Morgunblaðið - 01.07.2010, Síða 1

Morgunblaðið - 01.07.2010, Síða 1
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010 VIÐSKIPTABLAÐ Hefur kreppan orðið til að breyta viðhorfi fólks til kaup- félaga? Sveitó er hið besta mál 12 Allrahanda er orðið umsvifamikið ferða- þjónustufyr- irtæki. Gripu tækifærin sem buðust 11 Evrópskir bankar eiga margir erfitt með að fjármagna sig á markaði. Bankar í vanda 4 Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Ábyrgðir ríkissjóðs, þegar teknar eru með inn- stæður á bankareikningum, nema alls um 2.900 milljörðum króna. Er hér horft framhjá þeim fjárhæðum sem um er deilt í Icesave-málinu, en ef þær bætast við nema ábyrgðir ríkisins um 3.600 milljörðum. Í þessum tölum eru ekki ábyrgðir vegna tryggingafræðilegs halla á op- inberum lífeyrissjóðum, en þær hafa verið tald- ar til skulda ríkissjóðs en ekki ábyrgða. Ríkisábyrgðir að undanskildum inn- stæðum og lífeyrisskuldbindingum nema sam- kvæmt tölum Lánasýslunnar 1.336,5 millj- örðum króna. Langstærstu þættirnir eru annars vegar Landsvirkjun og hins vegar Íbúðalánasjóður. Ábyrgðir vegna þessara tveggja þátta nema samtals 1.255 milljörðum króna. Staða Landsvirkjunar er af þessum tveim- ur stofnunum umtalsvert sterkari en lána- sjóðsins. Hagnaður Landsvirkjunar á síðasta ári nam 24,7 milljörðum króna á núvirði og eig- infjárstaða fyrirtækisins er mjög sterk. Takist fyrirtækinu að endurfjármagna skuldir sínar í tæka tíð er engin ástæða til að ætla að skuldir þess lendi á ríkissjóði. Ástandið hjá Íbúðalánasjóði er hins vegar annað og verra. Vissulega ætti tekjuflæði hans að vera sæmilega tryggt og hann er með veð fyrir stærstum hluta útlána sinna ef ekki öll- um. Tap varð hins vegar á rekstri sjóðsins í fyrra og nam það 3,2 milljörðum króna. Þegar haft er í huga að eigið fé sjóðsins er ekki nema rúmir tíu milljarðar er alls ekki útilokað að rík- ið muni að minnsta kosti þurfa að hlaupa undir bagga með sjóðnum ef taprekstur heldur áfram. Lágt eiginfjárhlutfall sjóðsins – 1,3 pró- sent – undirstrikar líka það hve illa hann er staddur til að bregðast við ófyrirséðum áföll- um. Verði meiri vanskil á íbúðalánum frá sjóðnum en nú er gert ráð fyrir gæti hann þurft á aðstoð að halda. Skuldir sveitarfélaganna samtals eru um 235 milljarðar króna og nam halli á rekstri þeirra 16,8 milljörðum. Þegar fyrirtæki sveit- arfélaganna eru skoðuð sést að þau voru í heildina rekin með halla árið 2008, mismiklum þó. Orkuveitur hafa í þessu sambandi ákveðna sérstöðu einfaldlega vegna stærðar sinnar, en orkuveitur sveitarfélaganna voru í heild reknar með 76,3 milljarða króna halla árið 2008. Skuldir orkuveitnanna voru í lok þess árs 222,3 milljarðar króna og eignir umfram skuldir námu 48,2 milljörðum. Þetta þýðir að hafi rekstrarniðurstaða orkuveitnanna verið sam- bærileg árið 2009 og 2008 er eigið fé þeirra nei- kvætt núna. Morgunblaðið/Golli Ábyrgð Stærstur hluti ríkisábyrgða í lok fyrsta ársfjórðungs var vegna Íbúðalánasjóðs, en Lánasýslunni telst svo til að þær nemi 880 milljörðum. Gríðarháar ábyrgðir  Ábyrgðir ríkissjóðs vegna fyrirtækja, stofnana og innstæðna í bönkum nema þúsundum milljarða Ganga verður út frá því sem gefnu að fjöl- miðlar segi fréttir í stað þess að skapa þær, hvað svo sem ákveðnir áhyggjufullir blogg- arar halda. Hins vegar geta komið upp tilvik, þar sem blaðamaður er með frétt í hönd- unum, sem getur hins vegar haft alvarleg áhrif á samfélagið ef hún er sögð. Sem betur fer er ástandið ekki oft slíkt að blaðamenn standi frammi fyrir slíku vali. Haustið 2008 kom hins vegar upp slík staða, þegar fréttir tóku að berast af því að fólk væri að taka innstæður sínar út úr bönkum. Fjölmiðill hefur skyldum að gegna við les- endur sína. Ef raunveruleg hætta er á að banki geti farið á hausinn, er þá ekki rétt að fjölmiðill vari lesendur við því svo þeir geti bjargað sparifé sínu? Hins vegar getur slíkur fréttaflutningur breytt einstökum úttektum í bankaáhlaup og leitt til þess að bankinn verði gjaldþrota. Þessi tvö sjónarmið og hagsmunir eru í raun ósamrýmanleg. Þegar raunverulegt banka- áhlaup er hafið getur banki þurft að loka dyr- um sínum á nokkrum klukkutímum og þá er of seint að segja fréttina. Á móti kemur áður- nefnt sjónarmið að ótímabær eða jafnvel óá- byrgur fréttaflutningur af bankaáhlaupi get- ur búið til slíkt áhlaup. Ábyrgð blaðamanna á Íslandi er jafnvel enn meiri en annars staðar af þeirri einföldu ástæðu að hér eru bankar færri og mun stærri, sem hlutfall af stærð hagkerfisins, en annars staðar. Ég ætla ekki að láta eins og einhver óskeik- ul meginregla sé til um tilvik sem þessi, held- ur verður hver og einn að marka sína skoðun og stefnu hvað þetta varðar. Skoðun Fjölmiðlar Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Mörkin á milli þess að segja og skapa fréttir Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum VALITOR um hvaða lausnir henta þér best. Við kappkostum að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi og skjóta þjónustu. Hafðu samband í síma 525 2080 og kynntu þér málið VISA og Mastercard færsluhirðing! FYRIRTÆKJALAUSNIR VALITOR • Laugavegi 77 • 101 Reykjavík • fyrirt@valitor.is • www.valitor.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.