Morgunblaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010 Á VELLINUM Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Segja má að leikurinn við Stjörnuna á Kópavogsvelli í gærkvöld hafi ver- ið ákveðin prófraun fyrir Blika. Í síðustu umferð náðu þeir toppsæt- inu í fyrsta skipti í nærri þrjá ára- tugi, og fyrir leikinn í gær var áhugavert að sjá hvort hið unga lið úr Kópavogi næði að halda þeim góða dampi sem það hefur haft í sumar. Það tókst leikmönnum Breiðabliks svo sannarlega. Leikur liðsins í gær einkenndist af miklu sjálfstrausti frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu. Elsti maður byrj- unarliðsins í gær er fæddur árið 1982, en langflestir leikmanna eru fæddir í kringum byrjun tíunda ára- tugar síðustu aldar. Kristinn Steindórsson sem hefur verið sterkur fyrir Breiðablik í sum- ar náði sér ekki almennilega á strik í gær og var skipt út af um miðjan fyrri hálfleik. Það virtist ekki hafa nein áhrif á Blikana, því í staðinn mætti Alfreð nokkur Finnbogason og átti mjög góða frammistöðu. Skoraði þrjú fyrstu mörkin og lagði það fjórða upp. Blikar eru markaskoraraliðið í deildinni, en þeir hafa nú skorað 26 mörk í fyrstu 11 leikjunum. Talna- glöggir sjá að það eru tæp 2,4 mörk í leik, sem verður að teljast meira en ásættanlegt. Breiðablik ber að taka alvarlega sem meistaraefni í ár. Þó eru knattspyrnuáhugamenn eflaust minnugir frammistöðu Þróttar í efstu deild fyrir fáum árum, en þá voru þeir í toppbaráttu þegar Ís- landsmótið var hálfnað, en féllu síð- an í fyrstu deild þegar mótinu lauk að hausti. Það er þó líklega ekki nokkur ástæða til að óttast sam- bærileg örlög Breiðabliksliðsins í ár. Gengi Stjörnunnar hefur verið nokkuð sveiflukennt það sem af er sumri. Liðið hefur unnið stóra sigra og að sama skapi tapað stórt, líkt og í gær. Annað verður þó ekki sagt um Stjörnuna en að það sé skemmtilegt lið – fyrir umferðina í gær höfðu þeir skorað næstflest mörk á eftir Breiðabliki, þannig að fyrirfram bjuggust margir allt eins og við að Garðbæingarnir myndu skora fleiri en eitt mark á Blikana. Þeim varð þó ekki kápan úr því klæðinu. Það verður skemmtilegt að fylgjast með Stjörnunni áfram í sumar, hingað til hefur verið hægt að treysta því að sjá mörk í leikjum þess liðs, á öðrum hvorum vallarhelmingi. Við þessu má bæta að Blikar bjóða fjölmiðlamönnum upp á ljúf- fengar veitingar, en slíkt er yfirleitt merki um mikla fagmennsku og metnað íþróttafélaga til að standa vel að málum. Í gær var boðið upp á vínarbrauð, smurð rúnnstykki og appelsínusafa, en þetta rann allt saman ljúflega niður. Morgunblaðið/Eggert Skilinn eftir Guðmundur Kristjánsson miðjumaður Blika geysist áfram en Stjörnumaðurinn Dennis Danry liggur eftir í grasinu á Kópavogsvelli. Stemningin er í Kópavogi  Blikar héldu toppsætinu með sannfærandi sigri á Stjörnunni  Alfreð Finn- bogason orðinn markahæstur með 8 mörk  Sveiflukennt gengi Stjörnunnar Kópavogsvöllur, Pepsi-deild karla, 11. umferð, fimmtudag 8. júlí 2010. Skilyrði: Hægviðri. Sólskin og ágæt- lega hlýtt. Kjöraðstæður. Skot: Breið. 18 (12) – Stjarn. 6 (3). Horn: Breiðablik 7 – Stjarnan 2. Lið Breiðabliks: (4-4-2) Mark: Ingv- ar Þór Kale. Vörn: Arnór Aðal- steinsson, Finnur Orri Margeirsson, Kári Ársælsson, Kristinn Jónsson. Miðja: Guðmundur Kristjánsson, Al- freð Finnbogason, Jökull I. Elísabet- arson, Olgeir Sigurgeirsson (Árni Kristinn Gunnarsson 78.). Sókn: Kristinn Steindórsson (Andri Rafn Yeoman 68.), Guðmundur Pétursson (Haukur Baldvinsson 82.). Lið Stjörnunnar: (4-4-2) Mark: Bjarni Þórður Halldórsson. Vörn: Bjarki Páll Eysteinsson, Daníel Lax- dal, Tryggvi S. Bjarnason, Jóhann Laxdal. Miðja: Dennis Danry (Björn Pálsson 66.), Atli Jóhannsson (Arnar M. Björgvinsson 78.), Steinþór Freyr Þorsteinsson, Halldór Orri Björns- son. Sókn: Þorvaldur Árnason, Ellert Hreinsson (Hilmar Þór Hilmarsson 37.) Dómari: Kristinn Jakobsson – 4. Áhorfendur: 1.230. Breiðablik – Stjarnan 4:0 Alfreð Finnbogason var óneitanlega maður leiksins í gær, en hann skoraði þrennu og lagði síðan upp síðasta markið fyrir Hauk Baldvins- son. „Það er ekkert annað hægt en að vera hæstánægður eftir svona leik. Það gekk allt upp hjá okkur og við vorum með yfirburði frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu. Þegar við komum út í seinni hálfleik héldum við bara áfram að keyra á þá, því við vissum að markið eða mörkin myndu koma að lokum. Síðan kom eitt núll, síðan tvö, þrjú og fjögur,“ segir Al- freð. Þegar um það bil 15 mínútur voru liðnar af leiknum átti Alfreð laglegt skot utan af velli í þverslána sem virtist enda í markinu, en bolt- inn skoppaði aftur út og Kristinn Jakobsson dæmdi ekki mark. Alfreð er þó hinn rólegasti yfir því: „Ég sá allan tímann að hann var inni, en það er auðvitað erfitt fyrir línuvörðinn að sjá þetta þar sem hann þarf að halda línu við vörnina,“ segir Alfreð, sem tók þó skýrt fram í samtali við Morgunblaðið í gær að hann styddi heilshugar að nýta sér marklínutækni til að skera úr um vafaatriði líkt og í gær. Eftir leikina í gær er Al- freð orðinn markahæstur í efstu deild í ár með átta mörk. Inntur eftir því hvort markakóngstitillinn sé orð- ið persónulegt markmið svaraði hann þessu til: „Það er náttúrlega bara gamla klisjan, á með- an liðið vinnur er ég sáttur. En ég er auðvitað með persónuleg markmið eins og liðsmarkmið. En í kvöld sendum við skýr skilaboð til hinna liðanna í deildinni um að okkur er alvara og við höfum hvergi nærri lokið okkur af.“ thg@mbl.is „Yfirburðir frá fyrstu mínútu“ Alfreð Finnbogason Bjarki Páll Eysteinsson, leikmaður Stjörn- unnar, var allt annað en kátur eftir tap sinna manna. „Það er náttúrlega alltaf erfitt að spila á útivelli þegar andstæðing- urinn fær tvö mörk í forgjöf. Mér fannst þeir skora fullmikið af mörkum. Bjarki segist vera þeirrar skoðunar að fyrra víti Blika hafi verið verðskuldað, en hann er ekki sömu skoðunar um seinna markið: „Mér fannst seinna vítið vera dýfa,“ segir hann. „Í fyrri hálfleik tókst það sem við ætl- uðum okkar að gera. Við ætluðum að loka á bakverðina þeirra svo þeir kæmust ekki upp, það gekk upp fyrstu 45 mínúturnar. Mér fannst við alveg vera inni í leiknum þar til fyrra vítið kom, höfðum fengið mjög fín færi. Vendipunktar leiksins voru auðvitað þessi tvö víti sem þeir fengu á stuttum kafla. Það er erfitt að spila á Kópa- vogsvelli tveimur mörk- um undir, Blikarnir eru mjög góðir í því að halda boltanum.“ Þegar leið á fyrri hálf- leikinn færðu Stjörnu- menn lið sitt ofar á völl- inn og reyndu að blása til sóknar. Bjarki segir það hafa komið beint í hausinn á þeim: „Svo fengum við á okkur þriðja markið þegar við reyndum að sækja, þá opnaðist allt hjá okkur baka til. Við náðum ekki að setja boltann inn hjá þeim, stundum gerast hlutirnir þannig,“ sagði Bjarki Páll Eysteinsson. thg@mbl.is „Fannst seinna vítið vera dýfa“ Bjarki Páll Eysteinsson 1:0 47. Strax í upphafi síðarihálfleiks felldi Dennis Danry Alfreð Finnbogason í teign- um, sem tók sjálfur vítið og skor- aði. 2:0 55. Skömmu síðar brautDennis Danry aftur á Al- freð Finnbogasyni inni í teig, sem tók vítið aftur sjálfur og nýtti það til hins ýtrasta. 3:0 76. Boltinn barst upphægra megin á Alfreð Finnbogason sem lék á aftasta varnarmann og kláraði færið glæsi- lega framhjá Bjarna Þórði í mark- inu. Þrennan fullkomnuð og nóg eftir af leiknum. 4:0 83. Enn og aftur var Al-freð Finnbogason að gera sig gildandi í sóknarleik Blika. Kom hratt upp hægri kantinn og sendi flotta sendingu inn í teig, sem Haukur Baldvinsson var ekki í miklum vandræðum með að klára á tómt markið. Fyrsta snerting Hauks í leiknum sem hafði komið inn á örfáum mínútum fyrr. I Gul spjöld:Daníel (Stjörnunni) 37. (brot), Danry (Stjörnunni) 54. (brot), Guðmundur (Breiðabliki) 58. (brot), Jökull (Breiðabliki) 63. (brot). I Rauð spjöld: Enginn. MMM Enginn. MM Alfreð Finnbogason (Breiðabliki). M Kristinn Jónsson (Breiðablik) Kári Ársælsson (Breiðablik) Guðmundur Kristjánss. (Breiðab.) Steinþór F. Þorsteinsson (Stjörn.) Halldór Orri Björnsson (Stjörn.).  Alfreð Finnbogason er með þrennunni orðinn fjórði marka- hæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild frá upphafi með 22 mörk. Fyrir ofan hann eru Sigurður Grétarsson með 31 mark, Marel Baldvinsson og Þór Hreiðarsson með 23 mörk hvor.  Alfreð Finnbogason hefði mögu- lega átt að fá mark skráð á sig á 15. mínútu þegar hann tók skot utan af velli sem hafnaði í þverslánni og boltinn skoppaði niður og út úr markinu. Öllum nema Kristni Jak- obssyni dómara sýndist boltinn fara inn. Minnti óneitanlega á draugamark Franks Lampards á móti Þjóðverjum í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í knatt- spyrnu ekki alls fyrir löngu.  Kári Ársælsson og Ellert Hreinsson lentu í harkalegu sam- stuði í fyrri hálfleik þegar höfuð þeirra skullu saman. Reglum sam- kvæmt fóru þeir báðir af velli til að fá aðhlynningu. Kári sneri fljótlega aftur inn á, en Ellert þurfti hins vegar að fá skiptingu og virtist hafa komið öllu verr út úr viðskiptunum.  Morgunblaðið gefur leikmönnum einkunn fyrir frammistöðu sína. Eitt M fyrir góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik. Þetta gerðist á Kópavogsvelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.