Morgunblaðið - 08.07.2010, Qupperneq 4
4 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2010
Stórleikur 11. umferðar úrvals-
deildar karla í fótboltanum í kvöld
er án efa viðureign ÍBV og Kefla-
víkur. Liðin eru í 2. og 3. sæti deild-
arinnar og mætast á Hásteinsvell-
inum.
Þetta eru tvö sterkustu varnarlið
deildarinnar, ÍBV hefur aðeins
fengið á sig átta mörk í sumar og
Keflavík níu, og þar af fengu Kefl-
víkingar á sig fjögur mörk í eina
tapleiknum, gegn Stjörnunni.
Þá eru Eyjamenn það lið sem
oftast hefur skotið á mark mót-
herjanna í sumar, 130 sinnum í
10 leikjum eða 13 sinnum að
meðaltali í leik.
Með leiknum í kvöld hefst
óvenjuleg heimaleikjahrina
ÍBV sem spilar nú fimm
leiki í röð í deildinni á Há-
steinsvelli. Það kemur til
vegna þess að leikjum liðsins við
Val var víxlað í vor þegar Hásteins-
völlur var ekki leikfær vegna ösku
úr Eyjafjallajökli.
ÍBV leikur sem sagt við Keflavík
í kvöld, síðan koma Fram og Valur
í heimsókn til Eyja seinna í þessum
mánuði, og svo FH og Haukar með
þriggja daga millibili í fyrstu vik-
unni í ágúst.
Breiðablik, sem nú trónir á toppi
deildarinnar í fyrsta sinn í 28 ár,
tekur á móti Stjörnunni á Kópa-
vogsvelli. Þar fara tvö af líflegustu
liðum deildarinnar í ár og líkurnar
á markalausu jafntefli verða að
teljast með minnsta móti.
FH og Fram eigast við í Kapla-
krika en bæði lið þurfa á sigri að
halda til að missa ekki efstu liðin of
langt fram úr sér.
Grindavík og Selfoss eigast við í
fallslag í Grindavík en eitt stig
skilur að liðin í 10. og
11. sætinu.
Loks mætast
Valur og Haukar á
sameiginlegum
heimavelli sínum á
Hlíðarenda.
Leik Fylkis og KR
var frestað til 22.
júlí þar sem bæði lið
spila í Evrópudeild
UEFA í kvöld.
Stórleikur
kvöldsins er
í Eyjum
Þessir eru með flest M í einkunnagjöf
Morgunblaðsins. Gefið er eitt M fyrir
góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik
og þrjú M fyrir frábæran leik.
Leikmenn
Steinþór F. Þorsteinsson, Stjörnunni . 11
Bjarni Guðjónsson, KR......................... 10
Albert Sævarsson, ÍBV........................... 9
Alfreð Finnbogason, Breiðabliki............ 9
Kristján Hauksson, Fram ...................... 9
Arnar Sveinn Geirsson, Val ................... 8
Daði Lárusson, Haukum......................... 8
James Hurst, ÍBV................................... 8
Andri Ólafsson, ÍBV ............................... 7
Daníel Laxdal, Stjörnunni...................... 7
Gilles Mbang Ondo, Grindavík............... 7
Hannes Þór Halldórsson, Fram............. 7
Ingvar Þór Kale, Breiðabliki ................. 7
Jón Guðni Fjóluson, Fram ..................... 7
Matthías Vilhjálmsson, FH .................... 7
Ólafur Páll Snorrason, FH..................... 7
Tryggvi Guðmundsson, ÍBV................... 7
Albert B. Ingason, Fylki ........................ 6
Alen Sutej, Keflavík................................ 6
Baldvin Sturluson, Stjörnunni ............... 6
Eiður Aron Sigurbjörnsson, ÍBV .......... 6
Gunnleifur Gunnleifsson, FH................. 6
Haraldur F. Guðmundsson, Keflavík .... 6
Kristinn Jónsson, Breiðabliki ................ 6
Kristinn Steindórsson, Breiðabliki ........ 6
Arnar Gunnlaugsson, Haukum .............. 5
Atli Guðnason, FH .................................. 5
Baldur Sigurðsson, KR........................... 5
Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Keflavík .... 5
Finnur Ólafsson, ÍBV ............................. 5
Guðmundur R. Gunnarsson, KR............ 5
Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni ...... 5
Hjörtur Logi Valgarðsson, FH.............. 5
Ian Jeffs, Val ........................................... 5
Jóhann Ólafur Sigurðsson, Selfossi....... 5
Samuel Tillen, Fram ............................... 5
Sævar Þór Gíslason, Selfossi ................. 5
Lið
ÍBV ......................................................... 59
Stjarnan.................................................. 54
Breiðablik............................................... 53
FH........................................................... 51
Fram....................................................... 48
Valur ....................................................... 47
KR........................................................... 46
Keflavík .................................................. 44
Fylkir...................................................... 37
Haukar ................................................... 37
Selfoss .................................................... 34
Grindavík................................................ 32
Einkunnagjöfin
Gul Rauð Stig
Breiðablik................................. 12 0 12
Keflavík .................................... 17 0 17
Haukar...................................... 24 0 24
Fram ......................................... 17 2 25
Valur ......................................... 28 0 28
KR............................................. 25 1 29
Grindavík.................................. 19 3 31
Selfoss....................................... 23 2 31
Stjarnan.................................... 27 1 31
Fylkir........................................ 22 3 34
FH............................................. 23 3 35
ÍBV............................................ 30 2 38
Gefið er eitt refsistig fyrir gult spjald og
fjögur fyrir rautt spjald.
Spjöldin II KR (6) ....................................... 10983 1831FH (4) ........................................ 6326 1582
Fylkir (4) .................................... 6027 1507
Breiðablik (5) ............................. 6825 1365
Keflavík (5) ................................ 6421 1284
Valur (6) ..................................... 6854 1142
Selfoss (6) .................................. 6501 1084
Haukar (5) ................................. 4881 976
ÍBV (3) ....................................... 2889 963
Fram (6) ..................................... 5690 948
Grindavík (4) ............................. 3632 908
Stjarnan (6) ............................... 5295 883
Samtals: 72.324.
Meðaltal: 1.205.
Fjöldi heimaleikja í svigum. Fremri tal-
an er heildarfjöldi áhorfenda á heima-
leikjum viðkomandi liðs en aftari talan er
meðaltal á hvern heimaleik.
Aðsóknin
Hér má sjá markskot liðanna, skot sem
hitta á mark innan sviga og síðan mörk
skoruð:
ÍBV......................................... 130 (77) 16
Breiðablik .............................. 129 (78) 22
KR .......................................... 128 (69) 14
FH .......................................... 126 (72) 16
Valur....................................... 123 (71) 17
Keflavík.................................. 119 (65) 11
Stjarnan ................................. 116 (65) 20
Fram ...................................... 112 (63) 17
Fylkir ..................................... 102 (57) 18
Haukar..................................... 95 (55) 10
Grindavík ................................. 86 (50) 10
Selfoss ...................................... 81 (41) 12
Markskotin
Albert B. Ingason, Fylki............................. 7
Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni .......... 6
Kristinn Steindórsson, Breiðabliki............ 6
Alfreð Finnbogason, Breiðabliki ............... 5
Danni König, Val ......................................... 5
Gilles Mbang Ondo, Grindavík................... 5
Ívar Björnsson, Fram................................. 5
Tryggvi Guðmundsson, ÍBV ...................... 5
Atli Viðar Björnsson, FH ........................... 4
Björgólfur Takefusa, KR............................ 4
Jóhann Þórhallsson, Fylki.......................... 4
Denis Sytnik, ÍBV ....................................... 3
Guðmundur Pétursson, Breiðabliki........... 3
Hilmar Geir Eiðsson, Haukum .................. 3
Hjálmar Þórarinsson, Fram ...................... 3
Jón Guðbrandsson, Selfossi ....................... 3
Matthías Vilhjálmsson, FH........................ 3
Ólafur Páll Snorrason, FH ......................... 3
Steinþór F. Þorsteinsson, Stjörnunni ....... 3
Markahæstir
VIÐTAL
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Kristinn Steindórsson er einn af ungu leik-
mönnunum í liði Breiðabliks sem hefur sprung-
ið út í sumar. Þessi tvítugi snaggaralegi sókn-
armaður hefur skorað sex mörk í 10 leikjum
Blika í Pepsideildinni og átti stóran þátt í að
skjóta Kópavogsliðinu á toppinn í fyrsta sinn í
28 ár þegar hann skoraði tvö mörk í 3:1-sigri á
Selfyssingum í vikunni.
„Það er gaman að vera á toppnum en við er-
um komnir niður á jörðina og byrjaðir að búa
okkur undir leikinn við Stjörnuna,“ sagði Krist-
inn við Morgunblaðið en Blikarnir taka á móti
grönnum sínum í Stjörnunni í kvöld.
Erum í þessu til að vinna
Nú þegar deildin er að verða hálfnuð og þið
á toppnum er þá nokkuð annað í spilunum en
að stefna á Íslandsmeistaratitilinn?
„Ég sé ekkert annað í stöðunni. Við erum í
þessu til að vinna og ég held að við séum alveg
með lið til að gera góða hluti,“ sagði Kristinn
en Kópavogsliðið hefur aldrei hampað Íslands-
meistaratitlinum. Blikar unnu hins vegar sinn
fyrsta stóra titil í fyrra þegar þeir lögðu Fram
í bikarúrslitum.
Kristinn hefur verið skæður í framlínu
Breiðabliksliðsins. Hann er markahæsti leik-
maður liðsins með sex mörk og hefur lagt
nokkur upp fyrir félaga sína.
„Ég er sáttur við mína frammistöðu og það
er alltaf gaman að skora. Ég ætti þó að vera
kominn með fleiri, en á meðan liðið vinnur leik-
ina er ég ánægður,“ sagði Kristinn. Spurður
hvort hann hafi sett sér markmið varðandi
markaskorun í sumar sagði Kristinn: „Ég setti
markmiðin niður á blað fyrir tímabilið en ég
ætla halda þeim fyrir mig og síðan kemur í ljós
eftir tímabil hvernig til hefur tekist. Ég stefni
á að gera betur en í fyrra,“ sagði Kristinn, sem
skoraði átta mörk í 22 leikjum Blika í deildinni
í fyrra og lagði upp sjö mörk.
Megum ekki slaka á
Kristinn er uppalinn hjá Breiðabliki og hefur
eins og margir samherjar hans verið sigursæll í
yngri flokkunum. „Ég held að ég hafi unnið Ís-
landsmeistaratitilinn í öllum yngri flokkunum
frá því ég var polli. Við þekkjum því svo sem
alveg hvernig er að vinna. Þótt við séum á
toppnum í dag gerum við okkur grein fyrir því
að það er mikið eftir af mótinu og við megum
alls ekkert slaka á.“
Kristinn segist vera duglegur yfir
vetrartímann að taka aukaæfingar
og hann segir enga vafa á að þær
hafi skilað sér. „Maður lyftir og
hleypur aukalega og síðan hafa
verið morgunæfingar hjá Óla
þar sem áhersla hefur verið
lögð á boltaæfingar. Yfir
sumartímann tekur mað-
ur ekki jafnmikið af
aukaæfingum þar sem
álagið er mikið en ég
reyni þó oftast að gera
eitthvað eftir æfing-
arnar. Menn verða bara
betri fyrir vikið.“
Í sömu sporum og pabbinn
Síðast þegar Breiðablik var í toppbaráttu
í efstu deild, tímabilið 1991, var Steindór
nokkur Elíson í svipuðum sporum og Kristinn
er í Blikaliðinu í dag en Steindór er faðir
Kristins. Hann var mikill „refur“ í vítateig
andstæðinganna og afar lunkinn markaskorari
en Steindór varð markahæstur Blikanna sum-
arið 1991 með níu mörk. En skyldi Kristinn
þiggja einhver ráð frá karli föður sínum?
„Jú, jú. Hann veit alveg hvað hann syngur
og hefur hjálpað mér í gegnum tíðina. Það
er alltaf gott að leita til hans og ég geri það
þegar ég þarf. Hann var seigur að skora
mörk og var víst ótrúlega oft réttur maður
á réttum stað.“
Kristinn, sem hefur spilað með öllum yngri
landsliðunum, hefur eins og fleiri ungir og
efnilegir leikmenn farið út til reynslu hjá út-
lendum félögum og í vetur var hann við æfing-
ar hjá þýska liðinu Werder Bremen. Spurður
hvort það blundi í honum að verða atvinnumað-
ur í framtíðinni sagði Kristinn: „Að sjálfsögðu
stefnir maður að því. Það er langtíma-
draumurinn. Eins og staðan er í dag einbeiti ég
mér hins vegar bara að Breiðabliki og reyni að
gera eins vel og ég get. Svo lengi sem maður
stendur sig þá er möguleiki fyrir hendi að kom-
ast út. Draumurinn er líka að fá tækifæri með
A-landsliðinu og ég væri ekki í þessu nema
ætla að ná einhverjum árangri,“ sagði Kristinn,
sem hefur spilað þrjá leiki með U21 árs liðinu
og hefur í þeim skorað eitt mark.
Kristinn varð stúdent frá
Menntaskólanum í Kópavogi í vor
en ætlar að taka sér hlé frá
námi í vetur. Í sumar vinnur
hann á Kópavogsvelli þar sem
hann þekkir hverja þúfu.
Aukaæfingarnar hafa skilað sér
Kristinn Steindórsson skaut Blikum á toppinn í
fyrsta sinn í 28 ár Pabbinn var markahæstur
þegar Blikar voru í toppbaráttu 1991 Stefna
óhikað að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í sumar
Morgunblaðið/Ómar
Marksækinn Kristinn
Steindórsson er í hópi
markahæstu leikmanna
deildarinnar í sumar
með sex mörk.
Lið 10. umferðar í Pepsi-deild karla
5-4-1
Hannes Þór Halldórsson
Fram
James
Hurst
ÍBV
Eiður Aron
Sigurbjörnsson
ÍBV
Kristján Ómar
Björnsson
Haukum
Alen
Sutej
Keflavík
Ólafur Páll
Snorrason
FH
Bjarni
Guðjónsson
KR Albert Brynjar
Ingason
Fylki
Kristinn
Steindórsson
Breiðabliki
2
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
2
Kristinn
Jónsson
Breiðabliki
Haukur Páll
Sigurðsson
Val
2 3 3 3
22
2
4