Morgunblaðið - 01.07.2010, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010
8 Ferðamannageirinn
REYKHOLTSHÁTÍÐ 2010
St. Basil karlakórinn frá Dómkirkjunni í Moskvu,
Þóra Einarsdóttir sópran og Reykholtstríóið verða meðal
flytjenda á hátíðinni sem verður haldin
21.-25. júlí nk.
Forsala aðgöngumiða á midi.is.
Nánari upplýsingar á www.reykholtshatid.is
og í síma 822-7419
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Ekki ætti að hafa farið framhjá nein-
um hversu mikill vöxtur hefur verið í
ferðaþjónustu á Akureyri. María Hel-
ena Tryggvadóttir, verkefnastjóri
ferða- og atvinnumála hjá Akureyr-
arstofu, nefnir sem dæmi að bara
með skemmtiferðaskipunum sem
leggjast þar að bryggju komi á bilinu
80-90.000 gestir en Akureyrarhöfn
hefur verið valin ein af bestu höfnum
Evrópu meðal gesta skemmti-
ferðaskipa: „Yfir allt árið erum við
með viðburði sem draga að fjölda
fólks. Dagskráin hefst með Vetr-
arhátíð, við höldum Páskaævintýri,
þá kemur sjómannadagurinn, Bíla-
dagar, Listasumar, Artic Open, N1-
og Pollamótið, Miðaldadagar á Gás-
um, hátíðin Ein með öllu um versl-
unarmannahelgina, Akureyrarvaka á
afmæli bæjarins í lok ágúst og svo
Aðventuævintýri í árslok.“
Margt sem laðar að
María segir að öll ferðaþjónusta á
svæðinu njóti góðs af t.d. Hlíðarfjalli,
Listasafninu á Akureyri, sundlaug
bæjarins og uppfærslum leikfélagsins
sem laða að fjölda fólks allt árið um
kring. „Sem dæmi þá eru áhrifin af
Hlíðarfjalli slík að þar sem mikið
snjóaði síðasta vetur voru nánast öll
gistipláss fullnýtt frá áramótum og
fram yfir páska,“ segir hún. „Leik-
félagið hefur verið að setja upp ómót-
stæðilegar sýningar og frábær pakki
að geta komið hingað norður í helg-
arferð eða vikuferð, upplifað menn-
ingarlífið og útivistina og kannski
leitað út fyrir bæinn að upplifa ein-
staka náttúru.“
Skýrari áherslur
Viss tímamót urðu haustið 2007 með
stofnun Akureyrarstofu, en María
bendir á að fram að þeim tíma hafi
bæjarfélagið sjálft ekki komið mikið
að ferðamálum með öðru móti en að
styrkja Markaðsskrifstofu Norður-
lands. „Samstarfið við Markaðs-
skrifstofuna heldur áfram, en með
Akureyrarstofu gefst okkur svigrúm
til að einbeita okkur að því að gera
Akureyri að betri ferðamanna- og
áfangastað.
Árangurinn af öflugu uppbygg-
ingarstarfi segir María að sé augljós
og áhrifin á atvinnulífið í bænum fari
ekki milli mála, t.d. þegar íbúafjöld-
inn beinlínis tvöfaldast á hátíðum
bæjarins. „Gott samstarf hefur kom-
ist á milli aðila í bænum og hittast
ferðaþjónustuaðilar, fulltrúar fyr-
irtækja og bæjarbúar á súpufundum
á 6-8 vikna fresti. Þar hefur mæting
verið fjarskagóð og nota menn tæki-
færið bæði til að stilla saman strengi
sína en ekki síður til að kynna verk-
efni sín og deila góðum hugmyndum.“
Þjónustan við ferðamenn
hefur mikið að segja
Mikill uppgangur í ferðaþjónustu á Akureyri undanfarin ár Settu aukinn kraft í
starfið með stofnun Akureyrarstofu og halda margar vinsælar hátíðir í bænum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Samstillt María segir aðila í bænum hittast á reglulegum súpufundum til að
stilla saman strengi sína og velta upp góðum ferðaþjónustuhugmyndum.
Í ágúst munu Akureyringar
taka í notkun nýtt menningar-
hús sem fengið hefur nafnið
Hof. „Þar verður til nýtt kenni-
leiti í hjarta bæjarins og verður
húsið mikil lyftistöng fyrir
menningar- og viðburðalíf bæj-
arins,“ bendir María á og segir
að vöntun hafi verið á húsnæði
af þessari tegund og í þessum
gæðaflokki á svæðinu en þegar
er búið að skipuleggja fjölda
viðburða í húsinu langt fram í
tímann. „Í Hofi verður öll að-
staða og hljómburður til fyr-
irmyndar, hægt verður að setja
upp stórar sýningar sem krefj-
ast flókins tæknibúnaðar og
leikmynda hvort sem um er að
ræða óperur, söngleiki eða tón-
leikahald. Þar verður líka góð
aðstaða fyrir ráðstefnu- og
fundahald og sjáum við fram á
mikla möguleika á því sviði.“
Nýir möguleikar með opn-
un menningarhússins