Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.12.1958, Qupperneq 11

Framsóknarblaðið - 20.12.1958, Qupperneq 11
joLABLAÐ framsöknarBLáð8ins HARALDUR GUÐNASON: Heimsókn í höll sólkonungsins í bók Steíans Zweig um Maríu Antoincttu segir svo um Ver- sali: „Enn í clag eru Versalir mikili'englegasta táknmynd ein- veldisins. Á tilbúinni liæð utan við París, í rniðju landsins, gnæf ir þessi risahöll, tilefnislaust, að því er séð verður, og skyggn ist með sínum lnmdruðum giugga út yfir berangrið, klippta listigarða og tilbúin sund. Ekk ert fljót, engin lífæð verzlunar og samgangna streymir fram hjá henni. Fyrir tilviljun eina og duttlunga voldugs manns blasir þessi höll í öllu sínu stór- fenglega, en vitlausa prjáli við augum undrandi áhorfend- anna.“ Höllin, sem er talin sú feg- ursta í Evrópu, stendur í dásam- lega fögrum garði. Hæðin, sem höllin stenclur á er tilbúin, garðurinn, og að sjálfsögðu höl.lin sjálf. Garðurinn er citt angandi blómahaf, furðulegt litskrúð, tjarnir, limgirðingar, spegilslétt stöðuvötn og gos- brunnar. Þetta er sú sjón, er fyrst ber fyrir augu þeirra, er koma til Versala. \:crsalir standa á tilbúinni hæð. Þar voru mýrafen og eyði- flákar. Vötnin eru tilbúin, hvað þá annað. Og allt var þetta gert til þess að þjóna hégómagirnd Lúðvíks konungs IV7. sólkon- ungsins. Lúðvík fékk luigmyndina að sínu glæsta sloti eftir að hafa setið veizlu hjá fjármálaráð- herra sínum í ærið íburðarmik- illi höll hans. Konungur fyllt- ist öfund og afbrýði í garð ráð- herra síns, lét taka hann fast- an, réð þrjá byggingameistara í þjónustu sína, þá er áður reistu höll Foquets ráðherra, eti sá var munurinn, að liöll sól- konungsins var miklum mun í- burðarmeiri og prjálið lióflaus- ara. Salir sólkonungsins eru prýdd ir miklum listaverkum og skrauti. Tvær milljónir manna streyma ár hvert til Versala til að skoða dýrð horfinna tíma. Nú er höllin, sem stundum hýsti 10 þúsundir manna, minja saln og verðir einir þar innan dyra. Sit trancit gloria mundi, segir einhvers staðar. Þeir, sem dekóreruðu ipftin liafa ekki átt sjö dagana sæla. Einn var sjö ár að skreyta lofl eins salarins, lá þar stöðugt uppíloft á gálga- timbri og missti vitið er verk- inu var í þánn véginn að verða lokið. í tíð sólkonungsins varu allir velkomnir í spegilsalinn, sem kunnu sæmilega ntannasiði. Þar eru veggir allir settir spegil- gleri, en 42 kristalsljósakrónur hanga niður úr loftinu. Hinsvegar var einungis fáum útvöldum leyft að sjá upprás sólar hans hátignar, þ. e. fóta- ferð hans. Fór sú athöfn fram samkv. ströngum reglum og hlutu útvaldir gæðingar þann einstæða sóma, að fá að vera viðstaddir. F.kki mátti kveðja dyra í svefnsal konungs með venjulegum hætti, heldur varð að krafsa í hurðina með litla fingurs nögl \instri handar. \7ersalagarðurinn er meistara- verk fegurðar og hugvits. Þeg- ar Versalir voru reistir var þar ekkert vatn. En Lúðvík lét veita vatni úm langa vegu og reisa 1400 gosbrunna! Þetta verk tók nokkur ár og kostaði of fjár. 30.000 hermenn lét hann vinna að jjessu verki í nauðunga- vinnu. Loks streymdi vatnið urn pípur, er voru grafnar í jörð, margra km. vegalengd. í Versölum ríkti fegurðin ein, en hún var dýrkeypt. Þetta var slot ástarinnar. Svo varð L.úðvk IV. leiður á kerlu sinni, Maríu Theresu, sem von var, Jrví hún var talin leiðinda- skjóða. l.úðvjk kaus sér nú spænska clís og Versalir skörtuðu nú glæstari en nokkru sinni fyrr. Inisundir l j<>sa glitruðu nú milli trjánna eins og demant- ar í kvtildhúminu. Flugeldasýn- ingar voru svo stórfenglegar, að svo vir.tist, sem eldregn félli af hirnni. Smám saman þvarr lífs- fjör sólkonungsins. Þá hætti hann við j)á spænsku og kvænt- ist vef menntaðri ekkju, er drottningin hrök kupp af. En 1. sept. 1715 gekk sól sólkon- ungsins til viðar, er liann liafði tvo um sjötugt. Og nú setti dýrð \7ersala ofan um hríð. En svo kom Lúðvík 15. til Versala, er liann var 13 ára og þá iór held- ur að færast líf í tuskurnar aft- ur. Lúðvík var lítið karlmenni og kona hans, María Antoinetta, var reynslulítil, fögur og skart- gjörn. Hirðin lifði í óliófi að vanda. Árin liðu, fólkið var ó- ánægt, og loks sauð upp úr. 5. október 1789 umkringdi æstur múgur Versali. Fólk þetta var komið frá París. Það var sex klukkustundir á leiðinni, fót- gangandi í ausandi rigningu. Konur vorn mjög fjölmennar í J)essari ömurlegu fylkingu. Konungslijónin hlutu að gefa sig fólkinu á vald og jrau voru flutt til Parísar; það var fyrsti áfanginn að fallöxinni. Versalir hafa nú um langt skeið verið safn, þar sem eink- um eru varðveittir munir frá velmaktardögum konunganna, þar var stundum heimilisfast um jrúsund manns. í síðari tíma sögu Versala hefur jrað gerzt helzt, að J)ar var lýst yfir stofn- un fyrsta þýzka keisaraveldisins, 18. jan. 1871, og 28. júní 1919 voru J)ar undirritaðir hinir ör- lagaríku friðarsamningar milli Þjóðveja og Bandamanna. Við skulum nú ganga um garða hér í slotinu. En ekki meg um við dvelja lengi í hverjum stað, J)v ítíminn er naurnur til að skoða höllina, sem er hvorki nteira né minna en 415 metra löng. Við göngum inn í bygging- una til hægri, vörður opnar fyr- ir okkur og veitir viðtöku inn- gangseyri, sem er 100 frankar. í þessum sal er safnað rnynd- um af kóngum,' drottningum, prinsum og öðru hefðarslekti. í enda [ressarar álmu er óperusal- urinn. Þar fóru fram leiksýning- ar áður fyrr. Gólfið cr hægt að hækka og lækka eftir þörfum. Þegar leiksýningar stóðu yfir var gólfið lækkað, en var lyft til jafns leiksviðinu, er hátíð- legar sámkomur voru haldnar. Þá göngum við í kapelluna. Þar hlýddi hirðfolkið messu. Uppi eru svalir, J)ar sem kon- ungur og drottning sátu, er })au hlýcldu messu. Hirðfólkið stóð niðri og snéri baki á altarið, því J>að hefði J)ótt í mesta máta óviðeigandi, að ])að hefði snúið baki að kóngi og drottningu, cr horfðu fram að altarinu. Kapell an var hlaðin úr hvítum steini. í lofti yfir langskipinu var mál verk af ffiður allsherjar í allri sinni dýrð. Yfir altarinu var málverk al uppristi Krists, en yfir kóngssvölum var heilagur andi i dúfulíki. . . Nú höldum við inn í mót- tökusalinn. í lofti hans eru hin firnmiklu listaverk málarans Framhald á bls. 15 Ferðamannahópur frá Norðurlönclum þ. á. m. frá Vestmannaeyjum staddir í Versölum fyrir framan liöll Lúðvíks fjórtánda.

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.