, svo mikils trausts og virðing- ar með Bretum, að borgar- stjórinn í Fleetwood veitti honum eitt sinn sérstakar heiðursmóttökur til þess að þakka honum og skipshöfn hans þá atorku, það þrek og hugrekki, sem þeir höfðu sýnt og sannað í millilanda- siglingum á stríðsárunum, og þannig átt sinn þátt í því að varna hungurvofunni að bæj- ardyrum brezkra þegna hörm ungarár stríðsins. Þegar Bretar sýndu Hall- grími skipstjóra og skipshöfn hans hina opinberu viður- kenningu (1945), hafði m. s. Helgi farið 120 ferðir yfir hafið milli Bretlands og ís- lands og siglt um 150.000 mílur til þess að færa Bret- um björg í bú. Andvirðisins nutum við Eyverjar og allir íslendingar. Alls mun skipið hafa siglt nær 200 ferðir milli þessara- landa nú um síðustu áramót. Hin opinbera brezka við- urkenning á afreki skipstjór- ans á v. s. Helga og skips- höfn lians var og er heiður til handa öllum okkar sjó- mönnum, ef rétt er á litið. Sæmd einnar stéttar er þjóð- arheildinni sæmd. Viður- kenning íslenzkra sjómanna í erlendum höfnum er hylling íslenzka fánans, því að und- ir merki þjóðarinnar eru af- rek íslenzkra sjómanna unn- in. Hinn skipstjórinn, sem með skipinu fórst, Arnþór Jóhannsson, var á leið hing- að til þess að halda hér áfram störfum í þágu þessa byggðarlags. Hann átti að baki sér merkilegan skip- stjóraferil. Hann var afla- maður með afbrigðum. Ekki aðeins þetta byggðarlag, heldur öll þjóðin naut í rík- um mæli þessa eiginleika hans. Hann naut mikillar virðingar meðal skipverja sinna. Sjómönnum þótti jafn- an heiður að því að hafa ver- ið í skiprúmi með honum. Hinir látnu skipstjórar voru nýtir lærifeður ungra sjómanna. Skip undir þeirra stjórn voru skólaskip ungum mönnum til sjómennsku og sjósóknar. „Hvert eitt fljótandi skip ber þó farmannsins svip. Hann er ferjunnar andi og hafskipsins sál“. Starf þeirra ágætu sjó- manna, sem við eigum hér á bak að sjá, staðfestir sann- leika þessara ljóðlína: Ungir sjómenn uxu að kjarki og manndómi í samstarfi við jiá þrjá skipstjórnarmenn, sem hér týndu lífi sínu, þá Hallgrím, Arnþór og Gísla Jónasson, stýrimann. Jón B. Valdimarsson var frábær í starfi sínu. Hann hafði af eigin ramleik brotizt áfrarn til vélstjóranáms og aflað sér fyllstu vélstjórarétt- inda. Jón mun hafa siglt milli landa svo til öll stríðs- árin og lengst á v. s. Helga. Hann naut verðugs trausts húsbænda sinna og skipstjórn armanna og var sérstakur hirðumaður um meðferð véla. Aldrei varð v. s. Helgi fyrir töfum vegna vélbilana og ber það glöggvast vitni um hæfni vélgæzlumannanna. Skipshöfn v. s. Helga var annars öll valið lið að dugn- aði. Vélstjórarnir.....viður- kenndir . ágætismenn á sínu sviði eins og að ofan er að vikið og þrír hinir yngstu dugnaðardrengir, sem skip- uðu vel sitt rúm. Skipshöfnin sem starfaði lengst með Hallgrími Júlíussyni ó vélskipinu Helga. Fremri röð fró vinsfri: Jón Valdemarsson vélsfjóri, Sveinn Matthíasson, matsveinn, Magnús Jónsson, vélstjóri, Gunn- ar Eiríksson, hóseti. Aftari röð: Hjólmar Jónsson, stýri- maður, Ólafur Sigurðsson, stýrimaður, Hallgrímur Júlíus- son, skipstjóri og Jósef Markússon, hóseti. Borgorstjórinn í Fleetwood heiðrar Hallgrím Júlíusson.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.