Morgunblaðið - 18.06.2010, Page 2

Morgunblaðið - 18.06.2010, Page 2
ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 42 04 0 04 .2 00 8 2 | MORGUNBLAÐIÐ 18.06.2010 Morgunblaðið/Ómar Fjölskyldugarðurinn Lena Margrét Pálsdóttir, Rúnar Bjarki Elvarsson og Birgitta Rós grilla pylsur í Laugardalnum. Sóldís Emma Ottesen bíður líka eftir matnum. Vinsælasta pylsugrillið er í Laugardalnum Vinsælasta pylsugrill landsins er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Þ etta er mest notaða og vinsælasta grill landsins,“ segir Tómas Ó. Guðjónsson, forstöðumaður garðsins, um pyl- sugrillið á svæðinu. Húdýragarðurinn var opnaður 1990 og fjölskyldugarðurinn með grillinu þremur árum síðar. Tómas segir að grillið hafi verið vinsælt frá byrjun og notkun þess aukist frá ári til árs. Hann bendir á að um 1.000 manns komi í garðinn að meðaltali á dag og í maí sl. hafi verið um 43.000 gest- ir. Mikið sé um heimsóknir hópa eins og skólahópa og starfs- mannahópa og þeir noti grillið mikið. Grillið samanstendur af átta rafmagnsgrillum undir þaki og eru þau fyrst og fremst heppileg til þess að grilla pylsur. Tómas segir að hugmyndin með öllu í garðinum sé að sjá, læra, vera og gera og því hafi verið sett upp rafmagnsgrill svo fólk geti grillað pylsur með börnunum frekar en að kaupa þær tilbúnar. Fólk geti bæði komið með hráefnið með sér eða keypt það á staðnum og nú sé auk þess líka hægt að kaupa heitar pylsur eins og í venjulegum pylsuvögnum. Tómas segir að sú breyting hafi orðið undanfarin tvö ár að fólk vilji líka nota grillið á veturna. Auk þess geta hópar leigt gasgrill standi hugur til þess að grilla eitthvað annað og meira en pylsur. Útgefandi Árvakur Umsjón Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Blaðamenn Kristel Finnbogadóttir kristel@mbl.is Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Auglýsingar Kolbrún D. Ragnarsdóttir kolla@mbl.is Forsíðumyndirn tók Ómar Óskarsson á Argentínu steikhúsi. 4 Flestir eiga grill og jafnvel fleiri en eitt en sumir vilja ekkert nema Weber. 11 Grænmeti er hollt og gott á grillið og það má útfæra á ýmsan hátt. 8 Allt sem þarf á grillið fæst í Mela- búðinni og þar á meðal grillspjót. 6 Grillaður humar er lostæti og hafður jöfnum höndum í forrétt sem aðalrétt. 12 Nóatún býður upp á marga valkosti í tilbúnum grillveislum sem kaupendur síðan útbúa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.