Morgunblaðið - 18.06.2010, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ | 9
einum stað í einni ferð.“ Í þessum töl-
uðu orðum rifjar hann upp að þeir
hafi rétt verið að ljúka við að skera
niður sérstaklega skorið beikon í 250
gr. pakkningar fyrir viðskiptavin sem
hafi boðað komu sína innan stundar.
Í þessu sambandi áréttar Pétur að
þeir séu með mjög góða framleið-
endur eða birgja í kjöti og fiski og
geti því alltaf boðið upp á bestu, fáan-
legu vöru á hverju sviði. „Við erum
opnir fyrir öllu og komum stöðugt
með einhverjar nýungar.“
Ráðleggingar og aðstoð
Eins og gefur að skilja eru ekki all-
ir sérfræðingar í því hvað gott sé að
grilla og hvernig sé best að haga sér
við eldamennskuna. Pétur segir að
þessir viðskiptavinir þurfi ekkert að
óttast því þeir fái allar ráðleggingar
og þá aðstoð sem þeir þurfi hjá
starfsmönnum verslunarinnar. „Eld-
unartími er auðvitað alltaf mismun-
andi eftir grillum og ef óskað er eftir
segjum við fólki hvernig það á að
bera sig að við eldun á grillmatnum.
Þetta er ekki eins og í lágvöruverðs-
verslun, þar sem fólk kippir með sér
fyrirfram pökkuðum matvælum,
heldur höfum við í heiðri einkenni
kaupmannsins á horninu og veitum
persónulega þjónustu og aðstoð.“
Hann rifjar upp að fyrir skömmu
hafi kona nokkur verið að bíða eftir
því að útbúin væri fyrir sig gjafa-
karfa. Hún hafi haft orð á því hvað
starfsfólkið væri almennilegt og hefði
ekki tölu á hvað margir hafi boðið
henni aðstoð sína. Öðru eins hefði
hún ekki kynnst. „Fólk vill fá per-
sónulega þjónustu og þetta eru bestu
meðmælin. Með tímanum kynnumst
við viðskiptavinunum og vitum hvað
þeir vilja, en þeir hika heldur ekki við
að leita til okkar ef þá vantar eitt-
hvað. Til þess erum við líka, að að-
stoða og hjálpa. Vegna smæðar er
stundum þröngt á þingi og orðið „af-
sakið“ er vinsælt orð hjá við-
skiptavinunum.“ Hann bætir við að
stærð verslunarinnar geri það líka að
verkum að fólk sé yfirleitt fljótt að
versla.
Að sögn Péturs er almenningur
stöðugt tilbúinn að reyna eitthvað
nýtt. Hann bendir á að margir vilji
ekki láta matreiða hlutina ofan í sig
heldur prófa sig áfram. Þessi hópur
kaupi gjarnan ferska, ókryddaða
vöru og kryddi síðan eftir eigin
smekk. „En við kryddum vöruna fyr-
ir þá sem það vilja,“ segir hann.
Þrátt fyrir minni umsvif en hjá lág-
vöruverðsverslunum segir Pétur að
Melabúðin sé vel samkeppnisfær í
verði. Vöruúrvalið sé mjög mikið og
það hafi oft sýnt sig að meðfærilegar
pakkningar, eins og hann bjóði upp á,
séu oft ódýrari en stærri pakkningar,
þegar allt komi til alls. Kannanir hafi
sýnt fram á það. Auk þess leggi hann
áherslu á þekkta gæðavöru. „Við
leggum okkur fram við að bjóða upp
á góða þjónustu, vera með breiða
vörulínu og mikil gæði.“
steinthor@mbl.is
Grillkjöt Friðrik nær í lambafillé með fiturönd.
Kjöt og fiskur Guðmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri útgerð-
arfyrirtækisins Brims hf., kaupir kjöt á grillið.
Ráðgjöf Guðmundur hefur staðið vaktina í um hálfa öld og hér gefur
hann Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur góð ráð.
Vörumerki Villti laxinn er eitt af vörumerkjum Melabúðarinnar.
„Við leggum okkur
fram við að bjóða upp
á góða þjónustu, vera
með breiða vörulínu
og mikil gæði“
Þetta er einföld aðferð til að
gefa lambafíle aukið bragð.
Það þarf ekki að marinera
kjötið svo klukkutímum
skiptir heldur byrjum við
beint að grilla.
Lambafíle - 1 á mann
4 msk. Dijon-sinnep
Saxað rósmarín, steinselja og
t.d. timjan eða oregano. Sam-
tals um ein lúka.
Aðferð: Hreinsið fituna af
kjötinu. Veltið upp úr olíu,
saltið og piprið. Grillið í 2-3
mínútur á hvorri hlið. Setjið
sinnepið í stóra skál. Takið
kjötið af grillinu og veltið upp
úr sinnepinu í skálinni. Sáldr-
ið kryddjurtunum yfir kjötið
báðum megin og setjið aftur
á grillið. Grillið í 1-2 mínútur
hvorum megin. Berið fram
með bökuðum eða grilluðum
kartöfluskífum, kaldri gras-
laukssósu og klettasalati.
Fleiri uppskriftir má finna á
Matur og vín-vef Morgunblaðs-
ins: mbl.is/matur og á vinotek-
.is.
Einfalt Íslenskt lamb er alltaf
gott á grillið.
Lambafíle
með
krydd-
jurtum