Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 06.02.1963, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 06.02.1963, Blaðsíða 4
4 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Þátturinn um fiskinn 10 Skipting veiðisvæða. Fyrir nokkru flutti einn fiski- fræðingurinn erindi í útvarpið, er.hann nefndi „Ofvgiði og kjör veiði.“ Þetta erindi snerti mjög alla þá, er stunda fiskveiðar, livort lieldur þeir eru sjómenn á fiskiflotanum, eigendur fiski- skipa eða fiskiðnstöðva, og jafn hliða hag allrar þjóðarinnar í heild. Hinn gullni meðalvegur er vandfarinn, ekki sízt, þegar á- kafir, harðsæknir veiðimenn eiga í hlut, hvort sem fiskurinn er sóttur í sjó eða vötn. Nú, er veiðitæknin eykst með ári hverju, vex hættan á ofveiði; fiskistofninum er því stórhætta búin, ef ekkert er að gert, heil byggðarlög, sem aðalatvinnu hafa af fiskveiðum, horfa með ótta til framtíðarinnar, ef geng- ið er of nærri fiskstofninum. Sjómönnunum í dag er ljóst, að síldarstofninn er í stórhættu, ef ekki verður bráðlega unnið að því að friða hrygningarsvæð- in, og draga úr smósíidarveið- inni, og jafnvel gerðar fleiri ráð stafanir til verndar síldarstofn- inum í Norður-Atlantsliafi, en til þess þarf samtök fleiri þjóða, sem veiði stunda á þessu svæði, vonandi tekst þeim nógu fljótt að koma sér saman um virkar aðgerðir til verndar stofninum, áður en síldinni verður alger- lega tortímt. Hér á landi hafa heyrzt radd- ir um skiptingu veiðisvæða til takmörkunar á fiskveiðum, einkum hér við suðvesturlandið, þar sem skipafjöldi er mestur og þess vegna margskonar veiðar færi í notkun í einu. Skiptingu veiðisvæða má t. d. hafa þannig, að takmörk þeirra séu ákveðin af veiðisvæði því, er hver veiðistöð hefur haft, sem aðalveiðisvæði á undanförnum árum, eða þá sameiginlega fleiri veiðistöðvar, t. d. hér sunnan- lands frá Herdísarvík að ósum Jökulsár á Breiðamerkursandi. Yfirstjórn þessara svæða sé kosin af samtökum fiskimanna og skipaeigenda ósamt bæjar- eða héraðsstjórn í samráði við Fiski deild atvinnudeildar Háskólans, ákveður hún, hvaða veiðarfæri skuli nota á svæðinu á hverjum tíma, og skipta því milli skipa eftir veiðarfæranotkun, ákveða skipafjölda og stærð, og ákveða hvort leýfa skuli skipum, .serri ekki eiga heirna í veiðistöðvum viðkomandi svæðis, veiðileyfi. Auk þess ákveður þessi stjórn hvaða svæði eigi að friða til hrygningarsvæða á hverjum tíma, veita leyfi fyrir dragnót, humar- og togveiðum o. s. frv. Það mun heppilegra að slíkt sé gjört í veiðistöðinni, þar sem hún hlýtur ávallt að vera næmust í að gæta hagsmuna sinna, en allt sé gert með samþykki Fiski- deildar atvinnudeildar Háskól- ans, og með því móti verður fiskurinn minna pólitískur en nú ei. Mörg undanfarin ár hefur verið haldið uppi hálfsmánað- arlegum skemmtunum í Gagn- fræðaskólanum hér svonefndum málfundum, auk árshátíðar skól ans hinn 1. desember ár livert, en til hennar er sérstaklega vand að. Á málfundum þessum hafa nemendur flutt ýmiskonar efni til skemmtunar og fróðleiks og þeini svo verið leyft að dansa fram undir miðnætti. Yfirleitt munu skemmtanir þessar hafa verið vinsælar og vel sóttar, enda ekki annarra skemmtana völ fyrir unglinga á aldursskeiði gagnfræðaskólanema. Skemmt- anir Gagnfræðaskólans fara ó- vallt fram undir eftirliti kenn- ara skólans. Yfirleitt mun þessi starfsemi skólans hafa mælzt vel fyrir hjá foreldrum í bænum. Fólk gerir sér það almennt ljóst, að nútíma unglingar vilja fá að skemmta sér eitthvað, og er þá einmitt til- valið, að skemmtanir þeirra fari fram undir eftirliti skólans. Nú er það hinsvegar konrið á daginn, að ýmsum hefur ekki þótt skemmtanalíf unglinga nægilega fjölbreytt og til þess að bæta úr því lrafa Félag ungra Sjálfstæðismanna og Hótel H.B. riðið á vaðið og haldið allmörg böll og skemmtanir, þar sem unglingum allt niður í 13 ára aldur hefur verið leyfður aðgang ur. Þessi „barnaböll“, sem FUS og Hótel HB hafa haldið, hafa að vonum mælzt illa fyrir og rnargt verið unr þau rætt. Er það sízt að undra, þegar svo langt er gengið í þessu efni eins og s. 1. laugardagskvöld, en þá var dansað í „Helgafelli" til kl. 2 e. miðn. undir yfirumsjón Að lokum vill þátturinn benda á, að það er enginn þjóðarhagur að eyða allt að 40% af aflaverð mæti skipanna í skefjalausan austur veiðarfæra (og mun ís- lendingar eiga þar heimsmet) og eyða fiskstofninum aðeins til þess að fylla pyngjur veiðarfæra- sala, en hins vegar nota ekki hin ódýrari veiðarfæri, s. s. tog- og dragnót, sem er miklu hagkvæm ari útgerð, bæði hvað snertir vinnuafl og veiðarfærakostnað, það þarf mikið minni afla til þess að sjómenn og útgerðar- menn beri sama hlut fró borði 'og hin dýrari veiðarfæri gefa. X. nokkurra 15 ára krakka. Annað var eftir því. Blaðinu hefur borizt allýtar- leg (og nokkuð berorð) grein um þessi mól, en þar sem ekki er unnt að ræða þau nema nokk uð persónulega, þá fór ritstjór- inn fram á það við greinarhöf- und, að greinin yrði látin bíða um sinn, í von um það, að yfir- völdin tækju fyrir þessa stai'f- serni og láti hvorki Félagi ungi'a Sjálfstæðismanna, Hótel HB, né nokkrum öðrum, haldast uppi slík ólögleg skemmdarstarfsemi, sem þessi skröll hafa verið. ir segir í Eyjablaðinu um ræst- ingu í Gagnfræðaskólanum: „Ennfremur tíðkaðist þar, að skóiastjórinn skammtaði konun um „byrjunarlaun" misjafnlega langan tíma, og voru þau urn 200 krónur lægri á mánuði en hin“. Svo rnörg eru þau orð frú- arinnar og margfalt fleiri . Á ég að trúa því, að frúin sé búin að gleyrna, að kommúnist- arnir í „vinstri stjórninni“ fengu þau ákvæði sett í samn- inga við verkalýðssamtökin, að Til athugunar Framhald af 1. síðu. húsi. Bæjarráð tók málið „til at- hugunar“, og við það myndi sitja enn, ef fulltrúar minnihlut an í bæjarstjórn hefðu ekki, að beiðni forráðamanna L. V. bor- ið fram tillögu þess efnis, að bæjarstjórn Vestmannaeyja héti Leikfélagi Vestmannaeyja 2,5 milljón króna byggingarstyrk, er greiðast skuli á næstu 10 ór- um. Það er vissulega rétt, að hús- næðismál allra menningarfélaga í bænum er ekki leyst með þess ari samþykkt, en vonandi eru þau mál „til athugunar“ hjá bæjarstjóra. Að lokum skal þess getið, að með þessari ágætu sam þykkt ,er í rauninni verið að efna orð forseta bæjarstjórnar Ársæls Sveinssonar, er hann gaf á hátíðarsýningu á 50 ára af- mæli Leikfélagsins. Þar sagði hann m. a.: „Það þarf að hjálpa Leikfélag- inu að eignast hús, og það skal eignast hús.“ Að lokum þakka ég öllum, er að þessum málum hafa unnið, og vona, að þessi samþykkt verði upphaf að samvinnu urn upp- byggingu þessa byggðarlags, sam- vinnu manna, sem ekki láta sér nægja að hafa málin „til athug- unar“. 7% hækkun hjó atvinnurek- anda, væri um tveggja ára starf að ræða eða meira hjá sama að- ila? Þannig stóð á þessum mis- mun á launum þvottakvenn- anna. Eg réði þar engu um mis- mun launa. Þessi stoð frúarinn- ar undir fullyrðingu hennar er þess vegna illa fúin, og þannig eru þær allar í greininni, svo að ég hirði ekki unr að eltast við það fúatimbur. Þ. Þ. V. Halló, Vestmannaeyingar! Kápu- og fatamarkaðurinn að Hófel HB heldur á- fram. Tökum upp í dag, nýja sendingu af kápum. Nofið þetta einstæða tækifæri, og gerið góð kaup meðan úrvalið er mest. Markaðinum lýkur laugardag 9. þ. m. KÁPAN H. F. ÚLTÍMA. Nýjung í skemmlanalífi unglinga J. B. Er frúin kölkuð! Frú Guðmunda Gunnarsdóttstarfsmaður eða -kona skyldi fá

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.