Morgunblaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 8
8 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2010 Þessir eru með flest M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefið er eitt M fyrir góð- an leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik. Leikmenn Steinþór F. Þorsteinsson, Stjörnunni ..... 11 Alfreð Finnbogason, Breiðabliki ............... 9 Albert Sævarsson, ÍBV............................... 8 Arnar Sveinn Geirsson, Val........................ 8 Bjarni Guðjónsson, KR............................... 8 Daði Lárusson, Haukum ............................ 8 Kristján Hauksson, Fram .......................... 8 Andri Ólafsson, ÍBV.................................... 7 Ingvar Þór Kale, Breiðabliki...................... 7 James Hurst, ÍBV ....................................... 7 Jón Guðni Fjóluson, Fram ......................... 7 Daníel Laxdal, Stjörnunni.......................... 6 Gilles Mbang Ondo, Grindavík................... 6 Haraldur F. Guðmundsson, Keflavík ........ 6 Matthías Vilhjálmsson, FH........................ 6 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV ...................... 6 Albert B. Ingason, Fylki............................. 5 Arnar Gunnlaugsson, Haukum.................. 5 Atli Guðnason, FH ...................................... 5 Baldur Sigurðsson, KR............................... 5 Baldvin Sturluson, Stjörnunni ................... 5 Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Keflavík........ 5 Gunnleifur Gunnleifsson, FH..................... 5 Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni .......... 5 Hannes Þór Halldórsson, Fram................. 5 Ian Jeffs, Val................................................ 5 Jóhann Ólafur Sigurðsson, Selfossi........... 5 Kristinn Jónsson, Breiðabliki .................... 5 Kristinn Steindórsson, Breiðabliki............ 5 Ólafur Páll Snorrason, FH ......................... 5 Sævar Þór Gíslason, Selfossi...................... 5 Lið ÍBV ............................................................. 52 Stjarnan...................................................... 51 Breiðablik................................................... 48 FH............................................................... 44 Fram........................................................... 43 Valur ........................................................... 42 KR............................................................... 41 Keflavík ...................................................... 38 Fylkir.......................................................... 33 Haukar ....................................................... 33 Selfoss......................................................... 32 Grindavík.................................................... 29 Einkunnagjöfin Gul Rauð Stig Breiðablik................................... 9 0 9 Keflavík .................................... 15 0 15 Fram ......................................... 16 1 20 Haukar...................................... 21 0 21 Valur ......................................... 24 0 24 KR............................................. 21 1 25 Selfoss....................................... 21 1 25 Grindavík.................................. 16 3 28 Stjarnan.................................... 24 1 28 Fylkir........................................ 19 3 31 ÍBV............................................ 24 2 32 FH............................................. 21 3 33  Gefið er eitt refsistig fyrir gult spjald og fjögur fyrir rautt spjald. Spjöldin II KR (5) ......................................... 9924 1985 FH (4) ........................................ 6326 1582 Fylkir (4) .................................... 6027 1507 Breiðablik (5) ............................. 6825 1365 Valur (6) ..................................... 6854 1142 Selfoss (5) .................................. 5478 1096 Haukar (4) ................................. 4301 1075 Keflavík (4) ................................ 4251 1063 ÍBV (3) ....................................... 2889 963 Stjarnan (5) ............................... 4575 915 Grindavík (4) ............................. 3632 908 Fram (5) ..................................... 4509 902 Samtals: 65.591. Meðaltal: 1.215.  Fjöldi heimaleikja í svigum. Fremri tal- an er heildarfjöldi áhorfenda á heima- leikjum viðkomandi liðs en aftari talan er meðaltal á hvern heimaleik. Aðsóknin Hér má sjá markskot liðanna, skot sem hitta á mark innan sviga og síðan mörk skoruð: ÍBV......................................... 120 (71) 14 Breiðablik .............................. 116 (73) 19 KR .......................................... 116 (61) 13 Valur....................................... 112 (66) 15 FH .......................................... 111 (65) 15 Keflavík.................................. 108 (59) 10 Stjarnan ................................. 103 (56) 20 Fram ........................................ 96 (52) 15 Fylkir ....................................... 89 (51) 17 Haukar..................................... 87 (47) 9 Grindavík ................................. 76 (43) 10 Selfoss ...................................... 70 (35) 11 Markskotin Albert B. Ingason, Fylki............................. 6 Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni .......... 6 Alfreð Finnbogason, Breiðabliki ............... 5 Gilles Mbang Ondo, Grindavík................... 5 Ívar Björnsson, Fram................................. 5 Atli Viðar Björnsson, FH ........................... 4 Björgólfur Takefusa, KR............................ 4 Danni König, Val ......................................... 4 Markahæstir Jóhann Þórhallsson, Fylki.......................... 4 Kristinn Steindórsson, Breiðabliki............ 4 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV ...................... 4 Hilmar Geir Eiðsson, Haukum .................. 3 Hjálmar Þórarinsson, Fram ...................... 3 Jón Guðbrandsson, Selfossi ....................... 3 Matthías Vilhjálmsson, FH........................ 3 Steinþór F. Þorsteinsson, Stjörnunni ....... 3 VIÐTAL Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Auðvitað vildi ég prófa eitthvað nýtt og vera áfram í Þýskalandi ef það hefði verið möguleiki en svo sýndi AIK mér áhuga og ég er ánægður með það. Tilboðið var gott, mér hefur alltaf liðið vel í Svíþjóð og gengið vel þar,“ sagði Helgi Valur Daníelsson, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann hefur nú skrifað undir samning til hálfs fjórða árs við Sví- þjóðarmeistara AIK eftir að hafa verið í hálft ár hjá Hansa Rostock í Þýskalandi. „Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu. Það stefndi í að maður yrði í einhverri óvissu um mánaða- mótin þegar samningurinn við Hansa Rostock rynni út þannig að það er fínt að hafa fengið málin strax á hreint. AIK er stór klúbbur sem ég hef oft spilað á móti og er náttúrlega ríkjandi meistari þó að liðinu hafi ekki gengið vel á þessari leiktíð. Það er núna kominn nýr þjálfari og búið að vera nokkuð um kaup og sölu á leikmönnum, og ég held að þetta sé fínn tími til að ganga til liðs við AIK og taka þátt í að rífa liðið upp,“ sagði Helgi Valur sem lék í Svíþjóð með Elfsborg og þar áður Öster áður en hann samdi við Hansa Rostock í jan- úar. Hann er 28 ára gamall varnar- tengiliður og hefur spilað 15 A- landsleiki fyrir Íslands hönd. Fallbarátta og Meistaradeild AIK er sem stendur í fallbaráttu í sænsku úrvalsdeildinni en tekur þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið mætir Jeu- nesse Esch frá Lúxemborg í 2. um- ferð í júlí. Félagið hefur gert tals- verðar breytingar á leikmannahópi sínum að undanförnu með það að markmiði að snúa gengi liðsins. „Ég veit að það voru 2 eða 3 miðjumenn að fara núna fyrir skömmu, sem hafa verið mikilvægir leikmenn, þannig að það er fínt pláss fyrir mig í liðinu. Ég hef samt ekkert rætt við þjálfarann hvað þetta varð- ar. Það gæti nú verið að við yrðum í fallbaráttu en ég hef fulla trú á að þetta lið haldi sér uppi. Núna veit ég betur út í hvað ég er að fara en þeg- ar ég fór til Þýskalands renndi ég frekar blint í sjóinn,“ sagði Helgi Valur sem upplifði erfiða tíma með Hansa Rostock í Þýskalandi. Liðið var í fallbaráttu 2. deild- arinnar þegar Helgi kom í janúar, ásamt Garðari Jóhannssyni, og féll að lokum eftir umspilsleiki við lið úr 3. deild. Það kom mjög á óvart enda var búist við að liðið yrði í toppbar- áttu deildarinnar. Byrjaður í þýskunámi „Þetta hefði eiginlega ekki getað farið verr og var allt eins og í lélegri bíómynd. Við töpuðum tveimur leikjum á síðustu spyrnu leiksins, það komu upp alls konar agavanda- mál, fyrirliðinn fór í sjö leikja bann þegar sex umferðir voru eftir fyrir að skalla leikmann, félagið skipti um þjálfara og stuðningsmennirnir voru alveg brjálaðir. Maður hefur aldrei kynnst öðru eins. Ég sé samt ekki eftir að hafa prófað þetta. Þetta er eitthvað sem maður lærir af,“ sagði Helgi Valur. „Þetta voru vissulega vonbrigði enda gerði ég þriggja og hálfs árs samning og var búinn að búa mig undir líf í Þýskalandi. Við Garðar vorum meira að segja rétt byrjaðir í þýskunámi hjá kennara en það var til einskis,“ bætti hann við. Nú er Helgi Valur hins vegar mættur aftur til Svíþjóðar þar sem hann hefur leikið frá 2006 en í þetta skipti fær þessi tæplega 29 ára gamli Fylkismaður að búa í höfuðborginni, nýgiftur með þriggja ára dóttur. „Það er allt annað að vera kominn í Stokkhólm eftir að hafa verið í Bo- rås með Elfsborg.“ „Eins og í lélegri bíómynd“  Helgi Valur Daníelsson laus frá Hansa Rostock í Þýskalandi eftir furðulegt tímabil  Agavandamál og skrautlegir stuðningsmenn  Samdi í gær við sænsku meistarana AIK til hálfs fjórða árs Morgunblaðið/Golli Svíþjóð Helgi Valur Daníelsson í baráttu við Mark van Bommel í leik Íslands og Hollands í undankeppni HM á síð- asta ári. Helgi samdi í gær við sænsku meistarana AIK og er því kominn aftur til Svíþjóðar eftir stutta fjarveru. Lið 9. umferðar í Pepsi-deild karla 5-3-2 Ingvar Þór Kale Breiðabliki Guðjón Árni Antoníusson Keflavík Kristján Valdimarsson Fylki Bjarni Hólm Aðalsteinsson Keflavík Eiður Aron Sigurbjörnsson ÍBV Úlfar Hrafn Pálsson Haukum Marel Baldvinsson Stjörnunni Atli Jóhannsson Stjörnunni Jóhann Þórhallsson Fylki Tryggvi Guðmundsson ÍBV Kristinn Jónsson Breiðabliki 3 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 2 2 2 2 2 Eyjamenn hafa skotið oftast allra á mark mótherjanna í fyrstu níu um- ferðum úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu. Þeir hafa átt 120 skot að marki, ríflega 13 að meðaltali í leik, og af þeim hefur 71 ratað á markið. Fjórtán sinnum hefur boltinn svo skilað sér í netmöskvana, eða í um það bil fimmta hverju skoti sem hitt hefur á mark andstæðinganna. Breiðablik og KR koma næst á eftir með fjórum skotum minna en ÍBV. Það eru hins vegar Selfyss- ingar sem hafa sjaldnast ógnað marki í sumar, þeir hafa aðeins skotið 70 sinnum á mark, tæplega átta sinnum að meðaltali í leik, og hitt í helmingi skiptanna, eða 35. Þó hafa nýliðarnir náð að skora 11 mörk og því nýtt skotin ágætlega. Aðsóknin lakari Nokkuð hefur dregið úr aðsókn á leiki deildarinnar í síðustu umferð- um og má eflaust kenna HM um að einhverju leyti. Það voru t.d. ekki nema um 900 manns að meðaltali á hverjum leik í deildinni um síðustu helgi en meðaltal sumarsins er 1.215 áhorfendur á leik. Hér til hliðar má sjá ýmsar stað- reyndir um deildina í sumar, að níu umferðum loknum. vs@mbl.is Eyjamenn skjóta oftast að marki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.