Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 18.01.1956, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 18.01.1956, Blaðsíða 2
2 FRAMSÓKNARBLÁÐIÐ Framsóknar- blaðið RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON AFGREIDSLU ANNAST: SVEINN GUÐMUNDSSON. GJALDKERI BLAÐSINS: SIGURGEIR KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGAR ANNAST: SVEINBJ. GUÐLAUGSSON. Kaupfélag Vest- mannaeyja 5ára. Um s. 1. áramót varð Kaup- félagið okkar 5 ára. Þróun þess hefur verið jöfn og far- sæl. Eftir að Jóhann Bjarnason tók við framkvæmdasstöðu fé- lagsins og Vilhjálmur Árna- son frá Burstafelli gerðist deildarstjóri í matvörubtið þess, má fullyrða, að rekstur félagsins liafi yfirleitt verið með myndarbrag og stjórn- serni og-þjónusta við fólkið ó- aðfinnanleg og góð. Margt starfsfólk þar annað hefur reynzt prýðisvel. Við vitum það öll, sem það viljum vita, að hagur alls al- mennings hér í bæ af kaupfé- lagsstarfseminni er alveg ómet anlegur. í fyrsta lagi heldur félagið niðri vöruverði í bæn um. í öðru lagi selur það margar vörur miklu lægra verði en annars staðar er kost ur á að fá þær í bænum. Sá, sem þetta ritar, þurfti t. d. að kaupa 40 stk. af smávöru fyr- ir jólin. í kaupfélaginú kost- aði hvert stykki kr. 2,90, en annarsstaðar, þar sem varan var seld, kr. 3,40. Á þessum einu innkaupum græddust því kr. 20,00. Þetta er aðeins snrá dæmí úr hinu daglega við- skiptalífi. Engan gæðamun gat ég fundið á vörunni. Margir Eyjabúar hafa fundið það á pyngju sinni, hversu hag- kvæmt er að verzla í búðitm almennings í bænuin þarna við Bárugötu. Einnig má með sanni segja, að Eyjabúar kunni dyggilega að meta það, sem að þeim snýr í viðskipta lífirfu, þar sem þeir auka við- skipti sín við kaupfélagið ár frá ári, og hafa þau ekki orðið meiri áður en á s. 1. ári. Við lifnm ekki á branði einu saman. Við státum mjöf af því stund- um Eyjaverjar, hversu mik- il gróska er í atvinnulífinu í bænum, hversu „flotinn okk- ar“ er voldugur, hversu hrað- frystihúsin hér eru stór og af- kastamikil, hversu Helgafell er fagurlega skapað og Heima ey græn og morgunfögur, þeg ar sólin gýllir sundin og eyja- klasinn speglar sig í safírblá- um sjávarfletinum á kyrrlát- um og björtum sumarmorgni. Já, sannarlega megum við af þessu miklast öllu saman. En við lifum ekki á einu saman brauði. Það hefur mað urinn aldrei getað gert síðan hann gerðist æðsta dýr jarðar- innar eða hóf sig yfir dýr rnerk urinnar og taldi sig þeim æðri. Sú meðvitund gerði og gerir vissar kröfur til okkar mann- anna. Þeim verðurn við að hlíta og fylgja fram. Og þó að Vestmannaeyja- kaupstaður sé fyrst og fremst verstöð, fer fjarri því, að við getum ekki lifað nokkurnveg- inn alhliða menningarlífi, og eflt með okkur hina dýrmæt- ustu og beztu þætti þess, að minnsta kosti til jafns við aðra landsmenn, sem búa við svip- aða aðstöðu efnalega. í ýmsu menningarlegu tilliti hefur okkur Eyjaverjum farið aftur nú um skeið. Ýmis menn ingarviðleitni hér í bæ hefir fallið í dá og doða á seinustu árum. Óska ég að drepa hér á tvö atriði í þeim efnum. Einginn veit, hvað átt hefur, fyrr en rnisst hefur, segir rnáis hátturinn. Stundum mætti þessi hugsun gera vart við sig hjá okkur, þegar við hugleið- um hið mikla og óeigingjarna starf, sem Brynjúlfur heitinn í vaxandi dýrtíð er okkur mjög nauðsynlegt að kosta kapps um að sæta þeim beztu innjkaupum á öllum nauð- þurftum, sem tök eru á. Við viljurn öll, sem að Kaup félaginu stöndum, að það sé sverð og skjöldur okkar í dag legum innkaupum og við- skiptalífi. Með þeirri ósk og von, að svo megi verða urn langa framtíð, óskum við Kaupfélaginu til hamingjiú' með afmælið og þökkum því hagnýt og hallkvæm störf í þágu okkar á umliðnum 5 ár- um. Sigfússon kaupmaður innti af hendi hér í þágu söngmenntar og tónlistar í bænum. Vest- mannakórinn hans gat sér góðan orðstír út um allt land og bar hróður Eyjanna iit. Full yrða rná, að hann fæddi af sér annan söngkór, Karlakórinn. Hann gat sér einnig gott orð. Nú er öldin önnur. Kirkju kórinn einn lifir. Það er eins og allur sá fórnarvilji og hug sjónaeldur, sem til þess þarf að iðka sönglist og tónmennt, liafa safnazt þar saman, leitað sér hælis á kirkjuloftinu. Hér hefur átt sér stað stór- kostleg afturför í menningar- legu tilliti. Þetta hafa margir Eyjaverjar fundið, og þeir vilja nú vinna að því, að breyt ing verði á þessu ráðin. Fræðsluráð hefur haft þetta ináf til meðferðar. Vilji þess er sá, að söngstjórnarhæfur maður verði ráðinn fastur söng kennari við báða skólana, barnaskólann og Gagnfræða- skólann, með þeim ásetningi, að hann þjálfi hér söngkór í tómstundum sínum og vinni yfirleitt að endurreisn söng- menntar í bænum. Ennþá hef- ir enginn maður fengizt í Jietta starf, og hefir þó nokkuð vcr- ið eftir leitað. Þessu rnáli þarf að halda vakandi og vinna að framgangi þess. Við Eyjaverjar eigum hér viðurkenndan tónlistarmann í bænum. Hann er að minnsta kosti viðurkenndur „spámað- ur“ i'iti urn land. Eg held líka, að hann sé viðurkenndur í „sínu eigin föðurlandi". Hvers vegna ekki að búa honum þau starfsskilyrði, að hann geti helgað krafta sína tónlist og söngmennt í bænum? Við vitum, ef við hugleiðum það, að fórnarvilji, þrautseigja og brennandi áhugi og ást Odd: geirs Kristjánssonar á tónlist- inni hefur haldið lífinu í LúðrasveÍL Vestmannaeyja. Annars væri hún öll fyrir löngu eins og kórarnir. Þá langar mig að minnast á annað menningarstarf í bæn um. Fyrir nokkrum árurn var stofnað hér skátafélag. Foringj ar þess félagsskapar voru vald- ir nemendur úr Gagnfræða- skólanum, tápmiklr og skap- fastir unglingar, er vissu hvað þeir vildu. Þeir mótuðu skáta- félagsstarfið á grundvellí bind indis og þjóðlegrar frjáls- hyggju. Við dáðum þetta æsku lýðsstarf og viðurkenndum mikinn og góðan árangur þess. Árin liðu. Veiklyndar sálir innan skátafélaganna, sem orð ið höfðu fyrir áhrifum skemmt analífsins í bænum og aðsteðj andi eiturlyfjastrauma, tóku að mögla og æskja breytinga á hugsjónastarfi skátanna. Á- hrif spilltra Reykjavíkurskáta kom hér einnig til. Loks var undan látið og skátadeildirnar hér gerðar að tóbaksreykinga- klúbbum. Hinir sómakæru æskumenn manndóms og skap festu, sem áður réðu anda og; uppeldisstarfi skátanna, drógu sig í hlé eða fluttu úr bænurn. Menningarstarf þessa æsku- lýðsfélags hafði orðið að bráð hinum spillta tíðaranda. Skáta félagsstarfsemin var orðin þannig, að hér var aðeins til gróms að grípa af því að spill- andi öfl höfðu svikizt að henni og leitt „óminnishegr- ann“ og „tóbakshanann“ inn í herbúðirnar. En við mennirnir eigum á- vallt uppreisnar von. Svo er og um spilltan félagsskap æsku lýðs. Nú er skátafélagið Faxi aftur á uppleið. Séra Jóhann Hlíðar og nokkrir valdir ungl ingar hafa tekið að sér forustu þess. Það er göfugt starf og samboðð presti að taka að sér slíka forustu. Og við, sem kynni höfum haft af séra Jó- hanni, efuinst ekki um góðan árangur af félagsstarfi þessu.. Hann skortir hvorki hugsjóna eldinn né góðviljann til þess að vinna hér gagnlegt starf í uppeldismálum bæjarins. Þau krefjast sinna fórna eins og öll önnur menningarstörf, og; ekki tjóar þar að horfa eftir launum að kveldj eða ætla sér affallalausa innheimtu eftir hvert unnið dagsverk. Vissulega hefur hið lifandi orð af prédikunarstól eða öðr um ræðustól sín mik-lu áhrif til góðs. Þó er það mín sann- færirig, að félagsstarf presta unnið af kærleiksþeli og fórn- arvilja, sérstaklega meðal æsku lýðsins, verður miklu áhrifa- meira og affarasælla, og þeirra áhrifa gætir fram á elliár, ef gifta er með. Það ungur nem- ur, gamall temur. Þ. Þ. V. ATHUGÍÐ! Bóndadagurinn á föstudag- inn. — Hangikjöitð og sviðin fáið þið í VERZLUNIN B 0 RG Sími 465

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.