Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.12.1958, Page 19

Framsóknarblaðið - 20.12.1958, Page 19
jÓLABLAÐ framsöknarblaðsins EINAR SIGURFINNSSON: Jíonan og harnið Margar eigum við jólaminn ingar, í myndum og sögu, skráð- ar og óskráðar. f þeim langflest um er uppistaðan sú sama, kon un og barnið. Fjárhirðarnir á Betlehems- völlum, hlýddu undrandi á boð- skapinn, sem jólin alltaf síðan býggjast á. Þá var flutt fyrsta jólaræðan. „Yður cr frelsari fæddur, og hafði það til marks, að þér munuð finna reifað barn.“ Og þessi messa endar með lofsöng englanna, sem allir kristnir menn kunna, og æ síð- an hljómar ;'t öllum jólum, á ótcljandi stöðum, á flestum tungum heims. Dýrð sé guði í upphæðum og friður á jörðu, með þeim mönnum, sem hanii hefur velþóknun á.“ Hirðarnir hlýddu hugfangn- ir á boðskapinn og sönginn, en þéim var það ekki nóg. Þeir fóru, þeir leituðu og fundu, barnið og móður þess. Og þeir lofuðu guð fyrir allt það, sem þeir höfðu heyrt og séð. Þessa undrafögru sögu hafa ótal mæðitr sagt börnum sínum og barnabðsrnum, á þeim skilj- anlegu máli eftir aldri og þroska þeirra-. Og á þessari sögu byggj ast allar kristaar jólasögur, sem sagðar eru og skráðar og jóla- myndir smáar og stórar. Ein fyrsta minning flestra manna um jólin, Jól barnsins, hátíð, sem mannna eða einhver önnur kona hafði undirbúið. Oft fátæklegum föngum, en sönnum vilja. l lík ,sokkar, luifa, vettlingar eða*ánnað slíkt, unn- ið og búið til af henni, var með þakklæti þegið enda af kærleiks vilja og umönnun úti látið. Þetta voru jólagjafirnar okk- ar, sem munum „hálfrar aldar jól“, að ógleymdu kertinu, sem lika var heimagert. Nú eru jóla gjafirnar dýrar og glæsilegar, en þó ekki eins hlýjar né dýrmæt- ÞRÍBURARNIR A URÐAVEGI 17. Þcssar þrjár stúlkur eru þríburar, fœcldar 22. nóvember 7955. Þœr eru liraustar og efnilegar. Þœr heitc: Guðrún Fjóla, Anna ísafold og Maria Ólöf. Foreldrar þeirra eru: Sigríður Sigurðardóttir og Kolbeinn Sigurjónsson. — Þrí- burafœðingar eru fátiðar hér á landi. SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSðSSSSSSSSSSSSSSSSsSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS^S^ ar. Þær eru keyptar fyrir pen- inga. Konan, móðirin, hefur ekki lagt sína eigin persónu, sína eigin sál í þessa aðkeyptu gjöf, eins og hina, sent var af hennar höndum gjörð, við heima-arinn, stundum að vísu kaldan, þegar skammdegishríð- in lamdi þekjur og þil og elds- neyti var af skornum skammti. V'ið getum litið inn í einhverja sveitabaðstofuna, um síðustu Aldamót. Konan situr við rokk inn, hún keppist við spunann, sem mest hún má. Við lilið hennar er ungbarn í vöggu sinni og sefur vært. Bak við rokkinn stendur lítill snáði og heldur um „smalann", annar Framhald á 19. síðu. Frá Versölum Framhald af bls. 11. Lemoyne, er tók hann sjö ár og kostaði hann hcilsuna, and- lega a. m. k. og er þess áður minnst. Málverk þetta er hvorki meira né minna en 315 ferm. að stærð. Það sýnir Herkúles, þar sem liann er tekinn í tölu guða á Olympstindi. Það yrði of langt mál, að lýsa öllum salarkynnum í Versölum til nokkurrar hlítar. Skal þó að- eins drepið á það markverðasta. Við komum í sal, sem helgaður var Diönu. Þar lék konungur biljarð í gamla daga. Hefur löngum verið vinsæl skemmtan. Þá er gengið um sal, sem er helgaður Mars. Þessi salur var dans- og konsertsalur. I þessum sal og öðrum eru býsna fögur góbelín teppi fagurlega skreytt. Tímans tönn virðist ekki vinna neitt verulega á þeim. Þá kem- ur Merkúr-salurinn næstur í röðinni. Myndskreyting hans hefur á sér óvenjulega friðsam- legan blæ. í þessum sal lá Lúð-. vík XIV7 á líkbörunum 1715, en sjötíu prestar. skiptust á að lesa messur yfir hinum framliðna í heila viku. — V7ið þennan sal liggur Appolló-salurinn, er eitt sinn var hásætissalur. Hásætið er úr skíra silfri, hálfur þriðji metri á hæð. Þar tók Lúðvík XIV. á móti sendiboðum og ein- völdum. í stríðssalnum er mynd af I.úóvík XI\7. þar sem hann er að ganga á milli bols og höfuðs óvinum sínum. í loftinu eru myndir af fjórum Evrópulönd- um í ófriði: Spáni, Austurríki, Prússland og Holiand. Úr þess- um sal er dásamlegt útsýni yf- ir garðinn. Hann sést bezt úr miðglugganum. Þótt þessi frægi spegilsalur sé óneitanlega glæsi- legur, heillaði garðurinn mig miklu meira. í þessum sal eru 17 speglar, samsettir úr 400 allstórum glerjum. Veizlur þær, er hér voru haldnar á 17. öld voru ærið íburðarmiklar. Þarna skartaði kóngur, drottningin og hirðgæðingar í gullsaumuðum skikkjum, en þúsundir kerta- ljósa blöktu í speglasalnum, þar sem hirðin ástundaði óhófslifm að sinn. Fremst í speglasalnum stend- ur borð, er lætur ekki sérlega mikið yfir sér, en við það hefur samt farið fram ein örlagarík- asta athöfn sögunnar. Á borð- intt stendur spjald, sem á er letrað: 28. júní 1919. Á borðinu er ennfremur blekbytta og skrif færi. í þessum sal hafði Þýzka- land lifað stoltustu stund sögu sinnar, er Vilhjálmttr Prússa- konungur var gerður keisari Þjóðverja 1871. Hér lifði Þýzka land líka mestu niðurlægingu sögu sinnar, er fulltrúar þess skrifuðu undir friðarsamning- ana 28. júní 1919. Er þýzku fulltrúarnir gengu í salinn stóð Clemenceau á fætur og mælti með skaldri franskri kurteisi: F.g hef þann heiður að biðja hina háttvirtu þýzku fulltrúa að skrifa undir. Og þeir skrif- I uðu undir ])á afarkosti, cr þeim voru settir; um annað var ekki að ræða. í skammsýni sinni og sigurgleði voru Bandamenn að sá því fræi, er af spratt heims- styrjöldin síðari. Fleira mætti segja um Ver- sali og jafnvel stutta heimsókn þangað og vissulega var heim- sóku okkar þangað of stutt. E11 hér skal staðar númið. Við höf- um komizt í snertingu við löngu liðnar aldir, við söguna sjálfa. Sviðið, þar sem sagan gerðist, er með sömu ummerkj um og þá, er atburðirnir sjálf- ir voru að ske. Við erum þakk- lát forsjóninni fyrir það, að okk ur gafst kostur á að sjá Versali nteð sínum sögulegum minjum og því andrúmslofti, sem skap- azt þar sem sagan gerist, ef maður kann að skynja anda hennar. Heimsókn okkar nokkurra íslendinga til Versala er lokið.

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.