Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 23.01.1963, Blaðsíða 1
Útgefandi Framsóknarfélag Vestmannaevia. 26. árgangur. Málgagn Framsóknar- og sam- vinnumanna í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum, 23. janúar 1963 2. tölublað HELGI BERGS, verkfræðingur: Þröttmikil upp- bygging er þjóð- leg nauðsyn. Verðlagsvandamálið verður ekki leyst með einhliða kjara- skerðingarstefnu. Það verður þvert á móti að einbeita sér að því að auka framleiðni þjóðar- innar til þess að hærri þjóðar- tekjur komi til skipta milli þegn anna. Svo verður auðvitað líka að skipta réttlátar. Þetta tvennt er auðvitað hvort tveggja þýðing armikið, en þó hið fyrra sínu meir, því að hið síðara er auð- veldara að leiðrétta, ef úr skorð um fer. Undanfarin ár hefur hafið verið svo gjöfult, að við höfum getað aukið framleiðslu þjóðar- innar með því einu að sækja meira fiskmagn í sjóinn. En þau f ramleiðsluverðmæti, sem fást. úr hverri aflaeiningu fara minnk andi. Vaxandi hluti síldarflot- ans fer til að framleiða ódýrt skepnufóður og iðnaðarlýsi. Það er hin brýnasta nauðsyn íslenzku þjóðinni, að sífellt sé unnið að því, að gera fjöl- breytni framleiðslunnar meiri pg efla nýjar atvinnugreinar, sem vinna sem verðmætastar framleiðsluvörur úr hráefnum lands og sjávar. Eg hef á öðrum vettvangi haft tækifæri til að gera grein fyrir þeim verkefn- um, sem framundan eru á þessu sviði og skal ekki endurtaka það hér að sinni. En öllum hugsandi mönnum er það mikið áhyggju efni að ekkert skuli hafa miðað áfram á þessari braut á undan- förnum góðærum. Núverandi stjórnarflokkar fengu í seinustu kosningum meirihluta út á loforð sín um að stöðva verðbólguna og vísa á leiðina til bættra lífskjara. Þeim er það sjálfum fullljóst, að sú stjórnarstefna, sem síðan hef- mi Wttt- Helgi Bergs. ur verið fylgt, er í hrópandi ó- samræmi við þessi loforð. Og nú fara nýjar kosningar í hönd. Þess vegna búa þeir sig undir að gefa ný loforð. Þeim er það líka ljóst, að mik ill meirihluti þjóðarinnar vill, að atvinnuuppbyggingunni sé viðstöðulaust haldið áfram og góðærin séu notuð til þess að auka framleiðslugetuna og fjöl- breytni atvinnulífsins. Þess vegna tilkynnti stjórnin það snemma á kjördæmabilinu, að hún væri að láta gera mikla framkvæmdaáætlun.' Viðskipta- málaráðherra tilkynnti á Al- þingi haustið 1961, að áætlunin myndi verða tilbúin fyrir lok þessa árs og eftir henni yrði unn ið á árinu 1962. Þetta var auðvitað aldrei ætl- unin. Áætlunin hefur ekki sézt ennþá, en það er sjálfsagt óhætt að gera ráð fyrir, að hún muni koma frani |yrir vorið. Hún á að-vera kósriingáplagg. í henni eiga að vera fólgin þau loforð, sem næst á að svíkja, ef stjórnar- flokkunum tekst að halda meiri hluta sínum í næstu kosningum. Ekki skal neinu spáð um það hér, hvað í plaggi þessu verður, þegar þar að kemur, enda skipt- ir það kannske minns'tu máli, þar sem þegar er ljóst að það verður sýndarplagg. En það hef ur vakið athygli og nokkurn ugg margra, að þegar stjórnarliðar ræða um atvinnuframkvæmdir virðist að hjá mörgum þeirra komist ekkert að nema hug- myndir um stóriðnað útlend- inga, sem nýti vatnsorku lands- ins. Þessi hugmynd er auðvitað vel þess virði að um hana sé rætt og hugsað. En önnur verk- efni kalla meira að. Fyrst þarf að tryggja betur grundvöll okk- ar eigin framleiðslu og byggja upp fjölbreyttari og traustari iðnað byggðan á afurðum lands og sjávar. Meðan okkar eigin at- vinnurekstur stendur ótraustum fótum, getur stóratvinnurekstur útlendinga beinlínis verið okk- ur hættulegur. Hugmyndin um útlendan stór rekstur á íslandi er ekki ný, en hún hefur fengið nýjan byr í seglin með hugmyndinni um að ísland gangi í ríkjasamsteypu iðnaðarstórveldanna í V-Evrópu, Báðar þessar hugmyndir byggj ast á þeirri vantrú, sem nú ger- ir æ meira vart við sig hjá í- haldsöflunum í landinu á því, að við íslendingar getum sjálf- ir byggt upp okkar eigið at- vinnulíf. Þessi vantrú er kannski það, sem þjóðinni stafar mest hætta af í dag. (Tíminn). Ný f járhagsáætlun Á bæjarstjórnarfundi 10. þ. m. voru fjárhagsáætlanir fyrir bæjarsjóð, hafnarsjóð og Raf- veitu Vestmannaeyja fyrir árið 1963, lagðar fram til 1. umræðu. Hér eru á ferðinni allmerk plögg og þar sem fjármál bæj- arins snerta bæjarbúa beint og óbeint, þá þykir rétt að fara um þau nokkrum orðum. Bæjarstjóri, Guðlaugur Gísla- son, fylgdi fjárhagsáætluninni úr hlaði, og var þess að vænta, að hann gerði þá glögga grein fyrir afkomunni á liðnu ári. Þeirri skyldu brást hann þó að mestu Ieyti, gat þess aðeins að innheimta hefði gengið mjög vel á liðnu ári, og hægt hefði ver- ið að standa í skilum með launa greiðslur. Hefði verið gagnlegt fyrir bæjarfulltrúa, sem nú eiga að taka afstöðu til nýrrar fjár- hagsáætlunar, að vita, hvað tafði framkvæmdir við sjúkra- hús, sundhöll, og smáíbúðir á liðnu ári, og hvar fjárhæð kr. 2 milljónir og fimm hundruð þús- und, sem í fyrra var lögð á bæj- arbúatil framkvæmda við nefrid ar byggingar, er nú niður.kom- in. Það er því ekki nýtt fyrir- brigði þó fé bæjarins sé ráðstaf- að í heimildarleysi og fram- kvæmdir, sem eiga að vera fjár- hagslega tryggðar dragist á lang- inn, og virðist s. 1. ár engin und- antekning í því efni. Á greiðsluyfirliti, sem fram kom 30. sept. s. I., sést að áætlun yfir árið 1962 hefur ekki staðizt. Lætur nærri, að áætlaðar tekjur ársins hafi verið uppétnar í septemberlok. Er augljóst, að tekjur og gjöld hafa farið fram úr áætlun svo nemur milljónum króna. Til að skýra, hverju skakkar milli áætlunar og útgjalda, má geta þess, að afborganir og vext- ir af skuldum bæjarsjóðs voru áætlaðar kr. 1260 þús., en þann 30. sept. var búið að greiða vegna þessa gjaldaliðs kr. 2. 986.323,99. Til byggingar barnaskólans var áætlað kr. 100 þús., en þann 30. sept. var búið að gfeiða 1.104.638,87. Á þessum tveimur liðum skakkar kr. 2.730.962,86, og er þó, eins og áður er fram tékið, ekki öll kurl komin til grafar, Framhald á 2. síðu.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.