Morgunblaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 6
6 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2010
Á að giska 700 drengir tóku þátt í
hinu árlega Shell-móti í knattspyrnu
í Vestmannaeyjum frá síðasta
fimmtudegi til laugardags. Alls
sendu 24 félög 104 lið til keppni. Að
vanda ríkti góð stemning á mótinu
sem er fyrir drengi í 6. aldursflokki.
Auk fótboltaleikja fara drengirnir
í skoðunarferðir í rútum og bátum,
haldnar eru kvöldskemmtanir þar
sem einn hápunktanna er ævinlega
leikur landsliðs og pressuliðs móts-
ins.
Í keppni A-liða vann lið frá Þór á
Akureyri eftir úrslitaleik við Stjörn-
una, 2:1, á Hásteinsvelli.
HK og Selfoss fengu háttvísi-
verðlaun KSÍ að þessu sinni.
Viðurkenningin er veitt fyrir hátt-
vísi í leik og það eru dómarar Shell-
mótsins sem standa að valinu.
Breiðablik og Valur voru valin
prúðustu liðin á Shell-mótinu í ár.
Að vanda var úrvalslið valið í
mótslok. Það skipa: Stefán Árni
Geirsson, Fram, Ólafur Bjarni Há-
konarson, Stjörnunni,
Haraldur Einar Ásgrímsson,
Álftanesi, Eyþór Ólafsson, Fylki,
Ágúst Eðvald Hlynsson, Þór, Axel
Ingi Auðunsson, Reyni, Logi Tóm-
asson, HK, Aðalgeir Friðriksson,
Fjölni, Birkir Heimisson, Þór, Krist-
ófer Dan Þórðarson, FH, Brynjar
Atli Bragason, Njarðvík, Tryggvi
Snær Geirsson, Fram. iben@mbl.is
Brattir Þessir ungu Selfyssingar voru ánægðir með lífið í Vestmannaeyjum um helgina. Upp Lagleg tilþrif hjá Fylkispeyja í leik gegn ÍR-ingum.
Fjögurra daga
fótboltaveisla
Myndataka Það er ekki oft sem strákarnir sitja svona kyrrir og foreldrarnir nýta tækifærið og smella af myndum.
Landsleikurinn Einn af föstu liðum Shellmótsins er leikur „landsliðsins“ og
„pressuliðsins“ frammi fyrir fjölda áhorfenda og þar er ekkert gefið eftir.Skoruðu Haukastrákar ánægðir eftir að hafa sent boltann í markið hjá mótherjum sínum.
Fagn Eyjamenn hafa löngum verið
þekktir fyrir að kunna að fagna.
Matartími Næringin er nauðsynleg til að hafa orku í hverjum leik, hvað þá í
heilu móti, og hér fá Fjölnispeyjar sér snæðing á milli leikja.
Ljósmynd/Sigfús Gunnar