Morgunblaðið - 08.07.2010, Síða 2
2 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2010
KNATTSPYRNA
1. deild kvenna B
Fram – Fjölnir.......................................... 1:3
Staðan:
Selfoss 7 7 0 0 40:8 21
ÍBV 7 6 0 1 40:5 18
ÍR 8 4 0 4 14:24 12
Fjarðab./Leikn. 7 3 1 3 13:18 10
Fjölnir 7 3 1 3 7:21 10
Sindri 7 2 0 5 12:22 6
Fram 8 1 2 5 10:22 5
Höttur 7 0 2 5 6:22 2
HANDKNATTLEIKUR
Opna Evrópumót U18 kvenna
Leikið í Gautaborg:
Ísland – Austurríki............................... 18:18
í kvöld
KNATTSPYRNA
Evrópudeild UEFA, 1. umf, seinni leikur:
Laugardalsv.: Fylkir – Torpedo Zhodino 19
Úrvalsdeild karla, Pepsí-deildin:
Kópavogsv.: Breiðablik – Stjarnan..... 19.15
Hásteinsvöllur: ÍBV – Keflavík........... 19.15
Vodafonevöllurinn: Valur – Haukar ... 19.15
Grindavíkurv.: Grindavík – Selfoss..... 19.15
Kaplakriki: FH – Fram ............................ 20
1. deild karla:
Akureyrarvöllur: KA – Þór ...................... 19
2. deild karla:
Garður: Víðir – Víkingur Ó....................... 20
3. deild karla:
Varmárvöllur: Hvíti riddarinn – Árborg. 20
Stjörnuvöllur: KFG – Björninn................ 20
Hvolsvöllur: KFR – Markaregn .............. 20
Fagrilundur: KFK – Berserkir........... 18.30
Egilshöll/úti: Vængir Júpíters – Ægir .... 20
Leiknisvöllur: KB – Augnablik ................ 20
Fagrilundur: Ýmir – Léttir ................. 20.30
Grenivík: Magni – Dalvík/Reynir ............ 20
1. deild kvenna:
Bessastaðav.: Álftanes – Þróttur R ......... 20
Handknattleikssamband Evrópu,
EHF, hefur ákveðið að sekta Hand-
knattleikssamband Íslands, HSÍ, um
2.000 evrur eða sem svarar rúmlega
315.000 íslenskum krónum.
Sektin er tilkomin vegna leiks Ís-
lands og Austurríkis í undankeppni
Evrópumeistaramóts kvenna í Voda-
fonehöllinni að Hlíðarenda 18. október
á síðasta ári. Þar þóttu merkingar á
gólfi ekki samræmast reglugerð und-
ankeppninnar um að leikir hennar
skuli fara fram á leikvelli þar sem ein-
göngu eru merkingar fyrir hand-
boltavöll. Í þessu tilfelli voru línur sem
lagðar höfðu verið til notkunar í öðrum
íþróttum en hand-
knattleik, líkt og
þekkist í flestum
íþróttahúsum lands-
ins.
„Þarna áttu sér
stað hrein og klár
mistök hjá okkur hjá
HSÍ þar sem við
höfðum ekki farið
nógu vel yfir reglu-
gerð keppninnar þar
sem segir að leika verði á sérstöku
handboltagólfi,“ sagði Einar
Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ,
í gær. Að sögn Einars stendur ekki til
að áfrýja niðurstöðu EHF. Aðeins verði
látið nægja að mótmæla henni. Einar
segir ennfremur að engar athugasemdir
hafi komið fram hjá eftirlitsmanni á
vegum EHF þegar hann tók út keppn-
ishúsið áður en fyrrgreindur leikur fór
fram.
Einar segir að HSÍ hafi aldrei áður
fengið athugasemd eða sekt fyrir að
uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar
eru til sambandsins þegar alþjóðlegir
kappleikir eigi í hlut.
Áður höfðu austurrísku og þýsku
handknattleikssamböndin verið sektuð
um sömu upphæð af sömu sökum.
iben@mbl.is/ sindris@mbl.is
HSÍ sektað um 2.000 evrur vegna leikvallar
Einar
Þorvarðarson
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Ný þjóð bætist á lista þeirra sem hafa
orðið heimsmeistarar í knattspyrnu
karla á sunnudagskvöldið þegar úr-
slitaleik Evrópumeistara Spánar og
Hollands lýkur. Það er ljóst eftir að
Spánverjar tryggðu sér sæti í úrslita-
leiknum í gær með því að skella hinu
bráðskemmtilega og efnilega liði
Þýskalands, 1:0, í undanúrslitaleik í
Soccer City í Jóhannesarborg. Hvorki
Spánverjar né Hollendingar hafa orðið
heimsmeistarar. Spánverjar hafa aldr-
ei komist í úrslitaleik áður, en Hollend-
ingar eiga tvær bitrar minningar frá
töpuðum úrslitaleikjum með fjögurra
ára millibili, 1974 í Þýskalandi og aftir
fjórum árum síðar í Argentínu. Það var
Katalóníumaðurinn Carles Puyol sem
skoraði markið sem skildi liðin að í
leikslok í gær. Hann skallaði boltann af
krafti í mark Þjóðverja á 73. mínútu
eftir hornspyrnu samherjans frá
Barcelona, Xavi.
Þótt Spánverjar ynnu með minnsta
mun þá var sigur þeirra verðskuldaður
þegar öllu er á botninn hvolft. Þeir voru
beittari allan leikinn og héldu hinum
frísku þýsku leikmönnum niðri lengst
af leik með þeim afleiðingum að þýska
liðið náði aldrei þeim hröðu og
skemmtilegu sóknum sem einkennt
hafa leik þess fram til þessa á heims-
meistaramótinu.
Spánverjar léku skemmtilega saman
allan leikinn en á tíðum hafði maður þá
tilfinningu að þeir ætluðu sér að leika
boltanum alla leið í markið. Á stundum
virtist einnig sem það vantaði beittari
mann í fremstu víglínuna.
Okkar besti leikur á HM
„Þetta var klárlega okkar besti leik-
ur í keppninni,“ sagði framherjinn
David Villa sigurreifur á blaðamanna-
fundi í gærkvöldi. „Enn einu sinni
sýndum við okkar bestu hliðar þegar
mest á reyndi. Við verðskulduðum
þennan nauma sigur því við vorum
betra liðið í leiknum frá upphafi til
enda,“ sagði Villa ennfremur en hann
fór af leikvelli rúmlega tíu mínútum
fyrir leikslok í skiptum við Fernando
Torres.
Höfum ekkert unnið ennþá
„Þótt við séum komnir í úrslitaleik-
inn þá er alveg ljóst að við höfum ekk-
ert unnið ennþá. En við höfum náð viss-
um áfanga, áfanga sem önnur spænsk
landslið hafa ekki náð í gegnum sög-
una.
Menn verða gera sér grein fyrir því
að hollenska liðið er frábært og verður
ekki auðveldlega lagt að velli,“ sagði
Vicente del Bosque, landsliðþjálfari
Spánar, yfirvegaður að vanda.
„Við höfum leikið frábærlega í
keppninni fram að þessum leik þar sem
við náðum okkur því miður alls ekki á
strik,“ sagði Joachim Löw, landsliðs-
þjálfari Þjóðverja, í leikslok í gærkvöldi
en hann var fyrsti maður til að óska Vi-
cente del Bosque, landsliðsþjálfara
Spánar, til hamingju með sigurinn og
sæti í úrslitaleik heimsmeistaramóts í
fyrsta sinn í knattspyrnusögu Spánar.
„Því miður þá náðum við okkur aldr-
ei alvarlega á strik í þessum leik,“ sagði
Philipp Lahm, fyrirliði Þjóðverja á
blaðamannafundi eftir leikinn. „Spán-
verjar eru með afar sterkt lið og hafa
verið og eru afar sigurstranglegir.“
Markvörður þýska liðsins, Manuel
Neuer, sem vakið hefur mikla athygli á
mótinu, sagði spænska liðið hafa verð-
skuldað sigurinn. „Ég vil aðeins óska
þeim alls hins besta í úrslitaleiknum við
Hollendinga á sunnudag,“ sagði Neuer
sem kom engum vörnum við þegar Pu-
yol skoraði sigurmarkið.
Reuters
Sigurmarkið Carles Puyol (5) stekkur hæst og skallar knöttinn án þess að varnarmenn Þjóðverja fá rönd við reist.
Spánn í úrslitaleik
HM í fyrsta sinn
Þjóðverjar náðu sér aldrei á strik Puyol með sigurmarkið
Bert van Marwijk, þjálfari hol-lenska karlalandsliðsins í knatt-
spyrnu, hefur ákveðið að verðlauna
leikmenn sína með tveggja daga
hvíld fyrir að komast í úrslitaleik
HM. Hollensku leikmennirnir hafa
nú leikið sex leiki á rúmum þremur
vikum. Þeir munu mæta til æfinga á
nýjan leik á laugardaginn og leika
svo til úrslita á sunnudagskvöld.
Ólafur Sveinsson handknattleiks-þjálfari hefur verið ráðinn þjálf-
ari norska kvennaliðsins Bravo frá
Tromsö, sem leikur í 2. deild þar í
landi. Ólafur hefur verið í Noregi
undanfarin ár og þjálfað kvennalið
Træff og Jotun. Hann tekur form-
lega við liðinu þegar undir-
búningstímabilið hefst 26. júlí. Ólafur
er ráðinn til eins árs með ákvæðum
um mögulega framlengingu.
Ágúst Jó-hannsson,
þjálfari norska
úrvalsdeildarliðs-
ins Levanger,
kemur með lið sitt
í æfingabúðir
hingað til lands í
byrjun næsta
mánaðar. Ágúst
er að hefja sitt
annað keppnistímabil með liðið sem
hefur m.a. á að skipa íslensku lands-
liðskonunni Rakel Dögg Bragadótt-
ur. Þá gekk Ramune Pekarskyte til
liðs við Levanger fyrir skömmu eftir
sex ára veru hjá Haukum. Æfingar
hefjast hjá Levanger eftir um 10
daga. Auk æfinga hér á landi og
skoðunarferða þá mun Levanger-
liðið leika æfingaleiki við íslensk fé-
lagslið.
Arsenal tilkynnti í gær um kaup áfranska varnarmanninum
Laurent Koscielny. Hann kemur til
Lundúnaliðsins frá franska liðinu
Lorient. Koscielny er 24 ára gamall
og leikur í stöðu miðvarðar. ,,Kos-
cielny er miðvörður sem hefur mikla
hæfileika og stóð sig afar vel með
Lorient á síðustu leiktíð. Hann er
sterkur og fljótur og hann er afar góð
viðbót í okkar hóp,“ sagði Arsene
Wenger knattspyrnustjóri á vef Ars-
enal.
Massimo Mo-ratti, for-
seti Evrópu- og
Ítalíumeistara
Inter, hefur stað-
fest að Manchest-
er United hafi
sýnt áhuga á að fá
hollenska knatt-
spyrnumanninn
Wesley Sneijder
til liðs við sig. Sneijder kom til Inter
fyrir síðustu leiktíð frá Real Madrid
og er samningsbundinn Mílanóliðinu
til ársins 2013. Hann hefur farið á
kostum með Hollendingum á HM og
á stóran þátt í að þeir eru komnir í
úrslit mótsins en Sneijder hefur ver-
ið prímus mótor liðsins á miðjunni og
hefur skorað fimm mörk.
Fólk sport@mbl.is
U NDANÚRSLIT
Þýskaland – Spánn 0:1
0:1 Carles Puyol 73.
Lið Þýskalands: Neuer – Lahm, Merte-
sacker, Friedrich, Boateng (Jansen 52.) –
Khedira (Gomes 81.), Özil, Schweinsteiger
– Trochowski (Kroos 62.), Klose, Podolski.
Lið Spánar: Casillas – Ramos, Piqué, Puy-
ol, Capdevila – Sergio, Xavi, Alonso (Marc-
hena 90.) – Villa (Torres 81.), Pedro (Silva
86.), Iniesta.
Dómari: Viktor Kassai, Ungverjalandi.
Áhorfendur: 60.960.
Markahæstir á HM
David Villa, Spáni ........................................ 5
Wesley Sneijder, Hollandi.......................... 5
Thomas Müller, Þýskalandi ....................... 4
Miroslav Klose, Þýskalandi........................ 4
Diego Forlán, Úrúgvæ................................ 4
Gonzalo Higuaín, Argentínu ...................... 4
Róbert Vittek, Slóvakíu .............................. 4
Lúis Suárez, Úrúgvæ.................................. 3
Landon Donovan, Bandaríkj...................... 3
Lúis Fabiano, Brasilíu ................................ 3
Asamoah Gyan, Gana.................................. 3
Þeir Lukas Podolski (Þýskalandi), Elano
(Brasilíu), Arjen Robben (Hollandi), Tiago
(Portúgal), Robinho (Brasilíu), Keisuke
Honda (Japan), Brett Holman (Ástralíu),
Javier Hernández (Mexíkó), Kalu Uche
(Nígeríu), Samuel Eto’o (Kamerún), Carlos
Tévez (Argentínu), Lee Chung-Yong (S-
Kóreu) og Lee Sung-Yoo (S-Kóreu) eru
með 2 mörk hver.
Ú RSLITALEIKIR
Laugardagur 10. júlí, bronsleikur:
Úrúgvæ – Þýskaland............................ 18.30
Sunnudagur 11. júlí, úrslitaleikur:
Holland – Spánn ................................... 18.30
Nýliðar Hauka hafa samið við hollensk-banda-
ríska leikmanninn Gerald Robinson um að leika
með körfuknattleiksliði félagsins í Iceland Ex-
press-deild karla á komandi leiktíð sem hefst 7.
október þegar Haukar sækja Hamar heim í
Hveragerði.
Robinson er 26 ára gamall og fæddur í Amst-
erdam, Hollandi, en uppalinn í Bandaríkjunum.
Þar lék hann með Tennessee-háskólanum en í
kjölfarið hélt hann til Evrópu og lék á Spáni og á
Bretlandi áður en hann samdi við Freiburg í
Þýskalandi sem hann lék með á síðustu leiktíð.
Koma Robinsons er sjálfsagt hvalreki fyrir
reynslulítið lið Hauka sem vann sér sæti í úrvals-
deild síðasta haust með því að leggja Val að velli
í umspilsleikjum. sindris@mbl.is
Haukar semja
Patrick Vieira
hann gefi ekk
beita sér alfar
Vieira vona
lék á HM en h
mond Domen
„Ég einbeit
mitt besta fyr
Mancini hefur
Vieira segi
Frakka á HM
sínum riðli og
leikur var í kr
ar sem elska s
hafði ekkert v
inum en það t
Patri