Morgunblaðið - 30.07.2010, Page 4
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Guðlaugur Victor Pálsson er á
lista 30 leikmanna sem knatt-
spyrnustjórinn Roy Hodgson
hefur sett saman til að geta
valið úr fyrir leiki Liverpool í
Evrópudeild UEFA í knatt-
spyrnu á þessari leiktíð. Níu
þessara leikmanna tilheyra
reyndar B-hópi, sem hægt er að
nota ef forföll eru í A-hópnum, en
Guðlaugur er einn af 21 leikmanni í
síðarnefnda hópnum. Hann var þó
ekki í leikmannahópnum gegn
makedóníska liðinu Rabotnicki í
gær eins og lesa má um í opnu
íþróttablaðsins.
Valið á listann þýðir hins
vegar að Guðlaugi hefur nú verið
úthlutað treyjunúmeri hjá aðalliði
Liverpool í fyrsta sinn, en hann lék
fyrstu tvo leiki sína með því í æf-
inga- og keppnisferðalagi liðsins
til Sviss sem nú er nýlokið.
„Ég var valinn í þennan hóp og
fékk því þetta númer, 44. Það er
fínt númer, fjarkinn er góður,“
sagði Guðlaugur léttur í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
„Þetta er alveg frábært og vonandi byrj-
unin á einhverju góðu,“ bætti hann við.
Núgildandi samningur Guðlaugs Victors,
sem er 19 ára gamall, við Liverpool rennur út
eftir komandi leiktíð. Viðræður um nýjan
samning eru nú í gangi og á viðkvæmu stigi,
en valið á Guðlaugi í Evrópudeildar-hópinn
gefur góð fyrirheit. „Þetta sýnir það að
menn vilja hafa mig áfram en ég veit
ekkert hvað er að fara að gerast varðandi
samningamál. Umboðsmaður minn er að ræða
framhaldið við Liverpool og þetta skýrist von-
andi fljótlega. Við höfum rætt um það að ég
verði kannski lánaður en við þurfum að byrja
á að sjá hvort ég fæ nýjan samning,“ sagði
Guðlaugur sem naut þess vel að spila sína
fyrstu leiki, gegn Grasshoppers og Kais-
erslautern.
Vill ólmur spila fyrir U21-landsliðið
„Þetta var alveg rosaleg upplifun. Ég fékk
20 mínútur í fyrri leiknum og 15 í þeim seinni
og get eiginlega ekki beðið um það betra.
Þetta var alveg æðislegt. Leikurinn við
Kaiserslautern var sérstaklega skemmtilegur
því þar var gríðarleg stemning og um 25.000
áhorfendur,“ sagði Guðlaugur sem var mið-
vörður í báðum leikjum.
„Ég hef yfirleitt verið á miðjunni en var
miðvörður meira og minna alla síðustu leiktíð
með varaliðinu. Ég kann rosalega vel við mig
þar og finnst þessi staða virkilega skemmti-
leg.“
Guðlaugur Victor er sennilega einn efnileg-
asti leikmaður landsins en hann hefur ekki
spilað með U21-landsliði Íslands, sem leikur
undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar, í síðustu
leikjum. Liðið leikur næst 11. ágúst afar mik-
ilvægan leik gegn Þýskalandi í undankeppni
Evrópumótsins 2011.
„Ég var valinn í fyrra fyrir leik gegn Tékk-
um og Norður-Írlandi en síðan þá hefur Eyj-
ólfur ekki valið mig. Ég veit ekki hvernig það
verður núna en ég hef rosalegan áhuga á að
spila fyrir þjóð mína og finnst ekkert
skemmtilegra. Ég vona innilega að ég fái aft-
ur kall inní 21-árs hópinn en maður þarf bara
að bíða og sjá hvað Eyjólfur gerir,“ sagði
Guðlaugur.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2010
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Í sumum greinum frjálsra íþrótta
skilja oft aðeins sentímetrar á milli
sigurvegarans og þeirra sem á eftir
lenda í röðinni. Þetta er óalgengara
í knattspyrnu en var svo sannarlega
raunin þegar KR og Fram áttust
við í undanúrslitaleik VISA-bikars
karla í gær þrátt fyrir þá staðreynd
að KR-ingar skyldu vinna þrælö-
ruggan sigur, 4:0.
Það munaði nefnilega aðeins
nokkrum sentímetrum, nokkrum
dýrmætum sentímetrum, að fyr-
irliði Framara Kristján Hauksson
næði að renna sér og sparka í bolt-
ann til að stöðva skyndisókn KR-
inga eftir tæplega hálftíma leik. Í
staðinn sparkaði hann í Guðjón
Baldvinsson sem var að sleppa í
dauðafæri, einn gegn markverði, og
Kristján fékk því að líta rauða
spjaldið. Óhætt er að tala um vendi-
punkt hvað þetta atriði varðar.
Framarar höfðu verið betri
fyrstu mínútur leiksins og mikið
jafnræði var með liðunum þegar
rauða spjaldið fór, svona líka rétti-
lega, á loft. Eftir það voru KR-
ingar hins vegar mun betri, eins og
eðlilegt má telja.
Mörg lið hefðu þó ekki nýtt sér
umræddan vendipunkt eins vel og
KR í gær. Þetta lið, sem hefur vald-
ið stuðningsmönnum sínum sárum
vonbrigðum í úrvalsdeildinni í sum-
ar, sýndi hins vegar að það er kom-
ið almennilega í gang. Óskar Örn
Hauksson var frábær og átti sinn
þátt í þremur fyrstu mörkunum, og
Björgólfur Takefusa sá um að gera
algjörlega út um leikinn með tveim-
ur mörkum í seinni hálfleiknum.
Áður en þriðja markið kom voru
Framarar farnir að gera sig líklega
til að minnka muninn, og fyrr í
sumar hefði það örugglega gerst en
það er eins og KR-ingar séu búnir
að taka sig saman í andlitinu.
Þar munar held ég meira um það
að Guðjón Baldvinsson er byrjaður
að spila eftir langvarandi meiðsli
heldur en þjálfaraskiptin sem urðu
fyrir skömmu. Guðjón er ein-
staklega duglegur og baráttufullur
framherji og gerði gæfumuninn
með því að fiska Kristján útaf eins
og áður segir.
KR hefndi með sigrinum grimmi-
lega tapsins gegn Fram í undan-
úrslitum bikarsins í fyrra. Nú blasir
við liðinu það verkefni að leika við
FH í úrslitaleik 14. ágúst.
Framarar eru eflaust afar
svekktir með að hafa fallið úr leik
en framkoma þeirra eftir leik er
þeim til minnkunar. Enginn þeirra
gaf kost á sér í viðtöl eftir leik fyrr
en seint og um síðir sem hentar illa
fyrir sjónvarpsútsendingar og út-
gáfu blaða. Hegðunin jaðrar við að
vera smásálarleg en Framarar
kunna kannski á þessu betri skýr-
ingar.
Morgunblaðið/Ómar
Fögnuður Það skein gleði úr hverju andliti á meðal KR-inga í fagnaðarlátum þeirra í Frostaskjólinu í gær eftir stórsigur á Frömurum.
Dýrmætir sentímetrar
KR í úrslit eftir stórsigur á Fram Framarar sterkari þar til fyrirliðinn sá rautt
Björgólfur gerði út um leikinn með tveimur mörkum Smásálir hjá Fram?
KR-völlur, VISA-bikar karla, undan-
úrslit, fimmtudag 29. júlí 2010.
Skilyrði: Hæg gola og skýjað en
þurrt veður. Völlurinn ágætur.
Skot: KR 18 (6) – Fram 4 (2).
Horn: KR 5 – Fram 3.
Lið KR: (4-4-2) Mark: Lars Ivar
Moldskred. Vörn: Skúli Jón Frið-
geirsson, Grétar Sigfinnur Sigurð-
arson, Mark Rutgers, Guðmundur
Reynir Gunnarsson (Hróar Sigurðs-
son 83.). Miðja: Viktor Bjarki Arn-
arsson (Kjartan Henry Finnbogason
61.), Bjarni Guðjónsson, Baldur Sig-
urðsson, Óskar Örn Hauksson.
Sókn: Björgólfur Takefusa, Guðjón
Baldvinsson (Egill Jónsson 77.).
Lið Fram: (4-3-3) Mark: Hannes
Þór Halldórsson. Vörn: Daði Guð-
mundsson, Kristján Hauksson, Jón
Guðni Fjóluson, Samuel Tillen (Jón
Orri Ólafsson 10.). Miðja: Halldór
Hermann Jónsson, Jón Gunnar Ey-
steinsson, Almarr Ormarsson.
Sókn: Joseph Tillen, Hjálmar Þór-
arinsson (Ívar Björnsson 62.), Tóm-
as Leifsson (Guðmundur Magn-
ússon 78.).
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson.
Áhorfendur: 1.408.
KR – Fram 4:0
1:0 40. Skúli Jón sendi fastasendingu fyrir markið úr
vítateignum hægra megin á Óskar
Örn Hauksson sem skaut boltanum í
hægra markhornið.
2:0 58. Óskar Örn tók horn-spyrnu frá hægri og sendi
boltann á Grétar Sigfinn Sigurð-
arson sem skoraði með hörkuskalla.
3:0 71. KR fékk aukaspyrnusem Óskar Örn tók rétt ut-
an vítateigsins hægra megin. Hann
sendi stutta sendingu aftur fyrir sig
á Björgólf Takefusa sem þrumaði
boltanum í gegnum varnarvegginn
og í vinstra markhornið.
4:0 80. Baldur Sigurðsson léklaglega á Joe Tillen hægra
megin í vítateignum og var við enda-
mörkin þegar hann sendi boltann
fyrir markið á Björgólf Takefusa
sem skoraði af stuttu færi.
I Gul spjöld:Viktor Bjarki (KR) 51.
(brot), Guðjón (KR) 53. (brot), Rut-
gers (KR) 56. (brot), Jón Gunnar
(Fram) 70. (brot), Ívar (Fram) 79.
(brot).
I Rauð spjöld: Ívar (Fram) 79. (brot).
Jordao Diogo gat ekki leikið með
KR-ingum í gær vegna rauða
spjaldsins sem hann fékk gegn Sel-
fossi í síðustu umferð Pepsídeild-
arinnar.
Samuel Tillen, leikmaður Fram,
fór af velli eftir aðeins tæplega tíu
mínútna leik vegna meiðsla.
Annar Framari, Hjálmar Þór-
arinsson, var aðeins farinn að haltra
við þegar honum var skipt af leik-
velli í seinni hálfleiknum.
Hróar Sigurðsson kom inná í liði
KR á 83. mínútu í sínum fyrsta leik í
meistaraflokki en Hróar er fæddur
árið 1992.
Þetta gerðist
á KR-vellinum
„Mér fannst vera
gríðarlegt sjálfs-
traust í liðinu og
við höfðum gaman
af þessu, og sýnd-
um þeim fulla
virðingu þó að
þeir væru orðnir
10. Það færði okk-
ur þennan sigur,“
sagði Björgólfur
Takefusa sem skoraði tvö síðustu
mörk KR gegn Fram í gær og sá um
að gera út um leikinn, en það hefur
vantað hjá liðinu í sumar:
„Mér finnst þetta hafa vantað í
sumar. Við eigum ekki að fara í að
verjast heldur setja bringuna út í
svona stöðu og mæta andstæðingn-
um framar. 2:0 forysta er ekkert
örugg og við urðum að skora þetta
„þriðja mark“, sem oft er talað um.“
sindris@mbl.is
Eigum að setja
bringuna út í
svona stöðu
Björgólfur
Takefusa
4 Íþróttir
„Vonandi byrjunin á einhverju góðu“