Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 4
U pphaf Weber-grillanna má rekja til ársins 1952. Bandaríkjamaðurinn George Stephen var mik- ill áhugamaður um grill- aðan mat en var óánægður með eigið kolagrill. Grillið var flatt, opið og án loks – fyrir vikið var erfitt að stjórna hitanum og temja eldinn og öskuna af kolunum. Eftir margar misheppn- aðar tilraunir hannaði George Steph- en loks grill sem hann var ánægður með. Hugmyndina fékk hann með því að skera bauju í tvennt, setja fætur á annan hlutann og handfang á hinn og hefur þessi gerð af grilli síðan verið kölluð kúlugrill. „Til að byrja með var útlitið nokkuð einfalt en hönnunin sem slík hefur haldið sér í öll þessi ár,“ segir Sævar Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri innflutningsversl- unarinnar Járns og glers sem er um- boðsfyrirtæki Weber-merkisins á Ís- landi. Hitinn nýttur til fulls Galdurinn við kúlukolagrillin felst meðal annars í hringrás hitans. „Það er lykilatriði að vera alltaf með lokið á þegar verið er að grilla,“ útskýrir Sævar og bendir á að hitinn frá kol- unum fer upp í lokið og niður aftur, með því móti myndast hringrás hit- ans. Á lokinu eru nokkur göt sem hægt er að opna og loka og í botni grillsins er sérstakur búnaður. Sævar talar um að með honum og götunum í lokinu sé loftflæðinu stjórnað og þar af leiðandi hitanum einnig. Hann bætir við að með sama búnaði er drepið í kolunum með því að loka fyr- ir loftflæðið auk þess sem askan af út- brunnum kolum er hreinsuð ofan í öskupott neðan á grillinu. Þau kol sem eru óbrunnin eru svo notuð aftur í bland við ný kol. Til eru ýmsar út- færslur af kolagrillinu og þau eru mismunandi að stærð. Weber-merkið fer ört stækkandi með hverju ári. Höfuðstöðvar fyr- irtækisins eru í Bandaríkjunum en fjölmörg dótturfyrirtæki má finna um heim allan. Járn og gler hóf inn- flutning á Weber árið 2002 en til að byrja með voru aðeins örfá eintök seld. Áður en langt um líður verður hins vegar 10.000 Weber-grillið selt. „Vinsældir merkisins er ekki endi- lega að finna í hæfileikum sölumanna heldur er það varan sem selur sig sjálf,“ segir Sævar og bætir við að stundum sé sagt að Weber-eigandi verði að Weber-sölumanni. Miðað við markaðinn hérlendis þótti mörgum merkið dýrt í fyrstu en tímarnir breytast og í dag þykir ekki óeðlilegt að kaupa sér dýrt grill enda eign sem á að endast lengi. Bragðburstir sem bragðbæta Þegar kemur að gasgrillunum eru einnig ákveðin atriði talin sérstaða Webers. Í öllum stærri gasgrillum er að finna svokallaðar bragðburstir sem staðsettar eru undir grillgrind- unum. „Þegar fitan og safinn af grill- matnum lekur á heitar bragðburst- irnar myndast reykur sem fer upp og gefur bragð í það sem verið er að grilla,“ segir Sævar. Burstirnar hafa einnig það hlutverk að fleyta fitunni framhjá brennurunum og niður í ákveðinn fitubakka sem auðveldar hreinsun á grillinu. Ferðagrill fyrir heimilið Gasgrillin fást í öllum stærðum og gerðum, allt frá litlum ferðagrillum upp í stór grill með fleiri brennurum. Þrátt fyrir stærðarmun er lögð áhersla á að draga ekki úr gæðum grillsins. Ferðagrillin kallast Weber Q og hafa notið mikilla vinsælda enda taka þau lítið pláss, hvort sem er á ferðalagi eða heima fyrir. „Öll grill gera sama hlutinn. Spurningin snýst því aðallega um þörf, útlit og verð,“ segir Sævar og líkir kaupum á grilli við kaup á nýjum bíl, farið er að ósk- um kaupenda og misjafnt er hverju fólk er að leita eftir. Því geta fjöl- margir komist af með einungis ferða- grill á heimilinu. Weber-menning áberandi Ógrynni spennandi fylgihluta eru hönnuð undir merkjum fyrirtækisins. „Fylgihlutirnir eru sérstaklega vin- sælir í afmælis- og jólagjafirnar. Það er af nógu að taka enda ýmislegt skemmtilegt til, allt frá kryddi til kokkahnífa,“ segir Sævar og talar um að þróun varningsins haldist í hendur við útbreiðslu vörumerkisins. Undir merki Weber er gefinn út fjöldi mat- reiðslubóka auk þess sem reknir eru Weber-veitingastaðir í Bandaríkj- unum. Sævar bendir einnig á að starfandi séu Weber-áhuga- mannaklúbbar þar sem skipst er á uppskriftum og góðum ráðum. Mikil menning ríkir því í kringum Weber- grillin enda er Weber einstaklega sterkt vörumerki og leiðandi á sínu sviði. Reynslan helsti styrkleikinn Ending Weber felst aðallega í gæð- um efnis og smíði grillanna. Kola- grillin eru postulínshúðuð en postu- línshúðin er sterk og þolir íslenskar aðstæður vel. Lokin á gasgrillunum hafa sömu postulínshúð en þau eru einnig fáanleg úr ryðfríu stáli. Reynslan sýnir að ending Weber- grilla er góð þótt hún fari einnig eftir því hversu vel eigendur hugsa um þau. Gömul grill er jafnframt hægt að bæta með varahlutum og nýju inni- haldi. „Reglulega er verið að uppfæra út- lit og tegundir enda hefur grunn- hönnunin sannað sig,“ segir Sævar og nefnir að ný grill séu væntanleg næsta sumar. „Það skemmtilega er hvað það er mikið í kringum Weber. Þetta er ekki bara grill,“ segir Sævar. kristel@mbl.is Skemmtileg matreiðsla Kolagrillin eru í mismunandi stærðum og gerð- um. Einnig fást ofnar til að reykja í. Kolagrill Fyrsta Weber-kolagrillið er frá árinu 1952 en grunnhönn- unin hefur lítið breyst. Miklu meira en bara grill Morgunblaðið/Golli Sævar Þór Guðmundsson er framkvæmdastjóri og flytur inn grill: „Það skemmtilega er hvað það er mikið í kringum Weber.“ Þegar kemur að grillum hafa eflaust margir heyrt minnst á merkið Weber en færri vita leyndardóminn að baki vinsæld- um þess. Ákveðin atriði í hönnun og smíði veita Weber sér- stöðu á sínu sviði og eftir áralanga uppbyggingu vörumerk- isins er nú svo komið að hægt er að tala um nokkurs konar Weber-menningu sem finna má víðs vegar um heiminn. Eftir margar misheppn- aðar tilraunir hannaði George Stephen loks grill sem hann var ánægður með 4 | MORGUNBLAÐIÐ Appelsínuönd Skemmtileg grillútgáfa af hinni klassísku frönsku appelsínuönd. Það er hægt að gera ýmislegt við andarbringur. Þær eru tilvaldar á grillið en varast þarf að fitan sem lekur úr húðinni kveiki ekki í öllu. Hér er grillútgáfa af hinni klassísku frönsku appelsínuönd. 2 andarbringur 2 appelsínur 1 sítróna 1 dl appelsínumarmelaði (ekki of sætt, t.d. St. Dalfour) lúka af estragoni, saxað ólífuolía salt og pipar Aðferð: Rífið væna matskeið af appelsínuberki og aðra af sítrónuberki með fínu hliðinni á rifjárni. Press- ið safann úr bæði appelsínunni og sítrónunni og setjið í skál ásamt berkinum. Bætið við marmelaði og fínsöx- uðu estragoni, skvettu af olíu, salti og pipar. Skerið raufar í skinnhliðina á bringunum og látið þær liggja í um 2⁄3 af leginum í að minnsta kosti klukkustund. Skerið appelsínu niður í þunnar sneiðar og leggið í afganginn af leginum. Grillið bringurnar á háum hita, 3-4 mínútur á hvorri hlið, undir loki. Lengdin ræðst af stærð bringnanna og hita grillsins. Bringur eru bestar medium-rare. Leyfið kjötinu að jafna sig í nokkrar mínútur áður en þið skerið þær í sneiðar. Grillið appelsínusneiðarnar í 1-2 mínútur á hvorri hlið. Skerið öndina í sneiðar, saltið örlítið ef þarf. Berið fram ásamt appelsínunum og t.d. steiktu spínati. Steingrímur Sigurgeirsson Fleiri uppskriftir má finna á Matur og vín-vef Morg- unblaðsins: mbl.is/matur og á vinotek.is. Grilluð appelsínuönd Nýjar vörur – spennandi olíur og krydd með grillmatnum !"#$ &'()*+ ,-$./(,0$//1 234567" ,831 93:#: &;<=>6"?=@;=:?:&1 AB!+ -/,1 C$ D,E EE-E(FFF+?G<3+"= H IB<3 ' )3J6KGGL !"#" %&'()*#++ ,- ./#0#1#* Ávaxtaskálarnar komnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.