Morgunblaðið - 18.06.2010, Síða 14

Morgunblaðið - 18.06.2010, Síða 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ Útsölustaðir: Heilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi, Blómaval, Á grænni grein, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa og Apótekarinn, Sólarsport Ólafsvík, Lyfjaver, Femin.is, Náttúrulækninga- búðin, Lyfjaval, Yggdrasill, Reykja- víkur apótek, Árbæjarapótek, Apótek Vesturlands, Apótek Hafnafjarðar Barnaverslanir og sjálfstætt starfandi apótek um allt land. Vatnslosandi Birkisafi unninn úr lífrænt ræktuðum Birkilauf- blöðum, án aukaefna Hollur og góður eftir grillveislurnar Safinn virkar vel á eðlilega úthreinsun líkamans Bætir meltinguna Losar bjúg Léttir á liðamótum Losar óæskileg efni úr líkamanum Góður fyrir húð, hár og neglur Blanda má safann með vatni Má einnig drekka óblandað Velkomin að skoða www.weleda.is Þ orvaldur Guðmundsson í Síld og fiski bauð fyrstur manna upp á grillaðan kjúkling hérlendis, í versl- un sinni við Bergstaða- stræti þar sem Hótel Holt er. Salan gekk ekki vel og þegar Magnús Björnsson opnaði veitingastaðinn Ask tveimur til þremur árum síðar yfirtók hann samning Þorvaldar um kaup á kjúklingum frá Jóni Guð- mundssyni á Reykjum. „Rétta fíflið“ „Þorvaldur var frumherji í svo mörgu og það var unun að kynnast honum,“ rifjar Magnús upp. „Við vorum góðir vinir og þegar ég spurði hann út í kjúklingasöluna sagði hann við mig: „Þú ert rétta fíflið, Magnús minn, til þess að fara út í þetta.“ Svo fór ég til Jóns á Reykjum og sagði honum að við Þorvaldur hefðum samið um það að ef ég fengi samn- inginn myndi ég losa hann við lag- erinn. Hins vegar gerði ég ráð fyrir að ég héldi ekki áfram að selja kjúk- ling nema ég fengi meira en það sem hann framleiddi á mánuði.“ Í þessu sambandi bendir Magnús á að árið 1965 hafi kjúklingur ekki verið á borðum landans heldur aðeins hænur og unghænur. Jón á Reykjum og Teitur Magnússon á Móum á Kjalarnesi hafi verið helstu kjúklingaframleiðendur landsins og framleiðslan hafi verið lítil. Viku- framleiðsla Jóns hafi til dæmis selst á þremur dögum á Askinum. Hann rifjar líka upp að á þessum tíma hafi hrásalat verið algjört ný- mæli á markaði hérlendis og oft erf- itt að fá hráefnið frá Sölufélagi garð- yrkjumanna. Grænmetið hafi verið mjög árstíðabundið og innflutningur á því enginn. Kartöflur hafi einnig verið lítt fáanlegar á vissum tíma ársins. „Þá má einnig geta þess að kokteilsósan varð til í byrjun rekstr- ar Asksins,“ segir hann. Magnús byrjaði með veitinga- húsið Vík í Keflavík 1957. Afkoman hafi byggst á fiskimönnum, en tugir landróðrarbáta hafi verið gerðir út á línu frá Keflavík á þessum tíma. „Vík var fyrsta kaffitería landsins,“ segir hann og bætir við að þarna hafi hann byrjað að selja körfukjúkling, eins og fékkst í Naustinu, og espresso-kaffi. „Ástæðan var sú að ítalskur úrsmiður, sem vann uppi á Keflavíkurflugvelli, gamall maður og heilsutæpur, kom á hverjum degi og kvartaði yfir því að hann fengi hvorki espresso-kaffi né körfukjúk- ling. Ég tók hann á orðinu og varð fyrstur til þess að setja upp espresso-kaffivél á Íslandi, en á sama tíma var samskonar vél sett upp í Uppsalakjallaranum við Að- alstræti. Axel heitinn Helgason, sem stofnaði Nesti, flutti vélarnar inn og lét Mokka á Skólavörðustíg fá þriðju vélina, þar sem hún er enn.“ Áhrif síldarinnar og kennarans 1963 kom Austfjarðasíldin og það varð til þess að allur bátaflotinn á Suðurnesjum fór austur í síldina. Magnús segir að algjör ládeyða hafi komið í atvinnulífið fyrir sunnan því samtímis hafi verktakafyrirtækjum fækkað skyndilega. Þau hafi unnið mikið fyrir bandaríska herinn og síð- ar hafi Íslenskir aðalverktakar tekið upp þráðinn. Unnið hafi verið á vökt- um allan sólarhringinn en þegar vinnan hafi stöðvast og flotinn farinn hafi lítið verið eftir. Þegar best hafi látið hafi verið níu litlir veitinga- staðir á svæðinu, en við breytinguna hafi tveir þeirra verið eftir. „Það var allt í einu ekkert að gera í bænum og einu fyrirtækin sem eftir voru í við- skiptum voru Eimskipafélagið, Vegagerðin og Síminn auk örfárra einstæðinga. Sparisjóðsstjórinn minn, sem var fyrrverandi kennari minn í barnaskóla, rak mig eiginlega úr bænum. „Hypjaðu þig til Reykja- víkur,“ sagði hann og hvatti mig til þess að fara þar í rekstur. Hann sagðist myndu taka veð í eignum mínum og halda opnum reikningi fyrir mig á meðan ég væri að koma mér af stað. Þetta var mjög sérstakt boð á þessum tíma en svo kom gamli kennarinn upp í honum: „Hypjaðu þig til Bandaríkjanna og Norður- landanna til að sjá hvað þar er að gerast. Reyndu að búa eitthvað til úr því, þú ert maður til þess.“ Ég gerði þetta og kynntist kjúklingagrilli í Bandaríkjunum. Þar komst ég í mjög gott samband við framleið- endur, meðal annars einn af stofn- endum McDonalds, sem smíðaði all- ar pönnur og potta fyrir mig til notkunar á Askinum.“ Gasgrillið best Magnús notaði gasgrill til að grilla kjúklingana. „Þú færð ekki sömu matseld með því að nota rafmagn,“ segir hann og bætir við að mönnum hætti til að hafa of mikinn hita á raf- magnshellum. „Strax var mjög mik- ið að gera og ég þurfti að fjölga úr tveimur í þrjár vaktir á dag til þess að vera alltaf með ferskt fólk í vinnunni, en ég var alltaf með úr- valsfólk í vinnu. Samskiptahæfni þess laðaði fram djúpa stemningu. Það er líka látið mjög vel af núver- andi eigendum og starfsfólki stað- arins.“ Hann áréttar að Valgerður Sigurðardóttir, eiginkona sín, hafi staðið við hlið sér alla tíð og gert reksturinn mögulegan auk þess sem börn þeirra, Sigurður Valur og Unn- ur Birna, hafi lengi unnið með þeim, en Valgerður dó fyrir fimm árum. „Gerða var einstakur verkstjóri, hafði mikla verkstjórnarhæfileika og var mikill matreiðslumaður,“ segir Magnús. steinthor@mbl.is Askur fyrstur með grillaða kjúklinga Veitingahúsið Askur við Suðurlandsbraut var fyrsti veitingastaðurinn hér- lendis til að bjóða upp á grillaða kjúklinga. Stað- urinn var opnaður 2. sept- ember 1965 og á því 45 ára afmæli í haust. Morgunblaðið/Ernir Frumherji Magnús Björnsson er frumherji og Askur er enn til en á öðr- um stað en áður við Suðurlandsbraut. „Hypjaðu þig til Banda- ríkjanna og Norður- landanna til að sjá hvað þar er að gerast. Reyndu að búa eitthvað til úr því, þú ert maður til þess“ Argentína steikhús við Barónsstíg í Reykjavík var stofnað í kringum grillið fyrir rúmlega tveimur áratugum og er þekkt fyrir glóðarsteikta fisk- og kjötrétti. Allir aðalréttir og nokkrir forréttir á Argentínu eru glóðarsteiktir yfir við- arkolum á argentíska vísu og þaðan kemur nafn staðarins. Kristján Þór Sigfússon, matreiðslumeistari og eigandi Argentínu, segir að besta bragðið fáist með því að nota viðarkol. „Við vorum fyrstir til þess að nota viðarkol við steikinguna á veitingahúsi hér- lendis og notuðum einir þessa aðferð í um áratug,“ rifjar hann upp, en Argentína hef- ur verið til síðan 1989. Viðarkol og bragðgæði „Við notum kolagrill til þess að ná fram bragðgæðum og notum eingöngu viðarkol vegna þess að þau gefa þetta góða reyk- bragð sem maður leitar gjarnan eftir þeg- ar verið er að grilla.“ Víða erlendis eru steikhús með svona grill utanhúss en aðstæður hérlendis leyfa það ekki. Kristján Þór segir að gott útsog reyks frá grillinu geri það mögulegt að nota það inni. „Steikhúsið er byggt í kring- um grillið,“ segir hann og vísar til elda- mennskunnar en orðin má líka heimfæra upp á staðsetningu grillsins á staðnum. Kristján Þór segir að óneitanlega sé óþrifnaður í kringum kolin og því veigri mörg veitingahús sér við að nota þau. Mikil vinna sé í kringum kolagrillin og það taki langan tíma að læra á hitann og stjórna honum. „Það er allt annað að elda fyrir fleiri hundruð manns á veitingahúsi en nokkrar manneskjur heima í garði,“ segir hann. Tölverður munur er á alvöru viðarkolum og þjöppuðum kolum. Kristján Þór bendir á að hrein viðarkol gefi af sér hreinni bruna. Viðarkolin gefi líka hærri hita og það sé fljótlegra að kveikja í þeim, en þau brenni líka aðeins hraðar og séu dýrari. Frumkvöðull Argentína er ekki aðeins frumherji hvað varðar kolagrill heldur var líka fyrst til þess að koma köldum grillsósum á almenn- an markað. Kristján Þór segir að frá upp- hafi hafi verið boðið upp á kaldar grillsósur með steikunum og fyrir um 11 árum hafi þær fyrst farið á almennan markað í versl- unum Nóatúns. „Viðtökurnar voru strax gífurlega góðar og nú hafa mörg fyrirtæki fylgt í kjölfarið, en þegar við byrjuðum voru bara seldar kokteilsósur og hamborg- arasósur.“ steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Grillið Matreiðslumaðurinn Arsen Zagainov kann vel til verka á grill- inu á Argentínu og loftræsibúnaðurinn er sérstaklega hannaður. Argentína steikhús stofnað í kringum grillið Grillið nefnt eftir grillinu Grillið á áttundu og efstu hæð Hótels Sögu við Hagatorg hefur verið einn helsti veit- ingastaður landsins í tæplega hálfa öld. Þorvaldur Guð- mundsson í Síld og fiski sá um uppbygg- ingu veitingareksturs á Hótel Sögu 1962 og Halldór Vilhjálmsson var fyrsti yfirmat- reiðslumaðurinn í Grill- inu. Haukur Hjaltason, forstjóri Dreifingar, var nemi hjá Halldóri á fyrstu árum Grillsins og segir að nafnið hafi komið vegna þess að steikurnar hafi verið grillaðar á teinagrilli líkt og á Royal- hótelinu í Kaupmanna- höfn. Halldór segir að í byrjun hafi fyrst og fremst verið grillað lambakjöt. „Þetta var ekki mikið miðað við framboðið núna en þetta var byrjunin,“ segir Halldór.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.