Morgunblaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 2
2 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2010
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl. is , Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is
Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
VIÐHORF
Sigurður Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
Ég ætla að byrja á því að segja
frá því að Norðurálsmót Skaga-
manna í fótbolta fyrir 7. flokk
karla sem fram fór 18.-20. júní sl.
heppnaðist vel. Framkvæmd móts-
ins var að venju í hæsta gæða-
flokki og rúmlega 1.200 fótbolta-
strákar sýndu snilldartilþrif alla
þrjá keppnisdagana. Leikgleðin og
einlæg ástríða skein úr andlitum
þeirra sem voru að spila fótbolta á
þessu móti.
Á undanförnum árum hefur
slagorðið „leikur án fordóma“ ver-
ið áberandi á leikjum á vegum
KSÍ.
Ég velti því fyrir mér hvort
ekki sé tímabært að taka upp
slagorðið „leikur án foreldra“. Í
alvöru.
Eftir að hafa fylgst með gangi
mála á hliðarlínunni á stór-
glæsilegu Norðurálsmóti Skaga-
manna er ég ánægður að sum
börn geta allavega valið sér vini.
Þau geta ekki valið sér foreldra.
Því miður.
Fámennur en mjög áberandi
minnihluti foreldra rúmlega 1.200
fótboltastráka á mótinu hagaði sér
eins og kjánar á hliðarlínunni. Þar
voru á ferð foreldrar sem halda að
sjö eða átta ára börn geti fram-
kvæmt hluti sem jafnvel bestu
leikmenn heims eiga erfitt með að
framkvæma á heimsmeist-
aramótinu í Suður-Afríku. Og
stundum voru geggjuðustu pabb-
arnir komnir inn á völlinn til þess
að ýta drengjunum í réttar stöður
í horn og aukaspyrnum. „Hvað er
í gangi?“ hugsaði ég þegar ég
rölti um svæðið með myndavélina
á lofti. Er fólk alveg búið að missa
glóruna?
Misvísandi skilaboðunum rigndi
yfir leikmennina inni á vellinum
frá foreldrum, þjálfurum og liðs-
stjórum. „Siggi, gefðu boltann,“
sagði þjálfarinn og nánast á sama
tíma heyrðist; „Siggi, farðu sjálf-
ur,“ frá pabbanum á hliðarlínunni.
„Jói, dúndraðu bara fram,“
sagði áhyggjufull móðir á endalín-
unni við son sinn sem stóð í mark-
inu í þeim leik. „Jói, rúllaðu bolt-
anum á næsta mann,“ sagði
þjálfarinn á sama tíma. Mömmur
sem eiga sjö ára markverði vilja
bara að boltinn fari sem lengst frá
markinu. Þá skora hinir ekki, skil-
urðu … „Siggi, þú ert í vörn,
Siggi, þú ert í sókn, Siggi, þú ert í
marki …
Ég fór að velta því fyrir mér
hvernig fótbolta ungu pjakkarnir
myndu spila ef aðeins dómarinn
fengi að hafa áhrif á gang mála á
meðan leikurinn færi fram.
Þjálfarinn fengi ekki að stilla
upp leikmönnum í vörn, miðju eða
sókn. Krakkarnir myndu bara sjá
um það sjálfir. Frumkvæðið kæmi
algjörlega frá þeim sjálfum. Og
foreldrar yrðu settir í gæslu-
varðhald ef þeir myndu senda inn
skilaboð á meðan leikurinn færi
fram. Hvað myndi gerast?
Ég held að ég sé með svarið. Ég
hef séð slíka leiki áður og var líka
leikmaður í slíkum leikjum á
Merkurtúninu á Akranesi sem sjö
eða átta ára púki. Það sem gerðist
var að það var skipt í tvö lið. Einn
markvörður í hvoru liði. Hinir
voru bara úti og spiluðu fótbolta.
Það var enginn í vörn, miðju eða
sókn. Við spiluðum bara fótbolta
og við skoruðum fullt, fullt af
mörkum. Það var tæklað, slegist,
tuddað og stunduðum var grenjað.
En við komum allir aftur daginn
eftir. Skiptum í tvö lið og spil-
uðum fótbolta af því það var það
skemmtilegasta sem við gerðum.
Þannig á það líka að vera og ég
væri alveg til í að fá að upplifa
„púkamót“ í fótbolta þar sem ytra
áreiti væri alveg bannað. Og ég er
ekki vafa um að krakkarnir
myndu alveg bjarga sér og jafnvel
kenna okkur sitthvað um fót-
bolta …
Umkringdur Fylkismaðurinn var umkringdur fjórum leikmönnum Keflavíkur. Þrumuskot Leikmaður HK skýtur fast að marki og tveir ÍR-ingar verjast.
Einbeittur Skagamaðurinn var einbeittur þegar hann skaut á markið.
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Tilþrif Þessi leikmaður Aftureldingar var með skottæknina á hreinu.
Leikur án foreldra?
Tæklað Leikmaður Þróttar í baráttunni gegn Stjörnumanni.