Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.01.1950, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 20.01.1950, Blaðsíða 1
RAMiOKNARBlAOIO Útgefandi: Framsóknarflokkurinn í Yest-mannaeyjum 13. árgangur. Vestm.eyjum, 20. jan. 1950. 1. tölublað. V.S. HELGIFERST Á FAXASKERI 7. janúar 1950 ,Eg vinum mínum einnar auðnu beiði: góðs eftirmælis! Nem það gleðifeginn. Að kyndlar brynnu á gæfumannagröfum, sem góðvirkt unnu, trúað satt vió höfum. . . .' St. G. St. Vélskipið Helgi, V. E. 333. Á skammri stundu skipast veður í lofri, segir gamall móls- háttur, og skammt er milli lífs og dauða. Nýlibið ár hafði á ýmsa lund verið okkur íslendingum happa- drjúgt, gæfudísin verið okkur hliðholl. Sjóslys urðu t. d. færri á því óri en dæmi eru til í seinni tíma sögu þjóðarinnar. Það er veigamikið atriði hjá okkur íslendingum. Um áramótin hafði því margt íslenzkt heimili við sjóinn alvog sérstaka ástæðu til að gleðjast og þakka. Höpp og hamingja liðna ársins skopaði mörgum nýjar vonir, nýjan dug, nýja sóknarþrá. Þegar eftir áramótin hófst hér í Eyjum og víðsvegar um landið margháttaður undirbúningur nýrrar vertíðar. Ný sókn skyldi hafin með hækkandi sól til bjargræðis úr greipum Ægis. Hallgrímur Júlíusson, skipstjóri, Vest- mannaeyjum, f. 3. júní 1906, kvæntur, átti tvö börn og þrjú stjúpbörn. Þá dró allt í einu sorta fyrir sólu. Laugardagurinn 7. jan. mun lengi verða okkur Vcstmanno- eyingum minnisstæður. Harmur og sorg lagðist yfir þetta hérað og landið allt; vélskipið Helgi fórst við Faxasker eða svo að segja við bæjardyrnar okkar. Átta úrvals sjómenn hurfu í hafið auk tveggja annarra nýtra drengja.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.