Morgunblaðið - 18.06.2010, Side 6
Þennan humarrétt er hægt að hafa
jafnt sem forrétt eða aðalrétt og
hægt er að styðjast við hvort sem
er hrísgrjón eða pasta sem með-
læti. Miðið magn af humri við það
hvort rétturinn eigi að vera uppi-
staðan í máltíð eða upphafið að
lengri matseðli. Það er tvennt sem
þarf að útbúa í upphafi. Annars
vegar kryddblöndu á humarinn og
hins vegar sítrónu-hvítlaukssmjör.
Kryddblanda
1 msk paprikukrydd
1 msk þurrkaður hvítlaukur úr kvörn
(Garlic Powder)
½ msk sítrónupipar
1 tsk maldonsalt
Aðferð: Blandið öllu saman.
Sítrónu-hvítlaukssmjör
1 sítróna
100 g smjör
4-5 hvítlauksrif
½ tsk cayennepipar
Aðferð: Bræðið smjörið í potti
hægt og rólega og slökkvið á hit-
anum þegar það er orðið fljótandi.
Rífið börkinn af sítrónunni á fína
hluta rifjárnsins og bætið saman
við smjörið. Rífið niður hvítlaukinn
á sama hátt og bætið saman við.
Kreistið safann úr sítrónunni og
bætið saman við. Kryddið loks með
cayennepipar.
Hreinsið humarinn úr skelinni og
veltið honum upp úr 1-2 msk af
ólífuolíu. Bætið nú kryddblöndunni
saman við og veltið humrinum um í
skálinni þannig að kryddið þeki
hann allan. Ef humarinn er lítill er
gott að þræða hann upp á kryddsp-
jót. Grillið humarinn og penslið
hann einu sinni upp úr sítrónusm-
jörinu á meðan hann er á grillinu.
Ef þið notið hrísgrjón með: Setjið
grillspjótin á disk ásamt hrís-
grjónum og hellið sítrónusmjöri yf-
ir humarinn.
Ef þið notið spagettí með:
Sjóðið spagettí samkvæmt leið-
beiningum. Hellið vatninu frá og
setjið pastað í skál. Hrærið sítrónu-
hvítlaukssmjörinu saman við spa-
gettíið. Bætið humrinum við og
berið fram.
Fleiri uppskriftir má finna á Matur og
vín-vef Morgunblaðsins: mbl.is/matur
og á vinotek.is.
Humar Grillaður humar er kóngafæði.
Grillaður humar með
sítrónu-hvítlaukssmjöri
6 | MORGUNBLAÐIÐ
Söluaðilar.: Garðheimar - Húsasmiðjan - Rótor
Seglagerðin Ægir - Everest - Búsáhöld Kringlunni
- tilvalið í ferðalagið
www.weber.is
Í
Byko er að finna mikið úrval
grilla af mismunandi stærðum
og gerðum. Meirihluti þeirra er
gasgrill enda hefur sú tegund
grilla verið hvað vinsælust hér
á landi. Merkin eru ýmist banda-
rísk, kanadísk eða evrópsk en þar á
meðal má nefna Outback, Outdo-
orchef og Sterling. Agnar Kárason
er verslunarstjóri í Byko, Kauptúni,
og tekur á móti blaðamanni í byrj-
un júní þegar veðurblíðan virðist
engan enda ætla að taka. „Ég á von
á þriðja gámnum af Sterling sem
ég held að sé nýtt sölumet,“ segir
Agnar og talar um að mikið sé
keypt af grillum þessa dagana.
Okkar menning
Óhætt er að tala um grillmenn-
ingu á Íslandi enda eru Íslendingar
duglegir við að kaupa ný grill og
sérstaklega á sumrin. Aðspurður
telur Agnar að grillæði Íslendinga
hafi verið stígandi síðustu tíu árin.
Hann nefnir að Íslendingar þori
meira en áður og prófi gjarnan ný
merki og nýjar aðferðir. „Þetta er
okkar menning. Það er merkilegt
að ekki fáist gasgrill í Færeyjum,“
segir Agnar. Gasgrillin eru vinsæl-
ust en sala á kolagrillum hefur þó
verið að aukast. Líkast til er fólk
farið að gefa sér meiri tíma til að
grilla auk þess sem gasið er dýrt.
Eldhús á hjólum
Enn fleiri grillmerki virðast
fylgja þeirri þróun að hanna grill
með það að markmiði að nýta þau í
fleira en hefðbundna grillun, svo
sem pítsubakstur eða paellur. Mis-
jafnt er hins vegar hvort það er
innifalið í grillunum sjálfum eða
komi í formi fylgihluta. Með því
nýjasta eru grillin frá Outdoorchef.
Á þeim er hitadreifingin jöfnuð
með eins konar trekt til að koma í
veg fyrir að maturinn brenni.
„Þetta er meira en grill. Aðferð-
irnar eru fjölmargar. Hægt er að
nýta þetta sem ofn, pönnu eða hvað
sem er,“ útskýrir Agnar og talar
um að grill sem þetta sé ákveðinn
lífsstíll. Lögð er áhersla á að nýta
hita grillsins við hvers kyns mat-
argerð og eldhúsið færist út undir
beran himin.
Grillkaup á föstudögum
„Grillið er orðið að meiri athöfn.
Tilgangurinn er skemmtun. Fólk
sest niður og grillar saman í stað-
inn fyrir að einhver kallar að mat-
urinn sé tilbúinn,“ segir Agnar um
kosti þess að grillin verði sífellt
fjölbreyttari. Hann bætir við að
verðmunurinn fari ekki endilega
eftir stærð grillsins heldur er einn-
ig litið til efnis þess og smíði. Þá er
misjafnt hvort grill séu samsett eða
ósamsett. Hægt er að kaupa hvort
sem er og eru samsett grill örlitlu
dýrari en ósamsett grill. „Á föstu-
dögum er algengt að fólk komi
klukkan sex og biðji um grill og kút
og láti senda grillið samsett heim,“
segir Agnar og rifjar upp að mikið
var um slík kaup fyrir hrunið.
Grillin eiga að endast
Agnar talar um að salan á grill-
um hafi breyst við hrunið. „Núna
kaupir fólk grill sem eiga að end-
ast,“ segir Agnar og nefnir einnig
að dregið hefur úr þeirri keppni að
menn verði að kaupa stærsta grill-
ið. Grillin eru seld allan ársins
hring en salan eykst hvað mest á
sumrin. Þá nefnir Agnar að fólk
kaupi oftar en ekki eitt grill fyrir
heimilið og annað fyrir sumarbú-
staðinn. „Menn eru hættir að taka
gamla grillið með upp í bústaðinn.
Ef verið er að kaupa eða byggja
sumarbústað er keypt nýtt grill,“
segir Agnar og talar um breyttan
hugsunarhátt að þessu leyti. Þar að
auki hefur Agnar selt grill út fyrir
landsteinana en margir Íslendingar
sem búa á Spáni sakna gasgrillanna
hér heima.
Brú, lækur og gamla grillið
Byko býður upp á ýmislegt ann-
að en fjölbreytt úrval gasgrilla.
Agnar sýnir blaðamanni forláta
pítsuofn sem hægt er að hafa úti
allan ársins hring. Hann hefur ver-
ið til í nokkur ár en aldrei verið
keyptur. „Hann þurfti ekki að selj-
ast. Það er gaman að skapa um-
ræðuna,“ segir Agnar um ofninn og
bendir því næst á hlaðið grill í
miðri versluninni. Byko leggur til
grjót, lím og vinnu á meðan fólki
gefst tækifæri til að hanna grill eft-
ir eigin þörfum. Undir grillgrind-
unum er ýmist viður eða kol en fólk
vill gjarnan slík grill í garða eða við
sumarbústaði. „Það er brú, lækur
og gamla grillið,“ segir Agnar um
þessa tegund af grilli en hann er
duglegur við að setja fram ýmsar
nýjungar í versluninni. Þá hefur
Byko verið í samstarfi við kínversk-
an framleiðanda, Mr. Grill, um
hönnun á gasgrillum og hafa við-
tökur verið góðar.
Grill fyrir þig eða nágrannann?
Við kaup á grillum pælir fólk að-
allega í útliti, endingu, plássinu
heima, afli og stærð. Agnar ráð-
leggur fólki að hafa budduna í huga
við kaup á grilli. „Fólk ætti að
kaupa grill sem því hentar en ekki
kaupa grill til að vera stærri en
Jón,“ segir Agnar og nefnir að
nauðsynlegt sé að hafa fjöl-
skyldustærð og jafnvel búsetu í
huga. Sem dæmi getur verið nauð-
synlegt að hafa grill úti á svölum í
þyngra lagi eða fergja það niður.
Byko selur grill um land allt þótt
úrvalið sé misjafnt eftir verslunum
auk þess sem hægt er að kaupa
grill á www.byko.is en til er allt frá
ferðagrillum til útieldhúsa. „Það
vilja allir eiga grill,“ segir Agnar og
býr sig undir enn eitt grillsumarið.
kristel@mbl.is
Eldhúsið færist út undir beran himin
Morgunblaðið/Ernir
Grillæði Agnar Kárason selur Íslendingum grill af öllum stærðum og gerðum. Til dæmis er hægt að láta hlaða
fyrir sig kolagrill, en hann segir mikilvægt að fólk hafi fjárhag og staðsetningu í huga við kaup á grilli.
Allan ársins hring kaupa Ís-
lendingar mikið af grillum
enda sannkölluð grillþjóð.
Á sumrin eykst salan enn
meira og njóta gasgrill sér-
stakra vinsælda. Mikilvægt
er að kynna sér úrvalið,
vera meðvitaður um eig-
inleika vörunnar og bæta
útbúnaðinn með réttum
fylgihlutum.
„Fólk ætti að kaupa grill
sem því hentar en ekki
kaupa grill til að vera
stærri en Jón“