Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 24.06.1959, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 24.06.1959, Blaðsíða 4
FRAMSOKNARBLAÐID Hermann Jónasson: Glæfraspil með stjórnskipan landsins í s.l. mánuði kom Hermann Jónasson, formaður Framsóknar- flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, í heimsókn hingað til Vestmannaeyjá og i'lutti ræðu á fundi, sem Framsóknarmenn héldu þann 29. f. m. Ræða hans fjallaði aðallega um kjördæma- málið, og eftirfarandi ræðukaflar eru sýnishorn af málflutningi hans í þessu örlagaríka máli. Eg held að fáir sem gefa sér tíma til að yfirvega þetta mál ró- lega, muni komast að þeirri nið- urstöðu að alþingismenn eða Al- þingi hefði sett niður þótt það hefði ráðlagt þjóðinni að láta sér staklega kjörið stjórnlagaþing setja hin nýju stjórnskipunarlög með eitthvað svipuðum forsend- um og rakið er hér að framan. — Ég held að heiður þess hefði þvert á móti vaxið við þetta. — Stundum eru þau rök færð fram gegn því að sérstakt stjórnlaga- þing afgreiði stjórnarskrána — að kosið mundi til þess eftir flokkssjónarmiðum, og þetta myndi því engu breyta. -— Mót- báran er þá orðin sú að með þessari leið losnum við við svo- litið af flokkssjónarmiðum og fordæmum að ekki taki því að reyna þetta. M. ö. o.: Það er álit þeirra, sem mótmæla sér- stöku stjórnlagaþingi, að þótt menn væru kosnir sérstaklega til þess að leysa stjórnarskrármál- ið, það mál eitt, og ekkert ann- að — og án tillits til annarra mála og án tillits til flokkssjón- armiða þá mundu flokksböndin vera svo sterk að fulltrúarnir mundu bregðast þeim trúnaði er þeim hefði verið sýndur, bregð- ast því háleita verkefni, sem þeim hefði verið falið, og láta flokkssjónarmið ráða við lausn þess. Ég er ekki þessarar skoð- unar. — En er ekki mótstaðan gegn sér- stöku stjórnlagaþingi sprottin af þvi, öðru fremur, að þröngsýnir flokksforingjar telja síg missa flokkslegt vald yfir lausn máls- ins, ef sérstakt stjórnlagaþing fær vald til að afgreiða málið. Eitt er alveg víst. Sérstaklega kosið þing hefði ekki orðið lé- legra en Alþingi við lausn máls- ins; það hefði að minnsta kosti leyst málið í heild, enda ekki haft umboð til annars. Það hefði ekki tekið einn þátt stjórnar- skrármálsins, kjördæmamálið út úr og gert það að illdeilumáli, leyst það í flaustri, en skilið allt annað eftir óleyst. — Það liggja sannarlega engin rök fyrir, er bendi til þess, að Alþingi sé hæf- ara til að leysa stjórnarskrár- málið en sérstaklega kjörið stjórnlagaþing, — enda hef ég ekki heýrt neinn mann halda því fram. Hins vegar benda sterk rök til þess og líkur að f ulltrúaþing, sér- staklega til þess kjörið að leysa málið, mundi verða hæfara til þess en Alþingi — með sínum pólitísku flokkssjónarmiðum, sem hætt er við að brengli dóm- greindina. En þröngsýn flokks- sjónarmiðin hafa nú lokað þess- ari leið, að sinni, — og kem ég nú að því að ræða málið nokk- uð efnislega. En áður vil ég þó benda á þá furðulegu og bágbornu mál- færslu þríflokkanna, að saka Framsóknarflokkinn um flokks- sjónarmið í þessu máli — eina flokkinn, sem hefur barizt fyrir því að flokkssjónarmiðum væri vikið til hliðar — með því að láta sérstakt stjórnlagaþing af- greiða málið. Valdið skal tekið af landsbyggðinni Sú spurning er ásækin við marga, hvers vegna flokkarnir vilji ekki sættast á þessar miðl- unartillögur, sem eru miðaðar við að rétta hlut þéttbýlisins án þess að leggja gömlu kjördæmin niður. Hvað veldur því, að þeir allir sem einn hafna þessu eins og af einhverjum dularfullum ástæðum, sem ekki má nefna? ¦— Hver hugsandi maður veit þó hver ástæðan er. Hún er sú fyrst og fremst, að það kostar of mikl- ar framfarir út um landið — út í kjördæmunum, ef þau fá að haldast. Það er of mikið kapp- hlaup um þessi litlu kjördæmi segja þríflokkarnir. Litlu kjör- dæmin valda pólitískri fjárfest- ingu sagði einn af spekingum Sjálfstæðisflokksins. Fjárfest- ingarstefnan lagast þegar búið er að leggja niður kjördæmin sagði Einar Olgeirsson. Mest gloprast þetta út úr þessum þingmönnum. Niðurskurðurinn á raforkuframkvæmdum og verk- legum framkvæmdum út um landið er aðeins smá sýnishorn, dropi úr þeim beiska bikar, sem borinn verður að vörum fólksins út um landið og það látið tæma í botn, ef það hefur ekki mann- dóm til þes sað hrinda af sér til- ræðinu í kosningunum í vor. Falsrökin Borin eru fram alls konar fals- rök fyrir þessum breytingum. . Hermann Jónasson. Kaupstaðadrengir fræða lands- byggðina á því, að nú sé með sameiningu hinna smáu kjör- dæma verið að búa til sterkari heildir, sem hafi 5 þingmenn. í stað þess að smáu kjördæmin höfðu einn. Auðveldara verði þvi fyrir þessar heildir að sækj a sinn rétt. Rókrétt afleiðing ætti að vera að leggja niður hreppana alla, og kjósa sýslunefndarmenn hlutfallskosningu. Það væri mun ur fyrir hreppana að eiga hlut í 10—20 sýslunefndarmönnum heldur en að eiga bara einn. Hitt skiptir minnu þótt litlu hrepp- arnir fengju' engan fulltrúa úr sínum hópi til að gæta sinna hagsmuna. Auðsætt er af þessum rökum, ef rétt væru, að það eru svik- samleg vinnubrögð að gera ekki landið allt að einu kjördæmi. Fyrst það er aukinn styrkur að láta leggja kjördæmi sitt niður og sameina það í 5 manna kjöri og þannig eiga hlutdeild í 5 þing mönnum — er. það samkvæmt hugsunarhættinum enn meiri styrkur, að vera meðlimur í enn stærri heild og eiga hlutdeild í 60 þingmönnum. Samkvæmt rökum þessara spekinga hefur það ekki verið lítill búhnykkur og þjóðargæfa fyrir Eystrasaltsríkin að vera innlimuð í hið sterka Rússland. — Það væri þá og samkvæmt sömu rökvísi takandi til athug- unar, þar sem við erum að fólks fjölda eins og lítið kjördæmi í tiltölulega fámennu landi — hvort við íslendingar eigum frek ar en gömlu kjördæmin, að basla við þetta sjálfstæðishokur. Væri okkur ekki nær að styrkja okkur og géra allt voldugra með því að sameinast stærri þjóðum. Þetta var nú einmitt það sem Knut Berlin og aðrir Danir voru að kenna okkur í nokkrar. aldir, en við vorum svo fávísir að vilja ekki trúa. Hlutfallskosningar Allar líkur benda nú til þess að frumvarp þríflokkanna verði Frh. á 3. síðu 1 '. 1 Þaö er kosiö um kjör- dæmabreytinguna 79. grein 1. málsgrein Stjórnarskrár Lýðveldisins íslands hljóðar svo: „Tillögur, hvort sem er til breytinga eða viðauka á stjórn- arskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki beggja þingdeilda, skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til'almennra kosn- inga að nýju. Samþykki báðar deildir ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins og er hún þá gild sem stjórnskipunarlög." Samkvæmt skýringum kennslubókar þeirrar í stjórnlaga- fræði, sem notuð er við lagadeild Háskóla íslands, er þetta ákvæði vörn gegn „hvatvíslegum stjórnarskrárbreytingum." Það leikur því ekki á tveim tungum að kosið er um kjör- dæmamálið fyrst og fremst. Það er nú lagt í hendur kjós- endanna að samþykkja eða hrinda þessari hvatvíslegu stjórnarskrárbreytingu, kjördæmabreytingunni. Áður en gengið er í kjörklefann, verður sérhver samvizkusamur kjósandi að gera það upp við sig hvort hann vill láta Ieggja kjördæmi sitt niður eða ekki. Þetta aukablað af Fram- sóknarblaðinu er gefið út til að auðvelda honum þá ákvörðun. Eyjarnar áfram sérstakt kjördæmi: X HELGI BERGS

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.