Morgunblaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 5
Gestirnir náðu hinsvegar að jafna metin á 41. mínútu. Þá skoraði Júrí Ostroukh beint úr aukaspyrnu sem dæmd var hæpnum forsendum rétt ut- an vítateigs Fylkis. Ostroukh skaut hnitmiðuðu skoti ofarlega í markhorn- ið. Á fyrstu 20 mínútum síðari hálfleiks freistuðu Fylkismenn þess að bæta við marki. Þegar það tókst ekki þrátt fyr- ir nokkrar vænlegar sóknir kallaði Ólafur Þórðarson, þjálfari, Kjartan Ágúst Breiðdal og Albert Brynjar Ingason af leikvelli þegar 20 mínútur voru til leiksloka. Eftir skiptingarnar héldu Fylkis- menn um stund áfram að sækja. Síð- ustu tíu mínúturnar virtist leikurinn vera að fjara smátt og smátt út. Þá lá- deyðu nýttu leikmenn FC Torpedo til þess að tryggja sér sigurinn. Fyrst braut Andri Hermannsson klaufalega af sér og vítaspyrna var dæmd. Úr henni skoraði Igor Krivobok af öryggi. Hann fylgdi markinu eftir með öðru marki með langskoti á 88. mínútu. Morgunblaðið/Jakob Fannar Fylkis í baráttu við tvo leikmenn Torpedo. það lögðum við áherslu á að halda vörninni. Það tókst vel, Lars varði markið með miklum sóma og við feng- um sjálfir nokkur færi til að skora,“ sagði Logi. Hann kvaðst ekkert hafa velt næstu mótherjum fyrir sér. „Nei, við ákváðum að láta það alveg eiga sig fyrr en þetta væri í höfn. Það er ljóst að við mætum sterku liði, en þannig var þetta líka hjá okkur í 2. umferð- inni í fyrra og þá fórum við áfram. Það er í það minnsta ekkert tapað fyr- irfram í þessu,“ sagði Logi Ólafsson. Ljósmynd/Russell Pritchard/Presseye ann Glentoran, í leiknum í Belfast í gærkvöld. tök á þessu ni færri í 35 mínútur gerði KR 2:2 jafntefli Úkraínu í 2. umferð Evrópudeildar UEFA Íþróttir 5 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010 Formlega hef-ur verið gengið frá því að Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í hand- knattleik, þjálfi 1. deildarlið karla hjá Gróttu á kom- andi keppnistímabili. Geir tók við liðinu af Halldóri Ingólfssyni seint á síðasta vetri en það féll úr úrvals- deildinni í vor eftir eins árs dvöl þar.    Konrad Tota, Kanadamaður meðpólskt vegabréf, hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Þórs í körfuknattleik fyrir næsta tímabil og hann mun jafnframt spila með lið- inu. Þórsarar þekkja vel til Tota því hann lék með þeim í úrvalsdeildinni seinni hluta tímabilsins 2008-09, og síðasta vetur var hann andstæðingur þeirra sem spilandi þjálfari Skalla- gríms úr Borgarnesi.    Miroslav Klose framherji Þjóð-verja á það á hættu að missa af leik sinna manna gegn Úrú- gvæjum en þjóðirnar eigast við í leik um þriðja sætið á HM annað kvöld. Meiðsli í baki eru að angra Klose. Hann á möguleika á að slá marka- met Brasilíumannsins Ronaldos í úr- slitakeppni HM. Ronaldo skoraði 15 mörk en Klose, sem hefur skorað fjögur mörk í Suður-Afríku, hefur skorað 14 mörk, jafnmörg og goð- sögnin Gerd Müller.    Englendingurinn Howard Webbmun dæma úrslitaleikinn á milli Spánverja og Hollendinga á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer á Soccer City-vellinum í Jóhannesarborg á sunnudaginn. Englendingur hefur ekki dæmt úr- slitaleik á HM síðan 1974. Fólk sport@mbl.is The Oval, Belfast, forkeppni Evrópu- deildar UEFA, 1. umferð, síðari leikur, fimmtudag 8. júlí 2010. Skot: Glentoran 12 (7) – KR 9 (7). Horn: Glentoran 8 – KR 5. Lið Glentoran: Elliott Morris – Colin Nixon, Johnny Black, Richard Clarke, Sean Ward, Andrew Waterworth, Gary Hamilton, Neal Gawley, James Callacher (Daryl Fordyce 75.), Jamie McGovern, Grant Gardiner (Ciaran Martyn 56.) Lið KR: (4-5-1) Mark: Lars Ivar Mold- skred. Vörn: Skúli Jón Friðgeirsson, Grétar S. Sigurðarson, Mark Rutgers, Guðmundur R. Gunnarsson (Gunnar Örn Jónsson 79.) Miðja: Kjartan H. Finn- bogason, Baldur Sigurðsson, Viktor Bjarki Arnarsson (Eggert Rafn Einarsson 56.), Bjarni Guðjónsson, Óskar Örn Hauksson. Sókn: Björgólfur Takefusa (Jordao Diogo 66.) Dómari: Marios Panayi – Kýpur. Glentoran – KR 2:2 Á VELLINUM Einar Sigtryggsson sport@mbl.is Þórsarar ráða ríkjum á Akureyri eftir sigur á KA, 2:0, í hörkuleik ná- grannaliðanna í 1. deildinni í knatt- spyrnu á Akureyrarvellinum í gær- kvöld. Þór lyfti sér upp í 3. sætið með þessum sigri en KA er hættulega ná- lægt botninum, situr eftir í þriðja neðsta sætinu. Leikurinn varð aldrei sú skemmt- un sem menn vonuðust eftir, barátta í fyrirrúmi og mjög lítið að gerast lengstum. KA byrjaði leikinn ágæt- lega en Þór var svo sterkara liðið síðasta klukkutímann. Jóhann Helgi Hannesson skoraði bæði mörk leiks- ins á sjö mínútna kafla í seinni hálf- leiknum. Það fyrra fékk hann að láni hjá Carles Puyol en seinna markið skoraði hann með hnitmiðuðu skoti sem fór í stöng og inn. Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, naut þess eftir leik að hlusta á kampakáta Mjölnismenn kyrja sig- ursöngva. Mjölnismenn voru afar líf- legir fyrir leik og meðan á honum stóð og segja má að Þór hafi sigrað í stúkunni líka þar sem Vinir Sagga voru ekki alveg jafn hressir. Hjartað er að springa Páll var stoltur með feng dagsins. „Hjartað er að springa. Ég hafði bara áhyggjur af því í dag en engar áhyggjur af fótboltanum. Við vorum búnir að kortleggja þá og vissum hvar við þyrftum að mæta þeim. Þessir gaurar í liðinu sem hafa lengi verið kallaðir stráklingar eru bara orðnir fullvaxta og jafnvel sumir komnir með bringuhár. Nú eru þrír leikir framundan næstu vikuna, á laugardag, miðvikudag og sunnudag og við getum bara fagnað í kvöld og förum svo að hugsa um næsta leik. Við erum við toppinn og nálgumst markmið okkar. Það er bara að halda áfram á þessari braut,“ sagði Páll að lokum. Ólíkt hlutskipti liðanna Hlutskipti Akureyrarliðanna er nú ansi ólíkt en miðað við þennan leik kemur staða liðanna ekki á óvart. Þórsarar voru töluvert beitt- ari í leiknum, sköpuðu slatta af fær- um á meðan KA-liðið fékk kannski eitt hálffæri allan leikinn. Óánægju- raddir meðal stuðningsmanna KA verða æ háværari og þeir sex „út- lendingar“ sem byrjuðu leikinn eru ekki allir jafn vinsælir. Sóknarleikur liðsins hefur stundum verið góður og stundum slakur í sumar en í þessum leik var hann vart sjáanlegur. Þór hinsvegar hefur mann í sínum röðum sem skilar alltaf mörkum. Sá maður afgreiddi nágranna sína í þessum leik og virðist gulls ígildi. Var hann hylltur með söng löngu eftir leik. „Jóhann Helgi skorar allt- af mörk, skorar alltaf mörk, skorar alltaf mörk,“ en pilturinn hefur nú skorað sex mörk fyrir Þórsara í 1. deildinni í sumar. „Strákarnir komnir með bringuhár“  Þórsarar drottna á Akureyri eftir 2:0 sigur á KA  Jóhann Helgi með bæði mörkin  Komnir í þriðja sætið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sönn gleði! Jóhann Helgi Hannesson fagnar seinna marki sínu gegn KA í gærkvöldi ásamt Gísla Páli Helgasyni. Í baksýn er Sveinn Elías Jónsson. KNATTSPYRNA Evrópudeild UEFA Forkeppni, 1. umferð, seinni leikir: Fylkir – Torpedo Zhodino...................... 1:3 Pape Mamadou Faye 32. (víti) – Ígor Krivobok 85. (víti), 88., Júrí Ostroukh 41.  Torpedo áfram, 6:1 samanlagt, og mætir OFK Belgrad frá Serbíu. Glentoran – KR ........................................ 2:2 Jimmy Callacher 22., Gary Hamilton 55. (víti) – Kjartan H. Finnbogason 44., Johnny Black 54. (sjálfsm.) Rautt spjald: Skúli Jón Friðgeirsson (KR) 55.  KR áfram, 5:2 samanlagt, og mætir Kar- paty Lviv frá Úkraínu. Önnur helstu úrslit: Dudelange (Lúx) – Randers (Dan) ......... 2:1  Randers áfram, 7:3 samanlagt, og mætir Gorica frá Slóveníu. Gefle (Sví) – NSÍ Runavík (Fær)............ 2:1  Gefle áfram, 4:1 samanlagt, og mætir Di- namo Tbilisi frá Georgíu. Port Talbot (Wal) – TPS (Finn) .............. 0:4  TPS áfram, 7:1 samanlagt, og mætir Cercle Brugge frá Belgíu. Dundalk (Írl) – Grevenmacher (Lúx)..... 2:1  Dundalk áfram, 5:4 samanlagt, og mætir Levski frá Búlgaríu. EB/Streymur (Fær) – Kalmar (Sví)....... 0:3  Kalmar áfram, 4:0 samanlagt, og mætir Dacia frá Moldóvu. HANDKNATTLEIKUR Opið Evrópumót U18 kvenna Leikið í Gautaborg: Ísland – Finnland ................................. 23:30 Ísland – Slóvakía .................................. 22:23 í kvöld KNATTSPYRNA VISA-bikar kvenna, 8-liða úrslit: Hásteinsvöllur: ÍBV – Haukar................. 16 Fylkisvöllur: Fylkir – Valur ................ 19.15 Kaplakriki: FH – Þór/KA .................... 19.15 Stjörnuvöllur: Stjarnan – Grindavík .. 19.15 1. deild karla: Akranesvöllur: ÍA – ÍR ............................. 20 Valbjarnarvöllur: Þróttur R. – Grótta..... 20 Njarðtaksvöllur: Njarðvík – Fjölnir........ 20 2. deild karla: Hveragerði: Hamar – KS/Leiftur............ 20 3. deild karla: Hrafnagilsvöllur: Samherjar – Huginn... 19 Fáskrúðsfjörður: Leiknir F. – Draupnir 20 1. deild kvenna: Sparisjóðsv.: Keflavík – Tind/Neisti........ 20 Norðfjarðarv: Fjarð/Leikn. – Selfoss...... 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.