Morgunblaðið - 18.06.2010, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 18.06.2010, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ | 15 Fátt er betra á grillið en safarík nautasteik. Hér er dæmi um ferska og góða sósu með steikinni þar sem leikið er með hina klass- ísku ítölsku pestó-sósu. Pestó Ferskt basil, 3-4 lúkur 2-3 hvítlauksgeirar 100 g furuhnetur 150 g parmesan um það bil 3 dl ólífuolía salt og pipar Aðferð: Hreinsið basil, þerrið. Myljið hnetur í matvinnsluvél, bætið basil og hvítlauk saman við. Næst er parmesan bætt saman við og saltað og piprað. Þá er mat- vinnsluvélin sett á lægsta hraða og olíunni bætt við hægt og síg- andi. Athugið að ef ekki á að nota sósuna strax er æskilegt að setja hana strax í ílát (til dæmis gamlar sultukrukkur) og loka fyrir þar sem pestóið missir lit ef það er lengi í snertingu við súrefni. Fyll- ið á krukkurnar með olíu ef þarf. Þessa grunnuppskrift má útfæra á óendanlega vegu. Nota má aðrar kryddjurtir en basil, t.d. stein- selju eða óreganó. Nautasteik með pestó-jógúrtsósu pestó grísk jógúrt Nautasteikur Aðferð: Ribeye er einhver besta grillsteikin. Saltið steikurnar með grófu salti, sjávarsalti eða mal- don, og setjið á sjóðheitt grillið. Grillið í 3-4 mínútur á hvorri hlið eftir því hvað þær eru þykkar og hvernig steikingu þið viljið. Takið af grillinu og látið standa í nokkr- ar mínútur við stofuhita áður en þær eru bornar fram. Blandið pestói og grískri jógúrt saman til helminga í skál. Pískið saman með gaffli og geymið í ísskáp. Best er að gera sósuna að minnsta kosti klukkustund áður en hún er borin fram þannig að bragðið nái að renna vel saman. Berið steikurnar fram með sósunni og grænu sal- ati. Fleiri uppskriftir má finna á Matur og vín-vef Morgunblaðsins: mbl.is/ matur og á vinotek.is.Safaríkt og ferskt Grilluð nautasteik með pestó-jógúrtsósu. Grilluð nautasteik með pestó-jógúrtsósu Bræðurnir Haukur og Jón Hjalta- synir opnuðu Sælkerann í Hafn- arstræti 1966 í þeim tilgangi að bjóða fólki upp á sambærilegan mat og fá mátti í Grillinu á Hótel Sögu en á mun lægra verði. Grillaður kjúkling- ur var meðal annars á matseðlinum. Haukur segir að staðnum hafi strax verið mjög vel tekið. „Við seld- um um 800 til 900 máltíðir á dag og ég veit að það gekk líka mjög vel hjá Magnúsi vini mínum Björnssyni á Aski, en hann byrjaði nokkrum mán- uðum á undan okkur.“ Hann bætir við að algengt hafi verið að bjóða upp á 225 g steikur á veitingahúsum en Sælkerinn hafi verið með 185-190 g steikur. Fyrir bragðið hafi verið hægt að bjóða mun lægra verð. Grill- ið hafi selt um 50 til 90 máltíðir á dag á virkum dögum og upp í 180 mál- tíðir á laugardögum. „Við fengum fjöldann og allir voru ánægðir.“ Eins og fram kemur í viðtali við Magnús grillaði hann kjúklingana á gasgrilli. Haukur segir að það hafi verið mjög óvenjulegt á þeim tíma, en kjúklingabringurnar hafi svitnað svolítið skemmtilega fyrir bragðið. Á Sælkeranum hafi þeir notað raf- magnsgrill enda gasið ekki lengur í almennri notkun. Auk þess hafi gas- grillin verið töluvert dýrari en það hafi verið skemmtilegt að grilla á þeim. Enn í grillinu Haukur keypti Ask af Magnúsi 1979 og rak staðinn ásamt Pétri Sveinbjarnarsyni í nokkur ár sam- hliða því að byggja upp þjónustu við veitingahúsareksturinn í gegnum fyrirtæki sitt, Dreifingu, sem hann stofnaði ásamt Jóni bróður sínum 1968. Hann er enn viðloðandi grillið í gegnum Kjötbankann og framleiðir m.a. hamborgara sem eru seldir víða. Morgunblaðið/Ernir Grillari Haukur Hjaltason er enn viðloðandi grillið í gegnum Kjöt- bankann og framleiðir m.a. ham- borgara sem eru seldir víða. Sælkerinn fyrir al- menning fyrir alla sem grilljón hugmyndir www.gottimatinn.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 0 -0 7 0 1 Gott í matinn vörurnar frá MS eru nákvæmlega það sem þarf til þess að gera grillmatinn girnilegri. Það er hægt að gera óteljandi margar útgáfur af ferskum grillsósum með sýrðum rjóma, matreiðslu- rjóma, grískri eða hreinni jógúrt. Rifni gráðaosturinn og piparosturinn eru líka góðir í sósur eða bara ofan á hamborgarann. Prófaðu svo sýrðan rjóma eða jógúrt með grilluðum ávöxtum. Láttu hugmynda- flugið ráða þegar þú grillar í sumar!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.