Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 15.10.1956, Blaðsíða 3

Framsóknarblaðið - 15.10.1956, Blaðsíða 3
FRAMSÓKNARBLAÐIi, Auglýsing nr. 6/1956 fró Innflutningsskrifsfofunni. Samkvæmt heimild í 22. gr. reglugerðar fró 28. des- ember 1953 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjárfestingarmála o. fl. hefur verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðlum er gildi frá 1. október til og með 31. desember 1956. Nefnist hann „Fjórði skömmf- unarseðill 1956" prentaður á hvítan pappír með bláum og gulum lit. Gildir hann samkvæmt því sem hér segir: REITIRNIR: SMJÖRLKI 16—20 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 grömmum af smjörliki, hver reitur. REITIRNIR: SMJÖR gildi hver fyrir sig fyrir 250 grömmum af smjöri (einnig bögglasmjöri). Verðið á bögglasmjöri er greitt niður jafnt og mjólkur- og rjómabússmjör, eins og verið hefur. „Fjórði skömmtunarseðill 1956" afhendist aðeins gegn því,‘ að úthlutunarstjóra sé samtímis skilað stofni af „Þriðji skömmtunarseðill 1956" með árituðu nafni og heimilisfangi svo og fæðingardegi og ári, eins og form hans segir til um. Reykjavík, 30. september 1956. INNFLUTNINGSSKRIFSTOFAN TILKYNNING Vegna sívaxanái erfiðleika á innheimtu, viljum við tilkynna heiðruðum viðskptavinum okkar, að framvegis verður engum lánuð olía, nema hann hafi áður greitt skuld slna að fullu, eða samið um greiðslu á henni. Öll mánaðarviðskipti verða stöðvuð, hafi ekki verið gerð full skil fyrir 5. n. m. eftir úttekt. — OLÍUSAMLAG VESTMANNAEYJA, OLÍUFÉLAGIÐ „SKELJUNGUR" h. f. umboðið í Vestmannaeyjum. OLÍUVERZLUN ÍSLANDS, umboðið í Vestmannaeyjum. Verzlunarhúsnæði. Til leigu er verzlunarhúsnæði að Hilmisgötu 2 (Þar sem verzl- un Georgs Gíslasonar er núna) frá 20. nóvember n. k. Upplýsingar í síma 32. Orðsending fi! manna, sem búa í ieiguhúsnððði. Vegna athugunar á leigukjörum þeirra, er húsnæði hafa á leigu, eru það vinsamleg tilmæli nefndar þeirrar, er hefur það mál til athugunar, að leigutakar húsnæðis sendi henni upplýsingar um leigukjör sín. Þess er vænzt, að þetta nái til alls leiguhúsnæðis, hvort sem það er íbúðar-, iðnaðar-, verzlunar- eða skrifstofuhús- næði. Áríðandi er, að leigutakar taki fram, hve margir fer- metrar húsnæðið er. Hvernig húsnæðið er staðsett (kjallari, hæð eða ris) svo og aldur þess, ef hægt er. Bezt er að fá einnig upplýsingar um rúmmál húsnæðisins og herbergja- fjölda svo og hversu það er búið þægindum. Tekið sé fram, hvort stærðin sé miðuð við utan- eða innanmál. Taka þarf fram raunverulega mánaðarleigu, hvað af henni er talið í hsaleigusamningi og hvað er borgað utan hans, svo og hversu mikil fyrirframgreiðsla hefur verið greidd. Þeir, sem senda slíkar upplýsingar, tilgreini nafn sitt og heimilisfang. Allar upplýsingar verður farið með sem trúnaðarmál og engin nöfn gefin upp í hugsalegum um- ræðum um leigukjör. Sérstaklega er skorað á leigutaka hús næðis í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík, Akra- nesi, Akureyri og Vestmannaeyjum að senda slíkar upplýs- ingar, vo hægt sé að mynda sér skoðun um húsaleigu á þessum stöðum. Þeir, sem gefa oss upplýsingar um framanskráð atriði, þurfa að senda svör sín fyrir 10. okt. n. k. og alls ekki síðar en 15. okt. Allar upplýsingar sendist Hannesi Pálssyni, c/o Gimli Reykjavík. Reykjavík, 30. sept. 1956. Hannes Pálsson. Tómas Vigfússon. Sigurður Sigmundsson. Ú TSVARSGREIÐEN D UR! BffiSliatílSSMMB mmmmMrmmmrm I Vestmannaeyjum, sem ekki greiða reglulega mán- aðarlega af kaupi upp í útsvör sín, eru hér með al- varlega áminntir að gera nú þegar full skil fyrir út- svörum slnum til bæjarsjóðs Vestmannaeyja, þar sem lögtök fara fram nú á næstunni fyrir því, sem ógreitt er. Vestmannaéyjum, 12. október 1956. JÓN HJALTASON, lögfræðingur Vestmcsnnqeyjabæjar. LEIGA fyrir vinnuvélar bæjarsjóðs ber að greiða hjá bæjar- gjaldkera. Greiðið reikninga yðar strax, annars eigið þér á hættu að fá tækin ekki leigð aftur. BÆJ ARGJ ALDKERI.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.