Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 06.02.1963, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 06.02.1963, Blaðsíða 2
2 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Furðuleg vinnubrögð Sem bæjarfulltrúi í Vest- mannaeyjum þótti mér kynlegt að sjá bréf, sem stílað er til bæj- arstjórnar Vestmannaeyja birt í árásargrein í málgagni komm- únista, Eyjablaðinu, án þess að bréfið hafi verið tekið fyrir í Bæjarráði eða bæjarstjórn. Svo eru það út af fyrir sig furðuleg vinnubrögð, að bréf, sem sent er til bæjarstjórnar í september 1962, skuli ekki hafa verið tek- ið fyrir til afgreiðslu fjórum mánuðum síðar. Á þessu tíma- bili hafa þó verið haldnir 4 bæj arstjórnarfundir. Eg lít svo á, að það séu eðlileg og sjálfsögð vinnubrögð, að málin séu tekin til afgreiðslu á næsta fundi eft- ir að þau berast, enda vandséð, hvar bæjarstjórinn fær heimild til að stinga erindum undir stól, sem stíluð eru til bæjarstjórnar. Þá hlýt ég að líta svo á, að slík erindi, sem berast bæjar- stjóra, séu þá fyrst opinber mál, þegar þau hafa verið lögð fram ó almennum bæjarstjórnarfundi. Nú ber svo við, að bréf, sem stílað er til bæjarstjórnar Vest- mannaeyja, og bæjarstjórinn hef ur lúrt á í 4 mánuði, er afhent andstæðingum bréfritarans til birtingar, sem er gert í því skyni að rýra álit hans. Að sjálf sögðu kunna slík vinnubrögð •að hafa áhrif á framgang þess máls, sem erindið fjallar um. Það er blátt áfram óhugnanlegt fyrir bæjarbúa að eiga von á því að margvísleg erindi, sem þeir eiga við bæjarstjórn, séu afhent þeim, sem sízt skyldi, áður en þau eru tekin til meðferðar af viðkomandi aðila. Bæjarstjóra- starfið er trúnaðaistarf á vegum allra bæjarbúa og lionurn og starfsmönnum hans má ekki líð ast að brjóta þær reglur, sem livarvetna í menningarþjóðfé- lagi eru viðhafðar. Það er ekki úr vegi að geta þess, að á bæjarstjórnarfundi þann 25. jan. s. 1. urðu snarpar umræður varðandi málsmeð- ferð milli Karls Guðjónssonar og Guðlaugs Gíslasonar. Deildi Karl á Guðlaug fyrir samskon- ar vinnubrögð og hér liggja fyr ir, en Guðlaugur þrætti. Að lok- um bar Karl fram eftirfarandi tillögu, sem Guðlaugur svaraði með frávísunartillögu, sem einn ig er birt hér. „Fyrir var tekið: Tillaga frá Karli Guðjónssyni: Bæjarstjórn leggur fyrir bæj- arstjóra að taka það upp sem fasta reglu að leggja öll erindi, er berast bæjarráði, fyrir næsta fund, er bæjarróð heldur, eftir að erindi hefur borizt. Karl Guðjónsson. c Tillaga frá rneirihluta bcej- arráðs: Með því að ekkert liggur fyr- ir um, að nokkur óeðlilegur dráttur hafi verið á, að erindi, sem bæjarráði hafa borizt, hafi verið fyrir það lögð, telur bæj- arstjórn tillögu Karls Guðjóns- sonar óþarfa og samþykkir að vísa henni fró og tekur fyrir næsta mál á dagskrá. Bæjarstjóri vék af fundi, en við sæti hans við atkvæðagreiðsl una tók Einar H.'Eiríksson. Tillaga meirihlutans sam- þykkt með 5 atkv. gegn 4. Geta menn nú borið saman efni frávísunartillögunnar við þá staðreynd, að erindi Þor- steins Þ. Víglundssonar skóla- stjóra, er búið að liggja óaf- greitt á bæjarskrifstofunum í 17 vikur. Og þrátt fyrir rétt- mæta gagnrýni Karls Guðjóns- sonar, hafa Eyjablaðsmenn ekk- ert við slík vinnubrögð að at- huga, ef þeim hentar að nota gögn, sem þannig eru gevmd og höfð til sýnis, til að klekkja á andstæðingum sínum. Að þessu tilefni þótti nrér við eiga að liafa viðtal við bréf ritarann, Þorstein Þ. Víglunds- son, skólastjóra. — Mér er ekkert að vanbún- aði að skýra þetta mál, segir Þorsteinn, enda hefur meðferð jjess vakið mér kótínu, því einn þáttur listarinnar að kunna að lifa lífinu, er að sjá hið spaugi- lega í tilverunni gegnum hjúp alvörunnar. Margir, sem voru opinberir starfsmenn fyrir 1946, og ekki nutu lífeyrisréttinda, hafa k'eypt sér þau fyrir eigið fé. Sumir hinna elztu, svo ekki sé of mik- ið sagt, munu hafa fengið rétt- indagjaldið endurgreitt, hafi þeir unnið mjög lengi hjá saraa aðila eða sveitarfléagi, Og þar sem ég er nú elzti starfandi skólamaður við framhaldsskóla í landinu, og búinn að vera hér allan rninn starfsdag, eða samtals í 36 ár, taldi ég eðlilegt, að ég væri í hópi Jjessara manna. Þar að auki er þess að geta, að fyrstu 19 árin, sem ég fékk laun mín greidd hjá bæjarsjóði, voru þau aðeins 2/3 af launum annarra framhaldsskólastjóra í landinu. Á slíka greiðslu, sem hér um ræðir er ekki litið sem launa- uppbót, heldur viðurkenningu fyrir langt starf, sem launað er með réttindum til stuðnings og styrktar, þegar aldurinn færist yfir og starfskraftarnir þverra. Hér er liins vegar litið á þetta sem matarpólitík og kölluð ölm usa eða sníkjur. Bréf mitt ber með sér, að eg krefst einskis og segi, að mer þyki það eðlilegt, að bæjarsjóð- ur greiði mér til handa þessi íéttindi og viðurkenni þar með langt starf í þágu bæjartelags- ins. Eg hefi aldrei farið fram á neina launauppbót, enda er Jjað alveg rétt hjó kommúnistum, að févana er ég ekki. Og síður en svo kvelst ég af þrá eftir viður- kenningu á starfi mínu. Hafði aðeins ánægju af að kanna jarð- veginn og vita, hvort okkur hefði farið eitthvað fram undan- farinn aldarþriðjung, seiu ég hef starfað hér. Aldrei bjóst ég við svo mik- illi ánægju af bréfinu. Varla verður annað sagt en að gjörðir þessar eru snjallt hugs- aðar eins 'og vænta mátti og drengilegar (eins og líka vænta mátti), en þær hitta óvart ekki í mark. Þær hitta allan Sjálfstæð isflokkinn hér og eru honum til smánar og skammar. Ekki er allt fólk hér svo illa gert og skiln ingssljótt, að það skilji þetta ekki. — Þú telur fjárhagshliðina ekki vera aðalatriðið í málinu? — Nei, ég hefði notað þessa krónur til að efla hugsjónir mínar. Fiskasafn bæjarins hefði fengið hluta af því. Einnig út- gófusjóður Bliks míns. Svo er Byggðarsafn bæjarins alltaf fé- vana, þó að bæjarsjóður leggi okkur nú 20 þúsundir árlega og við höfum safnað því til vaxtar og gengis 40—50 þúsund- um á undanförnum 5 árum með vorsýningum Gagnfræðaskólans. Það, sem vekur mér spaug og spé og notalega líðan í kringum þetta allt, er það, að ráðandi ntenn bæjarins telja ekki starf mitt hér í 36 ár „einnar messu virði“, eins og þar stendur í ntannkynssögunni. Það álit snertir mig notalega, enda hef BROÐURLEG SAMVINNA! Einar H. Eiríksson, bœjarritari. — En segðu mér, Þorsteinn, hvernig hefur bréfið kornizt í liendur konnnúnistum? — Bæjarritarinn, Einar Hauk ur Eiríksson, viðurkenniv að hafa afhent Sigurði Stefánssyni Jjað til afritunar. Sá verknaður dajmir sig sjálfur í augum alira réttsýnna manna. Ýmsir álykta, að bæjarritarinn hafi með þessu gjörræði sínu viljað smána bæj- arstjórann sem mest, og sumir halda, að Jjetta siðgæðisbrot ritarans hafi ótt að bitna á okk- ur báðunt, verða okkur til háð- ungar. Mér fyrir það að skrifa bréfið og bæjarstjóra fyrir það, hve illa honum gekk að fá það afgreitt. Því mun hafa valdið sundrung innan meirihlutans. Sig. Stefánsson, bœjarfulltrúi ég aldrei úr brauðdeigi gerður verið. Eg þakka Þorsteini skólastjóra fyrir viðtalið. S. K. Framsóknar- blaðið RITNEFND JÓHANN BJÖRNSSON, ób. SIGURG. KRISTJÁNSSON AFGR. ANNAST: SVEINN GUÐMUNDSSON GJALDKERI: HERMANN EINARSSON

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.