Morgunblaðið - 30.07.2010, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.07.2010, Qupperneq 1
KR er eina liðið í úrvalsdeild karla í körfu- knattleik sem á eftir að ráða þjálfara fyrir næstu leiktíð. Morgunblaðið sló á þráðinn til Böðvars Guðjónssonar formanns körfuknatt- leiksdeildar KR í gær sem var bjartsýnn á að KR-ingar myndu ganga frá ráðningu nýs þjálfara á næstunni. „Þetta er búið að vera í farvegi í allt sumar. Victor Finora sem var með yngri flokkana hjá okkur í fyrra ætlaði að koma og taka við meistaraflokknum. Hann dró okkur allt of lengi á svari og svo kom í ljós að hann gat ekki tekið þetta að sér,“ sagði Böðvar við Morgunblaðið. Eig- inkona hans, Jenny Pheiffer-Finora fékk þjálfarastöðu erlendis og það spilaði sjálf- sagt inn í ákvörðunina hjá Finora. „Það gekk því miður ekki upp eins og gef- ur að skilja og við þurftum þá að byrja aftur á byrjunarreit,“ sagði Böðvar ennfremur og vildi ekki láta neitt hafa eftir sér um þær viðræður sem væru í gangi en ítrekaði að KR-ingar reiknuðu með að ráða þjálfara á næstunni. Páll Kolbeinsson þjálfaði KR á síðustu leiktíð en hafði aldrei hugsað sér að þjálfa liðið lengur en í eitt ár. Fjögur önnur félög skipta um þjálfara. Helgi Jónas Guðfinnsson tekur við Grindavík af Friðriki Ragnarssyni. Borce Ilievski tekur við Tindastóli af Karli Jónssyni, Tómas Holton tekur við Fjölni af Bárði Eyþórssyni og Bob Jerome Aldridge tekur við KFÍ af Borce Ilievski. Önnur félög verða áfram með sömu þjálfara. Þeir eru eft- irtaldir: Snæfell: Ingi Þór Steinþórsson Keflavík: Guðjón Skúlason Stjarnan: Teitur Örlygsson Njarðvík: Sigurður Ingimundarson ÍR: Gunnar Sverrisson Hamar: Ágúst Björgvinsson Haukar: Pétur Ingvarsson kris@mbl.is KR er eina félagið sem á eftir að ráða þjálfara  Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, vonar að málin skýrist um helgina Morgunblaðið/Kristinn Hættur Páll Kolbeinsson stjórnaði KR á síð- ustu leiktíð. Liðið leitar að eftirmanni hans. FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2010 íþróttir EM í frjálsum Þrír Íslendingar keppa á EM í frjálsíþróttum í Barcelona í dag. Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur keppni í sjöþraut. Óðinn kastar kúlu og Þorsteinn keppir í langstökki. 2 Íþróttir mbl.is Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni er á meðal tíu bestu spjótkastara í Evr- ópu en hún hafnaði í 10. sæti á Evr- ópumeistaramótinu í Barcelona í gærkvöldi. Spjótið flaug þó ekki eins langt hjá Ásdísi á Ólympíuleikvang- inum eins og það hefur gert á Dem- antamótum undanfarið. Ásdís kast- aði lengst 54,32 metra en hefur kastað í kringum 60 metrana á síð- ustu tveimur demantamótum. Ís- landsmet hennar frá því í fyrra er 61,32 metrar. Kastið er hins vegar álíka langt og það kast sem kom henni upp úr undankeppninni og í úr- slitin á dögunum. 12 keppendur unnu sér sæti í úr- slitunum og stóð Linda Stahl frá Þýskalandi uppi sem sigurvegari. Hún náði sínum besta árangri í gær- kvöldi og grýtti spjótinu 66,81 metra. Landa hennar Christina Öbergföll varð önnur með 65,58 metra og heimsmethafinn Barbora Spotákova frá Tékklandi varð þriðja. „Hún átti að kasta lengra“ „Ég er ekki ánægður. Hún átti að kasta lengra að okkur báðum fannst,“ sagði Stefán Jóhannsson þjálfari Ásdísar þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gærkvöldi. Þó Stefán hafi ekki verið ánægður með frammistöðuna í úrslitunum var hann á hinn bóginn bærilega sáttur við 10. sætið í keppninni. „Ég er náttúrlega mjög ánægður með að hún hafi kom- ist í úrslit og þá var síðasta kastið sérstaklega gott því hún sýndi þar keppnishörku. Við þurfum bara að skoða og kryfja til mergjar hvað kom upp á í dag. Eins og ég hef sagt þá er Ásdís í mjög góðu formi og ætti að geta kastað lengra,“ sagði Stefán ennfremur. Þar sem þessi árangur er nokkuð úr takti við þau köst sem Ás- dís hefur náð á Demantamótum und- anfarið benti Stefán á að spjótkastið er íþróttagrein þar sem sveiflurnar eru miklar. „Það verða alltaf nokkrir keppendur sem detta út. 10. sætið er náttúrlega mjög góð niðurstaða og hún hefði ekki þurft mikið til þess að komast nálægt efstu sætunum. Hitt er annað að spjótkastið er þannig að það er svolítið upp og niður. 10 metr- ar til eða frá eru bara sjálfsagður hlutur þegar komið er inn á svona leikvang. Það getur farið bæði upp eða niður en gekk ekki hjá okkur í dag,“ sagði Stefán. Spurður hvernig aðstæður voru á Ólympíuleikvanginum sagði Stefán þær hafa verið fínar. „Aðstæður voru miklu betri núna en í undanúrslit- unum. Þá var hringvindur og það gat farið hvernig sem var. Það var ekkert svoleiðis í gangi núna en það rigndi hins vegar heil ósköp í upphituninni. Ásdís fór þá út á braut og kastaði og flaug á hausinn. Ég óttaðist að hún hefði slasað sig það mikið að hún yrði ekki með en ég held nú samt að það hafi ekki skipt neinu máli þegar upp var staðið,“ sagði Stefán. kris@mbl.is Á meðal 10 bestu í Evrópu  Ásdís og Stefán þjálfari þó ekki ánægð með köstin í úrslitunum EM í Barcelona » Ásdís Hjálmsdóttir úr Ár- manni hafnaði í 10. sæti í spjótkasti á EM í frjálsum íþróttum í Barcelona í gær- kvöldi. » Ásdís kastaði spjótinu 54,32 metra sem Stefán Jóhannsson þjálfari hennar sagðist þó ekki vera ánægður með enda hefur hún kastað lengra undanfarið. KR-ingar fögnuðu af mikilli innlifun eftir að hafa gjör- sigrað Framara á heimavelli sínum í Frostaskjólinu í gær, 4:0. Þar með tryggðu þeir sér rétt til að leika bik- arúrslitaleik við FH laugardaginn 14. ágúst næstkom- andi. Framarar léku án fyrirliða síns í klukkutíma í gær eftir að hann fékk að líta rauða spjaldið. »4 KR-ingar í bikarúrslitaleikinn Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.