Morgunblaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2010 KNATTSPYRNA 3.deild karla B Þróttur V. – Berserkir ............................. 1:3 Staðan: Berserkir 5 4 1 0 13:2 13 KFK 5 2 2 1 14:9 8 Ægir 5 2 2 1 13:12 8 Þróttur V. 4 2 1 1 13:6 7 KFS 5 2 1 2 17:15 7 Vængir Júpí-ters 5 1 1 3 8:16 4 Afríka 5 0 0 5 6:24 0 VISA-bikarinn Bikarkeppni kvenna, dregið til átta liða úrslitanna: Fylkir – Valur Stjarnan – Grindavík FH – Þór/KA ÍBV – Haukar  Leikirnir fara fram föstudaginn 9. júlí. Svíþjóð Úrvalsdeild kvenna: Örebro – Tyresö ...................................... 1:2  Edda Garðarsdóttir og Ólína G. Viðars- dóttir léku allan leikinn með Örebro. Staðan: Malmö 13 12 1 0 38:8 37 Kopp/Göteborg 13 8 3 2 37:12 27 Linköping 12 6 4 2 18:7 22 Kristianstad 13 5 4 4 23:20 19 Örebro 12 5 4 3 17:16 19 Jitex 13 6 1 6 15:24 19 Tyresö 12 4 3 5 17:19 18 Umeå 13 4 2 7 13:21 14 Djurgården 13 4 1 8 13:19 13 Sunnanå 13 2 5 6 12:27 11 Hammarby 13 2 3 8 11:21 9 AIK 12 1 3 8 5:25 6 1. deild karla: Norrköping – Ängelholm ....................... 0:1  Gunnar Þór Gunnarsson hjá Norrköping tók út leikbann.  Heiðar Geir Júlíusson var ekki í leik- mannahópi Ängelholm. í kvöld KNATTSPYRNA 2. deild karla: Vilhjálmsvöllur: Höttur – Víðir................ 18 Blönduósvöllur: Hvöt – KV ...................... 20 Hveragerði: Hamar – Víkingur Ó............ 20 Bolungarvík: BÍ/Bol. – Völsungur ........... 20 Ásvellir: ÍH – KS/Leiftur ......................... 20 Sandgerði: Reynir S. – Afturelding......... 20 1. deild kvenna: Selfossvöllur: Selfoss – ÍBV ..................... 18 HM í dag 16-liða úrslit: Paragvæ – Japan ....................................... 14 Spánn – Portúgal .................................. 18.30 2.7. Úrúgvæ – Gana....................................... 2.7. Holland – Brasilía...................................  Sigurliðin úr þessum tveimur leikjum mætast í undanúrslitum þriðjudaginn 6. júlí. 3.7. Þýskaland – Argentína.......................... 3.7. Paragvæ/Japan – Spánn/Portúgal .....  Sigurliðin úr þessum tveimur leikjum mætast í undanúrslitum miðvikudaginn 7. júlí.  Bronsleikur HM fer fram laugardaginn 10. júlí og úrslitaleikurinn sunnudaginn 11. júlí. Reuters Fjögur Gonzalo Higuaín er í baráttu um markakóngstitilinn á HM. 8 LIÐA ÚRSLIT Holland – Slóvakía 2:1 1:0 Arjen Robben 18. 2:0 Wesley Sneijder xx. 2:1 Róbert Vittek 90. (víti) Lið Hollands: Stekelenburg – van der Wiel, Heitinga, Mathijsen, van Bronckhorst – van Bommel, Sneijder (Afellay 90.), de Jong – Kuyt, van Persie (Huntelaar 80.), Robben (Elia 71.) Lið Slóvakíu: Mucha – Pekarík, Skrtel, Du- rica, Zabavnik (Jakubo 88.) – Weiss, Kucka, Hamsík (Sapara 87.), Stoch – Jendrisek (Kopúnek 71.), Vittek. Dómari: Alberto Undiano, Spáni. Áhorfendur: 61.962 Brasilía – Chile 3:0 1:0 Juan 35. 2:0 Luis Fabiano 38 3:0 Robinho 59. Lið Brasilíu: Julio Cesar - Maicon, Lúcio, Juan, Bastos - Alves, Gilberto Silva, Kaká (Kleberson 81.), Ramires - Fabiano (Nilm- ar 76.), Robinho (Gilberto Melo 85.). Lið Chile: Bravo - Isla (Millar 62.), Contre- ras (Valdivia 46.), Jara, Fuentes - Vidal, Carmona, Beausejour - Sánchez, Suazo, González (Tello 46.). Dómari: Howard Webb Englandi. Áhorfendur: 54.096. Næstu leikir 29.6. Paragvæ – Japan ......................... 14.00 29.6. Spánn – Portúgal ......................... 18.30 Markahæstir á HM Gonzalo Higuaín, Argentínu ...................... 4 Róbert Vittek, Slóvakíu .............................. 4 David Villa, Spáni ........................................ 3 Luis Suárez, Úrúgvæ...................................3 Asamoah Gyan, Gana.................................. 3 Thomas Müller, Þýskalandi ....................... 3 Luis Fabiano, Brasilíu ................................ 3 16 LIÐA ÚRSLIT „Miðað við stöðu liða þá ættu mestir mögu- leikar fyrir okkur að liggja í því að mæta öðru hvoru Hafnarfjarðarliðinu, þannig að mér líst ágætlega á þetta,“ sagði Jón Ólafur Daníelsson þjálfari eina 1. deildarliðsins sem leikur í 8- liða úrslitum VISA-bikars kvenna í knatt- spyrnu en dregið var í gær. Jón og lið hans ÍBV mæta Haukum sem hafa átt erfitt uppdráttar í Pepsi-deildinni og að- eins náð í þrjú stig. Það má því búast við spennandi leik á Hásteinsvelli 9. júlí þegar 8- liða úrslitin fara fram því Eyjastúlkur eru á miklu skriði í 1. deild og gerðu góða hluti í bikarkeppninni fyrir ári eins og margir muna eftir. „Liðið okkar er ekki eins gott og í fyrra, þá var það mun sterkara. Við höfum ekki náð sama flugi og þá en ég held að við höfum alveg svona helmingslíkur á sigri. Þetta eru frekar svipuð lið held ég,“ sagði Jón Ólafur en mikið er undir í 8-liða úrslitunum því liðin sem kom- ast í undanúrslit tryggja sér að lágmarki 300.000 krónur í verðlaunafé. Íslands- og bikarmeisturum Vals virðist ætl- uð erfið leið til að verja titil sinn því liðið mæt- ir sterku liði Fylkis í Árbænum eftir að hafa unnið Breiðablik í Kópavogi í 16-liða úrslitum. Stjarnan fær Grindavík í heimsókn en Garðbæingar unnu 1:0 sigur þegar liðin mætt- ust fyrr í sumar í Pepsi-deildinni, rétt eins og Valur gegn Fylki. Loks fær FH Þór/KA í heimsókn þar sem norðankonur ættu að hafa betur því FH situr stigalaust á botni deild- arinnar. sindris@mbl.is „Helmingslíkur“ á að ÍBV fari áfram? Talsmaður Alþjóðaknattspyrnu- sambandsins, FIFA, Nicolas Main- got, segir að líklega verði end- ursýningar á mörkum og öðrum atvikum leikja bannaðar á risa- skjám leikvalla heimsmeistara- mótsins. Ástæðan er sú að eftir að umdeilt fyrsta mark Argentínu gegn Mexíkó var endursýnt á risa- skjá leikvallarins þá gerðu leik- menn Mexíkó aðsúg að öðrum að- stoðardómara leiksins sem talið hafði að markið væri gott og gilt. FIFA telur endursýninguna hafa verið hrein og klár mistök og að ekki hafi átt að koma til hennar. Skjáirnir væru hins vegar eins og leikvellirnir í Suður-Afríku FIFA lítið an ir að endursý skjám leikval Talsmaður maine Craig, sýnda á skjám væru beinten útsendingar s heim. Sjálfsag ursýningum á gerðist hins v menn gátu ek að það væri e voru það mist iben@mbl.is Endursýningar banna Kristján Jónsson kris@mbl.is Kantmaðurinn Arjen Robben stal sen- unni þegar Holland sigraði Slóvakíu 2:1 í 8-liða úrslitum HM í Suður- Afríku í gær. Robben var í byrj- unarliðinu í fyrsta skipti í keppninni en hann meiddist í vináttulandsleik sex dögum fyrir keppnina. Rafael van der Vaart var hins vegar ekki leikfær hjá Hollendingum og því fékk Arjen Robben að spreyta sig en óljóst þótti hvort hann væri tilbúinn í slík átök. Robben var ekki lengi að koma Hol- lendingum á bragðið. Hann skoraði fyrra mark liðsins á 18. mínútu og það var dæmigert mark fyrir Robben. Fékk boltann í skyndisókn á hægri kantinum og lék inn á miðjuna þar til hann var kominn á sinn uppáhaldsstað rétt utan vítateigs. Sveiflaði þá vinstri fætinum með góðum árangri eins og hann gerði svo oft með Bayern München í vetur. „Ég held að ég hafi skorað nokkur mörk með þessum hætti. Ég er örvfættur en spila á hægri kantinum. Oft á tíðum leita ég inn á miðjuna og reyni að koma mér í skotfæri,“ sagði Robben á blaða- mannafundi í Durban þar sem leik- urinn fór fram. Þessi „uppljóstrun“ kemur nú sparkáhugamönnum ekki á óvart og því má spyrja af hverju varn- armenn Slóvaka voru ekki betur á verði gagnvart Robben í aðdraganda marksins. „Ég beið eftir rétta augna- blikinu. Ég beið eftir því að varn- armaðurinn tæki skrefið í áttina að mér og þá ákvað ég að keyra inn á miðjuna og þá gat hann ekki lengur stöðvað mig. Ég fékk þar af leiðandi nægt svigrúm til þess að skjóta á markið,“ sagði Robben um markið. Fjórða markið hjá Vittek Seinna markið skoraði Wesley Sneijder á 84. mínútu og gerði þar með út um leikinn með öðru marki sínu í keppninni. Dirk Kuyt átti heið- urinn af síðara markinu. Slóvakar minnkuðu muninn úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Þar var á ferðinni Rob- ert Vittek sem skoraði af öryggi. Fjórða mark hans í keppninni og hann er á meðal markahæstu manna en mun ekki leika fleiri leiki. Vittek var lítt þekktur áður en keppnin hófst en var þó með á ferilskránni að hafa skor- að í vináttulandsleik gegn Íslend- ingum á Laugardalsvellinum fyrir tæpu ári. Þjálfari Slóvaka, Vladimir Weiss, getur borið höfuðið hátt enda kom Slóvakía mjög á óvart í keppn- inni. Hann viðurkenndi að Holland hefði verið betra liðið í leiknum þegar hann ræddi við blaðamenn. „Ef við skoðum leikinn í heild sinni þá voru Hollendingar betri. Það er engin skömm fyrir okkur. Við áttum þrátt fyrir allt nokkur tækifæri til þess að jafna leikinn en við nýttum þau ekki. Við höfum gert vel í keppninni og leik- mennirnir hafa sýnt mikinn andlegan styrk. Sigurinn gegn Ítalíu í riðla- keppninni var náttúrlega alger há- punktur á keppninni fyrir okkur,“ sagði Weiss. Kollegi hans hjá Hollandi, Bert van Marwijk, notaði tækifærið að leiknum loknum til þess að ausa Arjen Robben lofi. „Það er frábært að hafa næga til- finningu til þess að skora mark eins og þetta eftir þau meiðsli sem hann hefur glímt við,“ sagði Marwijk. Slíkt hið sama gerði einnig miðjumaðurinn Nigel de Jong. „Robben er okkar vopn. Hann er stórkostlegur leik- maður. Hann getur gert út um leiki en það eru reyndar margir okkar leik- manna sem geta það einnig. Þið sáuð í dag hvað Robben getur gert. Umræð- an um hann er ekki að ástæðulausu og það geta allir séð hversu mikinn hraða hann hefur,“ sagði de Jong sem sinnir svokölluðum skítverkum á miðjunni. Reuters Dáður Hollendingar kepptust við að mæra Arjen Robben í gærkvöldi. Hér fagnar Dirk Kuyt honum. Hollendingar hæla Robben á hvert reipi  Arjen Robben stal senunni og skoraði gegn Slóvakíu Úrvalsdeild-arlið ÍR í körfuknattleik karla hefur misst annan lykilmann úr herbúðum sín- um því Steinar Arason hefur ákveðið að leika með Breiðabliki á næstu leiktíð. Áður hafði Hregg- viður Magnússon gengið til liðs við KR. Í fyrra fór Ómar Örn Sæv- arsson til Grindavíkur og því hafa þrír uppaldir leikmenn farið frá ÍR á skömmum tíma. Allir voru þeir í lyk- ilhlutverkum þegar ÍR varð bik- armeistari árið 2007. Steinar ætti að verða Blikum mikill liðstyrkur en þeir leika í 1. deild eftir að hafa fallið úr Iceland Express-deildinni á síð- ustu leiktíð. Steinar mun jafnframt taka að sér þjálfun yngri flokka hjá félaginu. Karfan.is greindi frá.    Landsliðs-bakvörð- urinn Ólína G. Viðarsdóttir lék í fremstu víglínu þegar Örebro tapaði á heima- velli fyrir Tyresö í sænsku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu í gærkvöldi, ef eitthvað er að marka heimasíðu sænska knatt- spyrnusambandsins. Sambýliskona hennar, Edda Garðarsdóttir, lék einnig allan leikinn hjá Örebro og lék á miðjunni að venju. Edda fékk gula spjaldið í leiknum og var það hennar fjórða á leiktíðinni. Hún hef- ur fengið flestar áminningar allra leikmanna í deildinni. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.