Framsóknarblaðið - 20.12.1958, Qupperneq 2
2
jólablaö framsóknarblaðsins
Bókaskápurinn og
heimilið
GÓÐ BÓK ER GULLI BETRI
Ýmsir útlendir íerðalangar,
sem lagt lraía leið sína um
byggðir lands okkar, liafa síðar
haft á orði eða getið þess í ferða
bókum, hversu stórir og fanga-
góðir bókaskápar íslenzka heim
ilisföðurins (bóndans) hafa ver-
ið eða eru. Margir telja bóka-
skáp heimilisins óbrigðult tákn
þeirrar menningar, er þar ríkir,
a. m. k. andlegrar menningar.
Nokkur útgáfufélög eru starf
rækt hjá okkur og markmið
þeirra allra er eitt og hið sama
að gefa út góðar bækur, flestar
„gulli betri“ til þess að auka
menningu þjóðarinnar, fræða
hana, — glæða þekkingarþrá og
auka henni víðsýni. Jafnframt
eru bækur ýmissa þessara útgáfu
félaga bráðskemmtilegar aflestr
ar svo að unun er að lesa. Yf-
irleitt á þjóðin kost á að eign-
ast bækur þessar við vægu verði
eftir því sem allt kostar nú í
landi voru. Hin almennu kaup
heimilanna á bókum þessum
valda lækkuðu verði.
Hér langar mig að þessu
sinni til að geta um bækur
Menningarsjóðs og Þjóðvinafé-
lagsins, sent út hafa komið í ár,
þar sem mér er kunnugt um,
að til er fólk, sem ekki þekkir
þessar bækur.
Þá er fyrst að geta ALMA-
NAKS Hins íslenzka Þjóðvina-
félags fyrir árið 1959. Lað er
85. árgangur. Þessi litla bók er
góður gestur á heimilið hvert
ár. Ekki vildi ég án hennar
vera; svo mikinn fróðleik ber
hún í skauti sínu. Fyrir utan
almanakið sjálft er þennan
fróðleik þar helztan að finna:
Töflur um flóð og fjöru, og
klukkuna, íslenzkan miðtíma,
fræðslu um gang tungls og sól-
ar, reikistjörnurnar, gervitungl
o. fl. o. fl. Þá er nú í bók þess-
ari mjög fróðleg grein um seg-
ulmagn jarðar og annarra him-
inhnatta. Þarna eru myndir til
skýringar. Höfundur greinar
þessarar er dr. Trausti Einars-
son, sem er að nokkru leyti Vest
mannaeyingur. í almanaki Þjóð
vinafélagsins birtist hvert ár
erein, sem nefnd er Arbók Is-
lands. Þar er getið um árferði,
atvinnuvegina, embættaveiting-
ar ríkisins, heilbrigðismál,
lielztu bruna, sem átt hafa sér
stað, fulitrúa erlendra ríkja, í-
próttakeppni Islendinga við
aðrar þjóðir, skákkeppni, em-
bættispróf við Háskóla Islands,
samgóngur o gferðalög o. fl. o.
fl. Einna merkasti þátturinn í
fróðleikskafla þessum og sá
lengsti lieitir Mannalát. Þar er
getið flestra íslendinga, sem
iátizt liafa á árinu, fæðingardags
þeirra og dánardægurs.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
og Þjóðvinafélagsins gefur út
tímaritið ANDVARA. í ár er
það 83. árgangur tímaritsins.
Að þessu sinni flytur tímaritið
okkur skrá yfir efni tímaritsins
og höfúnda, sem í það hafa
skrifað á árúnum 1915—1958.
Án efa hefur ekkert 'tímarit ís-
lendinga verið skrifað af jafn
færum mönnum um fróðleik og
ritleikni sem Andvari frá upp-
liafi. Þar skína við auga fjöldi
af nöfnum þekktustu og beztu
sona þjóðarinnar. Skrá þessi ber
það gleggst með ,sér hvílík fróð-
leiksnáma Andvari er og hefur
ætíð verið í höndum hinna á-
gætu fræðimanna, sem þar hafa
annazt starf eða stýrt penna.
Venjulegast flytur Andvari
okkur ævisögu einhvers lands-
kunns forustu- og framfara-
manns. Að þessli sinni er það
ævisaga Guðmundar prófessors
Hannessonar læknis skrifuð af
Niels Dungal prófessor.
í fyrra birtist í Andvara grein
sem lieitir Brot úr verzlunar-
sögu, eftir Þorkel prófessor Jó-
liannesson. Þar er rætt um fyrstu
viðleitni íslendinga til þess að
heimta í sínar hendur umráð
yfir innlendu verzluninni. í
þessu liefti Andvara birtist
framliald þeirrar greinar, þrung
ið fróðleik. Senn kemur að sjálf
úm Eyjunum í ritgerð þessari.
Ef til vill næsta ár.
Á undanförnum árum hefur
Menningarsjóður og Þjóðvina-
félagið gefið út bók hvert ár,
er kallast Lönd og lýðir. Það
er landfræði færð í alþýðlegan
búning og stíllinn sambland af
fræðistíl og sögustíl. Margar
þessar bækur eru skemmtilegar
aflestrar og allar námur a ðfróð-
leik. Að jiessu sinni fjallar bók-
in Lönd og lýðir um Vestur-
Asíu og Norður-Afríku, ein-
mitt helztu róstusvæðin nú og
liefur Ólafur Ólafsson skrifað
bókina.
Ejórða bókin, sem félagsmenn
Menningarsjóðs og Þjóðvinafé-
lagsins fá fyrir ársgjaldið,,
kr. 150,00, að þessu sinni, er
safn ljóðmæla eftir 43 höfunda.
Þar er valið úr yngri skáldun-
um. Ef atomfólkið er talið með
skáldunum, þá munu mennirn-
ir, sem völdu þessi ljóð, liafa
haft úr að velja kvæði á annað
hundrað ungra skálda, sem svo
eru kölluð. En mörg þau
„skáld“ eru vissulega hálfgerðir
og algerðir Æru-Tobbar. Um
þessa ljóðabók Menningarsjóðs
skal ég ekkert segja að svo
stöddu. Mér hefur ekki gefizt
tími til að lesa liana neitt að
ráði. En ég hefi gripið niður
í liana og hitt þar á nokkur vel
kveðin ljóð og hugnæm. Þessir
menn völdu ljóðin: Gils Guð-
mundsson, Guðmundur G.
Hagalín og Þórarinn Guðnason.
En ekki lief ég enn Lalið allt,
sem við fáum af bókum Mcnn
ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins
fyrir þessar kr. 150,00. Við meg-
um velja tvær af eftirtöldum
bókum:
TVENNIR TÍMAR, skáld-
saga eftir Knud Hamsun, nób-
elsverðlaunaskáldið norska.
HESTTR, litmyndabók af
íslenzkum hestum, fögur, lieill
andi. Eigir þú kæran kunn-
ingja eða vin erlendis, þá sendu
honum þessa bók. Hún er þess
verð. SNÆBJÖRN GALTI,
skáldsaga eftir Sigurjón Jónsson.
EYJAN GÓÐA, myndskreytt
ferðabók frá Suðurhafseyjum.
UNDIRHEIMUR DÝRANNA,
I eftir Mauric Burton, alþýðlegt
fræðslu- og skemmtirit um nátt
úrufræðileg efni.
Ýmsar af liinum svokölluðu
aukabókum Menningarsjóðs og
Þjóðvinafélagsins eru perlur í
íslenzkum bókmenntum, enda
margar skrifaðar af okkar lærð-
ustu og liæfustu mönnum. Þar
langar mig að nefna þessar t. d.:
FRÁ ÓBYGGÐUM, eftir Pálma
Hannesson, hinn látna rektor.
Eáir íslendingar skrifa jafnfag-
urt mál sem það, er hann reit
bækur sínar á. Erá óbyggðum
er fagur óður til íslands.
SAGA ÍSLENDINGA IX.
bindi eítir Magnús Jónsson.
ÞJÓÐHÁTÍÐIN 1874, eftir
Brynleif Tobíasson.
HÖFUDUR NJÁLU, eítir
Barða Guðmundsson, hinn látna
þjóðskjalavörð. Satt að segja
liefi ég lesið þessa bók með
mestri undrun. Skarpskýggni
höfundar og lærdómur í þeim
þáttum íslenzkrar sögu, sem á-
vallt hefur heillað mið mest,
er mér bæði gleði og undrunar
efni. Þarna færir höfundurinn
skarpleg og að virðist óyggjandi
rök fyrir því, að Þorvaldur Þór-
arinsson, höfðingi á Sturlunga-
öld, hafi skrifað Njálu.
Af öðrum valbókum Menn-
ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins
má nefna kennslubók í skák,
eftir Friðrik Ólafsson, tvö leik-
rit eftir Loft Guðmundsson og
síðasta bindi af kvæðasafni
Stefáns G. Stefánssonar, And-
vökum. Það er 4. bindið.
Það væri ánægjulegt til þess
að hugsa, ef unglingar, sem
mjög margir liafa oft mikil aura
ráð, notuðu eitthvað af krónum
sínum til þess að kaupa sér góð-
ar bækur. Það eru vinir, sem
aldrei bregðast, kunningjar, sem
gott er að skipta geði við. Góð
bók í eigu unglings er vísir að
menningartákni heimilis. Ef til
vil 1 ættum við foreldrarnir að
hafa það fasta venju að gefa
börnum okkar eða unglingum
slíkar jólagjafir.
Tveir umboðsmenn dreifa
hér bókum Menningarsjóðs og
Þjóðvinafélagsins. Það eru þeir
Sveinn Guðmundsson og Þor-
steinn Johnson.
Þ. Þ. V.
GLEÐILEG JOL!
Farsælt komandi ár!
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ