Morgunblaðið - 09.07.2010, Page 2
2 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010
„Ég veit það ekki. Þetta gerðist bara ósjálfrátt.
Þetta var á 94. mínútu eða eitthvað svoleiðis
þannig að það var ekkert annað að gera en að
láta vaða,“ sagði varnarmaðurinn efnilegi, Eið-
ur Aron Sigurbjörnsson, um sigurmark sitt í
uppbótartíma í gærkvöldi. Hann er á því að
hann sé hinn fínasti sóknarmaður.
„Ég er bara búinn að vera varnarmaður í tvö
ár, var alltaf framherji og skoraði m.a. í úrslita-
leik Shellmótsins á sínum tíma. Þannig að ég
veit alveg hvar markið er. En ég skal viður-
kenna það að þetta var flott mark, líklega mark
sumarsins. Maður gerir ekki svona oft, kannski
einu sinni á ári,“ sagði Eiður kokhraustur.
En varstu sáttur við leikinn?
„Nei, ég var það eiginlega ekki. Við byrj-
uðum ágætlega og vorum betri í fyrri hálfleik
en vorum farnir að detta fullmikið aftur á völl-
inn – sem er kannski eðlilegt þegar menn eru
yfir. En svo fengum við á okkur þetta jöfn-
unarmark og þetta var bara erfitt eftir það. En
ég fann það alltaf á mér að við myndum vinna
og ekkert verra að ég skyldi skora sigur-
markið,“ sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Gamli góði karakterinn
„Þetta var gamli góði karakterinn,“ sagði
Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson. „Seinni
hálfleikurinn var mjög erfiður, Keflvíkingar
eru mjög agaðir og tókst ágætlega að drepa
tempóið í leiknum. Við vor-
um komnir niður á sama
tempó og þeir en við töluðum
um það í hálfleik að þetta
væri þolinmæðisvinna. Við
þurftum bara að bíða og bíða
eftir markinu og biðum al-
deilis eftir sigurmarkinu. En
Eiður Aron er gamall sókn-
armaður og hefur greinilega
engu gleymt, þvílíkt sigur-
mark. Þetta var toppslagur
og við höfum oft spilað betur en í kvöld en
hverjum er ekki sama þegar sigurinn er í
höfn.“
„Ekkert að gera nema að láta vaða“
Eiður Aron
Sigurbjörnsson
„Leikurinn tap-
ast og við áttum
undir högg að
sækja í fyrri hálf-
leik en bættum
okkar leik veru-
lega í seinni hálf-
leik og spiluðum
mjög vel. Hér
tókust bara á tvö
jöfn lið og mér
fannst eftir því
sem leið á leikinn að við myndum
taka þetta. En svo hefst þessi farsi
undir lokin og ég held að það sé
best að maður tjái sig ekkert um
hann. Kannski best að láta fjölmiðla
um það að fjalla um málið. Ég hef
auðvitað fulla skoðun á málinu en
tel best að tjá mig ekki um það,“
sagði Willum þjálfari Keflavíkur.
En þér fannst hallað á þitt lið í
dómgæslunni?
„Af hverju ætti ég að tjá mig um
það þegar þú veist hvernig mér líð-
ur? Ég vil bara sjá hvað fjölmiðlar
og eftirlitsmaður KSÍ segja um
þennan farsa í lokin.“
Burt séð frá úrslitunum og fars-
anum, varstu sáttur við leik þinna
manna?
„Hér var auðvitað mjög fjörugur
fótboltaleikur. Þeir náðu að opna á
okkur í fyrri hálfleik en við náðum
að loka á það í seinni hálfleik. Við
áttum nokkur fín færi í seinni hálf-
leik til að klára þetta en svo skora
Eyjamenn þetta frábæra mark.
Góður sigur fyrir Eyjamenn en að
sama skapi mjög súrt fyrir okkur.
En nýting færanna hefur ekki verið
nógu góð og það truflar okkur.“
„Þetta var
farsakenndur
lokakafli“
Willum Þór
Þórsson
Á VELLINUM
Júlíus G. Ingason
sport@mbl.is
Varnarmaðurinn bráðefnilegi, Eiður
Aron Sigurbjörnsson, tryggði í gær-
kvöldi ÍBV sigur á Keflvíkingum
með sannkölluðu draumamarki og
það þegar tæpar fjórar mínútur voru
komnar fram yfir venjulegan leik-
tíma. Fram að því hafði leikurinn
verið jafn og ef eitthvað var, voru
Keflvíkingar sterkari í síðari hálf-
leik. En það er ekki spurt að því í
leikslok. Eyjamenn unnu 2:1 og
halda í við topplið Breiðablik á með-
an Keflvíkingar fjarlægjast toppinn.
Það var mikil eftirvænting fyrir
leik ÍBV og Keflvíkinga í gærkvöldi,
enda áttust þar við liðin sem sitja í 2.
og 3. sæti deildarinnar og fyrir leik-
inn munaði aðeins einu stigi á lið-
unum. Bæði lið höfðu fengið á sig fá
mörk í sumar, Keflvíkingar höfðu
fyrir leikinn fengið á sig níu mörk í
tíu leikjum en ÍBV aðeins átta. Það
var því búist við leik hinna sterku
varna og á margan hátt varð raunin
sú.
Keflvíkingar ætluðu sér greini-
lega að spila fast gegn léttleikandi
liði Eyjamanna og gerðu það svo
sannarlega. Fyrsta hálftímann voru
leikmenn Keflavíkur iðnir við að
brjóta á leikmönnum ÍBV, yfirleitt
ekki illa en nóg til að stöðva leik
þeirra. Áætlunin gekk þó ekki full-
komlega upp því Eyjamenn voru
sterkari í fyrri hálfleik. En í síðari
hálfleik gekk taktíkin upp. Keflvík-
ingum tókst að hægja mjög á spili
Eyjamanna, sem virtust ráðalausir á
tímabili á meðan Keflvíkingar voru
mun ákveðnari, bæði í vörn og sókn.
En ef einhver átti von á dramatík í
toppslagnum, þá fékk hinn sami
dramatík fyrir allan peninginn. Und-
ir lok leiksins virtust hreinlega allar
flóðgáttir opnast, Keflvíkingar skutu
í stöng, Eyjamenn í slá, rautt spjald
fór á loft, eitt glæsilegasta mark
sumarsins leit dagsins ljós og allt
þetta á aðeins nokkrum mínútum.
Leikurinn leystist nánast upp á
lokakaflanum en undirritaður
treystir sér ekki til að dæma um
hvort seinna gula spjaldið sem Guð-
jón Á. Antoníusson fékk í blálokin
hafi verið verðskuldað. Atvikið átti
sér stað hinum megin á vellinum og
erfitt að sjá hvað gerðist en Keflvík-
ingar voru vægast sagt mjög ósáttir
og lá við að upp úr syði í uppbót-
artímanum. En ellefu Keflvíkingar
hefðu ekki getað komið í veg fyrir
mark Eiðs Arons, slíkt var skotið að
undirritaður hefur sjaldan séð annað
eins og Eyjamenn hreinlega ærðust
í fagnaðarlátunum.
Keflvíkingar virtust hins vegar frá
upphafi hafa allt á hornum sér, mót-
mæltu dómgæslu nánast frá fyrstu
mínútu og meira að segja þegar
Willum Þór, þjálfari þeirra, þurfti
einu sinni sem oftar að fara í vesti
utan yfir æfingagallann, þá voru þeir
ósáttir. Keflvíkingar eru með það
gott lið að þeir þurfa ekki að vera að
kvarta yfir dómgæslu. Auðvitað
komu upp atvik þar sem þeir höfðu
fulla ástæðu til að mótmæla. En það
höfðu Eyjamenn líka. Þeir létu hins
vegar slík atvik ekki trufla sig á
meðan Keflvíkingum óx aðeins ás-
megin í mótmælunum. Þar lá mun-
urinn fyrst og fremst í gær, í hug-
arfarinu.
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Barátta Þórarinn Ingi Valdimarsson Eyjamaður og Guðjón Árni Antoníusson Keflvíkingur í kröppum dansi á Hásteinsvellinum í gærkvöld.
Drama og umdeild atvik
Stórkostlegt sigurmark Eiðs Arons í uppbótartíma tryggði ÍBV 2:1 sigur
á Keflavík í Eyjum ÍBV heldur í við Breiðablik á toppnum í deildinni
Hásteinsvöllur, Vestmannaeyjum,
Pepsi-deild karla, 11. umferð,
fimmtudag 8. júlí 2010.
Skilyrði: Sól og blíða, hiti um 16
gráður og hægur andvari. Hásteins-
völlur fallegur á að líta.
Skot: ÍBV 11 (6) – Keflavík 9 (5).
Horn: ÍBV 5 – Keflavík 6.
Lið ÍBV: (4-3-3) Mark: Albert Sæv-
arsson. Vörn: James Hurst, Eiður Ar-
on Sigurbjörnsson, Rasmus Christi-
ansen, Matt Garner. Miðja: Tommy
Mawejje, Finnur Ólafsson (Danien J.
Warlem 88.), Þórarinn Ingi Valdi-
marsson. Sókn: Denis Sytnik (Eyþór
H. Birgisson 63.), Andri Ólafsson,
Tryggvi Guðmundsson (Yngvi M.
Borgþórsson 90.)
Lið Keflavíkur: (4-5-1) Mark: Ómar
Jóhannsson. Vörn: Guðjón Á. Anton-
íusson, Haraldur F. Guðmundsson,
Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Alen Su-
tej. Miðja: Einar O. Einarsson, Hólm-
ar Örn Rúnarsson, Paul McShane
(Hörður Sveinsson 73.), Guðmundur
Steinarsson, Magnús S. Þor-
steinsson. Sókn: Magnús Þ. Matt-
híasson (Brynjar Guðmundsson 90.)
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson – 3.
Áhorfendur: 846.
ÍBV – Keflavík 2:11:0 32. Tryggvi Guðmundssontók hornspyrnu, sendi á
nærstöng þar sem Andri Ólafsson
reis hæst og skallaði upp í sam-
skeytin nær.
1:1 45. Keflvíkingar fengu inn-kast við vítateigshorn Eyja-
manna, boltinn barst á markteigs-
hornið þar sem Magnús Þór
Matthíasson vippaði boltanum aftur
fyrir sig, yfir Albert Sævarsson og
inn við fjærstöng.
2:1 90. Boltinn barst út fyrirvítateiginn eftir þunga
sókn Eyjamanna og miðvörðurinn
ungi Eiður Aron Sigurbjörnsson
tók boltann á lofti utan vítateigs og
negldi honum í netið. Klárlega lík-
legt sem mark sumarsins.
I Gul spjöld:Einar Orri (Keflavík) 6.
(brot), Liðsstjórn (Keflavík) 33.
(mótmæli), Magnús Þórir (Kefla-
vík) 56. (truflaði útspark), Guðjón
(Keflavík) 62. (brot), Andri (ÍBV)
70. (brot), Hólmar (Keflavík) 70.
(brot), Sutej (Keflavík) 75. (brot),
Magnús Sverrir (Keflavík) 90. (leik-
araskapur).
I Rauð spjöld: Guðjón (Keflavík) 90.
(hrinding).
MMM
Enginn.
MM
Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
M
Matt Garner (ÍBV)
Rasmus Christiansen (ÍBV)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV)
Andri Ólafsson (ÍBV)
Denis Sytnik (ÍBV)
Haraldur F. Guðmundss. (Keflavík)
Magnús Þ. Matthíasson (Keflavík)
Bjarni Hólm Aðalsteinss. (Keflavík)
Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Eyjamenn tefldu fram nýjum
leikmanni, Danien Justin Warlem
sem kemur frá Suður-Afríku. War-
len hefur verið til reynslu hjá ÍBV í
nokkrar vikur og kom inn á undir
lok leiksins.
Þetta gerðist
á Hásteinsvelli