Morgunblaðið - 09.07.2010, Síða 1
FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010
íþróttir
Úkraína næst KR-ingar ekki í vandræðum með að tryggja sér sæti í 2. umferð Evrópudeildar
UEFA. Manni færri í 35 mínútur í Belfast. Sigruðu 5:2 samanlagt. KR fer næst til Úkraínu. 4-5
Íþróttir
mbl.is
Brasilíski framherjinn Romario seg-
ir ómögulegt að spá fyrir um það
hvort það verði Spánverjar eða Hol-
lendingar sem hampi heimsmeist-
aratitlinum í knattspyrnu.
Romario, sem er 44 ára gamall og
varð heimsmeistari með Brasilíu-
mönnum í Bandaríkjunum árið 1994,
lék á árum áður með liðum í báðum
löndum. Hann var í PSV Eindhoven
1988-93 og í Barcelona 1993-95 og
Valencia 1997-98. Þá mætti hann
báðum þjóðum í úrslitakeppni HM
1994 þegar Brasilía gerði 2:2 jafn-
tefli við Spánn í riðlakeppninni og
sigraði Holland, 3:2, í átta liða úrslit-
unum og skoraði Romario í báðum
leikjunum.
„Mín spá? Ég veit það hreinlega
ekki. Það er erfitt að segja til um það
því mér líkar vel við bæði liðin. Ég er
ánægður að þessi lið mætist í úrslit-
um. Þau er bestu liðin á HM. Af
þeirri ástæðu eru þau komin í úr-
slitaleikinn. Þau eru fulltrúar þess
besta í fótboltanum, bæði hvað leik-
stíl varðar og tækni,“ sagði Romario
við frönsku fréttastofuna AFP.
Úrslitaleikur Hollands og Spánar
fer fram á Soccer City leikvanginum
í Jóhannesarborg á sunnudags-
kvöldið klukkan 18.30. Nákvæmlega
sólarhring fyrr, annað kvöld, leika
Úrúgvæ og Þýskaland um brons-
verðlaunin í borginni Port Eliza-
beth. gummih@mbl.is
„Þetta eru bestu liðin“
Brasilíumaðurinn Romario ánægður með úrslitaliðin tvö
á HM Segir þau vera fulltrúa þess besta í fótboltanum
Alfreð Finnbogason skoraði þrjú mörk og lagði eitt upp þegar Breiðablik
vann stórsigur á Stjörnunni, 4:0, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gær-
kvöld. Blikar eru þar með áfram efstir í deildinni, með 23 stig eins og Eyja-
menn sem unnu Keflvíkinga 2:1, en með betri markatölu. Alfreð er orðinn
markahæsti leikmaður deildarinnar með átta mörk. »3
Morgunblaðið/Eggert
Þrenna og Blikar efstir
Forráðamenn Akureyrar hand-
boltafélags leita nú logandi ljósi að
markverði fyrir karlalið sitt fyrir
átökin í N1-deildinni á næsta
keppnistímabili. Ljóst er að hvor-
ugur markvörður liðsins á síðasta
keppnistímabili leikur með liðinu á
því næsta. Hafþór Einarsson hefur
ákveðið að flytja suður þar sem
hann hyggur á frekara nám. Þá
ákvað Hörður Flóki Ólafsson að
leggja keppnisskóna á hilluna í lok
leiktíðar í vor.
Þar með er ljóst að Akureyringar
verða að leita að mönnum til fylla
skarð þeirra Hafþórs og Harðar
Flóka. Lítið framboð mun hins-
vegar vera á markvörðum innan-
lands og því alveg óvíst hvað tekur
við en víst er að útilokað er að
senda lið til keppni í N1-deildinni
án markvarðar. iben@mbl.is
Markvarðar-
lausir Akur-
eyringar
Íslenska stúlkna-
landsliðið í knatt-
spyrnu, U17 ára,
vann í gærkvöld
sigur á Svíum,
3:2, á Norður-
landamótinu í
Danmörku. Ís-
land fékk þar
með 6 stig og
hafnaði í öðru
sæti riðilsins og
mætir Bandaríkjunum eða Noregi í
leik um bronsið á laugardag.
Guðmunda Brynja Óladóttir kom
Íslandi yfir strax á 3. mínútu og eft-
ir hálftíma bætti Aldís Kara Lúð-
víksdóttir við marki, 2:0. Hildur
Antonsdóttir skoraði, 3:0, á 52. mín-
útu en Svíum tókst að minnka mun-
inn í 3:2 áður en leiknum lauk.
vs@mbl.is
Stúlkurnar
skelltu Svíum
Guðmunda Brynja
Óladóttir
Heimsmethafinn í 100 og 200 m
hlaupi karla, Usain Bolt frá Ja-
maíku, jafnaði besta tíma ársins í
100 m hlaupi á Demantamóti IAAF
í Lausanne í Sviss í gær. Bolt, sem
ekki hafði keppt frá 27. maí að
hann meiddist á hásin í keppni í
Ostrava, kom í mark í gær á 9,82
sekúndum og virtist í fínu formi.
Önnur helstu afrek mótsins: Kúbu-
maðurinn Dayron Robles vann 110
m grindahlaup karla á 13,01 sek-
úndu sem er hans besti tími í ár.
Eþíópíska stúlkan Geleta Burka
varð fyrst kvenna á þessu ári til að
hlaupa 1.500 m á skemmri tíma en
fjórum mínútum þegar hún kom í
mark á 3.59,28 mínútum og var rétt
á undan Ibtissam Lakhouad frá
Marokkó. iben@mbl.is
Bolt hefur
jafnað sig á
meiðslum
Reuters
Fljótur Usain Bolt náði góðum tíma
þrátt fyrir fjarveru frá hlaupa-
brautinni undanfarið.
Annað heimsmeistaramótið í röð
mætast tvær Evrópuþjóðir í úr-
slitaleiknum um heimsmeistaratit-
ilinn þegar Spánverjar og Hollend-
ingar leiða saman hesta sína á
Soccer City-vellinum í Jóhann-
esarborg á sunnudagskvöldið. Í
Þýskalandi fyrir fjórum árum átt-
ust Frakkar og Ítalir við í úrslitum
þar sem Ítalir höfðu betur í víta-
spyrnukeppni.
Brotið verður blað í sögu HM því
í fyrsta skipti mun Evrópuþjóð
hampa heimsmeistaratitlinum utan
álfunnar og Spánn eða Holland
verður áttunda þjóðin til að skrá
nafn sitt á verðlaunagripinn eft-
irsótta. Hinar sjö þjóðirnar eru:
Brasilía (5). Ítalía (4), Þýskaland
(3), Argentína (2), Úrúgvæ (2),
Frakkland og England.
Þetta verður í áttunda sinn sem
tvær Evrópuþjóðir leika til úrslita
um heimsmeistaratitilinn en heims-
meistaramótið í Suður-Afríku er
það 19. í röðinni frá því það var
fyrst haldið í Úrúgvæ árið 1930.
Úrslitaleikir Evrópuþjóða á HM
eru:
2006 (Þýskaland) Ítalía – Frakk-
land, 1:1. (Ítalir unnu í víta-
keppni, 5:3.)
1982 (Spánn) Ítalía – Vestur-
Þýskaland, 3:1.
1974 (Þýskaland) Vestur-Þýskaland
– Holland, 2:1.
1966 (England) England – Vestur-
Þýskaland, 4:2.
1954 (Sviss) Vestur-Þýskaland –
Ungverjaland, 3:2.
1938 (Frakkland) Ítalía – Ung-
verjaland, 4:2.
1934 (Ítalía) Ítalía – Tékkóslóvakía,
2:1. gummih@mbl.is
Áttundi Evr-
ópuslagurinn
Önnur keppnin í röð þar sem
tvö Evrópulið leika til úrslita
Íslenska karlalandsliðið í golfi sigr-
aði í gær lið Slóvakíu, 5:0, á Evr-
ópumóti áhugamannalandsliða í
Svíþjóð. Kvennalandsliðið tapaði 2:3
fyrir Ítalíu á EM kvenna á Spáni.
Karlarnir eru í keppni um sæti
17-20 á mótinu eftir að hafa endað í
18. sæti af 20 þjóðum í höggleik.
Holukeppni hófst í gærmorgun og
þar unnu Axel Bóasson og Hlynur
Geir Hjartarson saman í fjórmenn-
ingi, og þeir Kristján Þór Einarsson,
Alfreð Brynjar Kristinsson, Ólafur
Björn Loftsson og Sigmundur Einar
Másson lögðu allir andstæðinga
sína.
Karlarnir mæta Austurríki í leik
um 17. sætið á mótinu en Austurríki
vann Pólland, 5:0, í gær.
Í kvennakeppninni töpuðu Ragna
Ólafsdóttir og Ólafía Kristinsdóttir í
fjórmenningnum. Tinna Jóhanns-
dóttir og Nína Björk Geirsdóttir
unnu sína andstæðinga og komu Ís-
landi í 2:1 en Signý Arnórsdóttir og
Valdís Jónsdóttir töpuðu síðan sín-
um leikjum og lokatölur því 2:3.
Konurnar mæta Finnum í dag en
Ísland, Finnland og Ítalía spila um
sæti 15-17 á mótinu. Íslensku kon-
urnar urðu neðstar af 17 liðum í
höggleiknum. vs@mbl.is
Karlarnir sigruðu Slóvaka