Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 24.06.1959, Blaðsíða 3

Framsóknarblaðið - 24.06.1959, Blaðsíða 3
FRAMSOKNARELADID Vestmannaeyja kjördæmi Frá endurreisn Alþingis 1845 hafa Vestmannaeyjar verið sér- stakt einmenningskjördæmi. „En vegna þess hve kosningaréttur var takmarkaður, gat engin kosning farið fram, þar til kosn- ingaréttur var rýmkaður 1857", segir í heimildum hér að lút- andi. Á þeim 102 árum, sem liðin eru síðan Vestmannaeyja-kjör- dæmi fékk mann kjörinn til þing setu, hafa 13 alþingismenn ver- ið þingmenn Vestmannaeyja. Margir þessara þingmanna hafa verið hinir merkustu fulltrúar á Alþingi, ekki eingöngu fyrir sitt kjördæmi, heldur einnig markað varanleg spor í stjórnmálasögu þjóðarinnar. Þeir, sem lengsta setu hafa átt á Alþingi fyrir Vestmannaeyj ar, eru: Þorsteinn Jónsson, bóndi í Nýjabæ, 11 ár; dr. Valtýr Guð- mundsson 7 ár; Jón Magnússon, síðar forsætisráðherra, 11 ár; Karl Einarsson, sýslumaður, 9 ár, og Jóhann Þ. Jósefsson 35 ár. Án þingmanns Vest- mannaeyja-kjördæmis hefðu Vestmannaeyingar orðið að sækja mál sín undir þingmenn, er hér þekktu lítt til. Fáir munu er eingöngu kosið um flokka. Hún er þannig gerð, að ómögu- legt er að hún geti nokkurn tíma skapað sterkan og samhentan meirihluta á Alþingi. Útkoman verður alltaf margir minnihlut- ar, sem svo verða að reyna að koma sér saman um stjórn lands ins. Að mínu viti eiga þeir samn- ingar, sem nauðsynlegir eru til að skapa sterkan og samhentan meirihluta á Alþingi, að fara fram í byggðarlögunum, kjör- dæmunum. í þroskuðustu lýðræðislöndum heims, eins og Bandaríkjunum og Bretlandi, eru skoðanir á þjóð málum engu óskiftari en hér gerist, en þar í löndum telja menn sterkt rikisvald grundvall- arnauðsyn fyrir farsælu samfé- lagi. Þar er kosið í einmennings- kjördæmum einmitt til þess að þjóðin geti sent sterkan meiri- hluta á þing, í stað þess að við virðumst keppa að því að senda þangað sem flesta minnihluta. Nú eru lögin einmitt afsökuð með því, að þau séu sett til að tryggja rétt minnihlutans. Hvaða minnihluta er þá átt við? Ekki þá minnihluta, sem búa í afskekktum og sérstæðum byggð arlögum. Ekki þá mihnihluta, sem af elju og tryggð vinna að ræktun og verndun landsins. Ekki þann minnihluta í hinu. væntanlega Self ossumdæmi, sem býr í stærsta fiskveiðibæ lands- ins. Nei, það er átt við minni- hlutaflokkana og hér ber allt að sama brunni: Lögin eru ekki sniðin fyrir hagsmuni fólksins, sem landið byggir, heldur flokka valdsins. trúa því, að þeir þingmenn hefðu beitt sér jafn skelegglega fyrir málefnum Eyj anna og þingmenn kjördæmisins hafa jafnan gert, enda þótt menn greini á um dugnað hinna ýmsu þingmanna fyrir kjördæmi sitt. Allt ber hér að sama brunni. Vegna náinna tengsla þing- mannanna við kjósendur, og þekkingar þeirra á atvinnumögu leikum í kjördæminu, hefur kjör dæmaskipunin, eins og hún hef- ur verið — aðallega lítil einmenn ingskjördæmi — reynzt íbúum þeirra giftudrjúg. Það má með nokkrum sanni segja, að þingmaðurinn sé undir smásjá kjósenda sinna, og ber ábyrgð gagnvart þeim. Hann get- ur ekki varpað ábyrgðinni á meðþingmenn í stórum kjördæm um. í ljósi þessara sanninda liggur það ljóst fyrir, að Vestmanna- eyjum er það heilladrýgst, að þær haldi þeim réttindum, er þær hafa haft: Vestmannaeyj ar sérstakt kjördæmi. Þær hafa líka vegna legu sinnar og at- vinnuhátta sérstöðu innan þjóð- félagsins, og eiga fátt sameigin- legt í framleiðslu- og atvinnu- háttum Suðurlandsundirlendis- ins. Ekki eitt einasta kjördæmi á landinu hefur slíka sérstöðu sem Vestmannaeyjar. Lega þeirra við auðugustu fiskimið landsins, og útflutningsverðmæti er nema rúmlega y6 hluta af útflutningi úr þjóðarbúinu, gefa þeim vissu- lega rétt til að krefjast þess, að þær verði sérstakt kjördæmi framvegis svo sem verið hefur. Glæfraspil.... Frh. af 4. siðu samþykkt. — Ég hef áður sýnt fram á hver er meginorsök þess að þríflokkarnir mega ekki heyra annað nefnt. Ekki er ég i nein- um vafa um að þetta er mikið óheilla spor fyrir þjóðina. Frum- varpið, ef að lögum verður, er hliðstæð aðgerð og þegar Danir söfnuðu saman öllum finnanleg- um vopnum íslendinga, áður en þeir hófu kúgunina hér fyrir al- vöru. Fyrst er að afvopna, síðan er hægt að láta kné fylgja kviði. Vopn fólksins út um landið eru kjördæmin. — Allt er þetta furðuleg skamm- sýni, því þegar stöðvun framfara og velmegunar er hafin út um landið — mun það ásannast að höfuðstaðnum, Reykjavík, vegn- ar verst. Velmegun Reykjavíkur síðustu árin og hin stöðuga at- vinna stafar af því að fólk hef- ur ekki flutt að, til að keppa um atvinnuna. Og velmegunin út um landið veldur því, að blóm legur iðnaður þrífst í Reykjavík og stærri bæjum. Sölumöguleik- ar eru stöðugir vegna kaupgetu Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins er á Strandvegi 42. Gengið inn að vestan. — Sími 780. Stuðningsmenn Framsóknarflokksins. Hafið samband við skrifstofuna. 1 ¦—.~~~~~~—~± r~~ FRAMBODSFUNDUR Sameiginlegur framboðsfundur verður haldinn í Sam- komuhúsinu föstudaginn 26. júní kl. 8,30 e. h. Útvarpað verður frá fundinum. Frambjóðendur. Kosningar til Alþingis fara fram í Vestmannaeyjum sunnudaginn 28. júní 1959 og hefst kjörfundur kl. 9 árdegis. Kosið veröur í tveim kjördeildum svo sem hér segir: I. kjördeild er í Akóges-húsinu. Þar greiöa þeir kjósend- ur atkvæði, sem eiga heima viS götur, sem bera upphafsstafi A—H. II. kjördeíld er í húsi KFUM og K. Þar greiða þeir kjós- endur atkvæöi, sem búa viS götur, sem bera upphafsstafi I—V. — Einnig kjósa í þessari kjödeild þeir kjósendur, sem eiga heima á bæjum eða í húsum, sem ekki teljast til gatna. Svo og þeir, sem eru á aukakjörskrá. Kjörfundi lýkur í síSasta lagi kl. 11 síSdegis. VerSa þá atkvæSi talin, og fer talningin fram í Samkomuhúsi Vest- mannaeyja. Yfírkjörstjórnin i alls landsfólksins. — Ef þessi þróun er stöðvuð, kemur það mjóg hart niður á Reykjavík. En skammsýnin hefur nú setzt í hásætið og stýrir út í ófæruna. — Það var svo fyrir allmörgum árum að ýmsar þjóðir töldu hlut- fallskosningar eðlilegar þegar kosið væri til þings. Minnihlut- ans rödd yrði þá oftar heyrð. — En ég held mér sé óhætt að full- yrða að engin þjóð lætur sér nú til hugar koma, að lögleiða hjá sér hlutfallskosningar, ef hún slapp við það þegar aldan með hlutfallskosningar gekk yfir. — Þær sýndu sig fljótlega svo meg- ingallaðar, að flestir telja að þær eigi mestan þátt í að kollvarpa tveimur lýðveldum — Þýzkalandi og Frakklandi. Þar ollu hlutfalls kosningar slíkri flokkafjölgun að mörgum tugum skipti á þingum beggja þessara landa. Og loks skapaðist slíkur glundroði að leiddi til einræðis — algers og hálfgers. Bæði ríkin hafa nú, eftir endurreisnina, látið verða sitt fyrsta verk að losa sig við hlutfallskosningarnar, Þýzka- land hefur blandað kerfi, en Frakkland hefur þurrkað burt hlutfallskosningar. Barátta hef- ur verið tekin upp fyrir einmenn ingskjördæmum í írlandi — og afnámi hlutfallskosninga. Alls staðar virðist þróunin frá hlut- fallskosningunum, því viður- kennt er að lýðræði og þingræði standi traustustum fótum þar sem til þjóðþinganna er kosið meirihlutakosningum.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.